Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Bólusetningu við svínaflenzu hætt BÓLUSETNINGU við svína- innflúenzu hefur verið hætt I Bandarfkjunum f að minnsta kosti hálfan mánuð af ótta við að hún geti staðið f sambandi við sjúkdóm sem veldur tfmabund- inni lömun. Að minnsta kosti 94 hafa tekið veikina sem kallast franska lömunarveikin. Fjórir þeirra hafa látist en það er lögð áherzla að ekki sé sannað að beint samband sé á milli bólusetningarinnar og sjúkdómsins. 51 þessara sjúklinga hafði verið bólusettur við svfnaflenzu einni til þremur vikum áður en sjúk- dómseinkennin gerðu vert við sig. FYRSTA, frímerkið, sem Póst- og sfmamálastjórnin, gefur út á næsta ári, er Norðurlandafrf- merki, en slfk frfmerki eru að jafnaði gefin út þriðja hvert ár samtfmis f Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svfþjóð og Islandi. Að þvf er segir f fréttatilkynningu frá Pósti og sfma, þá er myndefnið að þessu sinni teikning eftir norsku listakonuna Ingrid Jangaard Pus- land. Sýnir teikningin famm vatnaliljur. Utgáfudagur er 2. Háskólahapp- drættid hjálpar Siglfirdingum Siglufirði 21. desember Skuttogarinn Dagný kom hang- að í dag með 100 lestir af góðum fiski. I veiðiferðinni fékk togar- inn hluta af dufli i vörpuna, lik- lega hlustunardufl, en ekki var búið að skera úr um hverrar þjóð- ar það væri í dag. Siglfirðingar voru mjög heppn- ir í Háskólahappdrættinu að þessu sinni. Vinningar voru borg- aðir út um daginn og komu tæpar 3 milljónir í hlut Siglfirðinga. Er þetta góð búbót svona rétt fyrir jólin. Skógafoss var hér fyrir helgi og lestaði 800 tonn af mjöli á Þýzka- landsmarkað. Línubátarnir tveir, Trausti og Dagur, hafa gert það gott að undanförnu. Hafa þeir far- ið mest í 9 tonn í róðri af af- bragðsfiski. Nær Helgi al- þjóðlegum meistaratitli í Stokkhólmi? ÞRtR ungir fslenzkir skákmenn eru á förum til útlanda, þar sem þeir munu keppa á skákmótum yfir áramótin. Eru þetta Helgi Ólafsson, Jón Árnason og Jónas P. Erlingsson, sem allir keppa I Svfþjóð. Fjórði ungi skákmaður- inn er þegar farinn utan, eans og komið hefur fram I Mbl. Er það Margeir Pétursson, sem keppir á heimsmeistaramóti unglinga I Hollandi. Þeir Helgi Ólafsson og Jón Árnason keppa báðir í Rilton Cup, sem hefst I Stokkhólmi 27. desember. Þetta er all sterkt skákmót, og á Helgi þarna mögu- leika á því að tryggja sér alþjóð- legan meistaratitil, en sem kunn- ugt er náði hann fyrri hluta titils- ins s.l. sumar. Helgi fer utan á vegum Skáksambands Islands en Jón á vegum Taflfélags Reykja- víkur. Jónas P. Erlingsson tekur aftur á móti þátt I alþjóðlegu unglinga- móti, sem fram fer í Hallsberg i Svíþjóð. Hefst það mót einnig 27. desember og eru þátttakendur frá 30—40 þjóðlöndum með f mótinu. 31 hafði ekki verið bólusettur en óvfst er um hina sjúklingana 12. Dr. Theodore Cooper aðstoðar- heilbrigðisráðherra sagði blaða- mönnum að hann mundi ekki lýsa þvf yfir að bólusetningarherferð- inni væri að fullu lokið en taldi að erfitt mundi reynast að fá fólk til að láta bólusetja sig jafnvel þótt I ljós kæmi að það væri tilviljun að sjúklingar sem hefðu lamazt hefðu verið bólusettir við svína- flenzu. Áætlað er að 50 milljónir Bandaríkjamanna hefi verið bólu- settir eða færri en að var stefnt. Á það er lögð áherzla að flestir sem taki lömunarveikina nái sér fljótt. febrúar eða skömmu áður en 25. þing Norðurlandaráðs hefst f Helsingfors 19. febrúar. Verð- gildi merkisins verða tvö. Evrópufrímerkin kom sem venja er út í mafmánuði og að þessu sinni verður myndefnið landslag. Þá hefur verið ákveðið að næsta sumar komi út frímerki í tilefni 75 ára afmælis Sambands ísl. sam- vinnufélaga og haldið verður áfram að gefa út frímerki með myndum af merkum íslending- um. 1 tengslum við „Votlendisár Evrópu“ hefur f samráði við Náttúruverndarráð verið ákveðið að gefa út frfmerki með mynd af straumönd og f athugun er frf- merkjaútgáfa f tilefni af alþjóða- gigtarárinu 1977. Stöðugt kaupæði 1 London London, 21. desember. AP. ÞUSUNDIR Evrópubúa héldu áfram að streyma til London I dag til að gera jólainnkaup og hagnast á sigi sterlingspunds- ins. Stöðugur straumur ferða- manna hefur verið til London undanfarna viku frá Norður- löndum, Frakklandi, Þýzka- landi, Sviss, Austurrfki og Hol- landi. „Við erum komin til London til að kaupa skó — fullt af skóm,“ sögðu Jan og Erisa vand der Linden á Heathrow- flugvelli. „Þeir eru ódýrari í London og gæðin miklu meiri en á skóm í hollenzkum verzlun- um.“ Claus Jiirgens kom frá Aust- urríki til að kaupa leikföng handa þremur börnum sínum og skartgripi handa konu sinni. „Gengisskráningin er svo hagstæð að ég get keypt það sem hún vill, greitt toll og hagnazt samt,“ sagði hann. — Moskva Framhald af bls. 1. lágu fyrir. Um 20 útlendingar, meðal annars frá Noregi, Svíþjóð, Israel, Bretlandi og Bandarfkjun- um, ætluðu að taka þátt í ráð- stefnunni, en talið er að þeim hafi veríð neitað um vegabréfsáritun af sovézkum yfirvöldum. Meðal útlendi. ^i.ia áttu að vera 13 af þeim ræðumönnum, sem gert hafði verið ráð fyrir. í Kanada hefur Marc Lalonde heilbrigðisráðherra hvatt til þess að haldið verði áfram að bólusetja þá hópa sem mest hætta er á að fái svínaflenzu, aðallega gamalt fólk og fólk sem þjáist af þrá- látum sjúkdómum. Hann lagði til að fólk á aldrin- um 20—50 ára frestaði þvf að láta bólusetja sig unz ástandið i Bandarfkjunum skýrðist. Hljómplata með Kristni og Arna HLJÖPPLÖTUUTGÁFAN Stein- ar hefur sent frá sér hljómplötu með Kristni Hallssyni söngvara og Árna Kristjánssyni píanóleik- ara. Á plötunni eru lög eftir bæði fslenzka og erlenda höfunda. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir Kristann og Árni gera saman hljómplötu og jafnframt í fyrsta skipti sem út kemur hljómplata með pfanóleik Árna Kristjáns- sonar. r — Urskurður Framhald af bls. 32. sýsluskrifstofu í Borgarnesi. Þá er Morgunblaðinu kunnugt um, að búið er að teikna húsið og fá lóð undir það og að framkvæmdir muni lfklega hefjast á næstunni. Tómas Gunnarsson hdl. rak út- burðarmálið fyrir Birgi jjóhann- esson, en Gunnlaguur Claessen hdl. fyrir fjármálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og sýslu- mannsembættið. — Dýrmætt Framhaid af bls. 32. manna sem nú eru hættir til sjós. Hér er um að ræða það andlit sem ég hef náð á lit á mfnar ljósmyndavélar af sjó- sókninni, við Eyjar og land- vinnunni þar að iútandi. 1 þessu safni er reyndar allt sem lýtur að íslenzkum sjávarút- vegi, því ég hef sérstaklega lagt mig fram um að mynda þá þró- un. Að sjálfsögðu er þetta safn ónýtt öðrum en mér. Þá er mik- ið af myndum sem sýna svip Eyjanna fyrir eldgosið 1973, en þá var þessu safni einmitt bjargað heilu við illan leik ásamt öðrum myndum mínum. Það væri vond jólagjöf ef þess- ar myndir týndust, svo vond að ég vil helzt ekki tala um hana nú, en hins vegar hef ég þá trú að myndirnar finnist þegar það uppgötvast hjá einhverjum að það er einum poka ofaukið“. Pokinn með myndunum átti að fara með flugskjölunum á afgreiðsluna, en lenti með far- angri á afgreiðsluborð í mót- tökusal þar sem farþegar taka á móti farangri sínum. Þar er oft nokkuð af farangri að staðaldri en þegar sækja átti myndirnar um kl. 22 var pakkinn horfinn. Mikið pakkaflóð fer um af- greiðslu Flugfélags tslands fyr- ir jólin og eru þeir sem hafa þurft að sækja farangur á Flug- félagið á umræddum tfma vin- samlegast beðnir um að gæta að hvort þessi svart-hvíti plastpoki með hinum persónulega verð- mætu myndum kunni að vera í fórum þeirra. Finnandi er beð- inn að hafa samband við Morgunblaðið og er fundar- launum heitið. Meginhluti myndanna er í plastmöppu, en tveir litmyndakassar eru einnig í pokanum. —Nýir ráðherrar Framhald af bls. 1. í kosningabaráttunni gagn- rýndi Carter varnarmálaráðu- neytið fyrir að vera of kostnaðar- samt og lofaði að draga úr fjár- veitingum til þess og auka f stað- inn nýtingu hennar. Marshall, verkalýðsmálaráð- herra, sagði það vera markmið sitt að auka frameiðni verkafólks, draga úr verðbólgu áhrifum auk- innar atvinnu og auka fagkunn- áttu verkafólks. Carter sagði að hann ætlaði að kalla hina nýju ráðherra sfna saman eftir jól til að kanna hvar markmið stönguðust á og ákveða hvaða mál leggja bæri mesta áherzlu á. Eftir skipan Harris hef- ur Carter skipað tvo svertingja og tvær konur í rfkisstjórn sína. í gær skipaði hann frú Juanita Kreps viðskiptaráðherra og í sfð- ustu viku skipaði hann þeldökka þingmanninn frá Georgiu, Andrew Young, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann á sæti I rfkisstjórn. — EBE-fundur Framhald af bls. 1. lands, sagði eftir fundinn í nótt að fiskveiðimál væru flóknari en menn hefðu gert sér grein fyrir þegar tillögur framkvæmda- nefndarinnar lágu fyrst fyrir. Sagði hann að ráðherrarnir hefðu gefið sér mánaðarfrest til að leysa málin. Það er þó talið vafamál hvort ráðherrafundurinn hafi gefið framkvæmdanefndinni nægan tíma til að vinna nýjar tillögur, sem stjórnmálayfirvöld í einstök- um aðildarlöndum geta sætt sig við. Enn er óleyst krafa Breta og íra um að þeir njóti hagstæðari skilyrða til fiskveiða en aðrar aðildarþjóðir, en slíkt er í and- stöðu við það grundvallaratriði Rómarsáttmálans að aðildar- löndum skuli ekki mismunað. Miklar deilur urðu á ráðherra- fundinum um þá veiðikvóta, sem framkvæmdanefndin hafði út- hlutað á grundvelli þess heildar- afla, sem talinn er heppilegur í Norðursjó. Kvörtuðu allir yfir sínum hlut, en aðeins írum tókst að fá sinn kvóta hækkaðan úr 80.000 lestum í 100.000 lestir. Haf- réttarráðherra Noregs, Jens Evensen, hafði mótmælt því við framkvæmdanefnd EBE að hún hafði ákveðið heildaraflamagn í Norðursjó án samráðs við Norð- menn. í yfirlýsingu ráðherranna kom ekkert fram, sem benti til þess, að þeir hefðu tekið tillit til mótmæla Norðmanna. Bretar voru í aðalhlutverki á ráðherrafundinum og lögðu þeir ríka áherzlu á að mið þeirra mynduðu 60% af 200 mílna fisk- veiðilögsögu EBE og því bæri þeim stærri kvóti en öðrum löndum. — Alþingi Framhald af bls. 30 gjalds" af gosdrykkjum til fjáröfl- unar Styrktarfélags vangefinna). Þinghlé Um hádegisbilið I gær var siðan fundur í sameinuðu þingi með þeim hætti sem venja er, er þing- hlé hefjast. Þingforseti, Ásgeir Bjarnason, og Lúðvík Jósepsson, fyrir hönd þingmanna, skiptust á jóla-og nýjárskveðjum og þökk- uðu starfsliði þingsins samvinnu og vel unnin störf. Geir Hall- grímsson forsætisráðherra, las upp forsetabréf um þinghlé frá 21. desember til 21. janúar 1977, en þá kemur þing saman til starfa á ný. — Ljósakróna Framhald af bls. 21 um siðleysi sagðist Albert vilja vísa til föðurhúsanna. Hann sagðist ein- dregið vilja taka undir orð borgar- stjóra að hann sæi ekki nokkra ástæðu til að biðja afsökunar. Albert kvaðst telja að Reykjavíkurborg yrði að gera sitt ýtrasta til að halda menningarverðmætum kyrrum. Hlutur þessi væri geysilega fallegur Markús Örn Antonsson (S)tók næst til máls og sagði að þegar tilboðið hefði borist hefði þetta slegið sig, en sfðar hefði hann sannfærst. Sigurjón Pétursson (Abl) gerði grein fyrir afstöðu sinni Hann sagði að þegar málið hefði fyrst verið tekið fyrir hefði hann ekki verið hlynntur því og kvaðst hann álíta að aðrir borgarráðsmenn hefðu heldur ekki verið spenntir fyrir kaup- unum. Hins vegar hefði hann og aðrir borgarráðsmenn farið og skoð- að umrædda Ijósakrónu og um það væri ekki að villast að gripur þessi væri geysilega fallegur, en hvort hann væri virði fjárins væri hins vegar annað mál Hann hefði talið að skynsamlegra hefði verið að kaupa listaverk af íslendingum eftír þá sjálfa Hins vegar hefði hann ekki staðið í vegi fyrir kaupunum, því Ijósakrónan væri falleg. Álit sitt sem hann lét í Ijós hér á undan gilti engu að síður. Alfreð Þorsteinsson (F) tók síðastur til máls og óskaði Davíð Oddssyni til hamingju með sparnaðarhugmyndir sínar, en kvaðst síðan vera alveg sammála kaupum borgarráðs því Ijósakrónan væri falleg — 500 þús. Framhald af bls. 30 Þá segir I frétt Seðlabankans, að vakin sé athygli á því, að vinn- ingar fyrnist séu þeir ekki sóttir innan fjögurra ára frá útdrætti. Handhafar vinningsnúmera fá vinninga eingöngu greidda í af- greiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, R. gegn framvís- un skuldabréfa. Þeir handhafar skuldabréfa, sem hlotið hafa vinning og ekki geta sjálfir komið I afgreiðslu Síeðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða spari- sjóða hvar sem er á landinu og afhent þeim skuldabréfin gegn sérstakri kvittun. Viðkomandi banki, bankaútibú eða sparisjóð- ur sér síðan um að fá greiðslu úr hendi útgefanda með því að senda Seðlabankanum skuldabréf nl fyrirgreiðslu. — Meira hringt Framhald af bls. 2 önnur lönd Evrópu allan tímann frá 16 á aðfangadag fram til mið- nættis og frá því á jóladagsmorg- un langt fram á kvöld. Um Banda- ríkin er svipaða sögu að segja, en vegna tímamismunar er einnig fullpantað alla jóladagsnótt. Hrönn sagði að þessa daga störf- uðu um 10 símaverðir við talsam- bönd við útlönd. Um áramótin væri svipaður fjöldi stúlkna við störf og þá væri alltaf mikið að gera og þegar væri byrjað að taka niður pantanir fyrir sfmtöl við útlönd um áramótin. — Annars hefur verið óvenju- mikið að gera hjá Talsambandinu undanfarna mánuði, sagði Hrönn Rasmussen. — Ég held til dæmis að októbermánuður hafi slegið öll met I þessu sambandi og þá hafi verið meira um símtöl á milli ís- lands og annarra landa en nokk- urn einn mánuð áður. — Náði betri árangri Framhald af bls. 2 Sendiráðið kom mér I samband við rétta aðila f Noregi og til þess að -málið kæmist I höfn þurfti ég fyrirgreiðslu Islenzka utanríkisráðuneytisins sem var veitt. Aðra fyrirgreiðslu hef ég ekki fengið og hef t.d. ekki fengið lán úr lánasjóði ís- lenzkra námsmanna, en það var sem sagt fyrir milligöngu norska sendiráðsins og norska utanrfkisráðuneytisins að ég fékk að þreyta inntökuprófið. Það er annars sjaldgæft að út- lendingar komist að í herskól- um annarra landa. Um störf hérlendis að loknu náminu sagði Arnór að það væri óráðið en það væri helzt á sviði ýmiss konar skipulags- mála og björgunar- og öryggis- mála og sem sérfræðingur eða ráðgjafi í samskiptum við aðrar þjóðir. Skólinn heitir á norsku „Bel- falsskolen for infanteriet“, for- ingjaskóli fótgönguliðsins, og náði Arnór þar hæstu einkunn sem gefin hefur verið við skól- ann og var þar með beztur í þessum árgangi. Var honum veitt viðurkenning fyrir þenn- an góða námsárangur, sverð eitt og fengu tveir aðrir nem- endurllka viðurkenningu, ann- ar fyrir góða frammistöðu í fþróttum og hinn fyrir skotfimi. Ný Norðurlanda- frímerki í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.