Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1976 33 Fundur Lands- sambands iðnaðar- manna á Akureyri SAMBANDSSTJÓRN Landssambands iðnaðar- manna kom nýlega saman til fundar á Akureyri, en sú venja hefur verið tekin upp að halda annan hvern fund sambandsstjórnar- innar utan Reykjavíkur. Á þessum fundi á Akureyri kom fram að starfsemi Landssambandsins hefur að undanförnu stóraukist, bæði á sviði almennra upp- lýsingasöfnunar og miðl- unar um iðnaðinn í heild og einstakar iðngreinar með sérstökum iðngreina- athugunum. Þá hefur verið lögð áherzla á að kanna og stuðla að úrbótum í ýmsum aðstöðumálum iðnaðarins og jafnframt tekin upp ný starfsemi, sem er fólgin í því að halda fræðslufundi fyrir aðildarfélögin. Forseti Landssambands iðnaðarmanna, Sigurður Kristins- son, gerði grein fyrir þeim mál- efnum, sem nú eru efst á baugi I iðnaðinum og greindi frá afstöðu framkvæmdastjórnar Lands- sambandsins til þeirra. Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, skýrði frá þeim verkef num, sem nú er unnið að á vegum sambandsins, ýmist I samvinnu við aðra eða á eigin vegum. Þrjú aðalumræðuefni fundarins voru iðnlöggjöfin, lána- mál iðnaðarins og iðnfræðslumál- in. Framsögu um iðnlöggjöfina hafði Sigurður Kristinsson en i umræðum kom eindregið fram að þörf væri á endurskoðun þessara laga vegna breyttra aðstæðna bæði á sviði atvinnu- og fræðslu- mála. Talið var eðlilegt að rýmk- uð yrðu ákvæði um heimild meist- ara til að ráða til starfa ófaglært verkafólk enda beri meistari einn ábyrgð á þeirri vinnu, sem unnin er undir hans stjórn. TILBOÐ ÐAGSINS Stigahliö 45-47 simi 35645 Fiskbúðingur Venjulegt verð kr. 450 kg. Tilboðsverd Kr 300 kg. UW.YSIMi ASIMINN KR: j~-Q^ 2248D kjáJ Jflorjjtin&lníiit) Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingar- manna, hafði framsögu um lána- mál iðnaðarins. Rakti hann ýtar- lega þróun þeirra mála og gerði samanburð á lánamálum iðnaðar- ins og annarra atvinnugreina, framlögum á fjárlögum til lána- sjóða atvinnuveganna og lántök- um sjóðanna í Framkvæmdasjóði. Þá gerði Gunnar grein fyrir fjár- hagsstöðu lánasjóðanna sjálfra, en staða þeirra sumra er þannig, að fyrirsjáanlegt er að stórauka verður framlög til þeirra, þar sem skuldir sjóðanna eru álfka eða meiri en heildarútlán, en yfirleitt eru útlánin með lægri vöxtum en þau lán, sem sjóðirnir haf a tekið. Fram kom, að Iðnlánasjóður, sem er helsti lánasjóður aðila inn- an Landssambandsins, hefur til ráðstöfunar um 705 millj. kr. á árinu 1976, en áætlað er að heildarfjárhæð lánsumsókna til sjóðsins muni nema um 2800 millj. kr. Á næsta ári má búast við að umsóknir nemi um 3200—3500 millj. kr., en til ráðstöfunar verði um 800 millj. kr. fyrir utan lán- tökur sjóðsins. Sigurður Kristinsson hafði framsögu um iðnfræðslumál, en Landssamband iðnaðarmanna hefur frá fyrstu tlð haft mikil afskipti af þeim málum. Höfðu Sigurður og starfsmenn Lands- sambandsins kynnt sér sérstak- lega fyrir þennan fund starfsemi fjölbrautaskóla I Reykjavlk, Hafnarfirði og Keflavík. Kom greinilega fram hversu mikill munur er á starfsemi þess- ara skóla, en allt virðist enn óákveðið um starfsvið þeirra og tengsl við atvinnullfið, svo og um réttindi nemenda að námi loknu. (Cr fréttatilkynningu Lands- sambands iðnaðarmanna) KAUPMENN INNKAUPASTJÓfíAfí UMLAND ALLT Eigum nú fyrirliggjandi gjafavörur fyrir jólin FREYÐIBÖÐ SNYRTIVÖRUR I GJAFAKÖSSUM fyrir dömur og herra Tunguhálsi 11, Árbæ, sfmi 82700. Frá fundi Landssambands iðnaðarmanna á Akureyri. carofes iceberg SðLta*-* carafes ninive Úrvalið er hjá okkur MlKU&ÍHuj- HUSGAGNAVERZLUIM GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR HAGKAUPSHÚSINU Sími 82898

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.