Morgunblaðið - 28.11.1976, Page 14

Morgunblaðið - 28.11.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976 Jón Sigurðsson, forstjóri í>jóðhagsstofnunar; ALÞJÓÐAGJALD- EYRISSJÓÐSINS OG ALÞJÓÐABANKANS1976 Efnahagsástandið f heiminum I upphafi fundarins héldu að vanda yfirlitsræður þeir Johann- es Witteveen, framkvæmdastjórí Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Rob- ert McNamara bankastjóri Al- þjóðabankans. Að ræðum þeirra loknum hófust almennar umræð- ur, sem hálft hundrað þingfull- trúa tók þátt i næstu fimm daga. í máli flestra ræðumanna kom fram, að nú horfði betur í efna- hagsmálum heimsins en undan- farin tvö ár. Þannig komst Witte- veen svo að orði, að nú væri að ljúka fyrsta ári endurbatans frá dýpstu lægð í efnahag heimsins í fjóra áratugi. Framleiðsla ykist nú á ný i flestum iðnaðarríkjum með viðunandi hætti svo og um- svif í utanríkisverzlun. Nokkuð hefði dregið úr verðbólgu. Frum- framleiðsluríkin væru farin að njóta góðs af umskiptunum eftir erfið ár. Witteveen og fleiri bentu þó á, að glíman við verðbólguna gengi miður en skyldi, og atvinnu- leysi væri enn mikið miðað við það, sem verið hefði flest eftir- stríðsárin. Ur vöndu væri að ráða, þar sem saman færi verðbólga og atvinnuleysi, og ekki bætti úr skák, að enn væri verulegt mis- vægi í utanríkisverzlun milli ríkja heims. Nokkur ríki væru enn með verulegán greiðsluhalla en önnur með mikinn greiðsluafgang. Á það var bent, að við þessar að- stæður væri mikilvægt, að öll lönd tækju þátt í því að koma á betra jafnvægi. Hallalöndin yrðu að halda ákveðið aftur af eftir- spurn heima fyrir, þótt þetta að- hald hefði í för með sér hægari bata en menn helzt kysu, en jafn- brýnt væri, að þau lönd, sem hefðu verulegan greiðsluafgang, væru til þess reiðubúin að ganga á gjaldeyriseignir sínar og örva þjóðarútgjöld og innflutning. Þessari hvatningu Witteveens var fagnað af fulltrúum hallaland- anna, t.d. Bretum, en minna um hana rætt af fulltrúum þeirra landa, sem hafa sterka gjaldeyris- stöðu. I ræðu, sem Kleppe fjár- málaráðherra Noregs flutti fyrir hönd Norðurlanda um málefni Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, var lögð á það áherzia, hve mikilvægt væri að draga úr atvinnuleysi i heimin- um og á það bent, að það væri til lítils að berjast af einsýni gegn verðbólgu, ef árangur í þeim efn- um kostaði útbreitt atvinnuleysi. Hann lagði þó jafnframt áherzlu á nauðsyn þess að draga úr verð- bólgu í hetminum, því þegar til lengdar léti væri ekki um raun- verulegt val að ræða milli at- Batnandi hagur iðnríkia ÞAÐ ER margt alþjóðaþingið á okkar rád- stefnuöld, og ekki er laust við, að mönnum finnist ráðstefnurnar fleiri en ráðsnilldin leyf- ir. Þrátt fyrir þetta hef ég tekið að mér að segja í fáum orðum frá einu slíku þingi, sem er ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans, sem haldinn var í byrjun síðasta mánaðar, en ég var í hópi þeirra, sem fundinn sóttu af íslands hálfu. Arsfundir þessara tveggja alþjóðastofnana vekja jafnan nokkra athygli og gætir hér án efa töframáttar hins gullna gjalds, sem laðar að sér fréttamenn ekki síður en aðra, kannski umfram fréttagildi þinghaldsins. Fundir þessir eru haldnir tvö ár af hverjum þremur í Washington, en þar eru höfuðstöðvar beggja stofnananna, en þriðja hvert ár eru fundirnir haldnir í einhverju aðildarríki öðru en Bandaríkjunum. Staðarvalið er við það miðað, að ársfundirnir séu til skiptis í heims- álfunum. Þessir ársfundir utan höfuðstöðva sjóðs og banka verða meiri fréttamatur en hinir venjulegu ársfundir, einfaldlega af því, að gestgjafalandið sem í hlut á hverju sinni reynir að nota þetta tækifæri sér til framdrátt- ar og landkynningar, þegar það hefur að gest- um flesta fjármálaráðherra og seðlabanka- stjóra veraldar í einu lagi, auk skara annarra fjármálamanna og bankastjóra, sem ráða yfir miklu fé. Þetta á ekki sízt við, þegar fundir þessir hafa verið haldnir í þriðja heiminum, og hafa móttökur gjarnan dregið dám af þessu og verið í betra lagi rausnarlegar. Fundurinn í ár, sem haldinn var í Manila á Filippseyjum var engin undantekning í þessu efni, og ekki laust við, að þau hjónin, Ferdinand og Imelda Marc- os, sem í félagi hafa öll ráð 42 milljóna Filipps- eyinga í hendi sér undir aga herlaga, hafi viljað nota fundinn sér til pólitísks framdrátt- ar bæði heima og heiman. Reyndar sætti staðarvaldið nokkurri gagnrýni af þessum sök- um. Hvað sem þessu líður, er óhætt að fullyrða, að allur undirbúningur fundarins og móttökur voru með miklum ágætum og virtist hvergi til sparað. Fundurinn fór fram f splunkunýrri alþjóðaráðstefnúmiðstöð, sem Filippseyingar hömuðust við að Ijúka fyrir fundinn. Ráð- stefnumiðstöðin stendur á uppfyllingu við Manilaflóa, þar sem sólsetrið er sagt einna fegurst í heiminum, sem vel má vera. Reyndar held ég, að fegurð sólarlagsins á þessum slóð- um standi í réttu hlutfalli við hitastigið, þegar sól er á lofti. Ráðstefnumiðstöðin er um 100 þúsund fermetrar að flatarmáli. Aðalfundar- salurinn tekur 4.300 manns í sæti. Húsakynni þessi eru vel og afar smekklega búin og Filippseyingum til sóma, og var það t.d. heima- mönnum metnaðarmál að hafa sem svalast í húsinu, þannig að menn héldu varla á sér hita sumsstaðar þar inni, þótt úti væri hitabeltis- svækja, á milli 30°C og 40°C stiga hiti og loftið afar rakt. Mörg gistihúsanna, sem hýstu þús- undirnar, er fundinn sóttu eða fylgdust með honum, voru einnig nýsmíði og reyndar sum ekki alveg fullgerð, þegar gestina bar að garði. Margar þessara bygginga eru afar glæsilegar, og vonandi nýtast þær til þess að örva ferða- mannastraum til Filippseyja. Óneitanlega virt- ist þarna þó farið fram meira af kappi en forsjá, og mátti víða sjá þess merki í Manila og nágrenni, að Filippseyingar víla ekki fyrir sér, þótt ekki séu þeir efnaþjóð, að reisa stórfeng- legar opinberar byggingar, stjórnarbyggingar og seðlabanka, þótt okkur gæti virzt mörg nærtækari verkefni í landbúnaði sveitanna og í fátækrahverfum stórborganna. Þótt húsakost- ur og annar aðbúnaður væri með miklum glæsibrag, er alveg vafalaust, að það sem setti umfram annað svip á móttökurnar var fólkið sjálft, sem er afar vingjarnlegt og brosmilt, blanda margra kynstofna, sem virðist kalla fram mikið fríðleiksfólk. VIÐFANGSEFNI ársfundanna eru hin sömu, hvort sem fundirnir eru haldnir handan við daglínu (sé farið í vestur héðan) og í hitabelt- inu eins og að þessu sinni, eða á norðlægari og vestlægari slóðum. Þarna koma saman f jarmála- ráðherrar, viðskiptaráðherrar, seðlabanka- stjórar og efnahagssérfræðingar flestra landa heims, bera saman bækur sínar um efnahags- ástandið í heiminum og f jalla í því ljósi um starfsemi stofnananna tveggja. Ræddar eru æskilegar breytingar á starfseminni með tilliti til atburða liðins árs og horfanna á komandi ári. Á þessum fundum gefst auk þess gott tækifæri til formlegra og óformlegra viðræðna um efnahagssamvinnu milli ríkja og alþjóða- lánamál, þar sem margir banka- og fjármála- menn, auk eiginlegra þingfulltrúa, leggja leið sína til þessara funda til þess að fylgjast með þeim og eins til þess að nota þetta tækifæri til að hitta að máli marga í senn, sem starfa á þessu sviði frá flestum löndum heims. Ætla má, að þessi vettvangur sé sérlega mikilvægur fyrir smáríki eins og t.d ísland, sem þarna fá tækifæri til þess að hreyfa lánamálum sínum við marga í senn og geta þannig glöggvað sig á stöðunni á alþjóðalánamarkaði. ARSFUNDUR I-------------------------------------- 1 ARSFUNDUR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans 1976 var haldinn I Manila á Filippseyjum dagana 4. til 8. október sl. Fundinn sóttu af Islands hálfu þeir Matthfas A. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Sigurgeir Jónsson, aðstoðarseðlahankastjóri og Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri. Einn þessara manna, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar, flutti erindi um árs- fundinn á fundi I Rótarýklúbbi Reykjavfkur 24. nóvember sl. Erindið er hér birt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.