Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976
11
Borgarnesi
Magnús Thorvaldsson
vinnur sjálfur við fram-
leiðsluna í eigin fyrirtæki
sem hann og stjórnar að
öllu leyti.
menn á annað borð móttækilegir
fyrir nýjungum. Þess vegna held
ég að menn sem eru frjóir í hugs-
un geti vel dafnað innan þessarar
iðngreinar. Gallinn er bara sá
með mig að ég hef hvorki haft
tíma né peninga til að leika mér
svolftið með þær hugmyndir sem
hefur skotið upp hjá manni. Þetta
er þó ekki einhlftt því sumar hafa
þær gerjast í maganum á manni
og úr orðið nytjahlutir að lokum.
En hvað sjálfan mig snertir og
uppfinningahæfileika ætli megi
þá ekki bara segja að ég sé einn
þessara páfagauka sem fara að
rissa ýmsa hluti ef setzt er niður
með blýant og blað, sagði Magnús
Thorvaldsson að lokum.
—ágás
Fyrsta „amatörtunglið”
Hallgrfmur Steinarsson talar við radfóamatör á Hawaii. Hann er þarna
á heimili sfnu við sendistöð sfna.
15 ára
Verið að ganga frá amatör-
gervitungli. Konan er bandarfsk-
ur radióamatör. Mynd: NASA.
Hinn 12. desember s.l. voru 15
ár frá þvi að gervitungl á vegum
radíóamatöra (OSCAR I) var
fyrst sett á loft. Síaukin alþjóðleg
samvinna amatöra varð til þess að
á þessum 15 árum hafa verið sett
á loft 7 gervitungl og þar af eru
tvö síðustu tunglin enn í fullri
notkun.
Radíóamatörum um allan heim
er frjálst að nota þessi tungl til
fjarskipta sín á milli og hafa Is-
lendingar ekki látið sitt eftir
liggja í þeim efnum. 15. október
1972 var í fyrsta sinn haft sam-
band frá Islandi um slíkt gervi-
tungl, aðeins fáum klukkustund-
um eftir að þvf var skotið á loft
(OSCAR6).
Hver sem er getur hlustað á
sendingar tunglanna á tíðnunum
29.45—29.50 MHz flesta daga vik-
unnar, en misjafnlega mikinn
hluta hringferðarinnar eftir hæð
tunglsins. Umferðartíminn er 1
klst. 54.99 mfn. og hæðin er 1460
Km.
Það er einkennileg tilviljun að
sama dag, 12. des. árið 1901, hafði
Marconi sitt fyrsta samband yfir
Atlantshaf milli Nýfundnalands
og Englands, en þá tókst aðeins að
greina stafinn S á Morse.
í dag þykir islenzkum radíó-
amatörum sjálfsagður hlutur að
tala við aðra amatöra í fjarlægum
heimsálfum og gera ýmsar til-
raunir með senditækjum sfnum,
sem nú eru ekki stærri en venju-
leg ferðaviðtæki.
Arthur Hailey:
BANKAHNEYKSLIÐ
Nú hefir höfundur metsölubókanna HÓTEL,
GULLNA FARIÐ (AIRPORT) og BfLABORG-
IN sent frá sér eina af sinum mest spenn-
andi skáldsögum. Þó hér sé fjallað um
banka í Ameríku, þá er eins og ýmislegt
komi íslenzkum lesanda býsna kunnuglega
fyrir sjónir. Arthur Hailey kann þá list að
gera sögur sinar svo Ifkar raunveruleikan-
um og jafnframt svo spennandi, að lesand-
inn er sem á nálum meðan á lestrinum
stendur. Og BANKAHNEYKSLIÐ gæti jafn-
vel hafa gerzt i gær. Verð kr. 2.880.
Jón Elías
Sigurd Hoel:
UPPGJÖRIÐ
Þessi skáldsaga hins kunna, norska rithöf-
undar, er persónulegust og ristir dýpst af
bókum hans. Þetta er raunsönn ástarsaga,
átakanleg, djörf og spennandi. En Sigurd
Hoel grípur efnið þannig tökum, að lesand-
inn vill gjarnan hafa bókina i bókaskápnum,
bók til þess að grlpa til aftur og aftur. Verð
kr. 2.640.
sjúkraSlug
Þoibjorg
kj Btekkum
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi:
HUGSA DÝRIN?
( þessari skemmtilegu bók, segir Guð-
mundur Þorsteinsson frá Lundi margar
sögur af samskiptum manna og dýra, og
leiðir sterk rök að því, að dýrin séu ekki
eins „skynlaus" og sumir hálærðir „spek-
ingar" vilja vera láta. Kærkomin bók öllum
dýravinum. Verð kr. 1.800.
Ingibjörg Sigurðardóttir:
BERGLJÓT
Þetta er nýjasta ástarsaga hinnar vinsælu
skáldkonu og sú 17. i röðinni. Flestar fyrri
sögur Ingibjargar eru löngu uppseldar. —
Verð kr. 1.920.
Þorbjörg frá Brekkum:
TRYGGÐAPANTURINN
Það var ást við fyrstu sýn. En þrátt fyrir það
eru mörg Ijón á vegi þeirra Rúnars og Katr-
inar áður en þau ná endanlega saman. Til-
valin bók handa ungum elskendum. Verð
kr. 1.920.
Páll H. Jónsson:
ÚR DJÚPADAL AÐ ARNARHÓLI
Þetta er sagan um aldamótamanninn og
athafnamanninn Hallgrím Kristinsson, fyrsta
forstjóra Sambandsins, sem auðnaðist að
lyfta mörgum Grettistökum fyrir samvinnu-
hreyfinguna meðan hans naut við, en hann
andaðist fyrir aldur fram, aðeins 46 ára.
Þetta er stórfróðleg og vel skrifuð ævisaga,
prýdd fjölda mynda. Verð kr. 3.960.
Ármann Kr. Einarsson:
FRÆKILEGT SJÚKRAFLUG
Hér kemur i nýjum búningi ein af vinsæl-
ustu sögum Ármanns um þau Árna og Rúnu
i Hraunkoti. Látið engar bækur vanta ( rit-
safn Ármanns Kr. Einarssonar. — Verð kr.
1.800.
Hreiðar Stefánsson:
BLÓMIN BLÍÐ
Stór og falleg myndskreytt barnabók. Til-
valin handa börnum sem eru að læra að
lesa. Verð kr. 1.440.
Jenna og Hreiðar:
JÓN ELÍAS
Hann Jón Elías var reyndar rauðhærður og
freknóttur, lítill og grannvaxinn, en fullur
af tápi og fjöri. Þetta er kjörin bók handa
yngstu kynslóðinni, prentuð með stóru og
greinilegu letri og fallega myndskreytt. —
Verð kr. 1.440.
Bókaforlag
Odds Björnssonar