Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 282. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reg Prentice segir af sér London 21. desember — Reuter. REG Prentice, ráðherra brezku stjórnarinnar, sem fer mað mál,- efni vanþróaðra erlendra rfkja, og sem hefur verið mikill gagn- rýnandi hins áhrifamikla vinstri- arms Verkamannaflokksins, sagði f dag af sér ráðherradómi. Lýsti hann þvf jafnframt yfir að Bretland væri rekald án leiðtoga. Hann hvatti til þess að dregið yrði úr áhrifum tveggja stóru flokkanna í brezkum stjórnmál- um og gaf hann i skyn að hann kynni að reyna að stofna stjórn- málaflokk hófsamra. 1 afsagnarbréfi sínu til Callag- hans, forsætisráðherra, sagði Prentice að til væri margt fólk, sem væri vinstrisinnað en gæti ekki sætt sig við hráan sósíalisma og að þetta fólk væri orðið frá- hverft báðum stóru flokkunum. ,,Fyrr eða sfðar verður stjórnkerf- ið að leyfa því að láta til sín heyra.“ Prentice mótmælti vaxandi áhrifum vinstri sinna innan Verkamannaflokksins og einnig niðurskurði á fjárveitingum til aðstoðar við erlend ríki og til varna landsins. Hann mótmælti einnig frumvarpi um aukna sjálf- stjórn Skotlands og Wales, sem hann sagði ógna einingu Bret- lands. Sunnudaginn annan í var, var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, sem eins og kunnugt er gjöf frá Norðmönnum. Þetta er í 25 skipti, sem Óslóarborg gpfur Reykvfkingum jólatré og höfðu aldrei verið jafn margir viðstaddir og þegar Ijósin voru tendruð á sunnudaginn. Ljðsm. Mbl. oi.k. Mag. Viljabanna landanir íslendinga Hull 21. desember — frá Nigel Robson, fréttaritara Morgunbladsins. TOGARASKIPSTJÓRAR og stýrimenn f Grimsby hafa hvatt fiskiskipaeigendur til að meina fslenzkum fiskiskipum að landa f brezkum höfnum. ÖU löndun er f höndum fiskiskipa- eigenda. Alfta yfirmennirnir að þetta sé ein leið til að þrýsta á fslenzku rfkisstjórnina til að gefa eftir f samningunum við Efnahagsbandalagið og leyfa áframhaldandi veiðar Breta við Island. Leiðtogi héraðsstjórnar Humberside, Harry Lewis, en Húll og Grimsby heyra undir hana, er þó mótfallinn tak- mörkunum á löndunum fs- lenzkra skipa þar sem það get- ur valdið atvinnuleysi meðal starfsfólks fiskvinnslustöðva. t dag sendi hann skeyti til James Callaghans, forsætisráðherra, þar sem hann fór fram á að tafarlaust verðigert eitthvað til að auka atvinnu f Humberside. Nýir rádherrar Carters: Þeldökk kona hús- næöisráðherra JIMMY Carter, kjörinn forseti Bandaríkjanna, út- EBE-fundur leystistupp vegna deilu um kvóta Brtlssel 21. desember — NTB. TILRAUNIR Efnahagsbandalags- ins til að koma á bráðabirgðaregl- um um fiskveiðar fyrir aðildar- rfkin nfu áður en fært verður út f 200 mflur 1. janúar fóru út um þúfur f nótt. Ltanrfkisráðherrar aðildarlandanna höfnuðu tillög- um framkvæmdanefndarinnar og báðu hana um nýjar tillögur, sem þeir munu fjalla um f næsta mánuði, og sem stefnt verður að að geti tekið gildi 1. febrúar. Þar til reglur hafa verið settar um fyrirkomulag fiskveiða í fisk- veiðilögsögu EBE, munu veiðar halda áfram. Samþykktu ráð- herrarnir að veiðikvótar í Norður- sjó skuli vera þeir sömu í janúar 1977 og í janúar 1976. Tilkynnt skal um allar veiðar til yfirvalda einstakra aðildarríkja og skal janúaraflinn dreginn frá endan- legum kvóta einstakra landa fyrir árið 1977. Eru þetta aðalatriðin í samþykkt ráðherranna, sem birt var að fundi þeirra loknum, en þetta er f annað sinn, sem þeim mistekst að ná samkomulagi um sameiginlegar veiðireglur. Harold Brown varnarrádherra Plalns 21. desember Reuter. tlcflldÍ í dag fyiTVerandÍ flughersráðherra. Harold Brown, varnarmálaráð- herra f rfkisstjðrn sinni. Tilkynnti hann útnefningu Browns, sem er 49 ára, á sjötta blaðamannafundin- um, sem hann heldur sfðan 3. desember til að tilkynna val sitt á mönnum f æðstu störf stjðrnar sinnar. Carter tilkynnti einnig um val sitt í tvö önnur embætti innan stjórnar sinnar. Ray Marshall, 48 ára gamall hagfræðingur við Tex- as-háskóla og áhugamaður um at- vinnumál minnihlutahópa, var skipaður verkalýðsmálaráðherra. Patricia Roberts Harris, 52 ára, þeldökkur lögfræðingur frá Washington og fyrrverandi sendi- herra í Luxemborg, var skipaður húsnæðis- og þéttbýlisþróunar- málaráðherra. Carter á nú eftir að skipa aðeins I fyrra skiptið, sem var I nóvember, strandaði samkomulag á kröfum Breta og íra um 50 sjómilna einkalögsögu. Fram- kvæmdanefndinni var þá falið það verkefni að semja tillögur um bráðabirgðareglur, en i samninga- viðræðunum i kvöld og nótt kom í Ijós að næstum öll aðildarríkin voru af mismunandi ástæðum mótfallin tillögunum og ómögu- legt reyndist að ná samkomulagi. Forseti ráðherrafundarins, van der Stoel, utanríkisráðherra Hol- Framhald á bls. 18 einn af ellefu ráðherrum rikis- stjórnarinnar. Er það heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálaráðherr- ann. Líklegastur i það embætti er talinn vera Joseph Califano, sem er lögfræðingur í Washington og var ráðgjafi Johnsons i innan- rikismálum. Þá hugleiðir Carter þann mögu- leika að gera yfirmann orkumála- ráðuneytisins að ráðherra í rikis- stjórn. Til þess þarf lagabreyt- ingu en líklegastur til að hreppa það ráðherrasæti er James Schles- inger, fyrrverandi varnarmála- ráðherra. y., Carter skipaði einnig Charles Duncan, fimmtugan efnaverk- fræðing og fyrrverandi stjórnar- formann Coca Cola, I embætti að- stoðarvarnarmálaráðherra. Hinn nýi varnarmálaráðherra lýsti þvi yfir í dag, að hann ætlaði að vinna að þvi að viðhalda striðs- getu og viðbragðsgetu og banda- rísku herjanna. Kvað hann varnir landsins og öryggi þjóðarinnar mikilvægasta verkefni hverrar ríkisstjórnar. Framhald á bls. 18 Lögreglan eydileggur rád- stefnu Gyðinga Moskvu 21. desember — Reuter. NTB. MENNINGARRAÐSTEFNA Gyðinga var sett f Moskvu í dag að öllum þeim 13 mönnum, sem unnu að undirbúningi hennar, fjarstöddum. Aðeins tveir af 40 ræðumönnum ráðstefnunnar voru viðstaddir setn- inguna. IJPI-fréttastofan skýrir frá þvf, að samtals 45 baráttumenn fyrir réttindum Gyðinga í Sovétríkjunum hafi verið hindraðir af lögreglunni f að taka þátt f ráðstefnunni. Fimm meðlimir undirbúnings- nefndarinnar voru handteknir á leið sinni til ráðstefnunnar. Einum var haldið í stofufangelsi, en tveimur var skipað að halda sig heima á meðan húsrannsókn færi fram á heimilum þeirra. Aðr- ir meðlimir hafa trúlega fengið svipaða meðferð, ,en á þriðjudags- kvöld var ekki vitað um afdrif þeirra. Samvkæmt dagskrá átti ráð- stefnan að standa f þrjá daga, en ákveðið var á þriðjudagsmorgun að henni skyldi slitið siðar um daginn. Um það bil 50 baráttumenn úr röðum Gyðinga komu saman í Ibúð Grigorys Rozenhein, sem hafði verið handtekinn fyrr um daginn. Aðeins sjö af þeim skýrsl- um um menningarmál Gyðinga, sem lesa átti upp á fundinum, Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.