Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Að vetrarlagi eftir Bjarna Sigurðsson frá Mosfelli Hægt og hljóðlega kemur það aðvífandi utan úr víðáttunni, dropa fyrir dropa seytlar það inn í nándina, sezt fyrst í horn og skúmaskot, þokast svo nær og nær óflýjandi eins og flæður úthafsins, leggst að vitunum og fyllir upp í þau, og í þeim loðir það eyktum saman; úr víð- áttunni, af hafinu berst það kyrrum vængjum, fyrst þaggandi rökkur, sem fyllir svo mælinn i myrkri. Konan í auða rúminu þekkir myrkrið betur en margur annar. Þess vegna veit hún, að það er ekki alltaf samt við sig fremur en sá þurs marghöfða þar, sem sinn hausinn mælir hverju sinni. En það er siður en svo, að henni sýnist það einatt óvelkomið. Sú var tið, að ég var ekki í vafa um, að myrkrið væri ósvífin svipmynd, sem jafnvel hönd dauðans hefði dregið upp bakdyramegin við lífið. Nú held ég fremur, að þar sé sam- safn þeirra hugmynda óskiljan- legra, sem bíða fæðingar; það er ekki óbyrja í sambúð, heldur tinnusteinninn, sem tendrar neistann og lífsmagnið. Ásjóna þess er ekki fjandsamleg, en æðaslögin á gagnauga þess eru jafnvæg hjartslætti sjálfrar mín. Þetta hefir breytzt svo með tímanum. Sú var tíð, að það smó út úr höfðinu á mér, unz það fyllti herbergið, sem gleypti það í sig með áfergju. Einhvern tíma las ég um kóngsdóttur svo ágæta, að tár hennar voru gull. Sjálf grét ég lika gleði og fögn- uði. Seinna sat ég hér við stokkinn og grét herbergið fullt af myrkri. Konan í auða rúminu hefir ekki dvalizt í þessu herbergi frá fyrsta fari. Hún hefir meira að segja slitið fleiri skóm en tölu verði á komið á langri göngu. Fyrstu skórnir hennar, sem voru umtalsverðir og þeir eftirminnilegustu í eigu hennar, voru brydduðu sauð- skinnsskórnir. Þeir voru svo þunnir, að sást í gegnum þá, ef þeir voru bornir fyrir sólu. Og nettir voru þeir og léttir að spígspora i þeim á köldu gólfi. Seinna komu aðrir skór, breiðir og þykkir, þunnir og mjóir, ára- tug eftir áratug gengu þeir hjá þessir skór samstiga við tímann. Og blóðið rann. Það hefir oft verið hart undir hæl, þar sem þeir stigu niður, en fislétt voru löngum spor þeirra og hlátur í bergmálinu. Nú eru skórnir aftur orðnir þunnir eins og forðum og laga sig vel að fæti. Bergmál er ekki lengur í spori, en þungur og hægur andardráttur fótataksins. Og konan í auða rúminu hugsar margt: I myrkrinu kíma sumir, og við erum grunlaus um spé þeirra, aðrir gráta, svo að enginn veit. Það fara kippir, snöggir og sársaukafullir eins og óvænt landskjálftahrina gegnum myrkrið. og það smjúga gegnum það hnífstungur úr andvarpinu, um leið og myrkrið tekur það til ævarandi handargagns. Frammi fyrir skyggnri ásjónu þess standa allir naktir. Það, sem dylst bak við ljósgeisla daganna, verður kvikt og bráð- lifandi og gagnsætt frammi fyrir myrkrinu rauða sem horfir rakleitt inn i vitund mína. Einu sinni var ung stúlka, sem týndi aleigu sinni út í myrkrið. Og þegar við sjálft lá, að hún hefði grátið úr sér aug- un vegna þessarar missu, sem henni var óbætanleg, sló lýsandi biiki á tár hennar, svo að hún fann við skin þeirra það, sem hún annars hefði glatað. Það er orðið langt siðan konan í auða rúminu var á reki við stúlkuna þá arna. Það er ótrúlega langt síðan fundum bar fyrst saman, hennar og þessa rúms. Og örlögin eru svo skynsöm að láta ekki ráða í fyrirætlun sína, svo að hún liggi nokkrum í augum uppi. Engum gat dottið I hug, þegar þessar sviplausu fjalir voru reknar saman í ókunnum stað, að örlagasaga þeirra ætti eftir að verða einnig mín saga með ótrúlegum hætti. Og á seinustu misserum er að kalla auður minn allur saman kominn i þessum sömu fjölum. I rúminu þvi arna fæddust börnin eitt af öðru. Og hérna hríslaðist um mig sá fögnuður, sem varð, þegar þau tóku fyrsta sinn brjóst. Og hér dóu þau, sem við misstum. Hérna hefi ég vakað marga áhyggjunótt, meðan kvíðbogi um framtíðina átti í mér hlutdeild. Og i þessu rúmi runnu gegnum hugann margar vonglaðar ætlanir og framtíðar- draumar. Hér bar ég vonbrigði mín í hljóði, og hér fagnaði ég, þegar okkur farnaðist vel. Og niður í koddann hefi ég stundum grátið, oftar en í öðr- um stað. Hérna skína þau reyndar lika hljóðlátustu bros- in mín, og í þessu rúmi þykist ég enn geta sótt til þeirra ylinn, þegar ég þarf hans við. Myrkrið ýkir og magnar og undirstrikar og kveikir og tendrar. Og konan í auða rúminu spyr undrandi: Hvað er orðið af sjálfri mér? Það líður á vöku, myrkrið þéttist, og faðmlög þess eru mjúk og sefandi öðrum en þeim, sem blanda inn í það for- ynjum. Hvarvetna er ys og glaumur og angan, og hátíðaskapið sveiflast dansandi milli fólks- ins. Það er sungið og kveðið og bakað og bruggað frá kjallara upp á kvist. Konan í auða rúminu skynjar þetta allt hálf- luktum augum, og þó er hugur- inn ekki við það bundinn. En löng verður andvakan þeim, sem f auðu rúmi vakir bak við næsta þil. Hlátur og glaðværar raddir róta við hálfgrónum rústum. Jafnvel ilmur sem berst að utan, gefur ófreskju undir fótinn. Sú var tíð, að konan í auða rúminu þótti hlutgeng í þeim stofum, þar sem tendruð voru ljós. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON KÓR Söngskólans og Sinfóniu- hljómsveitin i Reykjavfk stóðu fyrir hljómleikahaldi um sið- ustu helgi. Á fyrri hluta söng- skrár var eingöngu kórsöngur. Söngur og hljóð- færasláttur Fyrstu viðfangsefnin voru þrír helgisöngvar eftir Verdi. Söngvar þessir eru fallegir en það vantaði aðeins herzlu- muninn á, að flutningurinn væri mjög góður. Ónákvæmar innkomur og óskýr taktur, hjá svo vel þjálf- uðu söngfólki, stafar af ónógri æfingu, en ekki getu til að gera betur. Margt var vel gert I þess- um helgisöngvum, en kór söng- skólans er svo vel mannaður, að gera verður til hans meiri kröf- ur en áhugamannakóra. Næst voru tvö islensk lög Gloría tibi, raddsett af undirrituðum og Heyr himnasmiður, eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, en bæði lögin voru mjög fallega sungin. Fyrri hluta söngskrár lauk með Faðir vor eftir Malotte, sem hefur mikið verið sungið við ýmsar kirkjuathafnir og átti alls ekki heima á þessum tón- leikum. Seinni hluti tónleik- anna hófst á hljóðfæraslætti. Sinfónfuhljómsveitin í Reykja- vík lék Finnlandíu eftir Sibelius og satt bezt að segja varð undirritaður steinhissa á frammistöðu hljómsveitar- innar. Vals triste og Romance, einnig eftír Sibelius, eru við- kvæmari tónsmíðar en Finn- landía, bæði hvað snertir tón- gæði og túlkun og tókust þvi ekki eins vel. Siðasta verkið á efnisskránni Island eftir Sagfús Einarsson tókst mjög vel og má segja að Garðar Cortes hafi inn- siglað sigur sinn á þeim efa- semdamönnum, sem ekki trúðu á framtíð áhugamannahljóm- sveitar hér í Reykjavík. I dag er hljómsveitin æði mislit. Þarna má sjá nemendur, atvinnu- menn og gamla áhugahljóð- færaleikara starfa saman og all- ir virðast njóta þess að vera þátttakendur í þessari merki- legu uppbyggingu. Hef ur hreinsað og f egrað í borginni í nær 35 ár STEFÁN Jóhannsson, aðalvarð- stjóri, er nú um áramótin að hætta störfum hjá lögreglunni f Reykjavfk. A árinu 1942 var hann tilnefndur af lögreglunnar hálfu til að vinna með starfsmönnum Reykjavfkurborgar að hreins- unar- og fegrunarmálum og hefur gert það síðan. Af þvf tilefni afhenti Birgir tsl. Gunnarsson Stefáni f gær f Höfða skrautritað þakkarskjal og gullmerki fegrunarnefndar fyrir vel unnin störf í meira en 3 áratugi. Við- staddir voru lögreglustjórinn f Reykjavfk, formaður umhverfis- málaráðs, fyrrv. formaður fegrunarnefndar og forstöðu- maður hreansunardeildar borgar- innar. í allmörg ár hefur verið venja að veita slík skjöl fyrir framlag til fegrunar og snyrtingar i borginni, venjulega á afmælisdegi Reykja- víkur, en gullmerkið lét Fegrunarnefnd gera fyrir verð- launasamkeppni á sama sviði. Nú óskaði Umhverfismálaráð, sem fer með þau mál, eftir að Stefáni yrði þakkað fyrir langt og gott starf að þeim málum með þessum hætti. Stefán hefur lengst af haft sam- starf við Pétur Hannesson, for- stöðumann hreinsunardeildar, og marga ónýta skúrana hafa þeir fjarlægt og brennt og ófá bílhræ fjarlægt af götum borgarinnar. T.d. voru á sl. ári fjarlægöir yfir 400 slfkir bílar. Væri borgin því öðru vísi ásýndum ef Stefán hefði ekki lagt þar hönd að. Stefán hóf raunar störf í borginni 1933, er hann byrjaði hjá lögreglunni, í tíð Jóns Þorlákssonar borgarstjóra. Hann var skipaður varðstjóri 1950 og aðalvarðstjóri 1963. Nú lætur hann af störfum 31. desember, þar eð hann varð sjötugur á árinu. Ekki hleypur hann þó frá hálfnuðu verki frem- ur en fyrri daginn og heldur því áfram vinnu nokkra klukkutíma fram á árið 1977. Eitt af þeim störfum, sem hann hefur haft með höndum um ára- raðir, er að sjá um leyfisveitingar fyrir áramótabrennum og fylgjast með því að þeim sé löglega fyrir komið og öllum öryggisreglum fylgt. Þyf hleypur hann ekki frá hálfbrunnum kesti á miðnætti, heldur lýkur sinu verki, í þeirri vissu að hann hafi lokið dagsverki sínu með sóma og þar með ævi- starfinu. Myndin var tekin I Höfða þegar Stefáni Jóhannssyni lögregluvarðstjóra voru þökkuð vel unnin störf að hreinsunarmðlum en hann er að hætta störfum. Frð hægri eru Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjóri, Stefðn Jóhannsson aðalvarðstjóri, Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, Elln Pálmadóttir, formaður umhverfis- málarððs, Pétur Hannesson, forstöðumaður hreinsunardeildar og Gunnar Helgason, fyrrv. form. f egrunar nef nd ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.