Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 21 hér lægi frammi félli ekki undir mannlega skynsemi og hún gæti ekki komið frá neinum meiri- hluta öðrum en þeim er hér sæti að völdum. Alfreð Þorsteinsson (F) sagðist álfta að tillaga þessi væri óhappatillaga, hún væri ó- þörf því borgarfulltrúar sýndu nær alltaf þá ábyrgð að rökstyðja þær tillögur er þeir flyttu og krefðust fjárútláta. Alfreð sagði að skynsamlegast væri að tillagan yrði dregin til baka. Borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson (S), tók næst til máls og sagðist vilja svara þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á sig. Á sama tíma og borgarfulltrúar minnihlutans töluðu hástemmdum orðum um frjálsan tillögurétt í borgarstjórn létu þeir að því liggja að hann, borgarstjóri, ætti að velja þær til- lögur sem ræða ætti f borgar- stjórn þegar fundur væri undir- búinn. Borgarstjóri kvaðst vilja frá- biðja sér slík vinnubrögð, slíku hefði hann ekki áhuga á. Og lík- lega myndi heyrast hljóð úr horni frá fulltrúum minnihlutans ef slfkt yrði tekið upp sem ekki kem- ur til. Þetta væri því fráleitur málflutningur hjá borgarfull- trúum minnihlutans. Sfðan sagði borgarstjóri að fulltrúar minni- hlutans hefðu misskilið tillöguna frá upphafi og því myndað af- stöðu sína út frá þvf. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri tók skýrt fram að til- laga sú sem hér lægi fyrir væri alls ekki ætluð til að hefta tillögu- rétt borgarfulltrúa á einn eða annan hátt. Með fram kominni tillögu væri verið að reyna að setja á góða verklagsregiu. Tillag- an væri fyrst og fremmst stefnu- yfirlýsing en ekki nein þvingun. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur síðan á valdi sínu hvort hún vilji fylgja stefnu þessari eða ekki. Borgarstjóri sagðist vilja lýsa undrun sinni á viðbrögðum full- trúa minnihlutans. Hann vildi af fullri hreinskilni taka fram enn einu sinni að umrædd tillaga væri ekki sett til höfuðs borgarfull- trúum minnihlutans eða öðrum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins teldu hins vegar ölfu skynsamlegra að sjá ávallt út yfir afleiðingar þess sem verið væri að gera. Borgarstjóri kvaðst vilja freista þess að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um tillöguna hér svo Ijóst mætti verða hvar hugur borgarfulltrúa stæði til tillög- unar. ítrekaði borgarstjóri síðan að hér væri um stefnuyfirlýsingu um bætt vinnubrögð að ræða en ekki einhver annarleg sjónarmið. Kristján Benediktsson beindi spurningu til Ólafs B. Thors hvernig hann hygðist bera málið upp. Endurtók forseti borgar- stjórnar fyrra svar sitt. Davíð Oddsson tók næst til máls og sagði að breytingartillagan sem hér lægi frammi væri i raun stefnu- yfirlýsing um bætt vinnubrögð i borgarstjórn ■ og væri það vel. Kvaðst hann mundu harma, ef borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði á móti tillög- unni. Augljóst væri, að borgar- fulltrúar þyrftu að vera gjörla Vatns- skattur BORGARSTJORN Reykjavik- ur samþykkti niðurjöfnun vatnsskatts I Reykjavík á árinu 1977 á fundi sínum 16. des. Þar segir að af öllum fasteignum sem vatnsskattskyldar séu skuli greiða vatnsskatt sem nemur 0.103% af heildar- fasteignamatsverði eignarinn- ar. Gjaldið verður sem hér seg- ir. Minnsta gjald fyrir Ibúðar- húsnæði 18.35 en mest 27.50 kr. á rúmm. Minnsta gjald fyr- ir vörugeymslur verði 13.80 en mest 32.10 á rúmm. Á öðrum byggingum verði minnsta gjald 18.35 en mesta gjald 32.10 á rúmm. Vatnsskattur verði aldrei lægri en 2500 af skattskyldri fasteign og auka- vatnsskattur verði 14.15 á hvern rúmm vatns. kunnugir málum sem þeir þyrftu að taka ákvarðanir um og ekki spillti að vita ofurlítið um kostnað þegar um fjárútlát væri að ræða. Fullyrti Davíð að aldrei hefði verið hugsað að misnota viljayfir- lýsingu þá sem hér lægi. Sagðist hann vilja itreka að þetta væri prófsteinn á hvort borgarfull- trúar vildu bæta vinnubrögðin. Nú tók Elfn Pálmadóttir aftur til máls. Hún sagðist vilja lýsa furðu sinni á viðbrögðum borgarfull- trúa minnihlutans. Þeir vildu halda því fram að tillögunni væri stefnt gegn þeim. Slíkt er firra sagði borgarfulltrúinn. Það sem býr hér einfaldlega að baki er „að vita hvað við erum að gera og hvað hlutirnir kosta“. Elín sagði það vera vissulega betri vinnu- brögð að vera kunnug kostnaðar- liðum, og vildi hún eindregið ítreka að tillögunni væri ekki stefnt gegn minnihluta borgar- stjórnar. Menn yrðu eftir sem áður jafn frjálsir að flytja tillögur hér í borgarstjórn og að ræða annað flokkaðist undir rangtúlk- un og útúrsnúninga. Elín Pálma- dóttir sagði að sér þætti gagnrýni Sigurjóns Péturssonar á embættismenn borgarinnar nokkuð undarleg. Hann ætti sæti í borgarráði og þyrfti því að vinna mikið með þeim, við ákvarðana- tökur. Tvo hálfa daga í viku hverri sæti hann og hlustaði á fróðleik og upplýsingar embættis- manna. Varpaði Elín fram þeirri spurningu hvort Sigurjón hlust- aði þá ekki. Elín Pálmadóttir sagðist þess fullviss að meirihluti kjósenda í Reykjavík skildi tillögu, sem hér væri um rætt, betur en minni- hluti borgarstjórnar. Að lokum fullvissaði hún borgarfulltrúa að ekkert annað lægi að baki tillögu- flutningi þessum en tilraun að bættum vinnubrögðum, og kvaðst hún eindregið vilja óska eftir at- kvæðagreiðslu um tillöguna. Markús Örn Antonsson (S) tók næst til máls og sagði grátbroslegt að hlusta á Kristján Benediktsson lýsa mannvonsku borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sagðist Markús Örn efast um, að borgar- fulltrúi Kristján Bnediktsson vildi endurtaka þessa ræðu aftur við kosningar. Borgarfulltrúar hafa lagt áherslu á að kostnaður sé nokkuð ljós sé verið að leggja út í ákvarðanatöku til að raunsæ- ust mynd lægi fyrir. Síðast sagði Markús Örn að ef borgarfulltrúar æsktu þess að borgarstjórn væri áhrifaaðili væri brýn nauðsyn á að góð gögn væru fyrir hendi. Þorbjörn Broddason (Abl) talaði næst og gagnrýndi tillöguna en flutti svo frávísunartillögu frá borgarfulltrúum Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. I henni sagði m.a. að vísa bæri tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins frá á þeim for- sendum að hún skerti starfsfrelsi borgarfulltrúa. Var síðan gengið til atkvæða um tillöguna. Albert Guðmundsson (S) gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði fjarri lagi að tillagan skerti starfsfrelsi borgarfulltrúa og hann styddi hana. Tillagan hljóðar svo: „I þeim tilgangi að auðvelda borgar- fulltrúum ábyrga ákvarðanatöku telur borgarstjórn Reykjavíkur rétt, að öllum tillögum sem geta haft í för með sér útgjöld fyrir borgarsjóð, fylgi kostnaðar- áætlun. Komi fram slík tillaga á kostnaðaráætlunar verði stefnt að frestun á afgreiðslu hennar og embættismönnum borgarinnar falið að gera áætlun um kostnað sem leiða kann af samþykki tillög- unnar. Borgarstjóri gerir embættismönnum og nefndum grein fyrir kostnaðar'áætlunum með verkefnum sem samþykkt hafa verið í borgarstjórn." Alfreð Þorsteinsson borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins las í lok umræðunnar yfirlýsingu frá borgarfulltrúum minnihlutans. En hún hljóðar svo: „Vegna sam- þykkta á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem tvímæla- laust stefnir að takmörkun á til- löguflutningi í borgarstjórn viljum við undirritaðir borgar- fulltrúar lýsa því yfir að við teljum hana markleysu, sem að engu sé hafandi og munum halda áfram tillöguflutningi eins og fundarsköp borgarstjórnar Reykjavikur heimila okkur“. Lauk þar þeim umræðum. Þetta kvöld var fundur langur í borgar- stjórn hófst kl. 17 og lauk upp úr kl. 02 e.m. og stóð því i rúmar níu klukkustundir. Voru mörg mál á dagskrá og var flutt fimmtíu og ein ræða á þessum fundi. Dýrmæt ljósa- króna veldur deil- um 1 borgarstjórn Á fundi borgarstjórnar 16 desember kvaddi Davíð Oddsson (S) sér hljóðs utan dagskrár í byrjun fundar Ástæðan var eftir því sem Davíð sagði að# keypt hafði verið Ijósakróna og spegill fyrir nokkru og var kaupverðið 5 milljónir króna Hann sagði að við sig hefði verið sagt að hann hefði átt að afla sér upplýsinga um málið fyrr, en það væri að hálfu leyti satt og hálfu leyti lygi og sannaðist þar máltækið „Hálfsannleikur oftast er, óhrekjandi lygi' Davíð sagði formsatriði máls- ins ekki eins gölluð og óviðfelldin og efnisatriðin. En 23. nóv á fundi borgarráðs var borgarstjóra heimilað að leita kaupa á Ijósakrónunni og kom sú fundargerð borgarráðs til staðfestingar á fundi i borgarstjórn 2 des en þrem dögum fyrir þann borgarstjórnarfund fór fram greiðsla, 1.7 millj; samkvæmt samningi og 6. des. átti að inna af hendi greiðslu, kr. sjö hundruð þús- und Hér lá nú á, sagði Davíð. því greiðsla þessi virtist pínd úr borgar- sjóði einmitt á þeim tima sem föst- um viðskiptavinum væri visað frá slyppum. og snauðum, „en lengi leynist ögn i tómum kassanum þeg- ar vel er leitað og líf virðist liggja við", sagði Davíð Sagði Davíð að Albert Guðmundsson hefði fyrir u.þ.b. ári siðan flutt hjartnæma sparnaðarræðu hér i borgarsjórn og viljað spara kaup á þvottavél að Borgarspitalanum En sparnaðar- sókn Alberts hefði hlotið dapurlegan endi, því ekki hefði verið liðið ár frá hjartnæmu ræðunni, er sami borgarfulltrúi barðist á hæl og hnakka fyrir því að keypt yrði Ijósa- króna og spegill af manni sem átti í greiðsluerfiðleikum við Búnaðar- bankann. Davíð sagði að borgarfull- trúar væru eggjaðir til að sýna sparnað í hvívetna og væru því kaup þessi ákaflega undarleg Því hefði verið haldið fram að um góða fjár- festingu væri að ræða og listfræð- ingum hefði talið að seljandi hefði getað fengið allt að þrefalt söluverð- ið fyrir gripinn, og í því tilefni vildi hann segja að það væri fáránlegt að borgin notaði sér erfiða greiðslu- stöðu manns og léti selja gripinn fyrir slikk Borgarfulltrúi Davíð Oddsson sagði að sér hefði verið tjáð að borgarfulltrúar minnihlutans hefðu verið áhugasamir um kaupin, en þar voru þau samþykkt sam- hljóða Reyndar sat svo annar þeirra hjá í lokin og þagði þunnu hljóði hér í borgarstjórn Kvaðst Davíð vilja heyra hvort sparnaðartónninn í þeim eins og fleirum væri orðinn falskur upp á síðkastið Að lokum sagðist Davíð harma þetta mál og teldi hann það enn eitt dæmið um að einstakur borgarfulltrúi geti fengið það fram sem hann vildi hversu óeðlilegt sem það væri og hversu siðlaust sem það kynni að vera Borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson (S). tók því næst til máls og sagði að borgarfull- trúi Davið Oddsson hefði látið falla hér þung orð i sinn garð og annarra borgarráðsmanna Borgarstjóri sagði að seljandi Ijóskrónunnar hefði haft samband við sig og siðan ritað borgarráði bréf um málið Ljósakrónan hefði verið hérlendis i þrjátiu ár Nú var nauðsyn fyrir selj- anda að losna við gripinn þar eð hann þarfnaðist fjármagns. Hann hefði auðveldlega getað selt gripina úr landi og það hefði verið mikill skaði Eigandinn hefði haft hug á að selja Ijósakrónuna á niu milljónir en virtur listfræðingur hefði talið að fá mætti allt að 1 5 milljónir fyrir grip- inn Nú hefðu allir borgarráðsmenn skoðað Ijósakrónuna og sannfærst að hún var þess virði að kaupa hana Seljandi hefði á endanum sætt sig við fimm milljónir fyrir Ijósakrón- una. Borgarstjóri sagði að Reykja- víkurborg hefði um árabil keypt listaverk og listmuni árlega Birgir ísleifur sagðist þeirrar skoðunar að við lifðum ekki á brauði einu saman og þegar Reykjavíkurborg byðist svo hagstæð kjör á kostagrip væri rétt að kaupa Hann sagðist visa alger- lega á bug að hér réðu einhver annarleg sjónarmið stefnunni Borgarstjóri sagðist ekki skammast sin fyrir þessi kaup og því ekki ætla biðja afsökunar Hann sagðist vona að Reykvíkingar fengju að njóta kaupa þessara um alla framtíð Al- bert Guðmundsson (S). tók næst til máls og sagðist hafa ærna ástæðu til að standa upp Hann sagðist efast um að borgarfulltrúi Davið Oddsson væri kominn af þeim barnsskónum að kunna meta hversu merkilegur hlutur væri hér á ferðinni. Ásökun Framhald á bls. 18 Æfingasvœði á stofuborðið og verðlaunaþraut að auki. Umferðarkortið fæst, gegn 200 króna gjaldi, á aðalskrifstofu okkar, í umboðum okkar og ýmsum verslunum. HEIMILI: SAMVI r\ NtJT RVCiOI INOAR GT ARMÚLA3.SIMI 38500 , 1 slMI NAFN ÞÁTTTAKANDA: SVARSEÐILL 1,1 □ CU/ já nei □ □■ 5 ,la) 1.2 □ □ 3.2 □ □ b) 1.3 □ □ 3,3 u □ c) 1,4 □ □ 5,2a) l,5a) □ □■<,/ nn b) b) □ □ 4,2a) □□ 5,3a) b) □□ b) 2,1 □ □« nr í 2,2 □ □ 4.4a) nn 6,1 a) 2.3a) □ □ b) □n b) b) □ □ 4,5a) nn b) □□ □ □ 7,la) □□ □ □ b) □□ □ □ 7.2a) □□ □ □ b) □□ □ □ 7.3a) □□ □ □ b) □□ □ □ □ □ □ □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.