Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 5
MORGl’NBLAÐIÐ. MIÐVIKt'DAGL’R 22. DESEMBER 1976 5 Ljód Jóns úr Vör á sænsku NYLEGA kom út á sænsku hjá Schildts-bókaforlaginu f Helsingfors safn ljóða eftir Jón úr Vör, Bláa natten över havet, f þýðingu Maj-Lis Holmberg. Er þetta í þriðja sinn sem Ijóða- bók eftir Jón er gefin út á Norðuriöndum. Sú fyrsta kom út I Svfþjóð fyrir u.þ.b. 20 árum og önnur f Noregi fyrir þremur árum. Að auki hafa svo ljóð eftir Jón úr Vör birzt í Ijóða- söfnum eftir fslenzka höfunda, sem gefan hafa verið út á Norðurlöndum. Bláa natten över hvaet er safn 65 ljóða eftir Jón, þau elztu frá 1942. Eins og áður sagði, gerði Maj-Lis Holmberg þýðinguna, en hún hlaut menntun sína við Háskóla ís- lands og starfar nú sem lektor við háskólann í Helsingfors. Maj-Lis hefur sent frá sér tvær frumsamdar ljóðabækur og eina bók með þýðingum á verkum íslenzkra skálda, þ.á.m. Steins Steinars, Hannesar Péturssonar, Snorra Hjartar- sonar ofl. ofl. Á næsta ári mun koma út á finnsku þýðing henn- ar á tæplega 30 ljóðum eftir Jón úr Vör íslendinga. Þá hefur Maj-Lis einnig þýtt Þorpið eftir Jón úr Vör á finnsku en óvíst um út- gáfu þess enn sem komið er. Þorpið (1946) var fyrsta Ijóða- bókin, sem út kom hér á landi, er eingöngu innihélt óbundin ljóð. Elzta menningartímarit á Norðurlöndum: Skírnir eða „Finsk tidskrift” ISLENZKIR fræðimenn hafa til skamms táma álitið að tfmarit Hins fslenzka bókmenntafélags, Skfrnir, væri elzta núlifandi menningartfmarit á NorðurlöntJ- um. Fer það ekki á milli mála að Skfrnir er elzta tfmaritið, 150 ára á þessu ári, en nú er upp vakin sú spurning hvort við getum með réttu eignað Skfrni titilinn „elzta menningartfmarit á Norðurlönd- um.“ 1 Finnlandi hefur f 100 ár verið gefið út tfmaritið „Finsk tidskrift" og aðstandendur þess telja það elzta menningartfmarit- ið. 1 finnskum blöðum var i haust fjallað um aldarafmæli „Finsk tidskrift" og þess getið sem elzta menningartímarits á Norðurlönd- um. í auglýsingu í sænska bók- menntaritinu „Horisont" fyrir nokkru er vakin athygli á „Finsk tidskrift“. Segir þar að CG Est- lander hafi stofnað til þessa rits árið 1876. Þetta „einstæða“ finnsk-sænska timarit, sé elzta menningartfmarit á Norðurlönd- um. Sigurður Líndal, forseti Hins íslenzka bókmenntafélags, sagði f viðtali við Morgunblaðið í gær að upphaflega hefði Skírnir verið fréttarit og hafi fyrst árið 1905 einvörðungu orðið menntarit. Hins vegar hafi menningunni ver- ið sinnt jafnhliða fréttaskrifun- um fram að þeim tíma. Skírnir er 150 ára á þessu ári og þvi án nokkurra efasemda elzta núlif- andi tímarit á Norðurlöndum. Sagði Sigurður Lindal að um leið og Skírnir væri elzta tfmaritið vildi hann halda því fram að Skírnir væri einnig elzta menn- ingartímaritið. — Ég æt.la mér að skrifa Huvudstadsblaðinu i Finnlandi og vekja athygli á Skírni, rekja sögu ritsins og þróun þess i 150 ár/ sagði Sigurður. — Það kann að vera að útgefendum Fansk Tid- skrift sé stætt á því að kalla rit sitt elzta menningarrit á Norðu- löndum, þó svo að við séum þeim ekki sammála. Hins vegar ætti að vera óhætt að vekja athygli þeirra á Skírni, sem er heilum 50 árum eldri, en þeirra timarit, sagði Sig- urður að lokum. Fundarboðendur bændafundar á Hlönduósi: Athugasemd við athugasemd BúvörudeildarSÍS MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá fundarboðendum bænda- fundarins á Blönduósi 13. desember sl. , en þar segir að vegna samþykktar fundarins og athugasemdar við hana frá Bú- vörudeild SÍS, sem birtist i Mbl. 17. desember, óski fundar- boðendur eftir að þetta komi fram: „1. Ársreikningar Búvöru- deildar SlS eru ekki sendir sláturleyfishöfum innan SlS og hafa ekki fengist staðfestir þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar um. 2. Búvörudeild hefur lækkað verð á afurðum frá sláturleyfis- höfum niður fyrir ákveðið verð án samþykkis sláturleyfishafa. 3. Á bændafundinum á Blöndu- ósi komu ekki fram nein svör við veigamiklum spurningum fundarmanna og fulltrúar Bú- vörudeildar höfðu engin tölu- leg rök gegn þeim upplýsing- um, sem fundarmenn lögðu fram. 4. Framantöld atriði, ásamt öðrum, sem ekki eru talin hér, sýna að ályktun fundarins vegna Búvörudeildar SlS er ekki órökstudd fullyrðing.“ ,JÖ e^° CESAR EPLINU EPLINU EYJABÆ j. a ■ Akureyri Akranesi ísafirði Vestmannaeyjum TlZKUVERZLUN UNGA FÖLKSINS KARNABÆR LAUGAVEGI 66 Simi frá skipbbofdi 2Ö1S5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.