Morgunblaðið - 28.11.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.11.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 27 plötum gefið út sem er i iakari gæðaflokkunum. Ég kaupi yfir- leitt ekki Islenzkar plötur, því að ég hlusta aðallega á soul-tónlist.“ — Reynirðu að kynna þér is- lenzkar plötur og fylgjast með? „Ég les um þessi mál i blöðun- um og fylgist með þessum helztu, t.d. Gunnari Þórðarsyni og Jóhanni G. Jóhannssyni." — Finnast þér íslenzkar plötur sambærilegar við þær erlendu að tónlistargæðum og upptökugæð- um? „Þær beztu eru sambærilegar hvað gæði tónlistarinnar snertir og ég held að upptökurnar hafi batnað mikið eftir að stúdióið kom suður í Hafnarfirði. En það sem heizt er að íslenzkum plötum er reynsluleysi tónlistarmann- anna og annarra sem gera plöt- urnar.“ — Hvort viltu frekar hafa ís- lenzka texta eða enska á plötun- um? „Mér er alveg sama. Þó held ég að afleitir enskir textar séu ennþá verri en afleitir islenzkir textar." Guðmundur Stefánsson, 17 ára gamall nemi í MR, varð næstur á vegi okkar og hann sagði m.a.: „Mér fannst útgáfustarfsemin góð um tíma, en nú virðist allt vera gert fyrir jólamarkaðinn og er ekki nógu vandað. En það er margt gott innan um. Mér finnst Gunnar Þórðarson mjög góður, lika Rió og fyrsta plata Spilverks- ins var ein sú bezta sem hér hefur verið gerð. En ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Rúnar Júliusson og þær plötur sem hann hefur leikið inn á.“ — Kaupirðu íslenzkar plötur? „Stundum. En ég kaupi þó miklu meira af erlendum plötum. Þær eru betri, vandaðri, og tón- listin miklu betri sem erlendar hljómsveitir framreiða. Kannski er þetta lika vani. íslenzkar plöt- ur hafa ekki unnið sér eins háan sessihugamanns." — En finnast þér upptökugæði islenzkra platna verri en þeirra erlendu? „Upptökurnar hafa batnað síð- an stúdíóið kom suður í Hafnar- firði. En þeir hafa þó ekki náð þar þeirri tækni sem þarf til að plöt- urnar gefi þennan rétta hljóm. Það er lika oft eitthvað að í sam- bandi við pressunina." — Hvort viltu frekar hafa ís- lenzka eða enska texta á íslenzk- um plötum? „Mér finnst stundum ekki passa við lögin að hafa íslenzka texta. Þetta er bara smekksatriði. Mað- ur var kannski orðinn svona van- ur enskum textum, af þvi að það var lítið af islenzkum textum á tímabili. Mér finnst persónulega það hæfa popptónlistinni betur að hafa enska texta." Sigrún Magnúsdóttir, 21 árs gömul afgreiðslustúlka i hljómplötuverzlun, varð síðust fyrir svörum i þessari skyndi- könnun Slagbrands. Hún hlustar að sjálfsögðu á allar íslenzkar plötur sem koma út, það fylgir starfinu, og hún hafði m.a. þetta um málin að segja: „Mér finnst plötuútgáfan vera komin út í öfgar og alls ekki allir eiga erindi á plötur sem hafa komið á plötum að undanförnu. Þó eru sumar plötur góðar, til dæmis Spilverkið." — Finnast þér islenzkar plötur vera sambærilegar að gæðum við erlendar plötur? „Nei, mér finnast þær lakari tónlistarlega séð. Það sem mér finnst líka vera að íslenzkum plöt- um, er hvað textarnir eru lélegir. Þó vil ég frekar hafa islenzka texta en enska." — 0 — Þannig fór um sjóferð þá. Eða svo haldið sé áfram með samllk- inguna við skyndikananir bank- anna á innstæðulausum ávísun- um, þá má segja að heldur hafi innstæðan verið rýr hjá þeim sem talað var við, í þeim skilningi, að allir tóku þeir erlendar plötur fram yfir islenzkar, fyrst og fremst vegna þess, að þær er- lendu væru yfirleitt betri. Raunar er slikt ekki óeðlilegt, eins og einn aðili, sem Slagbrand- ur spjallaði við (utan dagskrár) um þetta mál, benti á. Þær er- lendu plötur sem hingað berast og hér eru seldar, eru blóminn af framleiðslu stórþjóðanna og ekki nema eðlilegt, að þær séu fáar íslenzku plöturnar sem staðizt geta samanburð, þegar þannig er I pottinn búið. Líkt og á Ólympiu- leikunum hljóta íslenzkar plötur að lenda frekar aftarlega í sam- keppni við stórþjóðirnar, en á hinu leikur enginn vafi, að um miklar framfarir hefur verið að ræða á undanförnum árum í is- lenzkri hljómplötugerð og sifellt er verið að bæta Islandsmetin, ef svo má segja, þótt ekki sé hægt að mæla gæði hljómplatna með venjulegum mælistikum. — sh. Rúnar Júliusson sem ekki verður sagt um alla hina. Slagbrandur varð t.a.m. fyrir nokkr- um vonbrigðum með þátt Gylfa Ægissonar sem oft hefur tekið hressilegri spretti og erfitt er að koma auga á erindi Gunnars Frið- þjófssonar á hljómskífu yfirleitt. Hér skal ekki lagður frekari dómur á einstaka þætti i efnismeðferð þeirri sem fram kemur á plötunni heldur skal vikið i nokkrum orðum að út- gáfu hljómplatna sem þessarar — þ.e. safnplötuútgáfu almennt. Safnplötur, eins og sú er hér er á boðstólum, geta bæði boðið upp á kosti og galla. Annars vegar fá menn á einu bretti fjölbreytilega tónlist sem byggð er á efnivið úr ýmsum áttum en hins vegar hlýtur slíkur samtiningur að verða á kostnað ákveðinnar heildarmyndar, sem ef til vi11 verður aldrei meira en hillingar, óskýr og þokukennd. í slikum tilfell- um virðast manni því vinnubrögð oft á tíðum vera fálmkennd og hikandi þótt vissulega eigi það alls ekki allt- af við. En smekkur manna er sem betur fer misjafn og þeir eru eflaust margir sem kunna þvi betur að fá slíkt safn sýnishorna á einni hljóm- plötu þótt persónulega kjósi Slag- brandur frekar hljómplötur sem endurspegla ákveðinn persónuleika eða bera svipmót afmarkaðrar heild ar. Að upp- skera eins og til er sáð Einu sinni var Iðunn 001 — L.P.Stereo 0 Það þótti vel til fallið þegar bókaútgáfan Iðunn ákvað að gefa út á hljómplötu visur úr Visnabókinni góðkunnu, sem flestir íslendingar kannast sjálfsagt við. Visnabókin hefur á undanförnum 30 árum selst i meira en 35 þús. eintökum og þar er að finna gott sýnishorn af gömlum visum, þulum og þjóðkvæðum, sem rauluð hafa verið við íslensk börn öld eftir öld auk þess sem bókin hefur að geyma ýmsan kveðskap nafn- greindra höfunda frá siðari timum. Það var og skemmtilega til fundið að velja til flutnings á plötuna valin- kunna menn úr hópi islenskrar rokk- kynslóðar, þá Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson, — sem báðir eru „stórstjörnur" á himni islensks skemmtiiðnaðar (ef á annað borð er um stjörnur að ræða á þeim himni), enda hefur uppskeran orðið eins og til var sáð. 0 Að dómi Slagbrands er breið- plata þessi tónlistarlegt listaverk óg á það bæði við um tónlistarflutning, efnismeðferð að ógleymdum þeim frumsömdu lögum sem á plötunni eru. T.d. eru lög Gunnars Þórðarson- ar við „Kvölda tekur", „Bráðum kemur betri tið" og „Ég á litinn skritinn skugga" meðal bestu verka í islenskum tónsmíðum á seinni árum og framlag Björgvins er persónuleg- ur sigur sem skipar honum sess á bekk með fremstu listamönnum úr stétt islenskra söngvara. Að auki má segja að þáttur „Helga Halldórsson- ar" (?) i tveimur laganna sé út af fyrir sig tæknilegt afreksverk. Hér kann mörgum að þykja stórt upp i sig tekið og eflaust falla þessar fyllyrðingar ekki í frjósaman jarðveg hjá iðkendum „æðri tónlistar". Þess ber þó að gæta, að hugtakið list er hér notað í viðtækri merkingu, þar sem farið er út fyrir ramma sigildrar tónlistar og án þess að mælistika langrar skólagöngu i erlendum tón- listarháskólum sé lögð til grundvall- ar. Menn mega svo túlka það eins og þeim sýnist. ^ Þeir eru eflaust margir, sem hafa beðið þessarar ölötu i þeirri trú, að hér væri á ferðinni barnaplata i orðsins fyllstu merkingu, enda gefa efnisföng ástæðu til þess. Sá galli er þó á gjöf Njarðar (og ef til vill eini galli plötunnar) — að efnismeðferð er fremur flókin og platan i heild það listræn að hætt er við, að börn með- taki ekki innihaldið eins og efni stóðu til. Slagbrandur getur þó ekki annað en hvatt sem flesta til að fá sér eintak af þessari plötu þvi ekki einasta hefur hún tónlistarlegt og bókmenntalegt gildi heldur er hún einnig merkur áfangi á listamanns- ferli þeirra Björgvins Halldórssonar og Gunnars Þórðarsonar. NYOG LAUSN k I Álplötur, seltuvarðar, með innbrenndum litum. Framleiddar af Nordisk Aluminium %, Noregi. Norsk gæðavara. Nýtískulegt útlit og uppsetning auðveld. Reynist vel við íslenskar aðstæður. Leitið nánari upplýsinga og kynnið ykkur möguleikana. INNKAUP HF ÆGISGÖTU 7 REYKIAVlK. SfMI 22000-PÓSTHÓLF I0I2 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRI: HEIMASÍMI 71400. TELEX 2025 SÖ STRIMLAGLUGGA TJÖLD Bjóðum tvær gerðir af Luxaflex brautum: Universal og Standard brautir. strimlagluggatjöld eru sérstaklega vel útbú- in. Kynnið yður verð, gæði og greiðsluskilmála. ÓLARJR KR, SIGURÐSSON & C0. Suðuriandsbraut 6, simi 83215. imttiv vlu tL' v.'vrvra WMWWH1' MVtUn'ViTlilliI •VLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.