Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 3 Annað bindi Siglfirðinga- bókar komið SÖGUFÉLAG Siglufjarðar hefur sent frá sér Siglfirðingabók 76, en þetta er annað bindið af safnriti, sem ætlað er að stuðla að varð- veislu siglfirsks fróðleiks, gamals og nýs. Bókin er á þriðja hundrað síður, prentuð á vandaðan pappfr og bundin f litprentaða kápu, en á henni er mynd af málverki eftir Ragnar Pál listmálara. Efni Siglfirðingabókar 76 er hið fjölbreyttasta. Birtar eru skop- teikningar af nokkrum kunnum bæjarbúum, sagt frá Þorvaldi rfka og nefndir afkomendur hans á fjóra ættliði, rakan saga Siglu- ness og getið búenda þar frá 1703 til þessa dags. Rifjað er upp ýmis- legt um fjallveginn yfir Siglu- fjarðarskarð, gerð grein fyrir snjóflóðum við Siglufjörð og hugsanlegum vörnum gegn þeim, minnst þeirra bæjarbúa sem lét- ust í fyrra og raktir merkustu viðburðir áranna 1973 og 1974. Þá eru í bókinni margar aðrar styttri greinar. Á fjórða tug mynda prýða Siglfirðingabók að þessu sinni, en hún er unnin i Siglu- fjarðarprentsmiðju hf. Siglfirðingabók ’76 er gefin út f takmörkuðu upplagi en þess má geta að enn eru örfá eintök til af fyrsta bindinu, sem kom út i fyrra. Ritstjóri bókarinnar er Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri á Siglufirði. Stal, brauzt inn aftur og skildi þýfið eftir RANNSÓKNARLÖGREGLAN var f gærmorgun kölluð f eina af verzlunum Sláturfélags Suður- lands, en þar hafði verið brotizt inn og stolið töluverðum verð- mætum. Nokkru sfðar var til- kynnt um innbrot á barnaheimili þarna skammt frá. Þar hafði engu verið stolið, en aftur á móti hafði þjófurinn skilið þar eftir stóran hluta af þýfinu úr SS-búðinni. Er slfkt atferli harla fátítt meðal þjófa f höfuðborginni. Ur verzlun Sláturfélagsins var stolið 85 þúsund krónum í pening- um, 15 lengjum af sígarettum, að söluverðmæti 33 þúsund krónur, og nokkru af sælgæti. 1 barna- heimilinu skildi þjófurinn eftir 9 lengjur af sigarettum, 10 þúsund krónum f peningum og sælgæti. Þessi sérstæði þjófur var ófund- inn í gær. Skemmdarvarg- arnir fundnir Rannsóknarlögreglan hefur haft hendur i hári þeirra, sem eyðilögðu stóra jólatréð í Garða- bæ aðfararnótt s.l. laugardags. Reyndust þarna hafa verið að verki þrjú ungmenni, 16 ára pilt- ur og stúlka úr Garðabæ og 18 ára piltur úr Hafnarfirði. öll voru ungmennin ölvuð þegar þau frömdu verkið. Tréð er gjörónýtt, en kaupverð þess var 175 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.