Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 15 þessu hafa kristnir menn trúað alla tlð og margir fleiri, þó að myndbrigði þeirrar trúar séu mörg og ekki öll skemmtileg. En mér hefur skilizt, að spiritismi væri sannfæring um að fundnir væru nýir farvegir og þar sé um að ræða vísindalegt spor af harla mikilvægu tagi. Þetta hefur verið boðað af miklu kappi. Hugboð um nánd látinna, meira og minna sterkt og áþreifanlegt, er enginn spiritismi, ekki heldur berdreymi og annað slíkt. Þjóðtrú, svo að ég nefni hana í leiðinni, er margs kyns, en hún er yfirleitt ekta og mörg hver runnin af rótum tærra mannlegra kennda. Og hún læzt aldrei vera annað en hún er. Spiritismi er það viðhorf, að menn eigi að leita sambands við framliðna eftir tilteknum farveg- um. Nú er það ekkert smámál hvort líf er eftir dauðann eða ekki og ekki lítilvægara fyrir vísindin en hvað annað. Ef það er I færi við vfsindi. Það má vera. Vísindin um það. Og þó að samvizkusam- legar vísindarannsóknir á sálar- lffi kæmust ekki lengra en að vekja heilbrigðar spurningar væri nokkuð unnið. En hér á landi hefur meira borið á háværri boðun en rannsóknum. Á blaðsíðu 213 segir sr. Jón Auðuns sjálfur, að spiritismi sé tíðum borinn fram í óhrjálegum myndum og margir hafi af kynn- um sínum við slíkt snúið baki við spiritismanum með eðlilegu ógeði. Mér finnst, að á það hafi skort, að Sálarrannsóknarfélag Is- lands hafi tekið hispurslausa af- stöðu gegn slíku. Þvert á móti hefur, að mér virðist, forystulið þess félags átt sinn þátt í að spiritisminn f þessum óhrjálegu myndum hefur grafið um sig með þjóðinni á þann hátt sem öllum mætti vera f augum uppi. Nú ef þessi staðreynd blasir við og ef sr. Jóni Auðuns þykir ástæða til að vfkja að þessu með fyrrgreindum orðum í bók sinni, hvers vegna brugðust menn þá svo ókvæða við þegar prestastefnan gerði sam- þykkt í þá átt að vara við óhollum og óheilbrigðu dultrúarföndri? (jr því að þessa prestastefnu ber á góma kemur upp í hugann það sem höfundur segir á blaðsíðu 180: „Mér var raunaleg saga sögð af þessari samkomu f Skálholti: þegar einn prestanna, einn þeirra sárafáu, sem héldu fram frjáls- lyndum sjónarmiðum, hafi lýst skilyrðum Helgakvers fyrir sálu- hjálp, hafi lesturinn orkað svo á ungan prest sem fyrir skömmu hafði orðið fyrir þeirri reynslu að missa barn sem ekki náði skírn, að haldinn stórri geðshræringu hafi hann gengið á dyr. Sé Helga- kver tekið alvaríega er vandséð hvernig þeir óskfrðu eiga að ná sáluhjálp." Höfundur kallar þetta raunalega sögu. Þó er hún ekki raunalegri en svo að það virðist talsvert ánægjuefni að koma henni á framfæri. Og líklega hefur sögu- maður eða sögumenn ekki haft mikla raun af að segja hana. Hver var sagan? Ungur prestur hefur misst barn sitt nýfætt, hann ber þann harm f hljóðum trúarstyrk en andartak tekur sárið í. En ekki vék hann af fundi. Presturinn heitir Þorvaldur Karl Helgason og það vildi svo til að það var, fermingarprestur hans sem var að tala, þegar sorg hans sagði til sín. Hefur nú einhver kynnt sér hvað fram fór f huga þessa unga manns áður en farið var að hvísla þessu og færa það sfðan f hámæli f því skyni að rógbera skoðanir hans? Hver er tilgangurinn með þvf að gera þessa sögu að meiri háttar fyrirbrigði? Greinilega sá einn að koma þvf inn hjá fólki, að þessi ungi maður hafi svo ljóta trú um afdrif barna, sem deyja óskfrð, að hann hafi brostið þegar hyldýpi þess myrkurs laukst upp fyrir honum. Bróðurlegt? Heiðar- legt? Kristilegt? Við þennan sögu- burð er ekki annað raunalegt en það að menn skuli telja sig þarfn- ast slfkra áróðursvopna. Hvað segir svo f Helgakveri um börn sem deyja óskfrð? Já. Af hverju er ekki bent á hvað kverið segir um óskírð börn? Þar segir: „Þeir sem fyrirlfta skfrn- ina hafna með þvf Kristi og hans hjálpræði, en þeir sem óviijandi fara á mis við hana eru eigi fyrir það útilokaðir frá guðsnáð.“ Er það heiðarlegur málflutningur að þegja vandlega um það sem Helgakver segir um þetta efni úr því verið er að vitna í það? Jón Vfdalfn segist ekki hafa „hinn minnsta þanka þar um að smá- börnin, sem annaðhvort í móður- lffi burtkallast eða hindrast á ein- hvern hátt frá skirnarinnar bless- un, að þau muni ekki á einhvern hátt eilífs lffs erfingjar verða“. Þetta kenndu rétttrúnaðarmenn- irnir Helgi og meistari Jón um afdrif óskfrðra barna. Hvaðan hafa menn svo heimildir fyrir því að rétttrúnaðurinn hafi haidið þvf fram að óskfrðra barna biðu pfnsl- ir annars heims?, Hvaða skilgreining er að þfnu mati á þvf að vera frjálslyndur guðfræðingur eða vera bókstafs- trúarmaður? Þetta eru slagorð. Menn eru ýmist frjálslyndir eða þröngsýnir eftir lyndisgerð en ekki út frá skoðunum. Dæmin sýna það nóg- samlega að menn geta flutt hvers kyns kenningar af ofstæki og umburðarleysi og það fer á engan hátt eftir þvf undir hvaða flokks- merki þeir skipa sér. Það rifjast og upp f þessu sam- bandi merkileg ummæli á blað- sfðu 239 þar sem sr. Jón Auðuns segir: „Ég varð þess stundum var að fólk bjóst við því af eiginlegum sóknarpresti sfnum, ef það sneri sér til hans með jarðarför, að hjá honum myndi það annað tveggja mæta skilningsleysi eða einhverj- um hálfvegis yfirlætisfullum trúarsetningum, sem það vildi ekki þurfa að hlusta á, einmitt þegar þörf var samúðar og skiln- ings. Ég veit að oft var þetta með öllu ástæðulaust...“ Þetta eru athyglisverð orð. Ég spyr: hefur fólk átt slfkum prestum að venjast hér í Reykja- vfk, þar til sr. Jón kemur til sög- unnar, og hafi fólk slikar hug- rqyndir um presta, hvaðan skyldu þær þá vera komnar? t bók sr. Jóns Auðuns dregur hann vfða f efa, að Kristur hafi mælt þau orð, sem honum eru iögð f munn f guðspjöliunum. Hvaða skoðun hefur þú á þvf efni? Sá mælikvarði sem höfundur fylgir f úrskurðum um það, hvað sé rétt eftir Jesú haft og hvað ekki, er ákaflega huglægur. Þar ræður smekkur algjörlega. Hann segir t.d. á blaðsfðu 267, að eftir að honum hafi aukizt „skiln- ingur“ hafi sér ekki verið þrauta- laust að þurfa að bera Jesú fyrir þessum orðum: „Allt vald er mér gefið á himni og jörð“, og bætir svo við þessum viðkunnanlegu orðum: „Allir biblíugagnrýnend- ur, sem ekki eru svo „frelsaðir" að ekkert mark er á þeim tekið, vita, að Jesús sagði þetta aldrei, heldur leggur safnaðarguðfræðin sfðar honum þesSi orð I munn.“ Það þurfti enga biblíugagnrýni til að upplýsa það, að Jesús sagði ekki þessi orð i jarðlffi sfnu. Það hafa allir læsir menn vitað frá upphafi. Hann sagði þetta upp- risinn við lærisveina sfna (Mattheusarguðspjall, 28. kafli, 20. vers.). Mér skiist að sr. Jón Auðuns dragi það ekki f efa, að framliðnir geti talað. Kannski var Jesús sá eini sem missti málið við umskiptin. Það er kafli f bókinni um óvissu og efasemdir. Þar er ýmislegt sagt sem ég tek undir heilshugar, en þvf miður er það hér eins og vfðar, að höfundur gengur alger- lega f berhögg við sjáifan sig, þvf að einkenni á málflutningi hans er ekki hófsemi eða auðmýkt óvissumannsins, heldur stórar staðhæfingar og yfirlætisfullar afgreiðslur. Ég hef lesið marga guðfræðinga og á erfitt með að finna á nálægum tíma dæmi um stærilátara orðalag um guðfræði- leg atriði og um trúbræður. Auð- mjúk óvissa, sem Harry Emerson Fosdick telur eðlilegan bakgrunn hugsandi trúar, er mér að skapi. Þess vegna læt ég heldur ýmislegt I trúfræðum aldanna liggja milli hluta, fremur en að upphefja vits- muni mína með þvf að fordæma það, til engra gagnsmuna fyrir neinn hugsandi mann i dag. Hitt er og, að mig langar til að skilja aðra menn, bæði f fortfð og nútfð, setja mig inn í aðstæður þeirra og þær forsendur sem hugsanir þeirra mótuðust af; ganga ekki út frá þvf sem gefnu fyrirfram, að þeir hafi verið myrkvaðir í hugsun, heimskir eða varmenni; jafnvel í óhrjálegum búningi getur leynzt neisti af sannleika. Þetta gildir að mfnu viti jafnt um kristinn kenningar- arf sem önnur trúarbrögð. En það samrýmist ekki mfnum skilningi á sannleiksleit eða sannleiksholi- ustu að hrifsa eftir geðþótta úr arfi aldanna, samhengislaust, orð, setningar, kenningar, sem Iáta illa f eyrum, og nota sfðan slfkt púður til að skjóta út f loftið f dag, f því skyni að láta hugsunarlitla menn halda að svo áköf skothrfð hljóti að merkja það, að úti þar í loftinu séu einhverjar stórháska- legar forynjur, sem þeir miklu og skyggnu vökumenn séu að verjast og verja veröldina fyrir. Það er lfkast því að einhver kæmi á her- gagnasafn og lenti f slfku uppnámi yfir brynjum og bogum eða fallstykkjum frá tfmum Attila eða Napoleons, að hann færí að hamast á þessu og héldi sig með því vera að forða heiminum frá atómstyrjöld. Það er auðskiljan- legt, að kynslóðir tala ekki sama mál um alla hluti. Aherzluatriði færast til. Eitt var tímabært f gær. Annað f dag. En kirkjan með JÖN AUOUNS Kápusfða bókar sr. Jóns Auðuns, „Lff og Iffsviðhorf“. öllum sfnum dýrmæta arfi, þótt þungbær sé í sumum greinum, er samt heild, vaxin af einni rót, lff hennar á eina uppsprettu og þangað hafa kynslóðirnar leitað með mismunandi tilburðum, at- ferli og orðfæri. Kirkjan endur- metur, endurskoðar, endurnýjast eins og heilbrigt lff yfirleitt og eitt skilyrði fyrir heilbrigði í kirkjunni á hverjum tíma er auð- mýkt gagnvart eigin fortíð, ábyrgð gagnvart eigin nútíð og drottni allra tíma. En að þrástagast I áratugi á sömu bannfæringarformúlunni yfir sömu draugum það miðar ekki að neinni endurnýjun. Það er bókstafstrú sinnar tegundar, slæmrar tegundar, stöðnun í star- sýni á orð. Það er frumforsenda fyrir öllum trúarlegum skilningi að gera sér grein fyrir þvf, að trú talar í myndum, f táknum. Það er ekki tilviljun, að játningar kirkj- unnar heita „symbola" — tákn. Það orð á að vfsu að nokkru aðra sögu en í því sambandi sem algengast er en er íhugunarefni eigi að sfður. Það var aldrei ætlazt til þess, að játningar kirkjunnar væru teknar eins og stærðfræði- formúlur eða vísindalegar skil- greiningar. Þær eru bendingar. Að hlutirnir eru orðaðir í þeim á þennan veg og ekki annan hefur sín sögulegu og málefnalegu rök, en játningarnar standa og falla með því, hvort þær benda með heilagri ritningu á höfund eilifs hjálpræðis, Krist. En nú verður ekki framhjá þeirri staðreynd horft, að prest- ana greinir á f Kfsviðhorfum sfnum, og af ýmsu er sá skoðana- munur sprottinn. Víst er það svo. Og höfundur þessarar bókar, sem við erum að tala um, sr. Jón Auðuns, lætur á blaðsíðu 201 þung orð falla um það, að menn skuli vera að kepp- ast við að kljúfa kristnina f and- stæða flokka og ala þannig á tor- tryggni í stað þess að hefja ein- huga baráttu gegn nútfmaheiðn- inni í atvinnulífi og stjórnháttum. „Trúum við því, að styrkleiki þröngsýni geti frelsað heiminn frá þvf sem ógnar honum nú?“ segir hann. Þvf miður virðist mér, að höfundur hafi töluverða trú á þröngsýni. Ég hef ekki lengi les- ið þröngsýnni bók. Ef flutningur eigin lffsviðhorfa væri almennt á þessu stigi, svona sanngjarn í garð þeirra sem ekki fylla eigin flokk, ætti sú hugsjón langt í land, að allar trúarskoðanir og trúarbrögð fallist í faðma. Það er söguleg staðreynd, að flokkadrættir, sundrung og klofn- ingur í kirkjunni verða oft rakin til einstaklinga sem umfram allt vildu skipa flokki um sjálfa sig og vera á oddi. Sundrung hefur orðið I stærri eða smærri stíl þegar menn börðu fram sérsjónarmið af einstrengingsskap og offorsi og lögðu kapp sitt og orku f að búa til afskræmdar myndir af þvf sem þeir vildu láta aðra halda að þeir væru að berjast við, til að koma i veg fyrir einhver ægileg áhrif eða voða. Það hafa ýmsir gert sig að hetjum með þessu, flokkshetjum, þjóðhetjum, jafnvel trúarhetjum. En á kostnað eigin drengskapar, á kostnað sannleikans. Á kostnað manneskjunnar í sundruðum heimi. Það er rætt um hvort fólk hverfi eða hverfi ekki frá kirkjunni hér. Hver er skoðun þfn á þvf? í bók sr. Jóns Auðuns er talað um gífurlegt fráhvarf frá kirkj- um annarra landa, en að kirkjan á Islandi hafi notið vinsælda og það sé allt að þakka þeirri guðfræði- stefnu sem höfundi er eitt og allt. Þetta er ekki rökum stutt. Áðar, var vitnað í Harry Emerson Fosdick. Hann hefur skrifað bók um lff sitt og lífsviðhorf og er ekkert feiminn við að gagnrýna þær skoðanir, sem hann aðhylltist ungur. Og hann segir t.d. í pré- dikun, að sú nýguðfræði, sem hann tók ástfóstri við ungur, hafi storknað í starsýni sinni á skoðan- ir og „afleiðingin er sú, að margar kirkjur vorar sem mótast hafa af nýguðfræði eru eins og hver maður getur séð, andlega og sið- gæðislega aflvana.“ Einnig mætti spyrja f þessu sambandi hvernig íslenzku söfnuðunum vestanhafs, sem mótuðust af sömu guðfræði- viðhorfum og sr. Jón telur hafa verið svo jákvætt afl í .fslenzku kirkjunni, hafi orðið reiðfara. Þeir stóðu með miklum blóma á háskólaárum sr. Jóns. Þeir eru nú ekki lengur til. En lúterska kirkjan er f fullu fjöri. I sambandi við umræðu um fráhvarf frá kirkjunni í bók sr. Jóns má skilja, að yngri prestarn- ir stefni kirkjunni í hættu hér á landi nú. Mér er nokkuð kunnugt um það, hvernig þeir prestar, sem ég hef vfgt á undanförnum árum, hafa kynnt sig meðal safnaða sinna. Mér er óhætt að nefna sr. Þorvald Karl Helgason f þvf sam- bandi úr þvf að hann hefur orðið fyrir mjög sérstæðum stungum. Það er algjör fjarstæða, að yngri prestar hafi sfður en við hinir eldri náð til fólksins. Ég þori vel að leggja það undir dóm fólksins sjálfs. Og hvaða fótur er fyrir þvf, að trúmálastefnan, sem ruddi sér til rúms hér f byrjun aldarinnar og einkum með háskólakynslóð sr. Jóns Auðuns, hafi aflað kirkj- unni á Islandi allra þeirra vin- sælda sem hún nýtur? Ekki fylgdi sr. Bjarni þeirri stefnu, ekki sr. Þorsteinn Briem. Gerðu þeir kirkjuna óvinsæla? Eða sr. Frið- rik Friðriksson? Eða Ólafur kristniboði? Og er það ekki viður- kennt nú, að sr. Sigurbjörn Á. Gíslason hafi skilað frábæru lífs- starfi, svo mjög sem hann, og þau hjón bæði voru auri ausin í nafni frjálslyndisins. Það væri nokkur eyða f sögu lfknarmála á vegum kirkjunnar ef hann hefði ekki lifað. Dómar af þessu tagi um stefnur eru hvatvísleg sjálfum- gleði eða flokkslegt einsýni. h.k. Pappírs- kilja um þjóð- félagsmál STARFSHÓPUR um barna- og unglingabækur, sem starfar inn- an „Alþýðumenningar", ný- stofnaðrar samfylkingar um al- þýðumenningu, hefur gefið út pappírskilju um þjóðfélagsmál er nefnist „Kapitalismi, Sósfalismi, Kommúnismi, bók fyrir börn og fullorðna". Hún er eftir danann Bente Hansen og kom fyrst út í Danmörku árið 1971 og hefur sfð- an verið endurprentuð þrisvar sinnum. Bókin, sem er 112 blaðsíður, er þýdd og staðfærð af útgefendum. Prentsmiðjan Prenthúsið sá um setningu og prentun. Tvö félagsmálanám- skeið á Austurlandi FYRIR skömmu voru haldin tvö félagsmálanámskeið á Austur- landi fyrir tilstuðlan Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Fyrra námskeiðið var haldið af Ungmennafélaginu Hróar i Hróarstungu, en hið síðara af Ungmennafélagi Beruneshrepps. Samtals sóttu námskeiðin 32 manns, en leiðbeinendur voru þeir Sigurjón Bjarnason, formað- ur U.Í.A. og Helgi Gunnarsson. Spilverkið með Götuskó UT er komin ný hljómplata með Spilverki Þjóðanna og ber hún nafnið Götuskór. Þetta er þriðja hljómplatan sem Spilverkið send- ir frá sér, en jafnframt hin fyrsta sem þeir gera á íslenzku. Ymsir þekktir hljóðfæraleikar- ar leggja hönd á plóginn, en upp- taka fór fram f Hljóðrita í Hafnar- firði. öll lög og ljóð utan eitt eru frumsamin af Spilverki þjóðanna. Útgefandi er Steinar h.f. Þor- björg Höskuldsdóttir hannaði um- slag. Fyrsta platan frá Jakobi JAKOB Magnússon hefur nú setn frá sér sfna fyrstu hljómplötu: Horft f roðann. Hún var tekin upp i Hollywood, Hafnarfirði og Lond- on, en vinnan við þetta hófst í fyrrasumar. Ymsir hljómlistar- menn, innlendir sem erlendir, eru Jakobi til aðstoðar, en af þeim erlendu er Phil Collins, trommu- leikari Genesis, vfsast þekktastur hér. tslendingarnir aðstoða Jakob hins vegar eingöngu við söng og raddanir, nema Þórður Árnason sem sér um gítarleik f tveimur lögum. Af þeim söngvurum sem koma fram má nefna He^gu Möller , Jóhann Helgason og Pálma Gunnarsson, sem öll eru úr Celci- us, Finn Jóhannsson úr Kabarett og Halldór Kristinsson, Gylfa Kristinsson, Magnús Sigmunds- son og Jóhönnu Þórhallsdóttur úr Diabolus in musica. Sjálfur sér Jakob um aðalsöng i flestum laganna auk alls hljóm- borðsleiks. 1 einu laganna sér hann um allan hljóðfæraleik en fær aðstoð frá föður sínum, Magnúsi Guðmundssynni við sönginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.