Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 19 — íþróttir Framhald af bls. 26 þeim grundvelli, að íslendingar greiddu allan kostnað, sagði Finn Andersen, — en upphæðin, sem dönsku leikmennirnir fá, er ekki nærri þvi eins mikil og sagt var frá í blaðinu. Þar er einungas um að ræða greitt vinnutap til þeirra leikmanna, sem eru í vinnu, i tvo daga. Þeir leikmenn sem eru skólamenn fá t.d. engar greiðslur. Morgunblaðið bar þessi um- mæli Finns Andersens undir Sig- urð Jónsson, formann HSI, í gær, en þau voru upphaflega höfð eftir honum. — Við höfum það skjal- fest hvað við þurfum að greiða Dönunum, sagði Sigurður, — það eeru 270.000.00 krónur. Hins veg- ar fengu leikmennirnir ekki nema lítinn hluta af þessari upp- hæð beint fra 'okkur, heldur mun- um við greiða danska sambandinu sem síðan gerir sennilega upp við þá. --------*“*“*----- — Ræða Jóhannesar Framhald af bls. 13. getað komið til álita. Tvennt réði þó öðru fremur þeirri til- lögugerð, sem ég hef lýst. í fyrsta lagi er hér ekki um svo mikla fjármuni að ræða, að þeir geti komið að verulegu gagni, nema noktun þeirra sé tak- mörkuð við tiltölulega þröngt svað. 1 öðru gagi hafa þessar tekjur orðið til I beinu tilefni þjóðhátíðar til minningar um 1100 ára byggð á íslandi, hátíð- ar, sem fyrst og fremst hafði þann tilgang að minna núlif- andi kynslóð á þann arf, sem ellefu alda búseta forfeðra okk- ar í landinu hefur fært okkur í hendur. Réttlæting slíkra há- tiðahalda hlýtur einkum að vera sú að hvetja til ræktarsemi við þann menningararf, sem er undirstaða sjálfstæðis tslend- inga í dag, og við það land, sem fóstrað hefur þjóð okkar allar þessar mörgu aldir og okkur er skylt að rækta og vernda um ókomna tíð. Það var einmitt slfka ræktarsemi, sem Alþingi sýndi með samþykkt land- græðsluáætlunar á Þingvöllum sumarið 1974, og mun væntan- lega sfðar staðfesta með bygg- ingu þjóðarbókhlöðu. Enn bíða þó ótal verkefni, ef við viljum sýna landi okkar og menningu þá rækt, sem skylt væri. Um allt land eru þjóðar- minjar og gömul menningar- verðmætil að eyðast og falla fyrir tfmans tönn og nýjum sið- um, og mörg eru þau náttúruvé, sem skylt væri að friðlýsa og varðveita ósnortin fyrir kom- andi kynslóðir. Að þessum og þvílíkum verkefnum vonum við, að hægt verði að vinna af meiri þrótti og með betri ár- angri fyrir atbeina þess sjóðs, sem nú er verið að stofna. — Ræða Matthíasar Framhald af bls. 17. samanburður á stöðugildi í starfs- mannaskrá áranna 1 97 5 og 1976 ekki fyllilega raunhæfur og liggja til þess einkum þrjár ástæður. Skráin er nú unnin á mun nákvæmari hátt en áður, þá var reynt eftir föngum að tryggja, að all faglært og ófaglært verkafólk í þjón- ustu ríkisfyrirtækja kæmi til að skila í þessari skrá, en nokkuð skorti á að það gerðist við gerð hinnar fyrstu. í þriðja lagi var nú hægt að sannprófa frekar en áður, þær upplýsingar sem fram koma í þessari skrá. Sú breyting, sem gerð hefur verið á framsetningu og úrvinnslu starfs- mannaskrár ríkisins mun skapa grund- völl til að nýta skrána sem virkt eftirlits- tæki innan fjarlagaársins með starfs- mannahaldi rikissins og ríkisfyrirtækja. Eins og fram kemur i skránni er heildaraukning á stöðugildum á árinu 1975 hjá ríkinu 356 stöður eða 3,1%. Samtals voru heimilaðar 198 nýjar stöður á árinu 1975. þar af um 60 annars vegar vegna stofnunar fjöl- brautaskóla i Breiðholti og Flensborg og hins vegar vegna stofnunar hælis á Vifilsstöðum. Óheimiluðum stöðum fjölgaði um 158 r árinu 1975. í mörgum tilvikum er hér um að ræða starfsmenn, sem ráðir hafa verið til skamms tíma, en hafa ílenst i ríkiskerfinu með fram- haldsráðningarsamningum til ákveðins tíma í senn. Margir af þessum ráðningarsamningum hafa upphaflega verið gerðir fyrir gildistöku laga nr. 97 / 1974 en verið framlenqdir á árinu 1975 í Ijós hefur komið, að 62 af þessum óheimiluðu stöðum hafa verið teknar á launaskrá hjá launadeild fjármálaráðu- neytisins, en laun 96 staða greidd með öðrum hætti hjá viðkomandi stofnun- um. Rétt er að taka fram og leggja áherslu á, að skráin er miðuð við stöðuna eins og hún var 1 jan 1 976. Nokkrar stofnanir hafa þegar tekið tillit tii athugasemda fjármálaráðuneytisins og komið starfsmannamálum sínum í rétt horf. Þá hafa fáeinar stofnanir gert athugasemdir við einsstakar stjörnu- merkingar í skránni og talið þær orka tvímælis. Fjárlaga- og hagsýslustofnun mun Ijúka úrvinnslu starfsmannaskrár fyrir 1976 eigi síðar en í aprílmánuði n.k , sem tvímælalaust verður til mikilla bóta Ég mun óska eftir því við fjárveit- inganefnd Alþingis, að nefndin taki óheimilaðar stöður hjá rlkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum til sérstakrar athug- unar á sama hátt og gert var við útkomu fyrstu skrárinnar. Lokaorð. Ég vildi að lokum nota þetta tæki- færi til þess að þakka fjárveitinganefnd og sérstaklega formanni hennar, Jóni Árnasyni, fyrir mikið og óeigingjarnt starf við fjárlagagerðina. Fjárlagagerð er vanþakklátt verk, oftast nær, en mikilvægt að á þvi sé haldið af festu og sanngirni af mönnum sem missa ekki sjónar á hagsmunum heildarinnar i þeim hafsjó sérhagsmuna og talna. sem yfir borðið flæða hjá fjárveitinga- nefnd. Ég tel að i þetta sinn hafi tekist að koma saman fjárlögum, sem þræða hinn gullna meðalveg að þvi leyti. að tillit sé tekið til brýnna þarfa fyrir opinbera þjónustu, en þess jafnframt gætt, að rikisfjármálum sé beitt til aðhalds i batnandi árferði Ég vona. að framkvæmdin takist jafn vel og veit. að ef á þarf að halda mun þingið leggja sitt lið til þess að svo megi verða í bókinni eru saman komin æviágrip og ættartölur manna í löggiltum iðngreinum bókagerðar, ásamt frásögn af þróun hverrar iðngreinar. Mikill fjöldi mynda er í bókinni. Upplag mjög takmarkað. Dreifing bókarinnar fer fram frá skrifstofu Hins íslenzka prentara- félags, Hverfisgötu 21, Reykjavík. Sími 16313. Jólagjöf húsbóndans ROKUXLL uasabölua mw. o SKRIFSTOFUVEL cA Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.