Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 17 Matthias Á. Mathiesen um f járlögin; VIÐ þriðju og síðustu umræðu fjárlaga á Alþingi í fyrrakvöld flutti Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra ræðu þá er hér fer á eftir í heild. Þjóðarbúskapurinn og rikisfjármálin 1976. Þegar komið er að lokum 3. um- ræðu frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1 977, er gagnlegt að huga nokkuð að þróun íslenskra efnahagsmála á árinu 1976 og sérstaklega framvindu ríkis- fjármála. Nú er víst, að á þessu ári verður mikil breyting til batnaðar í þjóðarbúskapnum á árinu Þjóðarfram- leiðslan er að snúast til vaxtar á ný og vegna batnandi viðskiptakjara aukast þjóðartekjur í fyrsta sinn síðan 1973. Viðskiptahallinn verður tveimur þriðju hlutum minni en var í fyrra, eða 3,6% af þjóðarframleiðslu í stað 11,5% 1975. Nokkuð hefur einnig hægt á verðbólgu Þennan árangur eigum við að miklu leyti að þakka batnandi versl- unarárferði utanlands, en á hinn bóg- inn hefði það hrokkið skammt, ef ekki hefði verið haldið aftur af þjóðarút- gjöldum og innflutningi samtímis. Að þetta tókst er ekki síst að þakka raun- hæfum kjarasamningum en ekki síður, að ríkisfjármálin hafa á þessu ári haml- að gegn innlendri eftirspurn samanbor- ið við fyrri ár. Fyrstu ellefu mánuði þessa árs námu innheimtar tekjur ríkissjóðs 60,4 milljörðum króna en útgjöldin 61,4 milljörðum króna og voru því um 1 milljarði umfram tekjur. Jöfnuður lána- hreyfinga sýndi um 0,4 milljarða halla, og var þvi um 1,4 milljarða greiðslu- halli hjá ríkissjóði fyrstu ellefu mánuði ársins Á sama tíma í fyrra voru útgjöld ríkissjóðs um 3,7 milljörðum umfram tekjur, um 0,4 milljarða afgangur vará lánahreyfingum og nam greiðsluhall- inn þvi um 3,3 milljörðum króna. Ríkisfjármálin hafa því styrkst til muna á þessu ári. Ég tel allar horfur á, að tekjuáætlun sú fyrir árið 1 976, sem fylgdi fjárlaga frumvarpinu standist, þ.e. að tekjur ríkissjóðs verði tæplega 69 milljarðar króna Gjöldin verða sennilega rúml 68,0 milljarðar króna Mér virðist þvi að mjög nærri muni láta að fjárhagyi ríkissjóðs verði án greiðsluhalla á árinu 1 976 og að staða ríkissjóðs gagnvart lánastofnunum batni nokkuð Hér er um mikilsverðan árangur að ræða, sem fjárlög næsta árs verða að staðfesta og treysta enn betur, ef beita á rikisfjár- málum skynsamlega í batnandi árferði Ég hef ákveðið að að loknu jólaleyfi þingmanna verði Alþingi i sérstakri skýrslu gerð grein fyrir greiðsluafkomu ríkissjóðs á sl. ári og jafnframt bráða- birgðatölum ríkisreiknings i árslok 1976 Þá verður að því stefnt að ríkisreiknigur 19 76 verði lagður fram fullgerður fyrir þinglok á vori kom- anda Þjóðhagshorfur og tekju- áætlun ríkissjóðs 1977. Eins og ég nefndi áðan breytir vit- neskjan, sem nú liggu.r fyrir um inn- heimtu gkistekna fyrstu ellefu mánuði ársins 1976, ekki þeirn heildaráætlun um ríkistekjur, sem fjárlagafrumvarpið er á reist, þótt breytingar muni verða á einstölum tekjustoínum til hækkunar eða lækkunar. Tekjuáætlunin fyrir árið 1 97 7, sem fram var sett í frumvarp- inu, var vitaskuld miðuð við sama kauplag og verðlag og gjaldaáætlun frumvarpsins, en þó hafði þegar verið gert ráð fyrir almennri grunnkaups- hækkun á næsta ári í hátt við gildandi samninga BSRB og BHM, þegar slepp- ir gildistíma samninga ASÍ og vinnu- veitenda 1 maí n.k. Hins vegar hafði ekki verið reiknað með neinum verð- lagsuppbótum skv þeim samnmgum eða hliðstæðum kaupbreytingum hjá öðrum Nú er þegar komin fram rúm- lega 3% hækkun launa og verðlags af þessum toga og búast má við frekari hækkun á fystu mánuðum næsta árs. Við afgreiðslu fjárlaga undanfarin ár hefur oftast verið miðað við verðlagið í landinu um þær mundir sem fjárlögin eru samþykkt og sjaldan ætlað veru- lega fyrir breytingum launa og verð- lags á komandi ári Þetta gerir að minni hyggju fjárlagasetninguna mun veikari en vera þyrfti í frumvarpinu í haust var þess vegna ætlað fyrir al- mennri grunnkaupshækkun á næsta ári og afleiðingum hennar Nú, við endanlega afgreiðslu fjárlaga, er ætl- unin að stiga þetta skref til fulls Þann- ig að verðlag og lánaforsendur fjárlaga — og reyndar einnig lánsfjáráætlunar — verði þær sömu og fram eru settar i þjóðhagsáætlun næsta árs. En i þjóð- hagsspá Þjóðhagsstofnunar frá 7. des- ember 1976, sem þingmenn hafa und- ir höndum, er tekið dæmi af verðlags- breytingum 197 7, sem liggja 6—7% yfir forsendum frumvarpsins, og launa og innflutningsverðlagsbreytingum, sem liggja 7—8% yfir forsendum frumvarpsins. Tekjuáætlun hefur verið endurskoð- uð með tilliti til þessarar nýju þjóð- hagsspár fyrir næsta ár, en breytingar þjóðarútgjalda að raungildi eru lítið frábrugðnar fyrri forsendum i þessu efni, þó er gert ráð fyrir V2—1% meiri veltu og innflutningi en frumvarpið var á reist Af helstu niðurstöðum þjóðhags- spárinnar má nefna Að vænta megi 1 — 2% aukningar þjóðarframleiðslu á næsta ári og nokk- uð batnandi viðskiptakjara, þannig að þjóðartekjur aukist um nálægt 216% að raungildi. Að þjóðarútgjöldin aukist um 1%, þannig að einkaneysla vaxi um 3%, samneysla um 2% en fjárfesting drag- ist saman um 5—6% Að viðskiptahalli við útlönd gæti minnkað úr 3,6% af þjóðarframleiðslu Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra og Jón Árnason, formaður fjárveit- inganefndar Alþingis Myndin var tekin við lokaafgreiðslu fjárlaga en á þessum tveimur mönnum hvílir hiti og þungi f járlagaafgreiðslunnar. Aðhald í batnandi árferði - en tillit tekið til brýnustu þarfa í opinberri þjónustu 1 976 i 1,9% 1 977, ef þjóðarútgjöldin eru innan fyrrnefndra marka Að koma mætti verðhækkunum frá upphafi til loka árs 1 977 niður í 18—20% samanborið við um 30% 1 976 með hóflegum tekjuákvörðunum á næsta ári, og enn lengra á þar næsta ári. en tryggja þó bættan kaupmátt tekna almennigs Það er stefna ríkisstjórnarinnar að þetta megi verða, en hún þarf fulltingi allra landsmanna, til að tryggja þennan árangur jafnframt fullri atvinnu um allt land. Tekjuáætlun 1977. Niðurstaða endurskoðunar tekjuhlið- ar frumvarpsins á þessum forsendum auk sérstakrar endurskoðunar á þeim tekjustofnum, sem sérstakar ákvarðan- ir hafa verið teknar um eða ný vitneskja liggur nú fyrir um, felur í sér 5 923 m.kr. hækkun tekna ríkissjóðs, þar af nemur hækkun markaðra tekna 65 7 m.kr en almennra tekna 5.266 m.kr Samkvæmt þessari áætlun verða heild- artekjur ríkissjóðs á árinu 1977. 89 942 m.kr , sem bera má saman við áætlaðar tekjur 1976, sem eru 68 900 m kr . en þó 70 300 m.kr., ef söluskattsauka 1%, til niðurgreiðslu kyndikostnaðar o.s.frv., ef er bætt við 1 976, því 197 7 er þessi tekjustofn talinn með ríkistekjum. Sem hlutfall af áætlaðri þjóðarframleiðslu nema tekjurnar 1 977 tæplega 29%, sem er svipað hlutfall og áætlað er á þessu ári Til þess að auðvelda samanburð við fjárlagagerð fyrri ára má geta þess, að væri tekjuáætlun 1977 miðuð við verðlag og kaupgjald í desembermán- uði 1976, næmi hún líklega um 6 000 m.kr lægri fjárhæð i heild. en ég nefndi héráðan í framsöguræðu háttvirts formanns fjárveitinganefndar fyrir áliti meiri hluta nefndarinnar hafa komið fram nákvæmar upplýsingar um breytingar á einstökum þáttum frumvarpsins, en ég ætla þó að fara nokkrum orðum um helstu tekjustofna í fyrsta lagi um eignarskatt. Um áramót gengur í gildi nýtt fasteigna- mat, sem felur i sér mikla hækkun. Áætlun fjárlagafrumvarps um eignar- skatt hefur þó ekki verið breytt, en það felur í sér, að stiga eignarskatts verði breytt þannig, að heildarfjárhæð sé óbreytt Innheimtur eignarskattur 1 977 er áætlaður 1 267 m.kr. sbr. við um 1 .040 m.kr 1976 í öðru lagi um tekjuskatt einstak- linga. í áætlun fjárlagafrumvarps var reiknað með 26,5% hækkun meðal- tekna milli áranna 1 975 og 1 976 Nú bendir flest til, að tekjuaukningin verði meiri eða um 30% f meðfýlgjandi áætlun er gert ráð fyrir, að skattvísitala hækki til jafns við tekjur og verði 162,5 m.v 1975 = 100 Að öðru leyti er reiknað með gildandi lögum óbreyttum Áætlun um innheimtan tekjuskatt einstaklinga hækkar um rúmlega 200 m.kr. frá frumvarpi eða í 8.226 m.kr , en í ár er reiknað með, að innheimtur tekjuskattur einstaklinga nemi 6.285 m kr. í þriðja lagi um tekjuskatt félaga. Innheimtur tekjuskattur félaga í ár er talinn verða um 1 630 m.kr. í fjárlaga- frumvarpi var tekjuskattur félaga 197 7 áætlaður 1 959 m.kr. en sú áætlun hefur nú verið hækkuð í 2.053 m kr í samræmi við betri vísbendingar um breytingar veltu og afkomu fyrirtækja 1976 í fjórða lagi um aðflugningsgjöld. Innheimta aðflutningsgjalda verður sennilega heldur meiri i ár en reiknað var með, þegar áætlun frums var gerð í september s I. Að óbreyttum forsend- um frumvarps um tollalækkanir yrðu tekjur af aðflutningsgjöldum nær 1 400 m.kr meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlagafrum- varps, bæði vegna hærri grunns 1976 og breyttra verðlagsforsendna 197 7 Nú er búist við, að innheimta að- flutningsgjalda í ár nemi 11.700 m.kr., en það er um 22 m.kr. meira en áætlað var í september Að auki er nú gert ráð fyrir, að almennur vöruinn- flutningur aukist um 23% i krónutölu 1 977, en i frumvarpi var gert ráð fyrir um 13% aukningu Við endurskoðun áætlunar 1 977 er nú tekið mið af tollalækkunum skv frumvarpi til laga um tollskrá. í tollskrárfrumvarpinu er reiknað með, að tollalækkanir nemi um 900 m.kr á næsta ári á verðlagi fjár lagafrumvarps í fjárlagafrumvarpinu var reiknað með 6oo m.kr. lækkun Á verðlagsforsendum endurskoðaðrar áætlunar 1 977 má rheta tollalækkan- irnar sl<v frumvarpi um 950 m.kr, en breytingar á frumvarpinu gætu falið i sér frekari lækkun um 100 m.kr Niðurstaða alls þessa verður sú, að innheimta aðflutningsgjalda 1977 nemi 13.700 m.kr sbr við 12.616 m.kr. i frumvarpinu Gjaldahlið og greiðslujöf nuður Formaður fjárveitinganefndar hefur þegar gert ítarlega grein fyrir einstök- um breytingum á frumvarpinu milli umræðna Ég ætla mér því aðeins að fara fáum orðum um helstu orsakir þeirra breytinga, sem orðið hafa á útgjaldaáætlun frá því frumvarpið var lagt fram Gjöld færð á rekstrarreikning og fjárfestingarútgjöld hjá A-hluta stofnunum hafa hækkað úr 83.129 m kr i fjárlagafrumvarpi i 89 053 m. kr , eða um 5 924 m. kr Þessi hækkun á sér margvíslegar skýringar, en vita- skuld munar langmest um breyttar for- sendur um verðlag og laun á næsta ári. Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur áætlað að til þessarar breytingar einnar megi rekja 4.147 m kr Það sem þá stendur eftir, 1.777 m kr., er þá raunveruleg hækkun i meðförum þingsins á frumvarpinu Eins og endra- nær er þessi tala niðurstaða endur- skoðunar, sem felur í sér bæði hækkun og lækkun gjalda. En helstu breytingar til hækkunar má telja þessar: 1 Hækkun við aðra umræðu, sem þegar hefur verið gerð itarleg grein fyrir og dreifist á mjög marga fjárlaga liði 907 m kr 2 Hækkun markaðra tekjustofna umfram verðlagsendurskoðun 348 m kr. 3 Hækkun í A-hluta vegna lánsfjár- áætlunar, sem grein er gerð fyrir í henni. 306 m. kr. 4. Önnur hækkun við þriðju um- ræðu 1 38 m. kr. Eins og áður v3r getið eru tekjurnar nú áætlaðar 89.942 eða 888 m. kr. hærri en gjöldin. Halli á lánahreyf- ingum er hins vegar nú áætlaður um 630 m. kr. eða ivið lægri en i frum- varpinu Þannig verður heildarniður- staðan sú, að greiðslujöfnuður rikis- sjóðs stendur i járnum. Á það er þó að líta i þessu sambandi, að í greiðslum ríkissjóðs eru taldar 2 300 m kr. afborganir af skuldum við Seðlabank- ann, sem raunverulega má lita á sem greiðsluafgang gagnvart öðrum aðilum i hagkerfinu og er afar mikilvægt að það takist að grynna á skuldum við Seðlabankann til þess að treysta efna- hagslegt jafnvægi í landinu á næstu misserum Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð eins og áður sagði um 89 milljarðar króna, eða tæplega 29% af þjóðar- framleiðslunni, eða svipuð og 1976, ef reiknað er á sambærilegan hátt Frumvarpið eins og það liggur nú fyrir. stefnir að þvi að ríkið auki ekki sinn hlut í ráðstöfun þjóðartekna á næsta ári. Tekju- og eignarskattur Til áréttingar og viðbótar því, sem ég sagði hér fyrr um tekju- og eignar- skatt á árinu 1977 vil ég taka fram eftirfarandi: í stefnuræðu forsætisráðherra svo og fjarlagaræðu minni hér á háttvirtu Alþingi í haust var því lýst yfir, að lagt yrði fram frumvarp á þessu hausti um breytingar á logum um tekju- og eignarskatt og stefnt að afgreiðslu þeirra fyrir áramót Þetta hefur ekki gerst eins og þá var að stefnt, heldur hefur nú verið lagt fyrir Alþingi nýtt heildarfrumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt Jafnframt alhliðaendur- skoðun laganna, felur frumvarpið i sér tillögur um öll þau stefnuatriði, sem vikið var að i áðurgreindum ræðum 1 Breytingar, sem ætlað er að hafa áhrif í þá átt að skipta skattbyrðinni milli manna á sanngjarnari hátt en gildandi reglurfela í sér 2 Lagt er til að skattlagningu tekna hjóna sé hagað aðallega eftir fjöl- skylduástæðum, en i minna mæli eftir því hvernig tekjuöflun heimilisins er háttað 3 Þá er lagt til að skilja að atvinnu- rekstrartekjur eða -tap emstaklings frá öðrum tekjum hans Tekjur einstakl- inga i atvinnurekstri verði skattlagðar eins og þær væru launatekjur frá öðrum 4 Gerðar eru tillögur um breytingar á fyrningu eigna í atvinnurekstri og skattskyldu söluhagnaðar 5 Samræmdur er álagningargrunn- ur tekjuskatts og útsvars Fleiri veigamiklar breytingar felast i þessu frumvarpi. sem of langt yrði upp að telja hér Mun ég gera grein fyrir þeim við 1. umræðu frumvarpsins. Ég vil þó undirstrika, að þessar breyting- ar, ef að lögum verða, leiða til einfald- ari og öruggari skattlagningar en nú- gildandi lög gera Frumvarpið eins og það er fram lagt, gerir ráð fyrir að fyrst verði lagt á skv því á árinu 1 9 78 á tekjur ársins 1 97 7, en ég hefi þá skoðun, að slik löggjöf eigi ekki að vera afturvirk að þvi leyti sem hún kunni i einstökum tilviljum að verða til þyngingar skattbyrði Hins vegar mun ég óska eftir þvi, að fjár- hagsnefndir Alþingis kanni við skoðun þeirra á frumvarpinu, hvaða atriði frumvarpsins geti komið til fram- kvæmda þegar á árinu 1 977 og verði flutt frumvarp þar að lútandi Til að vinna tima mun ég fara þess á leit, að fjárhagsnefndir beggja deilda nýti þinghléið til að ræða frumvarpið og leita umsagnar þeirra aðila, sem hlut eiga að máli. þótt frumvarpinu hafi ekki verið formleaa visað til nefndar Starfsmannamál. Eins og ég gat um við 1 umræðu fjárlagafrumvarpsins var ætlað að birta þá strax starfsmannaskrá ríkisins 1 janúar 1976 Ekki tókst eins og fyrir- hugað var að birta þá skrána, en eins og alþingsismönnum er-.kunnugt kom skráin fram í lok síðustu viku Megin ástæður fyrir þvi að ekki var hægt að birta skrána á þeim tima, sem fyrirhug- að var, eru: j fyrsta lagi er skráin nú unnin með öðrum hætti en sú fyrri Skráin er nú tölvuunnin, en með því skapast möguleiki til að nýta upplýs- ingar úr skránni til aukms eftirlits og aðhalds með starfsmannamálum ríkis- ins Jafnframt var öllum stöðum gefið ákveðið tölunúmer, en tilgangur þess er að auðvelda eftirlit með hreyfingu á starfsmannahaldi í öðru lagi «/ar Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.