Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Ég heftalið mitthlutverk að vera sameiningarafl í kirkju en ekki sundrungar ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að sr. Jón Auðuns, fyrrv. dómprófast- ur, hefur sent frá sér bókina „Líf og lífsviðhorf" þar sem hann fjallar m.a. mjög opinskátt um trúarlega afstöðu sína. Sr. Jón Auðuns aðhylltist ungur sálarrannsóknir, en þó hefur hann farið sínar eigin götur í þeim efnum. Sálarrannsóknir og spiritismi hafa á liðnum áratugum vakið marga til athugana og umhugsunar og margir hafa þeir verið sem telja sig fyrir meðalgöngu sálarrannsókna hafa öðlazt mikilsverða reynslu. En eins og oft vill verða um trúmál eru skoðanir skiptar. Það er ekkert launungarmál, að lífsviðhorf sr. Jóns Auðuns og biskupsins yfir íslandi, herra Sigurbjörns Einarssonar, hafa ekki farið saman í mörgum veigamikl- um atriðum kristindómsins sem skiptir hugsandi fólk máli. Undanfarið hafa miklar umræður orðið um bók sr. Jóns Auðuns eins og eðlilegt er, þar sem mál sitt flytur kennimaður svo þekktur og umdeildur sem hann hefur verið. Morgunblaðið leitaði til biskupsins yfir Islandi og óskaði eftir því við hann að fá að ræða við hann um þessi mál, m.a. út frá bók sr. Jóns Auðuns og tók hann því Ijúfmannlega. Ekkert er eðlilegra en allar hliðar svo viðkvæms máls komi fram í stærsta blaði þjóðarinnar, ekki sízt með tilliti til þess, að hér eru á ferðinni helztu andstæðurnar innan íslenzkrar kirkju. Á það hefur Mbl. bent. Morgunblaðið hefur stillt okkur, mér og sr. Jóni Auðuns, upp sem öndverðum pólum. Má ætla að minn póll sé ekki með háu risi, miðað við það hvernig blaðið hefur lyft hinum pólnum á sinni sterku vogarskál. Ég er þessu ekki sammála. Ég hef aldrei litið á mig sem neinn pól. Ég hef talið mitt hlutverk að vera sam- einingarafl í kirkju en ekki sundrungar. En hitt er annað, að ég hef mfnar skoðanir á hvað miði til styrktar og sameiningar kirkju og hvað ekki. Og þeirri sannfær- ingu fylgi ég að sjálfsögðu. Ég les gjarnan minningabækur og einhver hefur sagt, að leiðinleg sjálfsævisaga hafi aldrei verið skrifuð. Það kann að vera ofmælt, Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup. — segir biskupinn gfir r Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, í viðtali við Morgunblaðið en má þó til sanns vegar færa. Sá sem hefur áhuga á manneskjunni hefur gaman af að kynnast öðr- um, og þar á meðal minningum þeirra. I þessari bók sr. Jóns Auð- uns hef ég ánægju af því að lesa um góðar bernskuminningar, ágæta foreldra, glöð og góð æsku- og námsár, kynni af merku fólki og svo framvegis. Lffsviðhorfin hins vegar, sem fram koma og skipa mikið rúm, eru mér engin nýjung, það hef ég allt margheyrt og lesið hjá höfundi áður. Ég virði öll lífsviðhorf, sem við- komandi eru alvörumál, og ræði fúslega við menn sem hafa aðrar skoðanir en ég og tel mig oft hafa gott af því. En ég get ekki neitað því, að greinargerð höfundar fyrir lffsviðhorfum sfnum virðist mér blandin nokkrum þótta í garð annarra og gallbragð af þvf sumu. Þetta finnst mér mikil lýti á bók- inni. Ég rekst til dæmis á mjög sér- stæða útleggingu á því, að biskupsskrifstofan hefur í með- förum til hægðarauka orðið biskupsstofa. Vel getur verið, að blessaður Jón Helgason geti brosað að einhverju sem við berj- umst við í okkar heimi og víst get ég unnt honum þess, en hins veg- ar geri ég ráð fyrir því, að hann njóti nú ánægjulegri félagsskapar en svo, að hann þurfi að leita sér að hlátursefnum í okkar ófull- komna heimi. En útlegging á þessum hégóma minnir mig á það, að einhver þóttist sjá óheillavæn- legt stórmerki á bak við titilsfðu nýju sálmabókarinnar. Dul- skyggni Islendinga er ekki að ófyrirsynju annáluð. Við gætum þá ef til vill vikið ögn nánar að sálmabókinni frá 1972 og umtali um hana, m.a. f bók sr. Jóns. Sálmabók sú, sem móðir sr. Jóns Auðuns mun lengst af hafa haft á borði hjá sér og haft á henni mikið eftirlæti, er sálmabókin frá 1885. I þeirri bók voru 26.sálmar eftir sr. Matthfas Jochumsson af 650 sálmum alls. t sálmabókinni frá 1972 eru um það bil tvöfalt fleiri sálmar eftir sr. Matthfas eða 50 af 532 sálmum. Sálmabókin frá 1945 hafði nokkru fleiri sálma eftir hann, eða 63, en hún var lfka stærri, eða með 687 sálmum alls. Svo að hlutur sr. Matthíasar hefur ekki verið fyrir borð borinn miðað við eldri sálmabækur. Að halda þvf fram er hrein ímyndun. Talað er um f bók sr. Jóns Auð- uns, að ljóð Davíðs Stefánssonar, „Þú mikli eilifi andi,“ hafi verið tekið út og þá er spurningin: er ástæða til að halda í sálmabók ljóði sem aldrei hefur verið, svo vitað sé, flutt við guðsþjónustu f þau nær þrjátfu ár, sem það var f sálmabókinni? Það má gera flest að árásarefni ef mönnum býður svo við að horfa. Sálmabókin frá 1972 er verk nefndar. Ég get full- yrt, að engum sálmi var hafnað nema með atkvæði Tómasar Guðmundssonar. Ég er ekki með þessu að koma allri ábyrgð á hann einan, en hitt má staðhæfa, að enginn réð meira um gerð bókar- innar en hann. Og verður Tómas varla sakaður um kreddufjötra eða einsýni, hvað sem kann að vera um dr. Jakob Jónsson, sr. Sigurjón Guðjónsson og mig. Gúðmundur Hagalfn vék að þvf f skrifum sínum vegna bókar sr. Jóns Auðuns, að nokkrum perlum hefði verið rutt í burtu úr sálma- bókinni. Það er fjarstæða. Margir sálmar eru kærir kynslóð sem lif- ir með þeim. Hitt vita allir, að sr. Matthías lét eftir sig margar ljóð- perlur, þar á meðal trúarlegs eðlis, sem ekki gegna hlutverki f sálmabók og margt er til af kveð- skap sem slær á trúarlega strengi bæði í fornum og nýjum kveð- skap, sem á ekki erindi f sálma- bók, þótt góður sé út af fyrir sig. Enda þótt afstaða þfn til sálar- rannsókna og spiritisma sé mörgum kunn langar mig þó að biðja þig að gera grein fyrir henni hér og nú. Já. Þú spyrð um spiritisma. Höf- undur vitnar f samtal við Guð- rúnu Lárusdóttur, þar sem hún sagði, að sér hefði fundizt systir sfn látin standa við hlið sér þegar hún skrifaði tiltekna minningar- grein. Ætli flestir menn gætu ekki borið um eitthvað þessu líkt? Sr. Jón segir orðrétt: „Spiritismi er sannfæring um að farvegir geti verið opnir milli lifandi manna og látinna — og annað ekki.“ Ef þetta er rétt þá hefur spiritismi ekki verið mikil nýlunda, því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.