Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 31 Rabin æskir nýrra kosninga Jerúsalem 21. des. — Reuler. YITZHAK Rabin. forsætisráð- herra tsraels, skýrði þinginu frá þvf f dag, að hann hefði ákveðið að biðjast lausnar og hvatti hann til þess, að efnt verði til kosninga innan tfðar. Lofaði hann þvf að engin breyting yrði á stjðrnar- stefnunni fram til kosninga. Forsætisráðherrann, sem er 54 ára gamall, afhenti lausnarbeiðni sína Ephraim Katzir, forseta, laust eftir miðnætti í dag. Ef þing- ið ákveður að halda nýjar kosn- ingar, væntanlega f apríl, maí eða júní, mun Rabin og stjórn hans sitja fram til kosninga. Völd hans verða mikil þar sem þingið mun ekki geta samþykkt vantraust á hann. Rabin eyðilagði meirihluta sinn á þingi í sfðustu viku með því að ýta hinum Iitla Þjóðlega trúar- flokki út úr samsteypustjórn sinni. Talið er að hann sækist eftir kosningum til að styrkja stöðu sfna ekki sízt gagnvart ara- bískum samningsaðilum ísraels- manna. Áhrif hans náðu langt út fyrir mörk Chicago RICHARD Daley sem lézt f gær var borgarstjóri f annarri stærstu borg Bandarfkjanna en áhrif hans náðu langt út fyrir Chicago. Hann stjórnaði borg- inni f 21 ár og allir demókratar sem kepptu að forsetakjöri urðu að tryggja sér stuðning hans. Hann réð yfir geysiöflugri „kosningavél" sem sjaldan brást honum, undirtyllum hans og þeim sem voru honum að skapi. Lyndon Johnson kallaði hann eitt sinn merkasta borgar- stjóra Bandarfkjanna. Nafn hans var prentað risa- stórum stöfum á spjöldum sem borgarstjórnan lét setja upp og yfirlýsingar frá borgarstjórn hófust jafnan þannig: „Richard J. Daley borgarstjóri tilkynnir í dag...“ Daley var góður fjölskyldu- faðir, strangtrúaður kaþólikki og siðvandur. Hann skipaði lög- reglu sinni að skjóta brennu- varga til bana og skjóta þjófa en særa þá aðeins I miklum óeirðum blökkumanna í Chicago 1968. „Meðan ég er borgarstjóri verður haldið uppi lögum og reglu i Chicago," sagði hann. Þegar til óeirða kom við flokks- þing demókrata f Chicago 1968 varð borgin að vígvelli. Hann var sakaður um gestapo- aðferðir en á flokksþinginu báru stuðningsmenn spjöld sem á stóð „Við elskum borgarstjóra okkar“. Ahrif hans virtust dvína á siðari árum og Jimmy Carter tapaði í Illinois í kosningunum í haust þrátt fyrir stuðning D :1- eys. Pólitískur andstæðingur hans, repúblikaninn Jim Thompson, sigraði frambjóð- Daley anda sem Daley studdi I rfkis- stjórakosningunum og Thomp- son sagði að „gengi og talaði eins og Daley“. Thompson var áður saksókn- ari og kom mörgum nánum samstarfsmönnum og vinum Daleys I fangelsi fyrir skattsvik og mútur. Daley var aldrei við- riðinn hneyksli en blöð sögð að fyrirtæki tengd tveimur sonum hans hefðu fengið f hendur tryggingaviðskipti frá borginni upp á milljónir dollara. Þessu svaraði Daley með þvf að faðma að sér syni sfna og segja: „Ef faðir getur ekki gert þetta hvar ætlar þetta að enda með blessaða veröldina. Þegar lögreglumenn borgarinnar voru sakaðir um spillingu fyrr á árum sagði Daley að þeir væru „þeir beztu sem hægt væri að fá fyrir peninga“. Blaðafulltrúi hans sagði eitt sinn: „Skrifið ekki það sem borgarstjórinn segir heldur það sem hann ætlaði að segja." Chile fær 55 milljónir dala ALÞJOÐABANKINN mun lík- lega lána Chile 55 milljónir dollara seinna f vikunni með stuðningi Bandarfkjamanna og þrátt fyrir mótmæli Norðurlanda og nokkurra bandarfskra þing- manna. Bandarfski fjármálaráðherr- ann, William Simon, segir f bréfi að Ford-stjórnin styðji lánveiting- una þótt Chilestjórn eigi að gera meira í því skyni að koma f veg fyrir brot á mennréttindum. Bréfið er svar til demókrata- þingmannsins Henry Reuss og átta annarra þingmanna sem sögðu í bréfi til Simons f síðasta mánuði að Bandaríkin hefðu hætt aðstoð til rfkisstjórna sem brytu mannréttindi og létu f ljós ugg um að Bandarfkin héldu áfram að styðja stjórnina í Chile fyrir milli- göngu alþjóðastofnana eins og Alþjóðabankans. Fyrr í ár fékk Chile 33 milljóna dollara lán frá Alþjóðabankanum þrátt fyrir tilraun Norðurlanda til að koma f veg fyrir lánveitinguna. Allar okkar vörur fást einnig f eftirtöldum verzlunum: PCQAD UCOMn EPLINU EPLINU EYJABÆ Akureyri Akranesi ísafirði Vestmannaeyjum **

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.