Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar | Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6. sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Lánsfjáráætlun Asl. ári var tekin upp sú nýjung, að gerð var sérstök lánsfjáráætlun fyr- ir árið í heild, þar sem lagð- ar voru í stærstu dráttum línur um, hvernig æskilegt væri, að lánsfjármarkaður- inn þróaðist á árinu. Sú áætlun var frumraun en hún gerði ráð fyrir því, að á árinu 1976 yrði framboð lánsfjár um 16,5% minna en á árinu 1975. Niðurstað- an varð hins vegar sú, að því er Matthías Á. Mathie- sen, fjármálaráðherra, upplýsti á Alþingi í fyrra- dag, að framboð lánsfjár jókst um 10%. í nýrri láns- fjáráætlun, sem lögð var fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir því, að framboð láns- f jár á næsta ári minnki um 1254% frá því, sem var á þessu ári. Þróun lánsfjárframboðs er einn af veigamestu þátt- unum í baráttunni gegn verðbólgunni. Takist að hemja lánsfjáraukningu á það ríkan þátt í að draga úr verðbólguvextinum. Matt- hías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, lýsti fram- vindunni í lánamálum í ár og horfum á næsta ári á þennan veg í ræðu á Al- þingi í fyrradag: „Utlán innlánsstofnana aukast sennilega um þriðjung á þessu ári og er það mun meira en að var stefnt en á næsta ári verður leitazt við að takmarka útlánaaukn- ingu þeirra við 20%. Ljóst er, að breytingin, sem hér er að stefnt, mun ekki nást nema staða ríkissjóðs við Seðlabankann batni á næsta ári, eins og að er stefnt við afgreiðslu fjár- laga. Útlán fjárfestingar- lánasjóða aukast sennilega um 22% i ár, sem telja verður fremur hóflega aukningu þótt hún sé meiri en að var stefnt. Á næsta ári er reiknað með, að ný útlán sjóðanna verði um 22% meiri en íár en þar af aukast útlán atvinnuvega- sjóða um rúmlega 16% en íbúðalánasjóða um 3254% og er það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um lánveitingar til verka- mannabústaða, leigu- og söluíbúóa sveitarfélaga og leiguíbúóa aldraðra og ör- yrkja auk lána til kaupa eldri íbúða.“ Eins og sjá má af þessari tilvitnun i ræðu fjármála- ráðherra er aö því stenft að veita áfram aðtiald á öllum sviðum i peningamálum. Á árinu 1974 fóru útlán við- skiptabankanna gersam- lega úr böndum, en á árun- um 1975 og 1976 tókst við- skiptabönkunum smátt og smátt að ná tökum á út- lánaaukningunni enda þótt hún yrði meiri en að var stefnt. Á árunum 1974 og 1975 má segja, að útlán fjárfestingarlánasjóóa hafi verið allt aó því stjórnlaus en á þessu ári hefur tekizt að ná vióunandi stjórn á þeim og stefnt að því að svo verði einnig á næsta ári. Á síðustu árum hefur verið mikill greíðsluhalli á ríkis- sjóði,sem verkað hefur eins og olía á verðbólgu- bálið. Á þessu ári er gert ráð fyrir þvi, að jöfnuður náist hjá ríkissjóði og nú hafa verið afgreidd fjárlög, sem einkennast af sömu að- haldssemi. Þannig hefur smátt og smátt tekizt að ná stjórn á veigamestu þátt- um peningamála og fjár- mála og mun það út af fyrir sig stuðla mjög að því, að dregið verði úr verðbólgu- vextinum á næsta ári, ef ekki kemur annað til, sem eyðilggur þennan árangur. Aðstaðan við Gullfoss Ifjöldamörg ár hefur mönnum verið ljóst, að aðstaða fyrir ferðamenn, sem koma til þess að njóta náttúrufegurðar við Gull- foss, væri fyrir neðan allar hellur. Enginn oró fá lýst þeirri hörmung, sem kofa- skriflið er, sem þar stend- ur. Nú hafa Ferðamálaráð og Náttúruverndarráð tek- ið höndum saman að fá úr þessu bætt, að kofinn verði rifinn og önnur aðstaða byggð upp fyrir ferða- menn, f jær fossinum. Vonandi taka stjórnvöld þessu framtaki vel. Nátt- úrufegurð lands okkar er óviðjafnanleg. En of oft skemma einhver mann- anna verk fyrir. Við hljót- um að leggja metnað okkar í það að ganga þannig frá umhverfi staða á borð við Gullfoss, að bæði okkur og landinu sé sómi að. Slíku er ekki til að dreifa við Gull- foss nú en vonandi verður úr því bætt á næsta ári. Ellert B. Schram: Almenna bókafélagið hefur gefið út þjóðmálaþætti Jóhanns Hafstein, alþm., ræður og rit- gerðir sem höfundur hefur tek- ið saman. í aðfararorðum segir m.a.: „Hitt var mér aftur á móti rikt i huga, að í stjórnmála- starfi minu hefi ég oftlega heyrt undan því kvartað, eink- um meðal ungs fólks, að til lít- illa fanga væri að sækja í ritað- ar heimildir um þjóðmálin og önnur skyld málefni. Slíkt Jóhann stæði fyrir þrifum þroska Hafstein Þjóðmálaþættir Jóhanns Hafstein hinna ungu, sem brennandi áhuga hefðu á stjórnmálaþróun og vildu láta hana til sin taka. Ef til vill finnst þó engum um það vert að lesa ræður og rit- gerðir frá liðnum árum, fram- tíðin ein skipti máli. En liðin saga hlýtur ætíð að móta fram- tíðina, — þar á milli eru órofa tengsl." Þetta eru orð að sönnu, en það er einkennileg staðreynd, að þrátt fyrir ritgleði íslend- inga og árlegt bókaflóð er það næsta sjaldgæft, að hérlendir stjórnmálamenn gefi út endur- minningar sinar. 1 fljótu bragði minnist ég þriggja slíkra bóka, sem út hafa verið gefnar af stjórnmálamönnum siðari tima, þeirra Bernharðs Stefánssonar, Stef. Jóh. Stefánssonar og Em- ils Jónssonar og eru þær þó hvergi eins ítarlegar eða fróð- legar eins og efni gætu staðið til. Mikill skaði er að því, að mönnum eins og Jóni Baldvins- syni, Héðni Valdimarssyni, Ólafi Thors, Jónasi Jónssyni, Hermanni Jónassyní og Bjarna Benediktssyni, skyldi ekki end- ast aldur til að skrá eigin minn- ingar um þá stjórnmálasögu, sem þeir áttu svo mikinn þátt i að skapa. Nú hefur Hannibal Valdi- marsson lýst yfir því, að hann hyggist ekki gefa út endur- minningar og Jóhann Hafstein segir í aðfararorðum að hann sé staðráðinn í að til sliks komi ekki af hans hálfu. Þetta er mjög maður og verð- ur aðeins að vona, að þeim báð- um snúist hugur. Frásagnir stjórnmálaforingja af mönnum og málefnum og útskýringar á stefnumótun og atburðarás varpa ekki aðeins ljósi á mann- inn sjálfan heldur á umhverfið, þjóðfélagið og söguna. Engu að siður er mikill feng- ur að útgáfu ræðna og ritgerða eins og Jóhann Hafstein hefur nú tekið saman. Jóhann hefur tekið þátt í þjóðmálabaráttu í tæp 40 ár. Hann hefur haft stjórnmál að aðalstarfi í mestan þennan tíma, lengst af nánasti samstarfsmaður mikiihæfra foringja, og siðast sjálfur för- sætisráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Þjóðmálaþættir hans bera þessa merki. Þeir eru bornir uppi, annar vegar af skeleggum barátturæðum til flokksmanna og hins vegar af minningum höfundai um Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson og Thor Thors. Að þessu leyti höfðar bókin fyrst og fremst til flokks- manna Jóhanns, en er auðvitað áhugaverð lesning fyrar alla þá sem með stjórnmálum fylgjast, hvar í flokki sem þeir standa. Saga og stefna Sjálfstæðis- flokksins tengist sögu þessarar þjóðar síðustu áratugina, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og vegna starfs og skoð- ana, eru fáir menn færari en Jóhann Hafstein að túlka þau viðhorf sem mótað hafa afstöðu Sjálfstæðisflokksins til flestra meiriháttar mála. Ræður og rit- gerðir Jóhanns Hafstein um lýðræðið, Atlantshafsbandalag- ið og utanríkismál almennt er tvímælalaust áþreifanlegasta dæmið um skoðanir sjálfstæðis- manna á árunum 1945—1970, en þar hafa öðrum fremri ráðið utanrikisstefnu islenzka lýð- veldisins á þessu tímabili. Ræður Jóhanns um utanríkis- mál, svo og skrif hans um hlið- stæð efni frá hinum ýmsu tím- um, mótast af sannfæringu fyr- ir réttmæti málstaðarins. Hann hefur óbeit á kommúnistum og fer aldrei dult með þá skoðun. Ræða hans er áköf en aldrei ósæmileg og hún er full af þeim eldmóði, sem er svo einkenn- andi fyrir Jóhann Hafstein. Þættirnir I bókinni sem fjglla um utanríkismál kommúnista og Nato eru þvl fróðlegir frekar en fræðilegir og eru ákjósanleg lýsing á þeim átökum sem fram fóru I þjóðfélaginu. En Jóhann kemur vlðar við. Allmargir þættir fjalla um landhelgismálið og uppbygg- ingu íslenzks iðnaðar og stór- iðju. I báðum þessum mála- flokkum hefur Jóhann komið mjög við sögu. Flestir kaflarnir I bókinni um þessi mál eru frá allra síðustu árum, og því enn I fersku minni margra. Þeir eru þó holl upprifjun og I fullu gildi I stjórnmálabaráttu líð- andi stundar. Gaman er að lesa ræður Jóhanns sem fluttar voru við vígslu Búrfells og opnun álvers- ins. Þar, eins og reyndar I greinum hans um stóriðju á Is- landi og stefnumótun iðnaðar, endurspeglast stórhugur mannsins, háleit markmið og rík þekking á íslenzkri söguþró- un. í rauninni hefur mér ætíð fundist sérstæður rómantlskur blær hvíla yfir ættjarðarást höfundar, og kemur það m.a fram I tiðum tilvitnunum I ljóð þjóðskáldanna. Slíkar tilvitnan- ir virðast ávallt valdar af smekkvlsi og skapa stemningu og tilfinningu I ræðu og rit Jóhanns Hafstein. Þessir eiginleikar koma hvað best fram í kaflanum „Segðu mér söguna aftur“, ræðu sem 'flutt var á 50 ára afmæli Þjóð- ræknisfélags islendinga I febrúar 1969. Spurning er, hvort allar ræð- urnar, sem fluttar eru um innri málefni Sjálfstæðisflokksins, s.s. byggingu Sjálfstæðishúss, eigi erindi I sllka bók, en þær eru þá frekar sýnishorn af ræðumennsku höfundar. Ég get ímyndað mér að sumum, eink- um ókunnugum eða yngra fólki, sem ekki þekkja stjórn- málabaráttu Jóhanns, finnist ræðurnar hátíðlegar um of, hátt stemmdar, en ljóst er af lestri bókarinnar, að þetta er stíll sem Jóhann hefur snemma tamið sér og er honum eiginleg- ur og getur raunar ekki öðru vfsi orðið. Það er vegna þess að manneskjan og íslendingurinn eru svo rlkir þættir I persónu- leika Jóhanns. Þessi stíll nýtur sín mjög vel I minningargreinum Jóhanns um vini hans og samherja, Olaf Thors, Bjarna Benediktsson og Thor Thors. Þar er farið virðu- legum, tilfinningaríkum og ein- lægum orðum um þessa mikil- hæfu menn, og enginn er fær- ari en Jóhann Hafstein aó skrifa um þá, svo náinn sam- starfsmaður sem hann var þeim. Persónulega þykir mér mestur fengur I þessum grein- um, sem allar eru stórfróðlegar og mjög vel skrifaðar. Erindið um Ólaf Thors hef ég ekki séð eða heyrt áður og minnir enn einu sinni á hversu tímabært er orðið að saga Ólafs sé skráð með ítarlegum hætti. Þjóðmálaþættir Jóhanns Haf- stein eru óvænt og gagnlegt framlag til fátæklegs bókakosts um nútimastjórnmálasögu. Þættirnir eru tengdir sögu og stefnu Sjálfstæðisflokksins að miklu leyti, en það er ekkert til að buðjast afsökunar á, og ann- að væri I rauninni óhugsandi þar sem Jóhann Hafstein á I hlut. Ég hefði kosið að Jóhann hefði valið þann kost að leiða lesendur sína á bak við tjöldin, rifjað upp atburði og greint frá ýmsu sem ósagt er og ekki skiptir minna máli I ljósi sög- unnar. Af því kemur vonandi sfðar, og vfst er að ræður og ritgerðir eins og þær eru fram settar á hverjum tíma segja mikla sögu. Þessir þjóðmálaþættir eru vitnisburður unr Islendinginn, lýðræðissinnann og sjálfstæðis- manninn Jóhann Hafstein og hefur hann sannarlega fullan sóma af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.