Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 23 Á undanförnum fimm árum hefur dregið verulega úr mann- fjölguninni f heiminum, að nokkru leyti af gieðilegum or- sökum, en lfka að sumu leyti af hörmulegum sökum. Fækkun fæðinga hefur komið jafnvægi á mannfjölgun margra Evrópu- landa, jafnframt þvf sem skipu- lagning og takmörkun fjöl- skyldustærðar hefur orðið til mikilla bóta vfða í Asfulöndum og nokkrum löndum í Suður- Amerfku. En f mörgum fátækustu landa heims hefur matarskortur dregið úr mann- fjölgun með fleiri dauðsföllum, þannig að tvær milljónir barna a.ni.k. hafa óhjákvæmilega dáið til vaðbótar á fyrri hluta þessa áratugar. Sívaxandi mannfjölgun i heiminum, sem sýnilega hefur náð hámarki í upphafi áttunda áratugarins, er nú að byrja að hægja á sér, svo að snúið er við langvarandi og stöðugt hraðari fjölgun, sem líklega hefur byrjað þegar maðurinn tók upp akuryrkju. Árleg fjölgun í heiminum, um 69 milljónir manna á árinu 1970, var komin niður í 64 milljonir á síðasta ári. Og forkönnun á mannfjölg- un ársins 1976 sýnir að enn stefnir í þá átt. 1970 fjölgaði um 1,90%, en 1975 um 1.64%. í nýlegri skýrslu frá World Institute, segir Lester R. Brown að þessar nýju tölur bendi til skipulagningu fjölskyldustærð- ar er sennilega augljós fækkun fæðinga i Kína á árunum 1970 til 1975, en það er örasta fækkunin sem orðið hefur í nokkru landi. Þessi mikli og góði árangur í Kína gefur góðar vonir. Ekki aðeins af því að fæðingartalan féll þar úr 32 í 19 af þúsundi á undanförnum fimm árum, heldur líka af því að í Kína býr fimmti hluti alls mannkyns. Það sýnir hvernig stjórnvöld sem hefja átak til að draga úr mannfjölgun, geta áorkað, er þau auðvelda fólki aðgang að fjölskylduáætlunum og setja lög, sem gera því fært að fara eftir henni. Annað gott tákn vekur vonir. Andstætt þvi sem búizt hafði verið við, dró úr mannfjölgun i Bandaríkjunum um þriðjung á árinu 1970 til 1975. Ekki varð af vaxandi tölu fæðinga, sem reiknað var með þar á þessum áratug, þegar hinn mikli fjöldi barna eftirstríðsráranna væri kominn á barneignaaldur og tæki að fæða börn. Nýjar stefn- ur f félagsmálum, ásamt óvæntri fækkun hjónabanda, aukin þátttaka kvenna í at- vinnulífinu, og skyndilega fjölgun kvenna í háskólum og sérskólum, hafa án efa átt sinn þátt í þessu. Nú eru ungar konur komnar í kynni við það að eiga annarra kosta völ en að fæða börn. Þær eru nú orðnar 42% af vinnuafli Banda- rikjanna og meira en fimmti hluti laga- og læknastúdenta. I Vestur-Evrópu, þar sem þátttaka kvenna i atvinnulifinu er jafnvel enn hærri en í Bandarikjunum, dregur úr fæðingum í næstum hverju landi. Fjórar þjóðir — Vestur Þýzkaland, Austur-Þýzkaland, Austurriki og Luxemburg — búa nú við nokkuð jafnan eða jafnvel heldur lækkandi mann- fjölda. Aðrar eru að nálgast það mark. Verði ekki breyting á núverandi tilhneigingu I þessa átt, þá ættu þjóðir, sem taka Dregur úr mannfjölgun HUNGUR FÆKKAR FÓLKINU Þá snúum við okkur að hinni dapurlegu hlið þessa máls. Sú staðreynd, að nú dregur úr fæðingum i heiminum er ekki öll því að þakka að fæðingum fari fækkanda í sumum fátæk- um löndum er mannfjölguninni öðru hverju haldið í skefjum með auknum dauðsföllum, sem stafa ^f sulti. Næringarskortur og hungur hafa á þessum ára- tug valdið auknum dauðsföllum á Indlandi, Bangladesh, Sri Lanka og hluta af Afríku. Það stafar að miklu leyti af skorti á matarforða. Þetta eru stjórn- völd í viðkomandi löndum treg til að ræða. Skortur á matar- forða þar hefur gert nærri óvirkt alþjóðlega skipulagða kerfið til að grípa inn í, þegar uppskerubrestur verður i ein- stökum löndum, að því er Brown segir. — Um leið og matarforði minnkar,. rikur verðið upp. Hækkað verð veldur ríkum þjóðum óþægindum, en á fátæka, sem basla við að lifa af við bestu skilyrði, er verðhækk- un á matvælum rothögg. í fátækustu löndunum hafa börn og gamalmenni fallið um leið og minnkaði matarforði. Brown byggir athuganir þess að mannkyninu muni ekki fjölga um helming áður en aftur fari að fækka, eins og margir hafa spáð. Það álag, sem ör mannfjölgun hefur valdið, hefur fengið stjórnvöld á ýms- um stöðum til að leggja sívax- andi áherzlu á raunhæfar aðgerðir til að takmarka fjöl- skyldustærð. ÖRAST DREGUR CR FJÖLGUN KlNVERJA Mesti og besti árangur af yfir áttunda hluta mannkyns, að ná jafnri íbúatölu um 1980. Mest stafar þetta af færri fæðingum, sem annað hvort standa orðið I stað eða eru í nokkrum löndum enn á niður- leið. Þær fáu þjóðir sem enn búa við vaxandi fæðingartölur, eru í Austur-Evrópu, þar sem nýlega hefur verið snúið við blaðinu eftir fækkandi fæðingar í langan tfma, og er fólk hvatt til aó eignast fleiri börn. Fækkun fæð- inga, aukning dauðsfalla sínar á rannsóknum starfshópa frá Ford Foundation og John Hopkins háskóla og telur að yf- ir 400 þúsund manns hafi soltið f hel í Bangladesh á árunum 1971—1972 og að aðrar 300 þús- undir kunni að hafa dáið, þegar aftur minnkaði um fæðu á ár- unum 1974—1975. Tölur frá indverskum stjórnvöldum gefa til kynna að nærri milljón manns hafi dáið þar f landi á árinu 1972, þegar monsoon- regnið brást og Sovétríkin höfðu tryggt sér nær allar út- fluttar kornbyrgðir Banda- ríkjamanna. MANNFJÖLGUN LEIÐIR TIL MINNKANDI AFLA Sambandið milli mannfjölda og matarforða á vorum dögum mundi rugla jafnvel Malthus í ríminu, en hann spáði því fyrir tveimur öldum að mannfjölg- unin mundi hafa tilhneigingu til að fara fram úr eftirspurn- inni eftir fæðu. Undir vissum kringumstæðum verkar mann- fjölgun nú sem tvíeggjað sverð, eykur í senn eftirspurnina og dregur úr framleiðslu. Þessi tvískinnungur sést greinilega og marktækt í fiskveiðum í haf- inu, þar sem sívaxandi eftir- spurn eftir fiski á heimsmark- aði hefur Ieitt til ofveiði og minnkandi afla. Ræktun lands í þéttbýlum svæðum, og i fátækum löndum ber þessa lika merki, þar sem ofbeit, eyðing skóga og of mikið álag akur- yrkju á sömu jörð leiðir til jarð- végseyðingar og stækkandi eyðimerkursvæða og fólkið hrekst af gróðurlendunum. Matvælanotkun hefur farið fram úr matvælaframleiðslunni á þessum áratug, með þeim af- leiðingum að matarforði heims- ins eru nær uppurinn. Markmið og viðfangsefni mannkynsins í heild er orðið það að lifa af frá einni uppskeru til annarrar. Meira og minna stöðugur mat- vælaskortur og síhækkandi verð á matvælum hefur enn aukið álagið vegna næringar- skorts í fátækustu löndum heims. LIFAÐ FRA UPPSKERU TIL UPPSKERU I heimi, þar sem ekki er til nýtilegt fæðubirgðakerfi, veldur hækkandi verð á mat- vælum aukningu dauðsfalla meðal þeirra fátækustu. I slík- um heimi hefur uppskerubrest- ur í ríku landi efnahagsleg áhrif, en í fátæku landi hefur það jafnframt fyrirsjáanleg áhrif á líf manna. Tilhneiging undanfarandi fimm ára til að draga úr mann- fjölgun í heiminum gefur til kynna að komið sé yfir hámarkið. Nú standa stjórnvöld andspænis því að velja um hvort þau ætla að láta tilfallandi aukningu á dauðs- föllum fækka fólkinu eða hvort þau vilja koma á raunhæfum aógerðum til að ákvarða fjöl- skyldustærð, í þvi skyni að minnka álagið á fæðufram- leiðsluna. Sá árangur, sem náðst hefur við að fækka fæóingum í Kína og Banda- ríkjunum, gefur til kynna að margs konar félaéslegar og efnahagslegar aðgerðir geti orðið að miklu liði við að tak- marka mannfjölgun. — Allt bendir til þess að enn haldi áfram að draga úr mann- fjölguninni á síðasta fjórðungi þessarar aldar, segir Brown. — Munum við hafa vilja og þá atorku sem til þarf til að draga úr þessari mannfjölgun á jákvæðan hátt, eða mun þessi hörmulega aukning dauðsfalla á fyrri hluta þessa áratugar, veróa að endurtaka sig reglu- lega?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.