Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976
7
Hagsmunir
Islands á
Græn-
landsmiðum
í útvarpsumræðum á
dögunum um landhelgis-
málið fjallaði Magnús
Torfi Ólafsson með at-
hyglisverðum hætti um
hagsmuni íslendinga á
Grænlandsmiðum og
sagði:
„Þegjandi kemur þorsk-
ur I ála, segir máltækið.
Göngur þorskins sem ann-
arra nytjafiska stjórnast
ekki af markalinum á
landakortum, dregnum
eftir fjarlægð frá strönd-
um, heldur af sjávarhita,
straumum hafsins, efna
samsetningu sjávar og
þeim átuskilyrðum sem
ákvarðast af þessum
eiginleikum hinnar votu
heimsálfu. Reik þorsksins
milli miða er hvergi jafn
mikið né jafn rækilega
kannað hér við land og
milli miðanna við suðvest-
anvert landið annars veg-
ar og Grænland hins veg-
ar. Þar á ofan eru karfa
mið beggja vegna miðlín-
unnar sem skilja mun að
fiskveiðilögsögu íslands
og Grænlands. Efnahags-
bandalagið kveðst ætla að
telja sér, fiskveiðilögsögu
Grænlands, þótt svo virð-
ist sem enn sé ófrágengið
að ýmsu leyti hvernig
með skuli farið, eins og
svo margt annað í út-
færsluaðgerðum og
væntanlegri fiskveiði-
stefnu bandalagsins. Það
fer ekki milli mála, að
helsti snertipunktur hags-
muna íslands og Efna-
hagsbandalagsins er í
Grænlandshafi og er mun
þýðingarmeiri fyrir íslend-
inga en aðgangur að síld-
armiðunum I Norðursjó og
við Skotland. En í þessu
efni er margs að gæta. Þó
ekki þess sem helst hefur
verið á orði haft, sem sé
að það væri ósæmilegt að
ræða við Efnahagsbanda-
lagið um fiskveiðimál þar
sem lögsögur íslands og
Grænlands mætast, af því
Grænlendingar eigi skílið
sjálfstæði, eða heima-
stjórn að minnsta kosti. Á
slíkar mótbárur er ekki
hlustandi, hreinlega
vegna þess að hvorki
þorskur né karfi og þaðan
af siður loðna akta hið
minnsta stjómréttarstöðu
Grænlands, heldur synda
um Grænlandshafið eins
og þeim hentar. Eða dett-
ur nokkrum í hug að hafa
það á móti hugsanlegum
síldveiðum íslenskra skipa
i væntanlegri, stækkaðri
fiskveiðilögsögu Skot-
lands, að þeir hafi samúð
með skosku sjálfstæðis-
hreyfingunni?
Stjórnréttarstaða
Grænlands er staðreynd,
hvort sem mönnum finnst
hún réttlát eða ekki, og
staðreyndir er hollast að
viðurkenna. Við það bæt-
ist, að enginn aðili er
finnanlegur sem vill og
getur tekið að sér að gæta
200 mílna lögsögu við
Grænland annar en Efna-
hagsbandalagið, nema ef
vera skyldu Bandarikin.
Vilja kannski þeir íslend
ingar sem mest tala nú
um þörf Grænlendinga á
að nytja sin fiskimið sjálf-
ir, frekar fá bandariska
flotadeild hér vestan við
okkur en evrópska?"
Þorskurinn
leggst fjær
Islandi
Síðan sagði Magnús
Torfi Ólafsson:
„Fyrsta verk þeirra
varðskipa sem send verða
i stækkuðu lögsöguna við
Grænland, liklega dönsk
skip sem sjóður Efnahags-
bandalagsins kostar, verð-
ur að stökkva sovésku
verksmiðjuskipunum af
uppvaxtarslóðum karfans
rétt utan við islensku lin-
una, þar sem þau hafa
mokað upp ungkarfanum
eins og islenskir fiskifræð-
ingar lýstu Í sumar eftir
rannsóknaferð á miðin.
Slikar friðunaraðgerðir
hafa mikla þýðingu fyrir
karfaafla islenskra skipa
siðar meir, hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr
staða Grænlands i danska
rikinu. Sama máli gegnir
um hvert einasta atriði
fiskveiðistefnunnar sem
framfylgt verður á miðum
fyrir Austur-Grænlandi.
Jafnvel þótt Íslenskir sjó-
menn sæktust ekki eftir
einum einast ugga vestan
við miðlínuna við Græn-
land i bráð og lengd, ber
islenskum stjórnvöldum á
öllum tímum skylda til að
láta sig varða fiskveiði-
stefnuna á miðum sem
skiptast milli lögsögu ís-
lands og annars lands,
sem svo vill til að heitir
Grænland og býr við
danska stjórn.
En mergurinn málsins
er sá hvað Grænlandsmið
varðar, að þótt afli is-
lenskra skipa vestan mið-
linu verði ekki nema 10 til
11 þúsund tonn á þessu
ári, er alls engum vafa
undirorpið, að þau ár og
jafnvel þær áraraðir eiga
eftir að koma siðar eins
og verið hefur áður, að
þorskurinn leggst fjær ís-
landi og nær Grænlandi í
svo stórum stíl, að það
getur ráðið úrslitum um
fiskafla okkar, hvort is-
lensk skip hafa aðgang að
Grænlandsmiðum eða
ekki."
terra
karlxnannaföt
Hin viöurkenndu herra- og
unglingaföt í miklu úrvali sniöa
og efna. Víötækt og nákvæmt
stærðarkerfi.
Rowenta
Hraðgrill
Steikir
fryst kjöt á
2 — 3 mínútum
ROWENTA-
Allt dilkakjöt
á gamla verðinu
Egg
390kr. pr. kg.
Al/ar vörur
á Hagkaupsverði