Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 22. DESEMBER 1976 25 In memoriam: Krístín Jóhannesdóttir kennarí frá Skáleyjum Kristfn Jóhannesdóttir, F. 28. mars 1906 D. 15. des. 1976. Aö morgni 15. des. kom tilkynn- ing um aö hún Dia, eins og hún var kölluð í vinahópi, væri komin á Landakotsspítala mikið veik. Síðdegis þann sama dag fékk ég andlátsfregnina. Día hafði fengið hvíld frá öllum veikindunum sem hún hafði orðið að þola undanfar- in ár. Þessi kona sem aldrei sleppti verki úr hendi hafði ekki gengið heii til skógar í tugi ára, en nú síðustu árin höfðu þó verið mjög erfið því að þá var hún svipt getu til lestrar og allrar vinnu og má naérri geta að slík reynsla er erfið. Kristln Jóhannesdóttir fæddist 28. mars 1906 í Skáleyjum á Breiðafirði. Hún lauk prófi frá Kennara- skóla Islands 1929 og hóf kennslu- störf I Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu haustið eftir, siðan sneri hún út í eyjarnar aftur og kenndi I Flatey á Breiða- firði veturna 1930—33. En leiðir liggja til allra átta og hennar leið lá að Látrum i Aðai- vik, N-Is. Þar kenndi hún í 10 ár eða frá 1933—43. Þá hófust kynni hennar og foreldra minna og hélst mikill vinskapur þar á milli til dauðadags. Foreldrar minir bjuggu I nýju húsi og þar var leitað eftir hú- snæði fyrir kennarann. Það fékkst og hún var komin á heimili foreldra minna áður en ég fædd- ist. Þegar foreldrar minir fluttu til Skutulsfjarðar, N-Is., vorið 1943 vildi svo til að þar losnaði kenn- arastaða og Dia sótti um stöðuna þar og fékk áfram húsnæði hjá foreldrum minum þar til þau fluttu til Reykjavikur 1951. Fyrir mér var það því sjálfsagð- ur hlutur að um leið og farfugl- arnir kvöddu á haustin þá heils- aði hún Día og var hjá okkur yfir veturinn en fór svo á vorin um það leyti sem farfuglarnir birtust á ný. Það mátti þvi segja að hún væri eins og farfuglarnir nema hvað hún var hjá okkur gagnstætt þeim. Það kom sér líka mjög vel að fá þessa góðu vinkonu og leiðbein- anda til að stytta skammdegið. Þótt hún ætti oft við vanheilsu að striða lét hún það aldrei koma niður á starfi sínu. Hún var óvenju hörð af sér og ósérhlifin. Ég var lánsöm að hafa hana sem kannarann minn öll barnaskóla- árin og mikið var hún góður kenn- ari. Eftir að ég varð sjálf kennari hefur mér oft verið hugsað til þess sem Dia gerði í sínu starfi og sannfærst um að dómur minn um ágæti hennar sem kennara var réttur. Hún var opin fyrir öllum nýj- ungum I kennslumálum og sótti öll þau námskeið sem völ var á. Hún var ein með þeim fyrstu sem notaði hljóðaðferð við lestrarkennslu og lagði mikið upp úr vinnubókagerð í lesgreinum. Hún kynnti sér vikivaka Helga Valtýssonar og kenndi þá, hún færði upp leikrit á hverjum vetri með nemendum sinum og lagði mikla áherslu á framsögn. Nemendur hennar fengu yfirleitt allir þjálfun í því að koma fram fyrir fólk. Ekki lét hún iþróttirn- ar afskaptar þó.tt enginn væri Iþróttasalurinn við barnaskóla Skutulsfjarðar, þá var bara borð- um ýtt upp að vegg og dregin fram ýmis tæki til fimleika og æft eftir þvi sem kostur var á i svo ófullkomnu húsnæði. I frímínútum var hún oft með okkur við leikjakennslu og ef veðrið var vont var Vefaradans- inn dansaður eða ýmsir leikir teknir sem höfðuðu til þess að læra hinar ýmsu námsgreinar i leikformi. Hún fékkst því við margt í sínu kennslustarfi fyrir tugum ára, sem enn er verið að vekja athygli á sem árangursrika aðferð við kennslu. Día kenndi I Skutulsfirði til árs- ins 1956 en þá gerðist hún kenn- ari við barnaskóla Isafjarðar og kenndi þar á meðan heilsan leyfði eða til ársins 1973. Kennslan var hennar líf og hún gekk að þvi starfi með slíkum brennandi áhuga að þótt heilsu hrakaði skyldi staðið meðan nokkur kraftur var til. Kennsluferli hennar lauk með því að hún féll niður í kennslu- stofunni að loknum starfsdegi og var þá flutt beint úr skólanum á sjúkrahúsið og varð óvinnufær eftir það. Ég og systur minar 3 höfum margs að minnast þegar við hugs- um til baka til þeirra ára sem hún var á heimili foreldra okkar. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá hana Díu á haustin og við tengd- umst henni sterkum vináttubönd- um. Eftir að hún varð sjúklingur var hún samt alltaf hjá foreldrum mínum um jólin og þau voru ein- mitt búin að bjóða henni heim þessi jól þegar heimboð kom frá æðri stöðum. Mig iangar þvi að ljúka þessum línum með fyrsta erindinu úr jólasálmi eftir Valdemar Briem sem Día hélt mikið upp á. 1 dag er glatt f döprum hjörtum, þvf Drottins Ijóma jól. t niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur strfður, þá stendur hjá oss friðarengill blfður, og þegar Ijósið dagsins dvfn, oss Drottins birta kringum skín. :,: Ég og fjölskylda mín vottum systkinum hennar og öðrum ætt- ingjum okkar innilegustu samúð Matthildur Guðmundsdóttir „Gullintónar vaka og glaðir bernskuleikir ei gleymast langan, þungan ævidag. Og tigin lyftist aldan með tregaljóð f fangi sem texta við hið bjarta sólskinslag." Guðf. frá Hömrum. Þegar árin verða fleiri, verður æskuminning hver svo undarlega skýr og björt. Þær verða eins og tónar úr fögru lagi, sem verður því áhrifa- meira, sem tónar þess hafa lifað lengur í minni. „Og einn er hver sér um sefa.“ Það verður öðrum skíragull, sem hinum tókst aldrei að móta né skira úr grjóti hversdagsins. Hver minning um Kristinu kennara, — Stinu úr Skáleyjum, — er einmitt slikt minjagull löngu liðinna daga. Ég þekkti hana aðeins unga, eina þeirra, sem vakti virðingu fyrir hinu fagra og góða, þrá eftir menntun og frama, löngun til leikja á ljóða- ströndum og ódáinseyjum sannra mennta. Hún var ein úr hópnum stóra í Skáleyjum, - barna Jóhannesar Jónssonar og Mariu Gisladóttur. Hópi sem við litum öll upp til, krakkarnir I Múla- sveit. Þau sköpuðu sér umhverfi, sem við dáðum og þráðum i senn. Leituðu frama og fjár, en umfram allt frama í starfi, í leik, í mennt og félagsmálum. Báru af, gáfu fagurt fordæmi, djörf og draum- lynd í senn, þorðu að risa gegn gömlum hefðum, en geymdu þó leikja hins horfna, sem geyma skyldi langan ævidag. Hinn nýi tími, ný öld, hið unga ísland, átti sinn árroða yfir þess- um hópi systkina í eyjunum. Söngur, sögn og ljóð, tækni fjöl- miðla símans og útvarpsins, stjórnmál, líknarmál, uppeldis- mál, félagsleg forysta, búnaðar- framfarir, uppeldismál og skáld- skapur, allt átti þá og síðar sinn fulltrúa meðal þessara systkina, sem umfram allt mátti tákna með orðunum: „Vormenn Islands", „gróandi þjóðlif “. Og Kristin Jóhannesdóttir var kennarinn I hópnum og hafði val- ið sér uppeldi að kjörgrein. Ég man hana fyrst á fögrum vormorgni i Skáleyjum. Þótt ótrú- legt sé, þá bað hún mig að lána sér bók, þar sem ég var að vakna sem gestur í rúmi, sem bróðir hennar hafði gengið úr fyrir mig um nótt- ina. Við urðum bæði undrandi, og hún flýtti sér brott, þegar hún uppgötvaði mistökin og að bróðir- inn, sem bókina átti, var víðs fjarri. En mynd hennar við mennta- leitina, göfgustu leit lífsins, lifir enn í vitund minni. Er þar orðin tákn þeirrar æsku, sem skólarnir hafa týnt. Næst var hún orðin kennari — farkennari í sveitinni minni — sveit, sem þá þyrsti i mennt, fróð- leik og framfarir — en er nú í eyði. Hún kenndi fleira en náms- greinar og bókfræði. Hún kenndi líka hringleiki, dans og vikivaka. Allt þetta, sem fólkið fyrir sunn- an kunni og gerði það svo „flottar fyrirmyndir." Ég man hana í leikjunum: „I dag er 1. maí“, „Ég úti gekk um aftan", „Sjö fagrar meyjar". En þó aldrei betur en í: Gekk ég upp á hamarinn, sem haést af öllum ber og „Margt er það i steinunum, sem mennirnir ekki sjá.“ Ég sé það núna, hve allt þetta var í raun og veru mikið uppeldi, göfgandi hugsun, dulúðug tilfinning, ofin I söng hversdagsins, hreyfingu vikivakans — en þó sérstaklega hún sjálf. Og þótt ég væra bara vormaður og smali og allt annað er nemandi, þá fékk ég að vera með úti á fiötinni á kvöldin eða hún kenndi okkur þetta í ung- mennafélaginu okkar, sem hét Vísir og væri nú bráðum hálfrar aldar gamait, ef það lifði. Hversu oft hefi ég blessað hana í huganum á minni mennta og kennslubraut síðar og gefið mínum nemendum, það sem nefna mætti molana af nægta- borði farkennarans i Múlasveit fyrir nær þvi hálfri öld. „Gullantónar vaka og glaðir bernskuleikir ei gleymast langan, þungan ævidag." Annað, sem ég vil minnast hér og þakka, var, hve vel þessi unga kennslukona kunni að einbeita sér að vaðfangsefnum sínum. Hvort sem hún las i bók eða blaði, saumaði, kenndi eða vann, þá fann ég, að hún leit ekki upp, lét ekki trufla sig. Og hún lét ekki umhverfið, glaum né köll hafa minnstu áhrif. Hún taldi ekki alla viðhlæjendur vini. Ég sagði fóstru minni frá þess- um háttum kennslukonunnar úr Skáleyjum. Hún svaraði stutt og ógleyman- lega: „Hún er menntuð stúlka." Fátt hefur vakið mér meiri að- dáun, dýpri skilning á menntun en þessi ómáanlega minning til eftirbreytni án orða: „Þitt er menntað afl og önd, eigir þú fram að bjóða: Hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða." Eftir það var Kristin kennari mér tákn hinnar hljóðlátu, fast- mótuðu, menntuðu konu. Eitt var þó það ljóð, sá dans og Ieikur, sem mér virtist vera henni næst. Að vissu leyti hennar saga, Framhald á bls. 29 HARRULLUR Hárrúllurnar frá SHARP eru gjöf sem gleður Glæsilegar umbúðir Hárrúllukassinn er næst bezti vinur konunnar áéJSimk. Hljómdeild WtoKARNABÆR r LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ simitraskiptibofði2ðiss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.