Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Iðnkynning í Borgarnesi — Iónkynning í Borgarnesi — Iðnkynning í 0 BLIKKSMIÐJA Magnúsar Thorvaldssonar heitir fyrirtæki sem er til húsa í gömlu verzlunarhúsi við Brákarbraut í Borgarnesi. Áður fyrr var í húsi því rekin myndarverzlun, m.a. af Thor Jensen. Nú er þar rekin blikksmiðja og að sögn hefur þar verið skapaður margur nytsamur hluturinn, því eigandinn og framkvæmda- stjórinn Magnús Thorvaldsson er sagður vera upp- finningamaður mikill. Af þeim sökum iögðum við leið okkar niður á Brákarbraut og tókum Magnús tali. Fyrst báðum við hann að segja okkur af fyrirtækinu, tildrög- um þess og starfsemi. Hér er stunduð öll almenn blikksmíði, sagði Magnús. — Er þar um að ræða ýmiss konar ný- smíði t.d. loftræstikerfi, svona eftir beiðni hvers og eins, en einn- ig framleiði ég nokkuð mikið af sorpskápum sem ég hannaði sjálf- ur fyrir fjórum árum. Auk sorp- skápanna er ég með ýmsar gerðir sorpíláta. Einnig byrjaði ég með nýjar gerðir af hliðargrindum á sl. ári, og hafa þær notið vin- sælda. Um þessar mundir er ég svo að fara af stað með stálgrinda- hús, sem nota má t.d. sem bíl- skúra, geymslur, sem minni gróð- urhús, eða jafnvel sem sumarhús. Ég kynnti þessa hugmynd mína fyrst á landbúnaðarsýningunni 1968, en hef verið með þau í mag- anum meira og minna síðan. 1 sumar gerði svo Viðar Ólafsson hjá verkfræðistofu Sigurðar að það er margt sem fengist er við í blikksmiðju Magnúsar, en hjá honum vinna þó aðeins 3—4 menn. Sagði Magnús fyrirtækið hafa hafið rekstur í júlí 1957. Áður hafði hann verið í fyrirtæki með öðrum í Reykjavík, en það fór í hundana, eins og Magnús segir, og slitnaði upp úr því sam- starfinu. N Núverandi húsnæði of þröngt — stækkun framundan —Það komast hreinlega ekki fleiri fyrir í þessu húsnæði, sagði Magnús, og þess vegna er bygging nýs húsnæðis nú það sem er eigin- lega efst á baugi í fyrirtækinu. Það er búið að teikna og hanna hús fyrir mig, og er það um 800 í kring, heldur fer út um allt land og allt í kringum það. Það er eitt sem veldur okkur nokkrum erfið- leikum í sambandi við það, og gerir hlutinn dýrari, en það er að flestir þurfa þessar hlutir að fara fyrst til Reykjavíkur. Er þetta af- leiðing þess að hér stanza flutn- ingabilar yfirleitt alls ekki, og einnig eru þeir flestir fullir hvort eð er. Gildir hér einu hvort maður þarf að senda hlut út á Snæfells- nes eða norður í land. En þetta breytist vafalaust með tilkomu brúarinnar sem nú er verið að byggja hérna við bæjardyrnar, eins og þjóð veit. Það mun margt breytast hér með tilkomu hennar, sagði Magnús. Ég held að við hérna séum ekki búnir að gera okkur grein fyrir hvað brúin muni færa okkur í hendur, sagði hann ennfremur. Hér mun vafa- laust margt breytast í sambandi við verzlun og iðnað, og samband okkar við höfuðborgarsvæðið verður breytt og miklu betra. Aðbúnaðurinn ágætur í Borgarnesi Við spurðum Magnús næst að því hvernig væri að vera með Magnús Thorvaldsson blikksmiður: yj'f.... „Er einn þessara páfagauka sem rissa ýmsa hluti ef setzt er niður með blýant og blað” Thoroddsen á þeim styrkleika- mælingar, og nú er að komast líf í þessi hús, þar sem þegar er búið að panta fjögur fyrir næsta sum- ar, og svo vona ég að útisýningin verði til að hjálpa manni eitthvað. Þessi hús eru smíðuð að mestu með sama prófílnum. Nú ofan á þetta má svo bæta að við erum með nýja gerð skjólgarða fyrir trjágarða og blóm, sem maður vonar að eigi eftir að ná vinsæld- um. Síðast, en ekki sízt, er ég svo að fikra mig áfram með grinda- samstæður úr áli, sem auðveld- lega má smella saman á marga vegu og þannig fá út smáar og stórar réttir, og einstaka dilka, sagði Magnús. Af þessari upptalningu má sjá, fermetrar að stærð, en núverandi hús er ekki nema 270 fermetrar. Maður er búinn að fá lóð, og til stendur að fara að byggja sem fyrst. —Verkefnin eru ágæt, en til að útvíkka starfsemina þarf maður að stækka við sig húsnæðið. Ég hef trú að því að hér séu fram- leiðslumöguleikar í þessari iðn fyrar fyrirtæki með a.m.k. tíu manna starfsliði. Smíð fyrir landsbyggð- ina þarf fyrst að fara til Reykjavíkur Nei, okkar framleiðsla er ekki aðeins fyrir Borgarnes og héruðin fyrirtæki sem blikksmiðju svona úti á landi. —Það er ágætt að vera hér að mörgu leyti. Til að byrja með er nú ekki þessi spenna og hraði sem er á Reykjavíkursvæð- inu, og hér slær hjartað því eðli- lega. En hér er þó alltaf nóg að gera. Hvað hráefnið snertir, þá er mjög gott lag á þvf og aldrei stendur neitt á því. Þeir eru lið- legir heildsalarnir I bænum, og panti maður efni að morgni þá er það komið til manns að kvöldi. Það er þó nokkuð bagalegt að vera hér að einu leyti, og gildir það reyndar um landsbyggðina í heild. Hér á ég við ýmsar tækni- nýjungar, sem með því að vera utan Reykjavíkur þá fer maður á mis við mikið af slíku. Að þessu leyti finnst mér ég hafa staðnað að vissu leyti. —Ég tel að iðnaðarsamtökin I heild, og einnig iðngreinafélögin þurfi að vera betur vakandi fyrar þeim, og senda kunnáttumenn einnig út á land með fyrirlestra og sýningar. Það er lítið gert af þessu, en ég tel þörfina vera mikla, og erum við anzi aftarlega á merinni hvað snertir alla svona „umskólun", sagði Magnús. —Eitt atriði sem snertir að- búnaðinn, og ekki má gleymast, er fyrirgreiðsla peningastofnana. Þetta er afar mikilvægur hlekkur í öllu atvinnulífi, og allt sem ég get sagt um þennan þátt er að við höfum ekki undan honum að kvarta, og er peningafyrirgreiðsla viðkomandi stofnana hér vel við unandi. Nýjungamöguleikar vart meiri í annarri iðn Okkur er tjáð að þú sért mikill uppfinningamaður, og látir þér fátt fyrir brjósti brenna I þeim efnum, teljir þú viðfangsefnið hafa eitthvert gildi? —Ég hef allt- af haft gaman af að gæla við alls konar hugmyndir og hef alltaf reynt að útfæra þær á einn eða annan hátt I blikkið eða í aðra málma. Hluturinn er nú lfka sá að ég tel að varla sé til sú iðn sem bjóði upp á jafn mikla möguleika I nýjungum og blikksmíðin, séu Úr vinnusal blikksmiðju Magnúsar. Sjá má grind af húsi sem einhvers staðar á eftir að koma í góðar þarfir. Starfsmennirnir tveir huga að einum sorpskápanna sem Magnús fann sjálfur upp og framleiðir við miklar vinsældir. Tveir starfsmanna Magnúsar leggja sfðustu hönd á eitt smáhýsið sem Magnús hefur sjálfur hannað. (Ljósm. ágás). _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.