Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 Felix Ólafsson: Tveir leidtogar kvaddir A þessu ári hafa tveir braut- ryðjendur íslenzks kristniboðs lokið ævigöngu sinni. Ólafur Ólafsson kristniboði lézt 30. marz, en sr. Jóhann Hannesson kristni- boði og siðar prófessor hinn 21. september s.l. Beggja þessara manna hefur ítarlega verið getið i blöðum, og er í sjálfu sér óþarft að bæta við þau æviágrip, sem þar hafa komið á prenti. Og siðar mun þeirra verða minnzt á enn verðugri hátt, er skráð verður saga islenzkrar kirkju og kristni á þessari öld. Það er þó svo, að báðir þessir ágætu menn, svo ólfkir sem þeir voru um margt, reyndust okkur hjónunum svo góðir vinir og hafa ásamt eigin- konum sínum átt alla tíð svo mikið rúm í hjörtum okkar, að það væri ómaklegt, ef ég kveddi þá ekki með fáum orðum áður en andlátsár þeirra er á enda. En um leið vildum við mega biðja eigin- konum og ástvinum þeirra bless- unar Guðs um ókomna framtíð. Af Olafi lærði ég beint eða óbeint hvað kristniboð er. Á heimili hans komst ég í fyrstu nánu snertinguna við þetta meginmál kristinnar kirkju. Þá opnuðust mér víðar dyr að nýjum og áður óþekktum heimi. Inn um þær dyr gekk ég svo ungur, og það varð mín stærsta gæfa. Arið 1946 fóru Ólafur og Herborg, kona hans, i fyrstu Noregsferðina eftir striðið. Þá urðu miklir fagnaðarfundir, er þau hittu aftur vini og samverkamenn frá árunum i Kína. Um svipað leyti voru ungir Iandar Olafs að hefja nám við kristniboðsskólann í Ósló, og hugðust þeir þannig feta i fótspor hans. Gaman var þá að fá að heimsækja roskin kristniboða- hjón ásamt Ólafi og Herborgu, og verða sjónarvottur að gleði sam- verkamannanna, sem þarna hittust aftur. Arið 1957 kom Olaf- Ólafur Olafsson ur í heimsókn til Konsó. Fyrstur Islendinga fór hann þá löngu leið til þess að heimsækja alíslenzka kristniboðsstöð. Það voru indælir og ógleymanlegir dagar. Upp frá því átti hann ekki aðeins rúm I hjörtum okkar hjónanna, heldur varð hann fyrsti „afinn", sem drengirnir okkar litu augum, og því lengi á eftir ekki kallaður annað i fjölskyldunni en Afi- Konsó. Olafur átti vist eitt raunveru- legt áhugamál, og það var kristni- boðið. Þvi málefni var ævi hans helguð. Fyrir það starfaði hann, fyrst í Kina og síðar á Islandi. Um hann má með sanni segja, að hann var síauðugur i verki Drottins. Þeir, sem muna hann tiltölulega ungan að árum, er hann ferðaðist u-m og kynnti kristniboðið með frásögnum og myndum, gleyma því aldrei. Svo kom annað tíma- bil. Olafur var orðinn eldri, en málefnið hafði endurnýjazt í hjarta hans. Nú kynnti hann Konsó og talaði með eldlegum t Útför föður okkar. tengdaföður og afa, JÓHANNS FERDINANDS JÓHANNSSONAR, fyrrverandi stórkaupmanns, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26 nóv kl 3 siðdegis. Egill Ferdinandsson, Bergþóra Magnúsdóttir, Freyja Jóhannsdóttir. Úlfar Guðmundsson, Ólafur Jóhannsson og barnabörn. t Utför MARÍU 6ÍSLADÓTTUR, Laufási. Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 27 nóvember kl. 2 e.h Guðmundur Pétursson, börn, tengdabörn og barnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður. afa og langafa, JÚLÍUSAR BJÖRNSSONAR rafvirkjameistara Ægissíðu 101 Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóhann Júlíusson Skúli Júliusson Helga Kristinsdóttir Halldór Júliusson Guðrún Reynisdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndi samúð við andlát og jarðarför SIGURÐAR JÓNSSONAR bifreiðastjóra frá Minni Vollum Hvassaleiti 30. Blessun Guðs fylgir ykkur. Sigríður Emilia Bergsteinsdóttir. Þórír Sigurðsson. Ásta K. Hjaltalin, Þurtður Sigurðardóttir. Sigurjón Kristinsson, Katrin Sigurðardóttir, Ingi V. Arnason, Jóna Sigrún Sigurðardottir. Eirlkur Hreiðarsson, og barnabörn. áhuga um verkefnin þar. Árin færðust yfir og hann tók að reskjast. Hið sffellda ferða- og prédikunarstarf varð honum ofviða. En þá fékk Guð honum nýtt verkefni. I Guðbrandsstofu vakti hann yfir velferð Hins fslenzka biblfufélags. Ekki ber þó að skilja það svo, að hann hafi þá loks orðið ofurlftið viðsýnni. Að hann hafi þá skilið betur, að það væri fleira gott til en kristni- boðið. Raunar var hann þá þegar heiðursfélagi i öðru bibliufélagi, Gídeonfélaginu, og það ekki að ástæðulausu. Fyrir Olafi voru kristniboð og bibliudreifing hliðstæður, tvær greinar á sama meiði. „Kristniboðsfélög án bibllufélaga eru sem her án vopna." Þau orð hefðu getað verið hans orð. Fyrir 28 árum, nánar tiltekið miðvikudaginn 20. október 1948, var ég á ógleymanlegri kvöldsam- komu f Ósló. Norska kristniboðs- félagið var að kveðja kristniboða- hjón, sem voru að fara í annað sinn til Kína. En kristniboðinn var íslendingur. Sr. Jóhann var á förum út ásamt eiginkonu sinni og lftilli dóttur. I dagbókina skrifaði ég: „Þetta er fyrsta kveðjusamkoman, sem ég er á, fyrir islenzkan kristniboða." Það Jóhann Hannesson var hrff andi stund, og eins brott- för þeirra viku síðar. Svo undar- lega vildi til, að með sömu flugvél fóru einnig þrfr aðrir kristni- boðar, en þeir voru að fara til Eþiópíu, þar sem Norðmenn voru þá að hefja starf. Svo sem kunnugt er varð starfs- tími sr. Jóhanns í Kína stuttur í það skipti. Landið var að lokast, bambusteppið var að falla að stöf- um, og erfiðleikarnir voru miklir. Um það leyti, sem sr. Jóhann lézt, var ég staddur í Noregi. Ég hitti þá roskinn Kína-kristniboða, sem minntist sr. Jóhanns og þraut- seigju og dugnaðar hans á þrengingartímum. Ekki vissum við þá að hann var nýlátinn. En ég hygg að atburðirnir f Kfna hafi verið stærsta reynslan i lffi þeirra hjóna, og þá sérstaklega það, að Kfna skyldi lokast. Þvf var eins farið með þessi ágætu hjón og hin fyrri, að kristniboðið átti hug þeirra allan. Og kristniboðar hafa þau verið alla tlð, sr. Jóhann og Astrid, þótt starfssviðið yrði annað. Fjórum árum eftir fyrr- greinda kveðjusamkomu voru fyrstu íslenzku Eþíópíu- kristniboðarnir að búast til brott- ferðar. Þá var gott að leita ráða hjá þeim, sem reyndari voru. Til beggja var gott að leita. Það duldist ekki, að sr. Jóhann og Astrid hefðu þegið að slást f förina til Konsó, en svo fór þó ekki. Báðir þessir ágætu braut- ryðjendur, Ólafur og sr. Jóhann, fengu lengri starfsdag á Islandi en í Kína. Það var hvorugum sár- saukalaust, en ég held, að einmitt á þann hátt hafi þeir unnið kristniboðsmálefninu og kirkju Islands mest gagn, hvor á sínu sviði. Ég er sannfærður um, að sagan mun staðfesta það. Eg hefi áður minnzt á starf Ólafs við að vekja áhuga og skilning á kristni- boði. En sr. Jóhann varð fyrsti kristniboðinn á kennarastóli við Háskóla Islands. Þegar sr. Jóhann varð prófessor árið 1959, fékk guðfræðideildin og um leið prestastéttin f fyrsta skipti kennara sem sjálfur hafði verið kristniboði. Afstaða íslenzku kirkjunnar til kristniboðs hafði Framhald á bls. 31 Margrét Guðlaugsdótt- — Minningarorð ir Fædd6. maf 1901. Dáin 18. nóvember 1976. Að kvöldi 18. nóvember sfðast- liðinn andaðist f Borgarspftalan- um Margrét Guðlaugsdóttir, hús- móðir, til heimilis að Bjarkargötu 14, Reykjavík. Margrét var fædd 6. maf árið 1901 að Fellskoti í Biskupstungum, dóttir hjónanna Katrínar Þorláksdóttur og Guð- laugs Eirfkssonar, er þar bjuggu. Systkynin voru tíu, en nú eru þrjú þeirra látin, Eyþór, Eiríkur og Margrét, er við kveðjum nú. Það, sem mér hefur fundist ein- kennandi í fari Fellskotssystkin- anna, er óvenju mikil samheldni og sterk vináttubönd þeirra f milli, þannig að makar, börn og barnabörn þeirra hafa laðazt að Fellskoti og fest þar rætur um- fram aðra staði. Þetta nána sam- band systkinanna var ríkur þátt- ur f lífi Margrétar, þótt hún hafi ekki alist upp á meðal þeirra. Ljúfar minningar frá Fellskoti hrannast upp f hugann, þegar maður minnist þess athvarfs, sem þessi fjölskylda hefur átt þar. Þriggja ára flyzt Margrét til Hafnarfjarðar f fóstur til móður- foreldra sinna, hjónanna Margrétar Guðnadóttur og Þor- láks Þorlákssonar, og elst þar upp við mikið ástríki. Yngsta dóttir þeirra hjóna, Ólaffa, gengur henni í systur stað og tókst með þeim ævarandi ást og vinátta. Kynntist ég því af eigin raun. Olaffa var miklum mannkostum búin og einnig eiginmaður henn- ar, Guðmundur Sigurjónsson, skipstjóri, en þau eru' nú bæði látin. Margréti var Hafnarfjörður ávallt mjög kær og átti hún góðar endurminningar frá uppvaxtarár- um sfnum þar. Verður henni nú búin þar hinzta hvíla. Þann 3. desember 1925 giftist Margrét Pjetri Jóhannssyni, verzlunarmanni, og var það hjónaband fagurt og ástrfkt fram á lokadægur. Þau áttu yndislegt heimili og voru ávallt mjög sam- hent f öllu sem gera þurfti. Heimili þeirra hjóna var rausnar- heimili, þar sem öllum, sem þvf kynntust, þótti gott að vera, en nú er skarð fyrir skildi, eftir að Margrét er fallin frá. Margrét og Pjetur eignuðust tvær dætur. önnur dó í fæðingu, hin er eiginkona mín, Sigríður. Þegar ég kynntist Margréti og Pjetri fyrst, var heimilið að Bjarkargótu 14 oft samkomustað- ur.þeirra ungmenna f Verzlunar- skóla Islands, sem voru jafn- aldrar Sigríðar. Þar var glatt á hjalla og allir aufúsugestir. Hús- móðirin var þá oft hrókur alls fagnaðar, enda átti Margrét óvenju gott með að halda uppi samræðum og laðaði fram allt hið bezta I fari þessara ungmenna. Margrét var trygglynd kona, vin- ur vina sinna f blíðu sem í strfðu, en föst fyrir ef þvf var að skipta. Umfram allt hrein og bein og sagði meiningu sfna umbúðalaust. Hún var mjög listfeng og bera hannyrðir hennar þvf órækan vitnisburð. Margrét lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og átti margar góðar minningar frá skólaárum sfnum þar. Þau hjónin, Margrét og Pjet- ur, ferðuðust mikið Um æfina, enda unni hún ferðalögum meðan heilsan leyfði það. Börnin okkar sakna Margrétar mikið og við gerum það einnig. Það er margt að þakka frá um- liðnum árum, sem maður gerði sér ekki alltaf nógu ljósa grein fyrir í önn dagsins. Vil ég nú að leiðarlokum færa henni hugheil- ar þakkir fyrir alla þá hjálp og vináttu, sem hún sýndi okkur. Að lokum vil ég biðja algóðan Guð að varðveita Margréti og veita Pjetri styrk f þessari miklu sorg. Bless- uð sé minning hennar. K.G. t Útför móður okkar og ömmu INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Steindyrum, Hrisey, verður gerð frá Hriseyjarkirkju föstudaginn 26. nóvember kl 2 e.h. Úlafur Þorsteinsson, Björg Þorsteinsdóttir. Sigurjóna Alexandersdóttir. Þorsteinn Alexandersson. t Jarðarför frænku minnar INGILEIFAR GUÐMUNDSDÓTTUR Barmahlið 66, verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26 nóvember kl I 30. Guðmundur R. Brynjólfsson. Vegna jarðarfarar MARGRÉTAR GUÐLAUGSDÓTTUR verði frákl jr skrifstofa okkar lö IjlCIU . 14.00 ídag. Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar Austurstræti 1 7. t Móðir min. MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR frá Snotrunesi verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni. augardaginn 27 nóv. kl 10.30 Blóm og kransar afbeðin en þeim. sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir llin Þorgerður Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.