Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Geðdeild Landspítala: Fjármagn tryggt til framkvæmda við göngu- og legudeild á næsta ári VIÐ afgreiðslu f járlaga fyrir árið 1977 á Aiþingi í gærmorgun var samþykkt tillaga f járveitinga- nefndar þingsins um viðbðtar- framlag til geðdeildar Land- spftalans að upphæð 48 milljónir króna. Frá yfirstandandi ári eru enn til ráðstöfunar 15 milljónir króna og verður þeim varið til framkvæmda við geðdeildarbygg- ingu á næsta ári. Þá samþykkti Alþingi einnig lántökuheimild vegna geðdeildar að upphæð 25 milljónir króna. Með þessum ákvörðunum Alþingis hefur verið tryggt að á næsta ári verður hægt að ráðast f bæði göngu- og legu- deild f næsta útboðsþætti fram- kvæmdanna. Ragnhildur Helgadóttir kvaddi Eyjólfur Konráð Jónsson: Rekstrar- og afurða- lán beint til bænda EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S) hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að rfkisstjórninni verði falið að hlut- ast til um, að viðskiptabankar greiði rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins beint til bænda. f greinargerð segir: „Á undanförnum vikum hafa miklar umræður farið fram um afurðasölumál landbúnaðarins og m.a. verið haldnir fjölmennir bændafundir vfða um land. A fundum þessum hefur brotist fram megn óánægja með ýmsa þættti afurðasölumála og t.d. á það bent, að stærsti dreifingar- aðili sauðfjárafurða „hefur ekki skilað réttu verði á réttum tfma til sláturleyfishafa", eins og orð- rétt segir f ályktun almenns bændafundar, sam haldinn var á Blönduósi 13. þ.m. Með samþykkt tillögu þessarar væri tryggt, að þeir, sem rekstrar- og afurðalánin eiga að fá, bændur sjálfir, fengju þau á réttum tíma, og væri þannig komið í veg fyrir alla tortryggni. Er þess að vænta, að allir fagni þvf, enda óviðun- andi að bændur hafi ekki ráð- stöfunarrétt yfir eigin fjármun- ser hljóðs við þriðju umræðu fjár- laga f fyrrakvöld og lét í ljós ánægju með þá tillögu fjárveit- inganefndar, sem að framan er rakin, og spurðist fyrir um, hvern veg umrætt viðbótarfjármagn skiptist milli verkþátta. Jón Árna- son, formaður fjárveitinganefnd- ar, kvaðst vænta þess, að þetta fjármagn mundi nægja til fyrir- hugaðs verkáfanga, bæði við göngu- og legudeild, enda þótt framkvæmdakostnaður allur hefði hækkað verulega. Ragnhildur Helgadóttir þakk- aði upplýsingarnar og sagðist vænta þess, að nú væri tryggt að hægt væri að hefjast handa um framhaldsframkvæmdir bæði við göngu- og legudeild með þeim hætti að fjármagnið nýttist fyrr og betur. Með þessum breytingum væri fjármagn tryggt til viðun- andi verkáfanga á næsta ári. Fjár- magnið er nú fyrir hendi, sagði Ragnhildur Helgadóttir, þá er það viljinn einn, sem til þarf. Strandferðslan 7,4 mill. kr. í undirskoti Bert Dagstjornan og Tróndur góvu yvir- skot í fjer 12 skip og bilarnir hjá Strandferðsluni hava í iseinasta figgjarári havt tilsamans 5,8 mill. kr. í undirskoti. Av hesum er undirskotið hjá Smyril 2,5 mill. kr., og undirskotið av bilunum er slok hálv milli- SMYRIL — siglir gott og v«l inn fyri hýrur og olju Smyril Samlaðu inntokumar hjá I Smyril fré tí hann kom í juni J mánað í fjer og til 31. mars í I ár hava verið slakar 6,3 mill. | kr. Meginparturin av inntok- unum stavar frá persónflutn- ingi, sum hevur givið slakar I 4.5 mill. kr. Síðani kemur I farmagjald (her íroknað bil- I flutningur) 845.000 kr., kiosk I 445.000, cafeteria 287.000, H postflutningur 180.000 og 1 eykatúrar 60.000 kr. Samlaðu útreiðslumar hjá I Smyrli hava i sama tíðar-1 skeiði verið tilsamans 8.71 mill. kr. Uppi i útreiðslunum | er kortini ikki rentur og av , dráttur av lánum í skipinur sum kostaði um 30 mill. k- Stersta ú*r0Í*0,°" Mikið tap á Smyrli fyrsta rekstrarárið FÆREYSKA skipið Smyrill var rekið með allmiklu tapi frá því að Færeyingar eignuðust það í júní 1975 þar til í lok marz á þessu ári. 1 færeyska blaðinu Dimmalætting var greint frá því nýlega, að tapið á Smyrli á þessu tímabili hefði numið um 80 milljónum íslenzkra króna, eða 2.5 milljónum færeyskra króna. Fyrir fólksflutninga komu inn á þessu tímabili um 146 milljónir Islenzkra króna og fyrir bll- og fragtflutninga voru greiddar rúmlega 27 milljónir króna. Tap varð á rekstri færeysku „Strandferðslunnar" á þessu tímabili og nam það samtals um 233 milljónum íslenzkra króna. Rekur fyrirtækið 14 skip og varð aðeins hagnaður af rekstri tveggja þeirra. Fóðurgildi undanrennudufts 20% meira en fiskmjöls Meira hringt til útlanda á aðfangadag og jóladag en nokkra aðra daga ársins AÐFANGADAG jóla og jóladag nota mjög margir til að hafa slmasamband við vini og vanda- menn erlendis. Eru þessir tveir dagar meðal alerfiðustu daga hjá talsambandi við útiönd og pant- anir um samtöl þessa daga þurfa að berast með góðum fyrirvara til að fólk geti verið visst um að fá sfmtalið. Að sögn Hrannar Rasmussen varðstjóra hjá talsambandinu hafa pantanir verið skráðar frá 1. desember. Nú er svo komið að fullbókað er á Norðurlöndin og Framhald á bls. 18 EINS og fram kom I frétt blaðsins f gær, þegar greint var frá út- flutningi á undanrennudufti, hef- ur Osta- og smjörsalan sf. óskað eftir þvf við innlendar fóður- blöndunarstöðvar að þær kanni möguleika á að nota það undan- rennuduft, sem framleitt er f Iandinu og ekki er notað I aðra framleiðslu, I fóðurvörur. Gunnar Bjarnason, forstöðumaður Fóður- eftirlits rfkisins, sagði I samtali við blaðið, að frá fóðurfræðilegu sjónarmiði væri ekkert sem hindraði að undanrennuduft væri notað I fóður handa kálfum, svfn- um og alifuglum. Næringagildi undanrennudufts væri 20% meira en fiskmjöls. — Verðið á undanrennuduftinu er hins vegar það hátt hér á landi að fóður- blöndunarstöðvar geta ekki notað það f blöndur sfnar. Það eina, sem kemur í veg fyrir að þetta er ekki notað hér, er landbúnaðarstefnda okkar og kerfið, sagði Gunnar. Fram kom hjá Gunnari að undanrennuduft hentar einstak- lega vel í fóður handa eldissvín- um og stuðla eiginleikar þess að miklum gæðum svínaflesks. Eins og getið var í frétt blaðsins I gær eru nú til miklar birgðir af undanrennudufti í löndum Efna- íslendingur meðal nemenda vid foringjaskóla í Noregi: Nádi betri árangri en áður hefur þekkzt FYRSTI Islendingurinn sem stundað hefur nám við norskan landherskóla. Arnór Sigurjóns- son, lauk nýlega prófi þaðan og hlaut hann viðurkenningu fyr- ir góðan námsárangur. Arnór, sem útskrifaðist frá Mennta- skólanum á tsafirði vorið 1975, hefur dvalizt ytra sfðan um haustið 1975. Arnór sótti um skólavist á Befalsskolen f janú- ar 1976 en alls voru umsækj- endur 76 og af þeim fengu 56 að þreyta inntökupróf. Þrjátfu og sex stóðust prófið en 29 luku náminu. í samtali við Mbl. sagði Arnór Sigurjónsson, að námið hefði verið skemmtilegt en erfitt, stundaskráin hefði verið viða- mikil, byrjað klukkan 6 á morgnana og verið að langt fram á kvöld þegar einhverjar æfingar stóðu yfir. — Mikil Arnór Sigurjónsson, annar frá vinstri, með sverðið sem hann fékk sem viðurkenningu fyrir góðan árangur. Með honum á myndinni eru aðrir nemendur er náðu góðum árangri og skólastjóri skólans. Urklippur úr VG og Adressavisen. áherzla er lögð á að þjálfa líkamlegt atgervi og að öðru leyti er námið fólgið f þvf að leysa þrautir og þjálfa leiðtoga- hæfileika með hverjum og ein- um nemenda, sagði Arnór. — Við erum mikið á skfðum og erum stundum úti við f nokkra - daga f einu og lengst höfum.við verið við æfingar úti í 10 daga f einu. Mikil áherzla er lögð á að hver og einn geti bjargað sér sem mest sjálfur úti í náttúr- unni og verið viðbúinn hvaða verkefnum sem er, sagði Arnór. Framundan væri nú þjálfun og síðan áframhaldandi nám._ Þetta er að öllu leyti eigið frumkvæði að fara út f þetta og- hafði ég fyrst samband við norska sendiráðið hér til að fá upplýsingar um hvert ég ætti að snúa mér f þessu máli. hagsbandalagsins en fyrr á þessu ári ákvað EBE að skylda fóður- blöndunarfyrirtæki f löndum sín- um til að nota tiltekið magn af undanrennudufti f fóðurvörur sínar. Leifur Guðmundsson, fram- vkæmdastjóri Mjókurfélags Reykjavfkur, var f gær spurður hvort hann teldi möguleika á að innlendar fóðurblöndunarstöðvar gætu notað meira af undanrennu- dufti í framleiðslu sfna en nú er gert. Leifur sagði undanrennu- duft væri nú aðallega notað í kálfafóður en nú væri verið að kanna möguleika á að auka notk- un duftsins og væru allar lfkur á því að svo væri hægt en eftir væri að sjá í hvaða blöndur hægt væri að nota duftið og í hvaða magni. Hins vegar tók Leifur fram að verð á undanrennudufti hér væri ekki sambærilegt því sem gerist með innflutt fóður efni eða fisk- mjöl, þvf þyrfti duftið aó lækka mjög f verði til að notkun þess yrði hagkvæm. Hjörleifur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunar h.f., sagði að Osta- og smjörsalan hefði óskað eftir því að þeir könn- uðu hvort fyrirtækið gæti notað undanrennuduft í meira mæli í blöndur sínar. Ekki sagðist Hjör- leifur vita til að fóðurfræðilegir annmarkar væru á notkun dufts- ins f svína-, kálfa- og alifulgafóð- ur. Verð á duftinu væri hins veg- ar nú til muna hærra en á öðrum fóðurvörum, s.s. fiskmjöli. Sagði Hjörleifur að verð á fiskimjöli og öðrum fóðurvörum sambærileg- um undanrennudufti væri nú milli 60 til 70 krónur hvert kíló, en kílóið af undanrennuduftinu væri hins vegar f 270 krónum. — Við verðum að fá undanrennu- duftið á sambærilegu verði og aðrar fóðurvörur, ef við eigum að geta notað það, sagði Hjörleifur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.