Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976
13
Land og menning
Mér er það sönn ánægja að
mega fyrir hönd bankastjórnar
og bankaráðs Seðlabankans
bjóða gesti okkar velkomna
hingað I dag. Svo sem yður er
kunnugt, er tilefnið að gera
grein fyrir stofnun sjóðs af
þeim ágóða, sem orðið hefur af
sölu þjóðhátíðarmyntar 1974 og
tillögum bankans um ráðstöfun
hans. En áður en að því kemur,
þykir mér við eiga að rekja
sögu máls þessa stuttlega.
Undirbúningur að útgáfu
þjóðhátíðarmyntar hófst á ár-
inu 1971 en þá var ákveðið, að
útgáfa sérstakrar myntar,
ásamt hátíðarútgáfu af hand-
bókinni ICELAND, skyldi
verða framlag Seðlabankans til
hátíðahalda. í minningu 1100
ára afmælis Islands byggðar.
Hafði bankastjórnin frá upp-
hafi sámráð um málið bæði við
rfkisstjórn og þjóðhátíðarnefnd
1974, sem sýndi málinu mikinn
áhuga. A árinu 1972 fór fram
hugmyndasamkeppni um gerð
þjóðhátíðarmyntarinnar, og
urðu tillögur Þrastar Magnús-
sonar, teiknara, fyrir valinu. Sá
hann um endanlega hönnum
myntarinnar i samráði við Roy-
al Mint f London. Jafnframt var
rækilega kannað f samvinnu
við erlenda sérfræðinga, hvaða
myntstærðir væru heppilegast-
ar til sölu og hverjir sölumögu-
leikar væru erlendis. Var að
lokum ákveðið að gefa út þrjá
peninga, 10 þús. kr. gullpening,
tvo silfurpeninga, 1000 kr. og
500 kr. að nafnverði. Rúmlega
helmingur upplagsins skyldi
vera venjuleg slátta, en hinn
hlutinn sérunnin slátta, er seld
yrði yfir nafnverði. Mun ég
ekki rekja gerð myntarinnar
frekar hér, enda upplýsingar
um það öllum tiltækar. '
Sala þjóðhátíðarmyntarinnar
hófst 4. apríl 1974, og vaV hún
til sölu bæði hér innan lands og
erlendis, þar sem Royal Mint
annaðist sölu hennar og dreif-
ingu. Gekk salan vel, og voru
allar gerðir hennar uppseldar
um miðjan ágúst það ár, nema
hinir sérunni silfurpeningar.
Reyndist sala þeirra erlendis
heldur tregari en vonir stóðu
til, og var því ákveðið að
minnka upplag þeirra lítið eitt,
frá þvf sem upphaflega var
ákveðið.
Lokaupplag myntarinnar var
sem hér segir. Slegnir voru 20
þús. gullpeningar, þar af 8 þús.
sérunnir peningar og 111 þús.
silfurpeningar af hvorri stærð,
en af þeim voru 41 þús. sérunn-
ir. Að nafnverði var verðgildi
þjóðhátfðarmyntarinnar 366,5
millj. kr., en miðað við verð á
innanlandsmarkaði var heildar-
söluandvirði að meðtöldum um-
búðum og yfirverði a sérunni
mynt samtals 524 millj. kr.
Rúmlga tveir þriðju hlutar
myntarinnar voru seldir hér
innan lands, en nokkur hluti
þeirrar sölu var til erlendra að-
ila, er keyptu af íslenzkum
myntsölum. Mun láta nærri, að
um helmingur þjóðhátíðar-
myntarinnar hafi verið seldur
beint á erlendan markað.
Nægðu þær gjaldeyristekjur til
þess að greiða öll útgjöld vegna
myntarinnar í erlendum gjald-
eyri, þ.e.a.s. kaup á málmi,
mynt, sláttu- og sölukostnað.
Vegna makilla verðbreytinga
og gengisbreytinga á fram-
leiðslu- og sölutfma myntarinn-
ar fer mat á söluhagnaðinum að
nokkru eftir forsendum um
umreikning á milli mynta. En
samkvæmt heildaruppgjöri,
sem samþykkt hefur verið af
bankaráði, eru hreinar sölu-
tekjur umfram allan kostnað
taldar vera 337 millj. kr. miðað
við uppgjörsdag, sem var 31.
desember 1975. Með tilliti til
þess, að einhver frekari kostn-
aður getur orðið vegna inn-
lausnar á mynt og fleiru, og
bankinn hefur fallizt á að taka
þátt í ýmsum óuppgerðum
kostnaði vegna þjóðhátíðarinn-
ar eftir nánara samkomulagi
við rfkisstjórnina, hefur verið
ákveðið að 300 millj. kr. af þess-
um söluhagnaði skyldu lagðar f
sérstakan sjóð til varðveizlu í
Seðlabankanum og til frekari
ráðstöfunar samkvæmt nánari
ákvörðun rfkisstjórnar. Er
þessi fjárhæð í góðu samræmi
við þær hugmyndir, sem banka-
stjórnin hafði fyrirfram gert
sér um væntanlegan hagnað af
myntútgáfunni.
Þar sem þetta er I fyrsta
skipti, sem Seðlabankinn hefur
ráðizt í útgáfu sérstakrar minn-
ingarmyntar í ágóðaskyni,
hlaut það að vera nokkuð álita-
mál, hversu með ráðstöfun
hagnaðarins skyldi farið af
Seðlabankans hálfu. Tók stjórn
bankans þetta mál til meðferð-
ar og umræðu við ríkisstjórnina
þegar í lok ársins 1973 og áður
en i útgáfu myntarinnar var
endanlega ráðizt. Leiddi þetta
til eftirfarandi meginniður-
stöðu.
Annars vegar taldi stjórn
bankans óeðlilegt, að hún tæki
upp á sitt eindæmi ákvörðun
um að verja svo miklum fjár-
munum til þarfa utan við verk-
svið bankans, enda þótt enginn
vafi leiki á um formlega eignar-
aðild að þessu fé. Var því
ákveðið, að bankinn gerði til-
lögur um þetta efni til ríkis-
stjórnarinnar, sem síðan tæki
endanlega ákvörðun um ráð-
stöfun fjárins.
Hins vegar lagði bankastjórn-
in þá þegar fram þá hugmynd
við ríkisstjórnina, að væntan-
legum hagnaði yrði „varið til að
varðveita og vernda þau verð-
mæti lands og menningar, sem
núlifandi kynslóð hefur tekið í
arf“, eins og það er orðað I
samþykkt bankaráðsins.
Var þessum hugmyndum vel
takið af ríkisstjórninni, en eng-
ar formlegar ákvarðanir voru
þá teknar I málinu, en að því
stefnt, að endanlegar tillögur
bankgns yrðu lagðar fyrir rfkis-
stjórnina, þegar sölu myntar-
innar væri lokið og uppgjör
lægi fyrir. Nú er allt þetta far-
sællega til lykta leitt og því timi
kominn til þess, að formlega
verði gengið frá ráðstöfun þess
fjár, sem fyrir hendi er og ég
hef þegar gert grein fyrir. Vil
ég leyfa mér að rekja nánar
tillögur bankastjórnar og
bankaráðs Seðlabankans í
þessu efni. Falla þær í tvo
meginþætti, annars vegar
ákvörðun stjórnar bankans um
stofnun sjóðs og ávöxtun hans,
en hins vegar tillögugerð til
ríkisstjórnarinnar um hlutverk
sjóðsins og stjórn.
Að því er fyrra atriðið varðar,
hefur bankarð Seðlabankans
nú að tillögu bankastjórnarinn-
ar ákveðið að stofna sérstakan
sjóð af ágóða af útgáfu þjóðhá-
tíðarmyntar. Nefnist hann
Þjóðhátíðarsjóður og er stofnfé
hans 300 millj. kr.
Seðlabankinn sér um varð-
veizlu sjóðsins og mun leitast
við að ávaxta hann með sem
hagkvæmustum kjörum. Er
heimilt að ráðstafa öllum árleg-
um tekjum sjóðsins til styrk-
veitinga í samræmi við hlut-
verk hans, eins og það verður
ákveðið I stofnskrá. Einnig skal
heimilt, ef sjóðsstjórn telur það
æskilegt, að ganga á höfuðstól
sjóðsins, en þó aldrei meira en
sem nemur einum tfunda ár-
lega af upphaflegu stofnfé
hans.
Stjórn Seðlabankans vill
jafnframt óska eftir þvf við
hæstvirta rfkisstjórn, að hún
setji sjóðnum sérstaka stofn-
skrá, þar sem kveðið verði á um
hlutverk hans og stjórn. Jafn-
framt leyfir hún sér að gera
eftirfarandi tillögur um megin-
efni stofnskrárinnar.
1. Hlutvérk Þjóðhátfðarsjóðs
verði að veita styrki til stofn-
ana og annarra aðila, er hafa
það verkefni að vinna að varð-
veizlu og vernd þeirra verð-
mæta lands og menningar, sem
núlifandi kynslóð hefur tekið í
arf. Akveðið verði í stofnskrá,
að tiltekinn hluti af árlegu ráð-
stöfunarfé sjóðsins gangi til
Friðlýsingarsjóðs til náttúru-
verndar á vegum Náttúru-
verndarráðs, en annar fastur
hluti til varðveizlu fornminja,
gamalla bygginga og annarra
menningarverðmæta á vegum
Þjóðminjasafns. Að öðru leyti
ráðstafi stjórn sjóðsins fjár-
munum hans til styrkveitinga í
samræmi vió megintilgang
sjóðsins, og komi þar einnig til
greina viðbótarstyrkir til áður-
nefndra þarfa.
2. Lagt er til, að stjórn sjóðs-
ins skipi þrír menn. Verði einn
tilnefndur af ríkisstjórn Is-
lands, einn af Háskóla íslands,
en hinn þriðji af Seðlabankan-
um. Forsætisráðherra skipi for-
mann sjóðsstjórnar.
3. Hlutverk sjóðsstjórnar
verði að ákveða, hversu miklu
fé skuli verja til styrkveitinga á
ári hverju innan þeirra marka,
sem áður greinir. Einnig ráð-
stafi hún fé sjóðsins til styrk-
veitinga, en ákvarðanir stjórn-
arinnar um það efni taki þó
ekki gildi, nema að fenginni
staófestingu menntamálaráð-
herra.
4. Leitast verði Við að
tryggja, að styrkir úr Þjóðhátfð-
arsjóðí verði viðbótarframlög
til þeirra verkefna, sem styrkt
eru, en verði ekki til þess að
lækka önnur opinber framlög
til þeirra eða draga úr stuðn-
ingi annarra við þau.
Áður en ég lýk þessu máli
mfnu, langar mig til þess að
styðja þær tillögur, sem ég hef
nú flutt um ráðstöfun Þjóðhá-
tíðarsjóðsins, nokkrum frekari
rökum. Okkur, sem í stjórn
Seðlabankans sitjum, er vissu-
lega ljóst, að vfða er fjár vant
til framgangs góðra mála, svo
að margar aðrar þarfir hefðu
Framhald á bls. 19
Ávarp dr. Jóhannesar Nordals, formanns bankastjórnar
Seðlabanka íslands, við stofnun Þjóðhátíðarsjóðs
Gunnar Gunnarsson
hefur um fangt ske»ð
verið einn virtasti hofund
ur á Norðurlöndum
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
Áður útkomnar 's- S Ný útkomnar
Saga Borgarættarinnar Vargur í véum
Svartfugl Sælir eru einfaldir
Fjallkirkjan 1, Jón Arason
Fjallkirkjan II Sálumessa
Fjallkirkjan III Fimm fræknisögur
Vikivaki Dimmufjöll
Heiðaharmur Fjandvinir
Almenna Bókafélagið,
Austurstræti 18. Bolholti 6.
slmi 19707 simi 32620