Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Heimsókn í Hússtjórnarskóla kirkjunnar á Löngumýri ÞAÐ er eins og að renna í hlað á vestur-evrópsku óðalssetri þegar komið er að Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði. Viðir vellir og manneskjuleg hús með reisn. Húsmæðraskólinn var stofnaður 1944 af Ingi- björgu Jóhannsdóttur, en hún rak skólann á eigin vegum og stjórnaði til 1962 er hún gaf þjóð- kirkjunni skólann. Hún var þó áfram skólastjóri við skólann til 1967 er nokkuð eftir því sem hentar fyrir þátttakendur. Eftir þrett- ándann hefst hússtjórnunar- námskeið, en alls höfum við pláss fyrir 21 í heimavist. Enn eru nokkur pláss laus, en miðað er við 16—17 ára og eldri. Reyndin hefur verið sú að stúlkur af öllu landanu sækja skólann. Við kennum hús- stjórnargreinar, matreiðslu, meðferð á þvotti, ræstingu, fatasaum, útsaum, vefnað, prjón og nokkrar bóklegar greinar svo sem næringareína- fræði, uppeldisfræði, kristin- fræði, íslenzku ofl. Flestar þessar námsgreinar grípa inn á svið heimilisins og búa sé mikil nauðsyn á þvi að hafa einnig heilsvetrarskóla, en þeir þurfa ekki eins og er a.m.k. að vera svona margir. Þá er eðli- legast að þeir skólar sem eru bezt búnir taki að sér það hlut- verk eins og þeir gera t.d. á Laugarvatni og Varmalandi." Undanfarin sumur hefur Löngumýrarskólinn einnig verið starfræktur þann árstima með orlofsdvöl fyrir aldrað fólk úr Reykjavík og viðar. „Þessi orlofsdvöl hefur verið mjög vinsæl og færri hafa komizt að en unnt hefur verið að taka á móti. Ávallt hefur verið full- setið. S.l. sumar var orlofsdvöl- in starfrækt í 2'A mánuð, en ef til vill verður reynt að lengja tímabilið næsta sumar,“ sagði Margrét. Þannig er ávallt eitthvað um að vera á Löngumýri þótt með breyttu sniði sé frá því sem lengst var á starfsferli skólans. Nú kemur fólk víða að til styttri dvalar á hinum ýmsu nám- skeiðum og er það bæði tengt skólakerfinu og fyrir utan það. T.d. var 8. bekkur frá Hofsósi í eina viku fyrir skömmu í skólanum í stöðugri kennslu í heimilisfræðum og einnig 7. og 8. bekkur úr Steinsstaðaskóla í viku upp á sama. Þegar við heimsóttum skól- ann einn haustdaginn voru stúlkur úr 9. bekk Varma- hlíðarskóla í matreiðslu sem valgrein og ekki leið á löngu þar til steikarilmur fyllti vitin og kræsingar hlóðust upp af öllum gerðum með snilldargóð- um sítrónubúðing á eftir. eitthvað við að vera í Löngumýrarskóla Afbragðs sitrónubúðingur Við fengum að sjálfsögðu uppskriftina á þessum afbragðs sítrónubúðing svo landsmenn þurfi ekki að fara varhluta af honum. Blaðamaðurinn hefur að vísu ekki próf í hússtjórnar- eða matreiðslufræðum, en þegar maður er búinn að setja sig í stellingar hljóðar uppskriftin svo: 4 egg 1 bolli sykur Vi bolli sftrónusafi (fersk sítróna) 4—5 blöð matarlfn 4—5 matskeiðar vatn 'á lftri rjómi Þegar hráefnið er klárt bera menn sig þannig að: 1. Egg eru aðskilin og rauðurnar eiga að þeytast með sykrinum. 2. Matarlfmið er lagt f bleyti f kalt vatn f 5—10 mfn. 3. Sfðan er matarlfmið brætt með þvf að setja það f litla ausu, sem sfðan er sett f sjóðandi vatn. 4—5 matsk. af vatni á að hella f matarlfmið á meðan það er að bráðna. 4. Rjóminn þeyttur og hvftan þeytt. Sfðan blandað saman rólega. 5. Brædda matarlfmið er kælt og sfðan blandað f eggin. Hrært f á meðan blandað er og þegar eggjarauðan með matarlfminu fer að hlaupa, er rjómanum og eggjahvftunni bætt út f og það á að hræra rólega á meðan það er gert. Sfðan er bara að taka þessu rólega stundarkorn, spæna sftrónu- flfsar til skreytþinga eða annað skraut eftir efnum og ástæðum. Þá er að fara f hátíðarklæðin og taka til matar sfns. Margrét Jónsdóttir skólastjóri. Grein og myndir: Árni Johnsen hún lét af störfum vegna heilsubrests. Nú heitir skólinn raunar Hússtjórnarskóli kirkjunnar á Löngumýri og skólastjóri er Margrét Jónsdóttir, en hún hefur stýrt skólanum síðan 1972, tók við af Hólmfríði Pétursdóttur. Á 30 ára afmæli skólans 1974 höfðu nær 800 nemendur dval- ið í skólanum. I haust hefur starfsemi skól- ans byggst á námskeiðahaldi í styttra formi, en eftir áramót hefst 5 mánaða hússtjórnar- námskeið með heimavist. 1 haust hefur einnig verið kennsla fyrir 7. bekk grunn- skólans í Varmahlíð auk þess sem nemendur 9. bekkjar hafa sótt matreiðslukennslu sem val- grein. Þá hafa einnig verið i skólanum saumanámskeið fyrir fólk úr nágrenninu og vefnaðarnámskeið fyrir konur frá Sauðárkróki. „Það hefur verið mikil að- sókn að námskeiðunum,“ sagði Margrét Jónsdóttir skólastjóri í rabbi við blaðamann Mbl.,“ en við höfum það með því fyrir- komulagi að framkvæmdin fer Tvær efnilegar I matreiðslunni. 9. bekkjar stúlkurnar úr Varmahlfðarskóla ásamt skólastjóra og húsmæðrakennara. Aftast fyrir miðju standa Margrét skólastjóri og Jóhanna húsmæðrakennari. Námsstúlkurnar eru frá vinstri: Gfgja Sveinsdóttir, Jónfna Guðmundsdóttir, Hafrún Friðriksdóttir, Sigrfður Helgadóttir, Hulda Hjálmarsdóttir og Rannveig Jóhannesdóttir. Ljósmyndir Mbl. —á.j. einstaklinginn betur undir að takast á við heimilisrekstur og barnauppeldi. I fyrra var kostnaðurinn yfir veturinn um 120 þús. kr. með fæði og efnum til vefnaðar og sauma. Hér kenna einnig Jóhanna Björns- dóttir húsmæðrakennari og As- björg Jóhannsdóttir handa- vinnukennari." Til skamms tfma hafa hús- mæðraskólar landsins verið 11 talsins en nú eru 9 starfandi. „Eg held að þetta eigi eftir að færast f annað form frá því sem áður var,“ sagði Margrét, „styttri námskeið falla betur að kröfum tímans og í mörgu er einnig hægara um vik með bættum samgöngum og aðstöðu í þeim efnum. Þó held ég að það Úr setustofu Löngumýrarskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.