Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 20
20 Elín Pálmadóttir: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Tillagan markleysa og að engu hafandi, segja talsmenn minnihlutans FYRIR fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur 16. des. lá frammi tillaga frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins varðandi gerð kostnaðaráætlana við tillöguflutning í borgar- stjórn. Elín Pálmadóttir (S) fylgdi tillögunni úr hlaði og gat fyrst gagnrýni sem komið hefði fram í Tímanum varðandi tillög- una og að skilja mega af gagnrýninni að ætlunin sé að skerða frelsi borgarfull- trúa. Borgarfulltrúinn lét í ljós þá skoðun að með til- lögunni sé einungis stefnt að því að standa skipulegar og með meari ábyrgð að ákvarðanatöku. Nú væri flutt umorðuð breytingar- tillaga hljóðaði svo: í þeim tilgangi að auðvelda borgarfulltrúum ábyrga ákvarðanatöku telur borgarstjórn Reykjavíkur rétt, að öllum tillög- um sem geta haft I för með sér útgjöld fyrir borgarsjóð, fylgi kostnaðaráætlun. Komi slík til- laga án kostnaðaráætlunar fram verði stefnt að frestun á af- greiðslu hennar og embættis- mönnum borgarinnar falið að gera áætlun um kostnað, sem leiða kann af samþykkt tillög- unnar. Borgarstjóri geri FRÁ BORGAR- STJÓRN embættismönnum og nefndum grein fyrir kostnaðaráætlunum með verkefnum, sem samþykkt hafa verið í borgarstjórn". Elín sagði að borgarfulltrúum reyndist oft erfitt að gera upp hug sinn f ýmsum málum. Væri orsökin oft á tfðum að kostnaðaráætlun lægi ekki fyrir. Hún sagði að raunar væri það undariegt að þessi vinnutilhögun hefði ekki verið tekin upp á alþingi og í sveitar- stjórnum. Trúlega vildi meiri- hluti kjósenda að kjörnir full- trúar vissu hvað þeir væru að gera. Sem fordæmi nefndi hún allsherjarþing SÞ. Þar er engin tillaga borin undir atkvæði nema fylgi kostnaðaráætlun þegar vitað er að tillagan hafi í för með sér fjárútlát og vinna starfsmenn hana, ef hún ekki fylgir. Elín sagði að öll útgjaldaaukning f einum málaflokki hlyti að koma niður á öðrum. Okkur væri lögð sú skylda á herðar af skattborgur- unum að velja og hafna og er þá nauðsynlegt að hafa til upplýsing- ar um kostnað. Borgarfulltrúum hætti kannski til eins og öðrum að falla fyrir góðum kostnaðarsöm- um málefnum, svo sem húsráð- endum fyrir fallegum hlut. En f því sambandi væri nauðsynlegt að hugleiða, að ábyrga afstöðu væri ekki hægt að hafa án samhengis við aðra liði og fjármál borgar- innar f heild. Það væri þvi gott að setja sjálfum sér dálítið aðhald. Menn veltu þvf fyrir sér hvort slik einföld samþykkt á fundi borgarstjórnar væri í samræmi við lög og reglugerð. Hún hefði að sjálfsögðu ekki bindandi laga- gildi, ef borgarfulltrúar hlýddu henni ekki, en Elfn sagðist eiga erfitt með að gera sér f hugarlund að borgarfulltrúar vildu ekki vita hvað hlutirnir kostuðu sem þeir væru að samþykkja. Hér væri að sjálfsögðu ekki hugmyndin að reyna að brjóta lög og hver borgarfulltrúi hefði frjálsar hendur að leggja fram tillögur. Elín Pálmadóttir sagði að þvf oft- ar sem um mál væri fjallað og hinum ýmsu flötum þess velt væru meiri lýkur á vandaðri máls- meðferð. Það væri því aðeins lokaákvörðun sem sér fyndist ekki hægt að taka án þess að hafa haldgóða kostnaðaráætlun, ef málið hefði útgjöld í för með sér. Síðasti liður tillögunar miðar að því, að þeir sem fá samþykktir borgarinnar um framkvæmd ákveðinna málefna til vinnslu viti á hvaða forsendum þær voru gerðar og er borgarstjóra falið að gera nefndum og embættis- mönnum borgarinnar grein fyrir kostnaðaráætlunum, sem lagðar hafa verið fram með verkefnun- um. Að lokum sagði Elin að hún gæti ekki séð neitt sem mælti á móti þvi að borgarfulltrúar, sem vildu temja sér ábyrg vinnubrögð — sem án efa allir vildu, settu sér umrædda stefnu. Kvaðst hún vona að þetta gæti orðið fordæmi öðrum sem hér á landi stjórnuðu og að með nýju fjárhagsári gætu borgarfulltrúar viðhaft betri vinnubrögð, rækt störfin vel og meðhöndlað fé borgarbúa á ábyrgari hátt. Borgarfulltrúi Kristján Benediktsson (F) tók því næst til máls og sagði mátt Tfmans mikinn þegar hann væri farinn að verka á borgarstjórnarmeirihlut- ann. Gagnrýndi hann borgar- stjóra og svo forseta borgarstjórnar fyrir að tillaga sem þessi væri tekin á dagskrá. Taldi Kristján þetta vera tak- mörkun á frelsi borgarfulltrúa varðandi tillöguflutning f borgar- stjórn. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði að fyrri tillagan hefði verið fráleit en þessi væri ekki eins í þá áttina. Hún sagðist ekki trúa að borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins ætluðu að sam- þykkja tillöguna. Björgvin Guðmundsson (A) var harðorður og sagði að tillagan væri ólögleg og ekki væri hægt að setja svona fram nema með lagabreytingum. Sagði hann að þetta væri skýlaust lögbrot og skoraði á forseta að leita afbrigða. Varðandi efni til- Elfn Krlstján PAInaMttlr Brardiktsson Ólsfur B. DavlO Thors Oddsson Birglr Isl. Markðs örn Gunnarsson Antonsson lögunnar kvaðst hann vilja láta f ljós að vissulega væri gott ef kostnaðaráætlun væri fyrir hendi f ýmsum málum en það væri of miklum erfiðleikum bundið til þess að hægt væri að ætlast til þess. Ólafur B. Thors forseti borgar- stjórnar (S) gerði athugasemd við mál sem beint hefði verið til hans. Benti hann á að breytingar- tillaga sú sem flutningsmenn upp- haflegrar tillögu báru upp hefði í raun forgang. Færi hins vegar svo að breytingartillaga yrði felld þyrfti að kanna hvernig tillaga hin fyrsta yrði tekin fyrir. Davfð Oddsson (S) kvaðst harma hversu borgarfulltrúar minnihlutans veittust að forseta borgarstjórnar, því Ólafur B. Thors væri alþekkt lipurmenni við alla borgarfull- trúa. Það eina sem telja mætti honum til lasts væri kannski að hann væri of lipur við alla borgar- fulltrúa. Um fyrri tillöguna sagð- Adda Bára Sigfúsdóttir Bjtfrgvin Gntfmndasaw Alfretf Þorsteinsson Sigurjón Pétursson Þorbjöm Broddason Albert Gutfmundsson ist Davfð efast um að hún væri lögleg en hann vildi taka skýrt fram að það væri ekki ætlan flutningsmanna tillögunnar að ganga þvert á lögin. Síðari tillag- an hefði þá þýðingu að vanda tillöguflutning borgarfulltrúa i framtíðinni. Sigurjón Pétursson (Abl) sagði að nú lægi ljóst fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans nenntu ekki lengur að rökræða við fulltrúa minnihlutans. Hann sagðist ekki myndu hafa trúað því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að skerða starfsfrelsi i borgar- stjórn og með þessari verklags- reglu væri mjög þrengt að full- trúum minnihlutans. Meirihlut- inn hefði tökin á embættismanna- kerfi borgarinnar og með fullri virðingu fyrir embættismönnum borgarinnar vildi hann segja aó þeir hefðu flestir sömu skoðanir og meirihluti borgarstjórnar og hlýddu þvf honum. Að lokum sagði Sigurjón að tillaga sú sem Ragnar Júliusson: Brennsla svartoliu getur vald- id skemmdum og stefnt rekstr- aröryggi skipa í hættu BRENNSLA svartolfu á fiskiskip- um hefur um nokkurt skeið verið töluvert deilduefni manna á með- al hérlendis. Kom brennsla svart- olíu til umræðu á fundi borgar- stjórnar Reykjavfkur 16. des. Voru umræður heitar. Upphafið voru bókanir sem gerðar voru á fundi Utgerðarráðs 8. des. Þar lét Sigurjón Pétursson (Abl) bóka: „Utgerðarráð samþykkir að gera tilraun með brennslu svartoliu i einum af Spánartogurum út- gerðarinnar. Þar sem nú er fyrir dyrum vélaupptekt í b.v. Ingólfi Arnarsyni, samþykkir útgerðar- ráð að gera tilraunina á honum. Breyting á vél togarans til svart- ollubrennslu skal gerð f samráði við Svartolíunefnd". Við af- greiðslu málsins hlaut tillagan tvö atkvæði gegn fimm, en Einar Thoroddsen og Þorsteinn Gfsla- son gerðu grein fyrir atkvæðum sínum: „Við teljum að reynsla á brennslu svartolíu í togurum sé ekki orðin nóg til þess, að á henni verði byggt og greiðum því at- kvæði gegn framkominni tillögu Sigurjóns Péturssonar. Þá lét Björgvin Guðmundsson bóka: „Með þvf að mikill ágreiningur er meðal sérfróðra manna um það hvort rétt sé að reyna svartolfu f einum af Spánartogurunum eða ekki, og með því að mismunur á verði svartolfu og gasolfu hefur minnkað að undanförnu, tel ég ekki tímabært að gera þá tilraun sem tillaga Sigurjóns gerir ráð fyrir“. I máli borgarfulltrúa á fundi borgarstjórnar endur- speglaðist þessi afstaða f einu og öllu. Að viðbættu sagði borgar- fulltrúi Sigurjón Pétursson að brennsla svartolfu og gagnsemi hennar væri næstum eins og trúarbrögð hjá leikum sem lærð- um. Sagði hann að tilraunir þær sem ge»<“ hefðu verið bentu til þess að utkoman væri góð. Menn þyrftu að spyrja sjálfa sig hver Ragnar Júlfusson. > áhættan væri og hver ágóðinn gæti orðið. Nefndi hann dæmi um sparnað f ákveðinni veiðiferð sem stóð í 15 daga og hefði sparnaður getað orðið 1.3 milljónir ef svart- olfu hefði verið brennt. Sigujón sagði, að ef svartolíu hefði verið brennt f togurum BUR væri nær vfst að fyrirtækið hefði ékki verið rekið með tapi. Bætti hann því við að þegar þannig stæði á yrði að bregðast vel við því ekki væri stöðugt hægt að láta skattborgara greiða hallann af rekstri togara BUR. Ragnar Júlfusson (S) tók næst til máls, en hann er formað- ur útgerðarráðs. Sagði Ragnar að skýrslur svartolíunefndar bæru vott um mjög einhliða skoðanir á kostum brennslu svartolfu, og því hefði verið talið rétt að fá óhlut- drægan skipaverkfræðing til að gera úttekt á málinu. Kostir og gallar málsins væru þessir: — svartolfa sem notuð er nú hefur minni sveigju en svartolía al- mennt og er það kostur, en hún inniheldur engu að síður skaðleg efni sem skemmt geta vélarhluta. Bruni eldsneytis verður ófull- nægjandi vegna breytilegs álags á vélum í togurum. Verðmismunur væri óeðlilega makill hér á gasolfu og svartolíu. Rekstraröryggi verð- ur ótryggt og breytingarkostnað- ur mikill. Slit vélarhluta eykst og ennfremur ýmis kostnaður svo sem eftirlit og fleira. Athugun gaf til kynna að hagnaður yrði eng- inn. Misheppnaðasta dæmið um notkun svartolíu er bv. Gyllir frá Flateyri, en eftir 3200 tíma keyrslu kom í ljós að lokasæti og lokar voru það illa farnir að við- gerð tók um 10 daga og kallast slfkt varla rekstraröryggi. Sagðist Ragnar sammála skýrslu skipa- verkfræðingsins um að brennsla svartolíu gæti valdið skemmdum og stefnt rekstraröryggi skipanna í hættu, þvf greiddi hann atkvæði gegn notkun svartolíu. A fundin- um hafði borgarfulltrúinn með sér sýnishorn af olíum og vélar- hlutum og lét hann það ganga meðal borgarfulltrúa svo þeir gætu með leikmanns augum séð muninn. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson (S) sagðist telja að rétt væri að spara umræð- ur um málið þvf þær gætu auð- sjáanlega dregist mjög á langinn. Lagði hann til að tillögu Sigur- jóns yrði vísað til borgarráðs. Björgvin Guðmundsson (A) sagði að allir menn sem gerst þekktu hefðu varað mjög við notkun svartolfu. Borgarfulltrúar þeir sem þátt tóku f umræðu um þetta mál voru sammála um að vfsa þessu til"i)orgarráðs, þ.e.a.s. til- lögu Sigurjóns Péturssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.