Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 32
munið trúlofunarhringa litmvndalistann fffl) <guU Sc ^tlfur Laugavegi 35 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Drekkið 17 ára stúlka flutt á slysadeild illa hald- in af neyzlu lyfja t FYRRINOTT var 17 ára gömul stúlka flutt ( ofboði í morffnvímu heiman frá sér á slysadeild Borgarspftalans. Var hún mjög illa haldin af neyzlu einhverra ókennilegra lyfja, Ifklega þó mor- ffns. Var stúlkan lögð á gjör- gæzludeild spítalans en þaðan var hún flutt f gær á lyflækninga- deild. Er hún nú á hatavegi. Að sögn fíkniefnadeildar lög- reglunnar er ekki ljóst hvað þarna átti sér stað. Stúlkan var með fleira fólki og neytti hún efnisins áður en hUn kom heim til sín. Ekki hefur verið hægt að yfirheyra stUlkuna og lítið hefur verið að græða á framburði sam- ferðafólks hennar, þar sem það var ölvað þegar atburðurinn gerð- Tilkynnt um eld í báti Reyndist vera reykur frá olíuofni UM KL. 23 í gærkvöldi var slökkviliðið kallað vestur í Slipp, en tilkynnt hafði verið um eld í vélbátnum Ársæli Sigurðssyni 2. frá Hafnarfirði. Er til kom reynd- ist ekki vera um neinn eld að ræða. Skipverjar voru að þurrka lestar bátsins og notuðu til þess olíuofna. Einn þeirra hafði stífl- azt og myndaðist svo mikill reyk- ur við það, að menn héldu að eldur væri laus. Allt slökkviliðið fór á vettvang. Guðbjarts- málið: ist. Sem fyrr segir er talið líklegt, að stUlkan hafi tekið morfín, því nálarstunga sást á handlegg. Vit- að er, að hUn og samferðafólk hennar hafði lagt leið sína um borð í skip, og þar hefur stUlkan líklega tekið efnið. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til þess að stUlkan hafi verið neydd til að taka efnið, en rannsókn málsins verður haldið áfram. Alvarlegt umferðar- slys í gær ALVARLEGT umferðarslys varð á Miklubraut, móts við Reykjahlíð, um 10-leytið f gær- morgun. Kona, sem var á leið yfir götuna, lenti fyrir fólks- bifreið, sem ók austur Miklu- brautina. Konan meiddist bæði á höndum og fótum, rif- beinsbrotnaði og hlaut auk þess mikið höfuðhögg. Þá varð einnig umferðarslys á Nesvegi við Kaplaskjólsveg klukkan 13.30 í gærdag. Speg- ill á bifreið rakst f vinstri oln- boga ungrar stUlku og var lík- legt talið að olnboginn hafi brotnað. Töluvert mikið var um árekstra í Reykjavík í gær, og klukkan 17 í gær voru þeir orðnir 18 að tölu. í gær var gert hlé á störfum Alþingis fram til 24. janúar n.k. Myndin er tekin í alþingishúsinu þegar Geir Hallgrímsson forsætisráöherra kvaddi yngri og eldri starfsmenn þingsins og óskaói þeim gleöilegra jóla. Ljósm. Mbl.: RAX. r Urskurður setufógeta: Sýslumannsembættið í Borgarfirði borið út ÞORSTEINN Thorarensen borg- arfógeti kvað f gær upp úrskurð f útburðarmáli gegn fjármála- og dómsmálaráðuneytinu og sýslu- Oðrum aðferðum beitt við yfirheyrslur — segir setudómarinn í handtökumálinu YFIRHEYRSLUM í Guðbjarts- málinu svonefnda heldur áfram. Að sögn Steingríms Gauts Kristjánssonar setudómara i handtöku-málinu hafa bæði Haukur Guðmundsson og Kristján Pétursson verið yfir- heyrðir. Aðalyfirheyslum væri að mestu lokið í málinu, og hafa bæði vitni og þeir sem hafðir eru fyrir sök verið yfirheyrðir. Stein- grímur Gautur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann teldi ekki tímabært að segja neitt um málið á þessu stigi máls- ins, en þó sagðist hann geta sagt það eitt, að öðrum aðferðum hefði verið beitt við yfirheyrslu en ver- ið hefði og yrði svo á meðan rann- sókn stæði yfir. Þá hafði Morgun- blaðið samband við Erlu Jónsdótt- ur fulltrúa í Sakadómi, en hún annast rannsókn Guðbjartsmáls- ins af hálfu Sakadóms. Erla sagði, að Kristján Pétursson hefði verið kallaður til yfirheyrslu í gær, en hún viidi ekkert segja hvað komið hefði fram í framburði hans eða hvort hann hefði fært einhverjar viðbótarupplýsingar. Þá sagði hún að Haukur Guðmundsson yrði kallaður til yfirheyrslu mjög fljótlega. Þá sagði Erla að hún vildi taka sérstaklega fram að gögnin sem fyrir lægju væru mjög umfangsmikil, og þau hefðu aðeins verið könnuð mjög laus- lega. En af þeim gögnum, sem hún hefði séð, tengdust engir Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar mannsembættinu í Borgarnesi, en Þorsteinn var settur setufógeti f málinu. Féll úrskurðurinn á þann veg, að útburðurinn skyldi fara fram. Mál þetta höfðaði Birg- ir Jóhannesson, eigandi eignar- innar Skúlagata 13 1 Borgarnesi, en þar hafa sýsluskrifstofurnar verið f leiguhúsnæði um alllang- an tfma. Varnaraðilar f málanu, þ.e, fjármálaráðuneytið, dóms- málaráðuneytið og sýslumanns- embættið, ákváðu f gær að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Birgir gerði þá kröfu, að sýslu- mannsembættið yrði borðið út úr húsnæðinu. Var krafan um út- burð byggð á meintum vangreidd- um vfsitölubótum g meintum van- skilum varnaraðila við eiganda leiguhúsnæðisins. Óvist er hvort og þá hvenær útburðurinn fer fram. þjóðkunnir menn í viðskiptamál Guðbjarts Pálssonar. Þá reyndi Morgunblaðið að ná tali af Kristjáni Péturssyni í gær- kvöldi en tókst ékki, en Kristján var á förum til Bandaríkjanna í morgun. Dýrmætt litmynda- safn tekið í misgripum „Obætanlegt t jón fyrir m ig, ef ekki rætist úr ” — segir Sigurgeir ljósmyndari í Eyjum PAKKI f plastpoka með á 2. þús. litmyndum Sigurgeirs Jónassonar Ijósmyndara f Vestamannaeyjum hefur verið tekinn f misgripum á farþega- afgreiðslu Flugfélags tslands á Reykjavíkurflugvelli f fyrra- kvöld, mánudag, milli kl. 16.30 og 22, en á þeim tfma komu tvær '’-ugvélar frá Akureyri. Allai •nyndirnar eru litfilmur í stærðinni 35 mm og 6x6. Hér er um að ræða allar lit- myndir sem Sigurgeir hefur tekið f sambandi við sjósókn við Eyjar í 20 ár og ef filmurnar komast ekki til skila er um að ræða óbætanlegt tjón fyrir hann og hið yfirgripsmikla myndasafn hans frá Eyjum al- mennt og sjávarútveginum i heild. Plastpokinn er hvítur með svartri áletrun nafninu Sigölduvirkjun. Lítill merki- miðifrá Flugfélaginu varlímdur á pokann og á miðanum stend- ur Arni Johnsen c/o Morgun- blaðið, en myndir úr þessu safni átti að velja f jólablað Morgunblaðsins. 1 samtali við Mbl. f gær sagði Sigurgeir að ef þessar myndir væru týndar væri um óbætan- legt tjón að ræða fyrir sig, árangur af tfmafrekri vinnu í 20 ár. „Hér er um að ræða fyrri tíma myndir af svip Eyjanna”, sagði Sigurgeir,” og eldri Framhald á bls. 18 Sýslumaður Borgfirðinga, Ás- geir Pétursson, vék úr sæti í mál- inu og var Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti í Reykjavík skipaður setufógeti. Ásgeir Pétursson sýslumaður sagði f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, að það eina sem hann gæti sagt um málið væri að varn- araðilarnir þrír hefðu ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Hæstarétt- ar, en málið snerti meira ráðu- neytin tvö heldur en sjálft sýslu- mannsembættið. Á nýafgreiddum fjárlögum er gert ráð fyrir 20 millj. kr. f járveit- ingu til byggingu dómshúss og Framhald á bls. 18 Alþýðubankamálið: Rannsókn lýkur væntanlega fyrir áramót Framhaldsrannsókn Alþýðu- bankamálsins er komin á lokastig. Sagði Sverrir Einarsson sakadóm- ari við sakadóm Reykjavíkur Mbl. f gær, að verulegar líkur væru á því að rannsókninni lyki fyrir ára- mót. Að henní lokinni, verður málið sent saksóknara ríkisans til ákvörðunartöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.