Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 22
22
MORGL'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUK 22. DESEMBER 1976
Sjónarmið stjórnarandstöðu:
„Friðhelgi
gróðans sitji
í fyrirrúmi...”
Efnisbrot
úr ræðu Geirs
Gunnarssonar
við 2. umræðu
fjárlaga
HÉR á eftir verða raktir nokkrir
efnisþræðir úr ræðu Geirs
Gunnarssonar (Abl) við aðra um-
ræðu fjárlaga, en hann gerði
grein fyrir sjónarmiðum
(nefndaráliti) minnihluta fjár-
veitinganefndar.
Minnihluti fjárveitinganefndar
hefur ekki nema allt hið bezta að
segja um samskiptin við meiri-
hluta nefndarinnar. Ég vil færa
öllum samnefndarmönnum
mínum þakkir fyrir samstarfið og
þó sérstaklega Jóni Árnasyni, for-
manni nefndarinnar, fyrir sann-
girni og réttsýni í okkar garð i
öllum hans störfum.
Hins vegar er sitthvað að setja
út á starfsaðstöðu og starfsform
nefndarinnar. Alltof langur tími
fer í viðræður við embættismenn
og aðra aðila en alltof naumur
tími í að brjóta mál til mergjar
eða ræða einstök erindi. Færi bet-
ur á þvi að óhjákvæmilegar við-
Geir Gunnarsson, alþingismaður.
ræður við embættismenn færu
fram í þinghléi, svo starfstimi
nefndarinnar á þingtíma nýttist
betur.
Annar þáttur, sem hamlar störf-
um nefndarinnar, er, að veiga-
mikil gögn, sem boðað hafði verið
að fram yrðu lögð, hafa ekki enn
séð dagsins ljós. Þar má nefna
lánsfjáráætlun 1977, sem lofað
var að fram yrði lögð „um miðjan
nóvember“. Hún hefur enn ekki
séð dagsins ljós. Starfsmannaskrá
á samkvæmt lögum að fylgja fjár-
lagafrumvarpinu. Hún hefur enn
ekki komið í leitirnar. Hæst virt
rikisstjórn gafst og upp á því að
afgreiða vegaáætlun til 4ra ára.
Einungis tókst að berja saman
áætlun fyrir yfirstandandi ár.
Nýtt ár byrjar þvi án nokkurrar
slíkrar áætlunar, þrátt fyrir lof-
orð um „afgreiðslu vegaáætlunar
samtimis fjárlögum fyrir árið
1977.“ Þá má enn minna á svo-
hljóðandi loforð: „Áður en endan-
leg afgreiðsla fjárlagafrumvarps
fer fram mun heilbrigðisráðu-
neytið leggja fram tillögu um
nauðsynlega breytingu á
tryggingalöggjöf, sem tryggir
fyrirhugaða nýskipan." Þessar til-
lögur hafa ekki enn komið fram.
Ég veit heldur ekki, hvort umræð-
ur um þetta efni hafa farið fram
við sveitarfélögin, sem eðlilegt
verður að teljast. Ákveðið er með
uppsetningu fjárlagafrumvarps,
að breyting skuli gerð í þessu
efni. En þar um veit enginn nán-
ar, ekki fjárveitinganefnd, ekki
tryggingaráð, ekki forstjóri
Tryggingastofnunar og alls ekki
þingmenn. Enginn veit heldur,
hvaða áhrif það hefur innbyrðis
milli sveitarfélaga, sem hafa mis-
munandi aðstöðu til að leggja
sjúklinga inn á ríkisspítala, að
sveitarfélög þurfi annarsvegar
ekkert að greiða með sjúklingum
(ef lagðir eru inn á ríkisspitala)
en hins vegar fjóðung daggjalds
(ef vista þarf á öðrum sjúkra-
stofnunum).
Þessa gagnaskortur og upplýs-
ingavöntun er að sjálfsögðu frá-
leit og fordæmanleg vinnubrögð;
að ætla að afgreiða mikilsverð
mál með því að byrja á þvi að slá
niðurstöðunni fastri en kanna
síðan rök og forsendur að ákvörð-
un þegar tekinni.
Þá vék Geir Gunnarsson að
meðferð námslánafrumvarps og
væntanlegs skattlagafrumvarps,
sem tröppugangur hefði verið á.
Ennfremur að á hefði skort að
kostnaðaráætlun fylgdi útgjalda-
frumvörpum ríkisstjórnar, eins
og boðað hefði verið. Ekki væri
nóg að fjármálaráðherra lofaði
einu og öðru, ef efndir fylgdu
ekki í kjölfarið. Hann skyldi hafa
i huga það, sem haft er fyrir satt
um varphænurnar. Þær, sem
helzt er gagn i, gagga ekki fyrr en
þær eru búnar að verpa.
Geir Gunnarsson vék síðan að
samanburði fjárlaga milli ára.
Hann taldi sýnt að eftir 3ju um-
ræðu myndi „hækkun útgjalda
rikrssjóðs á næsta ári miðað við
núgildandi fjárlög verða nálega
40%“. Launahækkanar i ár séu
hins vegar áætlaðar 30%, og al-
menn verðlagshækkun 30—32%.
Ljóst er, sagði þingmaðurinn,
að það stórfellda stjórnunarslys,
sem rekstur rikissjóðs var á árinu
1975, markar afgreiðslu fjárlaga
fyrir árið 1977. Sá skuldaslóði,
sem rikissjóður dregst með, hefur
margþættar afleiðingar. Afleið-
ingar af rekstrarhalla sem nam
7500 m.kr. á þvi ári, sem svarar til
10000 m.kr. nú, urðu stórfelld
skuidasöfnun, stóraukin vaxta-
gjöld og meiri verðbólga innan-
lands en ytri aðstæður gáfu til-
efni til. Verðhækkanir innlendrar
vöru námu aðeins 5% í erlendri
mynt og voru 7 sinnum minni en á
árinu 1974. En vísitala fram-
færslukostnaðar hækkaði þrátt
fyrir það um 43.5% frá nóv./74 til
nóv./75 og vísitala vöru og þjón-
ustu um 46.1 %. Síðan rakti þing-
maðurinn samskipti ríkissjóðs.og
Seðlabankans, eins og þau voru
að hans mati, neyzluskattheimtu,
einkum vörugjald, kjarasamn-
inga, kjaramál, tekjuskiptingu.
Hann sagði kaupmátt verkafólks
hafa lækkað um 14.4% á árinu
1975 og hafa haldið áfram að
rýrna.
Síðan ræddi Geir einstaka fjár-
lagaliði og samneyzluviðhorf i
vinstri og hægri stjórnum, sér í
lagi á sviði félagsmála og verk-
legra framkvæmda ýmiss konar.
I lok ræðu sinnar sagði Geir
m.a. „Friðhelgi gróðans skal sitja
í fyrirrúmi en tekjur til að standa
undir stórfelldri útþenslu
rekstrargjalda ríkissjóðs eru
fengnar með sivaxandi neyzlu-
sköttum á almenning. Enn skulu
samfélagslegar framkvæmdir
vera í lágmarki til að tryggja for-
gang einkafjármagnsins. Stefna
ríkisstjórnarinnar og vanhæfni i
stjórnun ríkisfjármála hefur
komið í veg fyrir að úr verðbólgu
dragi í samræmi við breyttar ytri
aðstæðu>- Stefna ríkisstjórnar
hefur og _idið verulegri rýrnun
lífskjara almennings ...“
V
sprang
Eftir
Arna Johnsen
NÆTURFROST heitir ljóðabók
ungs skálds í Reykjavik, Péturs
önundar Andréssonar. Pétur
er fæddur í Reykjavík 1952, en
að loknu námi i Kennaraskóla
íslands hóf hann kennslustörf í
Breiðholtsskóla þar sem hann
starfar nú. Ljóð hans i ljóða-
bókinni eru frá síðustu árum.
Þau elztu urðu til á skólaárum í
Kennaraskóla islands fyrir 4—
Pétur Önundur Andrésson. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Að loka af barnið eins
og malbik á gamla götu
••
— Rabbað við Pétur Onund ljóðskáld og kennara
5 árum, en þau yngstu eru frá
þessu ári. Alls eru um 30 ljóð í
bókinni, sem er gefin út í 300
eintökum á kostnað höfundar,
en henni hefur verið dreift í
bókabúðir og einnig hefur Pét-
ur önundur og vinir hans gert
nokkuð af því að ganga i hús og
bjóða bókina. Hefur það færzt i
vöxt á Reykjavikursvæðinu upp
á síðkastið að gengið sé I hús
með ritverk og annað eftir ís-
lenzka höfunda. Setur þetta að
mörgu leyti skemmtilegan brag
á bæjarlifið því þessi háttur er
persónulegur og fyrir utan
kerfið.
„Ég hef aðeins gengið í hús
með bókina og mér hefur yfir-
leitt verið vel tekið," sagði Pét-
ur önundur, „það er meira en
ég bjóst við, því í sjálfu sér er
maður að ónáða fólk. Ótrúlega
margir kanna hins vegar málið
og taka þessu íslenzka efni
vel.“
„Yrkisefnið?"
„Ég sæki yrkisefnið út í nátt-
úruna eða veðrið, eitthvað sem
heillar mann. Þetta eru síður
byltingarljóð, heldur myndir af
einhverju sem mér finnst fall-
egt. Eitt ljóð varð t.d. til eftir
rússneska sjónvarpsmynd. Þar
var lítil stúlka, 12—13 ára göm-
ul, og mér fannst hún svo
skemmtileg. Ljóðið Tanja varð
til strax á eftir.
Annað ljóð t.d., Haustkvöld,
er eitt af fyrstu ljóðunum sem
ég gerði. Ég fór út I búð fyrir
mömmu að kaupa kaffipakka.
Það var rökkvað og farið að
rigna. Þetta var f Hlunnavogi,
götu sem við krakkarnir höfð-
um í gegnum árin leikið alls
kyns leiki, vaðið pollana i möl-
inni og átt ævintýri.
Malbikið var blautt þetta
kvöld, ljós I gluggum og maður
heyrði kliðinn frá fólki innan
veggja, klið út i kyrrð götunn-
ar. Ljóðið varð siðan til heima
eftir kaffipakkakaupin. A ferð
minni hafði ég verið að hugsa
um það hvað maður lokar af
barnið i sjálfum sér, skapar sér
skel eins og býr yfir götunni
sem búið er að malbika.
Nú stendur maður ef til vill
uppi á stétt og horfir á hina
krakkana leika sér og maður
getur ekki stokkið og fengið að
vera með. Það er búið að hefta
þetta eitthvað niður, jarða það
eins og gömlu götuna. Ég hygg
að mestu ráði í þessu efni kerf-
ið sem við búum við, það boðar
þessa skel á persónuleikann.
Þegar maður er kominn á
ákveðinn aldur er ætlazt til
þ.ess að maður falli inn í ákveð-
ið mynztur að fara eftir.
Ég vil fremur, ef menn vilja
hafa þá í huga, að þeir hlúi að
barninu i sér og þvi góða og um
fram allt að framkvæma ef þá
langar til að gera eitthvað sem
engan særir, láta ekki binda
sig.“
„Þú tileinkar bókina dóttur
þinni.“
„Já, þegar ég er að gefa ljóðin
min út nú, er ég nýbúinn að
eignast dóttur, fyrir aðeins
nokkrum vikum. Hún er ekki
einu sinni búin að fá nafn, en
mér fannst tilvalið að tileinka
henni bókina."
Hér fer á eftir eitt af ljóðum
Péturs önundar, Þrá úr Nætur-
frosti:
í þögninni skynja ég
andardrátt jarðarinnar
nið dimmgræna hafsins
vot faðmlög.
í rökkrinu finn ég hita frá vin-
um
mjúkur, svartur fjörusandur
leikur um vanga dagsins
Strýkur hann hægt inn
i eilifð.
1 morgunsárinu skynja ég eftir-
vænting
fögnuð, hið óþekkta
sem brotnar og endurkastast
úr auga hafsins.
Kvikmynd um 3 fær-
eyska rithöfunda
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Þór í
Færeyjum tók í sumar tveggja
klukkustunda kvikmynd um
færeysku rithöfundana Willi-
am Heinesen, Héðin Brú og
Cristian Matras. Allir þessir
kunnu færeysku rithöfundar
eru fæddir um síðustu aldamót
og i kvikmyndinni segja þeir
frá æskuárum, skáldferli, vin-
áttu við rithöfundinn Jörgen
Frantz Jacobsen sem ritaði
Barböru og einnig fjalla þeir
um þjóðfélagið í Færeyjum
ásamt mörgu fleira. Allir hafa
þessir þrír rithöfundar verið
tengdir vináttuböndum í gegn-
um árin og bækur Heinesens og
Héðins Brú hafa verið þýddar á
flest tungumál Evrópu.
Christina Matras hefur skrif-
að mikið af greinum i blöð og
tímarit, smásögur og ljóð. Hann
var prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla og síðar prófess-
or við Fróðskaparsetur Fær-
ur, Teit Jörgensen, á um kvik-
myndun og hljóðupptöku ann-
aðist Árni C. Joensen i Færeyj-
um. Sérstök 30—40 minútna út-
gáfa verður gerð af myndinni,
sem er 16 mm litfilma. Fróð-
skaparsetur Færeyja hefur
fylgst náið með upptökunni og
lagt hönd á plóginn. tslenzka
sjónvarpinu verður boðin kvik-
myndin og einnig Fræðslu-
myndasafninu. Um tvær
milljónir kr. kostar að gera
kvikmyndina, en enginn sér-
stakur sty’rkur er til kvik-
myndagerðar i Færeyjum.
eyja.
I kvikmyndinni er einnag
brugðið upp gömlum myndum
frá ýmsum tímum á ferli rit-
höfundanna.
Færeyski leikstjórinn Eyðun
Jóhannessen og Róland Thom-
sen sáu um stjórnun verksins.
Danskur kvikmyndatökumað-
Hinir kunnu rithöfundar Færeyja: Frá vinstri: William Heinesen,
Cristian Matras og Héðin Brú. _