Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 MAI ekki lausir við Islendingana Liðið dróst á móti Dankersen í næstu umferð Steua Bucharest (Rúmeniu) — Calipsa Alicante (Spáni) Fredricia KFUM (Danmörku) — Rauða Stjarnan (Júgóslavlu) EVRÓPUBIKARKEPPNI BIKARHAFA KARLA: Grúne Weiss Dankersen (V- Þýzkalandi) — MAI Moskvu (Sovét- ríkjunum) SMUC Marseilles (Frakklandi) — Partizan Bjelovar (Júgóslavlu) Bækkelaget SK Osló (Noregi) — At- letico Madrid (Spáni) SC Magdeburg (A-Þýzkalandi) — Granollers (Spáni) EVRÓPUBIKARKEPPNI MEISTARALIÐA KVENNA: Radnicki Belgrad (Júgóslavlu) — Uni Timisoara (Sovétrlkjunum) Vasa Budapest (Ungverjalandi) — Spartak Kiev (Sovétrlkjunum) SC Leipzig (A-Þýzkatandi) — Start Bratislava (Tékkóslóvaklu) Polisens (Svlþjþð) eða Vestar (Nor- egi) — Idem Hellas den Haag (Holl- andi) EVRÓPUBIKARKEPPNI BIKARHAFA KVENNA: Gut Muths (A-Þýzkalandi) — Odeva Hlohovec (Sovétrlkjunum) TSC (A-Þýzkalandi) — Mora Swift Roermond (Hollandi) St. Pölten (Sviss) — Spartak (Rú- menlu) Zoljeznicar Novi Sad (Júgóslavlu) — Csepel (Ungverjalandi) Fyrri leikir þessarar umferðar eiga að fara fram á tfmabilinu frá 21.—27. janúar n.k., en seinni leik- urinn á tlmabilinu frá 4.—10. febrú- ar. Mesta athygli vekur að þrjú • spænsk liðeru enn með I keppninni. í meistaraliðakeppninni hefur Calipsa Alicante haldið velli en liðið vann norska liðið Oppsal I átta-liða úrslitunum, I Noregi 14—7 og á Spáni 18—12. í bikarhafakeppninni eru meistarar fyrra árs Granollers með og leika þeir við a-þýzka liðið Magdeburg I næstu umferð og spænsku bikarmeistararnir I ár, At- . letico Madrid eiga að mæta norska liðinu Bækkelaget. Liðin sem slógu FH og Val út úr keppninni, SLASK og MAI, fá erfiða andstæðinga I næstu umferð, sér- staklega þó SLASK sem leika á við Gummersbach frá Vestur- Þýzkalandi. Annars vakti þaðathugli að Gummersbach tapaði öðrum leik slnum I átta-liða úrslitunum við is- raelska liðið Haopel með éinu marki, en það kom ekki að sök, þar sem Þjóðverjarnir höfðu unnið fyrri leik- inn með 11 marka mun. Mótherjar MAI sem slógu Valsmenn út úr keppninni verður vestur þýzka liðið Dankersen, — liðið sem þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með, þannig að segja má að Sovét- mennimir séu enn ekki lausir við íslendingana, þótt Val hafi verið rutt úr vegi. Verður viðureign þessara liða eflaust sú sem mesta athygli vekur I_átta-liða úrslitunum I bikar hafakeppninni. FYRIR landsleikina tvo sem fram fóru f Laugardalshöllinni á föstudagskvöld og sunnudags- kvöld verður Handknattleikssam- band tslands að greiða röska eina milljón króna f húsaleigu og skatta. Vegna hinna miklu að- sóknar að báðum þessum leikjum mun HSl hafa af þeim nokkrar tekjur, en sennilega verður upp- hæðin sem sambandið fær ( sinn hlut minni en það þurfti að greiða fyrir húsið og I skattana. Er varla von að vel gangi, meðan þannig er búið að Sersamböndum, en Iandsleikirnir hafa til þess verið aðal tekjustofnar sérstak- lega Handknattleikssambandsins og Knattspyrnusambandsins — Það liggur ekki fyrir nákvæmt uppgjör vegna lands- leikjanna, sagði Sigurður Jóns- son, formaður HSÍ, I viðtali við Morgunblaðið i gær, — en láta mun nærri að kostnaðurinn við að fá Danina hingað muni vera um 2,5 milljónir króna. í þeirri upp- hæð eru fargjöld þeirra og uppi- hald, svo og dagpeningar sem við verðum að greiða. Húsaleigan var svo um 750 þúsund krónur og skattar til ÍBR og HKRR voru um 265 þusund krónur. Heildar- kostnaðurinn er því að fjórðu milljón. Það bjargaði okkur hins vegar hvað leikirnir voru vel sótt- ir — hefði fólk ekki fjölmennt hefði mátt bUast við því að tap hefði orðið á heimsókninni. Sem kunnugt er stendur hand- knattleiksleikur í klukkustund. Höllin er þó bundin yfir leiknum í mun lengri tima, og er ekki fráleitt að ætla að hUsið sé bundið í 4—5 klukkustundir vegna leiks- ins. Er því leiga pr. klukkustund lágmark 75—80 þUsund krónur, sem teljast verður dágóð upphæð. Framundan eru svo margir lands- leikir I handknattleik í Laguar- dalshöllinni eftir áramótin, þann- ig að bUast má við því, að hUsa- leigutekjur hennar af lnda- leikjum skipti milljónum í ár. Fyrir landsleikinn á sunnudags- kvöldið kom Finn Andersen, liðs- stjóri danska handknattleiksliðs- ins, að máli við Morgunblaðið og óskaði eftir því að gera athuga- semd við þá frétt blaðsins, sem birtist fyrir helgi, að dönsku landsliðsmennirnir fengju upp- hæð sem svarar til 7000,00 kr. íslenzkra á dag í dagpeninga. — Það var samið um ferð þessa á Framhald á bls. 19 Tennessee-liðíð for létt með UMFN Á mánudagskvöldið lék banda- rfska körfuknattleiksliðið frá University of Tennesee við UMFN f Njarðvfk og lauk þeim leik með sigri bandaríkjamann- anna, 83—47 og voru yfirburðir þeirra ótvfræðir allan leikinn og f leikhléi var staðan til dæmis 47—21 eða meira en helmings munur þeim f vil. Annars var gangur leiksins í stuttu máli sá að bandaríkja- mennirnir tóku forystuna þegar í upphafi og höfðu Njarðvfkingar ekkert f þá að gera, þegar aðallið þeirra var inn á. Þegar líða tók á leikinn fengu allir leikmenn beggja liða að reyna sig og við það varð leikurinn fremur slakur, en hafði hann annars verið hraður og skemmtilegur, en leiknum lauk svo eins og áður sagði með yfirburðasigri Tennesee-liðsins, 83—47. Það eins í þessum leik og hinum i.,... að leikur bandarfkja- mannanna byggðist upp á 4 mönn- um, þeim Carter, Patterson, og Partee, sem skora alltaf mestan hlutan af stigum liðsins og Pearcy sem stjórnar spilinu og matar þá 3 sem áður voru nefndir. Flest stig bandarfkjamannanna skoruðu þeir Carter 18, Patterson 14 og Partee 12. Njarðvfkurliðið var eins og venjulega mjög jafnt í þessum leik og voru þeir stigahæstir: Þor- steinn Bjarnason 10, Stefán Bjarkason og Geir Þorsteinsson 8 hvor og Jónas Jóhannesson 7 stig. H.G. UM helgina var dregið um það I höfuðstöðvum Evrópusambands handknattleiksmanna I Basel I Sviss. hvaða lið leika saman I undanúrslit- um Evrópubikarkeppninnar I hand- knattleik. Sem kunnugt er tóku þrjú Islenzk lið þétt I þessari keppni I ár: FH og Valur I karlaflokki og Fram I kvennaflokkí, en þau eru nú öll úr leik. Eftirtalin lið leika saman I undan- úrslitunum. EVRÓPUBIKARKEPPNI MEISTARALIÐA KARLA: ZSKA Moskvu (Sovétrlkjunum) — Ystad IF (Svlþjóð) VFL Gummersbach (Vestur Þýzkalandi) — SLASK Wroclaw (Póllandi) 1 landsleikjum tslands og Danmerkur um helgina lögðu dönsku leikmennirnir greinilega mikla áherzlu á að gæta Björgvins Björgvinssonar vel. Mynd þessi var tekin f Vestmannaeyjum og hefur Anders Dahl-Nielsen náð þarna góðu taki á skyrtu Björgvins og heldur sem fastast meðan hann fylgist með Ólafi Einarssyni glfma við Sören Andersen. Skyrta Björgvins var farin að láta meira en lftið á sjá eftir leikinn. Ljósm. Sigurgeir. ^ 750 ÞUS. KR. HÚSALEIGA Geir Þorsteinsson og Torfi Magnússon f baráttu við einn af bandarfsku stúdentunum og má ekki á milli sjá hvorir hafa betur. Efnilegur nýliði STEFÁN Hallgrfmsson undir- strikaði nýlega metjöfnun sfna í 50 m grindahlaupi með þvf að hlaupa á 6,9 sek. á innanfélags- móti KR-inga á föstudagskvöld. Þá náði Björn Blöndal, KR, einn- ig prýðisárangri í greininni með þvf að hlaupa á 7,0 sek., en hann varð annar á eftir Stefáni. Björn sigraði svo i 50 m hlaup- inu á 6,0 sek., en þar á hann bezt 5,9 sek., og íslandsmelið er 5,8 sek. I 50 m hlaupinu vakti athygli ungur hlaupari, Haukur Clausen, IR, en hann keppti. nú í fyrsta sinn á innanhússmóti og sigraði marga vana hlaupara. Náði hann öðrum bezta árangri kvöldsins, 6,3 sek., og verður það að teljast EVERT VALIN HIÐ þekkta bandarfska fþrótta- tfmarit valdi Chris Evert tennis- leikara „Iþróttamann ársins" og er hún fyrsta konan sem hlýtur þessa útnefningu blaðsins frá þvf að það byrjaði með hana árið 1954. Chris Evert sigraði m.a. f Wimbledon-tenniskeppninni f ár og opna bandarfska meistaramót- inu f Forest Hill. Vann hún sér inn 343.165 dollara á þessu keppnisári. gott hjá nýliða. Nafn þetta hljóm- ar að vonum kunnuglega, en Haukur er sonur hins kunna spretthlaupara Hauks Clausen, sem sigraði heiminn með afrek- um sínum fyrir um aldarfjórð- ungi. Langstökksárangurinn var slak- ari en menn höfðu búist við. Þar sigraði Friðrik Þór, IR, með 6,62 m, Jóhann Pétursson UMSS, stökk 6,36 m, Björn Blöndal, KR, stökk 6,35 m og það gerði Stefán Hallgrímsson, KR, einnig. Friðrik átti stökk upp á 7 metra, en það reyndist hárffnt ógilt. Sömu sögu er um hina stökkvarana að segja. Þeir stukku allir lengra, en gerðu þau ógild. Segja stökkvararnir að ómögulegt sé að stökkva í Baldurshaga af vati, þvl upp- stökksstrikið gula sjáist ekki. Það er annars nokkuð eftirtektarvert hvað illa er búið að frjálsíþrótta- mönnum í þeim ágætu salarkynn- um, Baldurshaga. Þar eru upp- stökksstrik í langstökki og þrí- stökki útmáð og ekki er hægt að fá startbyssu hjá vellinum, því sú sem notuð er utan húss telst of hávær. Verða menn þannig að ræsa hlaupara með því að nota sem sjónmerki með kalli ein- hverjar svamptjásur sem týnast úr hástökksdýnunum sem í saln- um eru, en þær teljast varhuga- verðar. Vonandi er nú að gert verði átak i þessum efnum, en þar til kemur afar lftill kostnaður. ágás. FYRIR LANDSLEIKINA TVO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.