Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 29 BYRGJUM BRUNNINN o r h 2. grein Leikföng - F\rir hvern! Til hvers? EINS og flestir vita, er langt siöan fariö var að framleiða leikföng í uppeldislegum tilgangi. Leikföngin eru eink- um gerð með það fyrir augum að þroska athyglisgáfur barns- ins, örva ímyndunarafl og auka handlagni þess. Til þessara leikfanga teljast ýmiss konar röðunar- og samsetningarleik- föng úr tré og plasti eða málmi, svo sem alls konar kubbar, hringkeilur, slagtré, mynda- þrautir, mekkanó o.s.frv. Auk þess leir og annar efniviður sem örvar hugmyndaflug og sköpunarþörf barnsins. Gott leikfang á réttu augna- bliki hefur sömu þýðingu fyrir andlegan þroska barns og rétt viðurværi hefur fyrir heilbrigði þess. Leikfang, sem búið hefur verið til af umhugsun, keypt af umhugsun — miðað við þroska barnsins, stuðlar að heilbrigðum og eðli- legum þroska. Helstu skilyrði, sem gott leikfang þarf að uppfylla eru: 1. Leikfangið þarf að hæfa þroska barnsins. 2. Leikfangið bjóði upp á einhverja möguleika. 3. Nauðsynlegt er, að leik- fangið sé hættulaust. 4. Leikfangið þarf að þola hörkulega meðferð. 5. Auðvelt sé að þrífa leikfangið. Litum dálftið nánar á hvern lið fyrir sig: Hæfir leikfangið þroska barns- sins? Hver á að nota leikfangið, til hvers á að nota það og hvaða möguleika býður þau upp á? Ef tveggja ára barni er gefið gler- bollastell, mun það fljótt brotna, vera barninu ónýtt leikfang þar sem barnið hefur 'ekki þroska til að umgangast það á réttan hátt. Sé þetta sama gler-bollastell gefið sex ára barni, mun það veita því mikla gleði, einmitt vegna þess að það getur brotnað, barnið þarf að gæta þess betur og það líkist mjög kaffibollunum í eldhús- skápnum hjá mömmu. Hvaða möguleika gefur leikfangið? Leikfangið þarf að höfða til ímyndunarafls barnsins, það á sjálft að finna út möguleika þess og takmarkanir. Má þar nefna kubba og mekkanó, sem gefa hugmyndaflugi barnsins lausan tauminn. I dag býr barnið til skip og brú, á morgun bíla og hús. Er leikfangið hættulaust? Oft eru á fallega leikfanginu leyndar hættur. Má þar nefna prjón á bíldekkjum og augu, sem fest eru með löngum oddi i mörgum gæludýrum. örsmáar plastkúlur, sem stundum eru notaðar til að stoppa með gælu- dýr, eru mjög hættulegar. Bílar og önnur leikföng úr málmi geta verið stórvarasöm, t.d. ef barn dettur á þau, og sama er að segja um leikföng með hvössum brúnum eða lausum nöglum. Ef leikfangið er úr plasti þarf að gæta þess, að ekki flísist úr því, ef það brotnar. Ekki skal gefa börnum undir skólaaldri dálka eða hnífa. Varast ber að hafa I leikfanga- kassa litla óvitans smáa hluti, sem hann getur sett upp I sig. Þolir leikfangið hörkulega meðferð? Miklu skiptir, að leikföng yngstu barnanna þoli óblíða meðferð, t.d. bit og högg ýmiss konar. Við kaup leikfangs þarf að hugsa um, hvernig meðferð það getur fengið I höndum barnsins, og því ber að ganga úr skugga um, hvort leikfangið þolir högg áfallalaust. Er auðvelt að þrlfa leikfangið? Tréleikföng þarf að vera unnt að þvo án þess að málningin flagni af, auðvelt þarf að vera að þvo gæludýrin og inni I þeim á að vera svamp- ur eða annað efni, sem þolir þvott. Mestu skiptir þetta fyrir yngstu börnin, þar sem þau setja leikfangið mikið að munninum til að kynnast því. — In memoriam Framhald af bls. 25 hennar llf og leyndarmál, ekki síður seinna en þá. Það var kvæðið um hana önnu. Vikivaki eftir konu, sem síðar varð vinkona mín og hét Jóhanna Friðriksdóttir, ljósmóðir. Þar er eitt erindið á þessa leió: „Svona liðu árin út Anna söng og hló. Yfir huldum ástum hún Anna litla bjó. Brosir brúðurin ung blikar rós á kinn. Enginn veit, hvar Anna litla á unnustann sinn.“ Marga áratugi hafa leiðir okkar aldrei legið saman. Og nú sögðu blöðin allt I einu, að llfsgöngu hennar Stínu úr Skáleyjum væri lokað. Allt orðið minning. — „Bliknar rós á kinn.“ Einn geisli frá morgunsól I Breiðafjarðar- eyjum horfinn I djúp eilifðarhafs- ins — hafinn I hærra veldi? I rödd hennar var skær, og þó sérkennilega mildur hljómur, sem engum gæti gleymzt. Hún var gull úr bergi hins bezta við Breiðafjörð minninganna. Hrein og sönn, skyggn á hið bezta I hverri sál, nemendum og vinum ástúðleg og trygg. Hún elskaöi snilli orðs og ljóðs. Hún var sólskinsbarn og bar með sér frið og öryggi. Ævisögu hennar og starfsstöðvar, sem voru víst lengst á Isafirði, veit ég ekki að rek>a. Veit ekki hvenær hún fæddist. En I huga mér verður hún alltaf ung, með blá og stór augu, þykkt hár yfir háu enni, hár með gullslit morgungeisla. I einu orði sagt, myndarstúlka með breiðan barm og móðurlegan svip, fastmótað fas, hörundsbjört og hrein. Rödd hennar var snar þáttur I hugþekkum persónuleika, sem líktist fögru ljóði, fæddu við báru- nið við kletta og fjörusand æsku- stöðva hennar I eyjunum. Hún gekk ein um ströndina. Nemendurnir voru börn hennar. „Tigin lyftist aldan með tregaljóð (fangi sem texta við hið bjarta sólskinslag, ævi hennar.“ Arelíus Níelsson. — íþróttir Framhald af bls. 27 Ég man vel eftir því, að ég var einnig yfirheyrður út af máli Nurmis. Á þeim tíma var ég formaður íþróttasambands Finnlands. Ég var spurður, hvort Nurmi væri sekur eða ekki. Ég var nokkurn veginn viss um, að hann hefði tekið við greiðsl- um frá þeim, sem að íþróttamótum hefðu staðið, en sannanir hafði ég engar Þess vegna svaraði ég því, að Nurmi hefði ekki fengið neinar greiðslur. Ég vissi vel, að atferli mitt mátti skoða sem óærlegt í stjórn- málum, sem ég siðar hóf afskipti af, verður maður aftur á móti alltaf að segja sannleikann og aldrei að gefa loforð, sem maður síðan getur ekki staðið við, ekki satt? AUGLÝSIN(iASÍM[NN ER: 22480 JR*r0vwbIabib CASIO FX — 102 heimsins fyrsta tölva með almennum brotum, brotabrotum og skekkjureikningi casio fx-m sí«fffl(ne LZ3HSS1B-33 M b mm í u tn 1 i ! í 11 -fr- LJ u I |Cj ii ""líi" LU LÚ tiX' lj LJ 1 !lj LJ ...... MÍ l—l i Ljj -~u~ *• LJ ■Qjl mumu u| uu Verð kr 11.995.- STÁLTÆKI Vesturveri, simi 27510 í Hallarmúla og allar hinar Pennabúðirnar dul opnar til kl. 6 í dag HAFNARSTRÆTI 8, HALLARMULA 2, LAUGAVEGI 84. markadurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.