Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 1. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Richard spáir Rhódesíulausn Preloria. 3. janúar. Reuter. IVOR Richard, forseti GenfarráAstefnunnar um Rhódesfu, sagði í dag að loknum viðræðum við John Vorster, forsætisráðherra Suður-Afríku, að hann væri sannfærður um að samningur um frið í Rhódesíu væri mögulegur. Hann kvað viðræðurnar við Vorster hafa verið gagnlegar en hvorug- ur vildi segja frá þeim f einstökum atriðum. Richard kvaðst vonast til að geta hitt Vorster eftir eina eða tvær vikur. Þeir ræddust við í sumarbústað Vorstcrs í Oubosstrand nálægt Port Elizabeth. Ivor Richard, forseti Genfarráðstefnunnar um Rhódesfu (til hægri), ásamt John Vorster forsætisráð- herra við sumarbústað Vorsters. Lengst til hægri er dr. Hilgard Muller utanrfkisráðherra. Richard sagði þegar hann kom til Pretoria að allir sem hann hefði talað við f Zambiu, Rhódesíu og Suður-Afríku vildu frið og friðsamlega þróun í átt til myndunar traustrar meirihluta- stjórnar í Rhódesíu. Hann sagði að það sem sízt mætti gera eins og nú væri ástatt væri að setja úr- slitakosti — allir yrðu að vera sammála. Hann viðurkenndi að viðræð- Skálmöld í Kína Peking. 3. jan. — Reuter. AÐ undanförnu hafa borizt fréttir um ólgu og óeirðir f nokkrum héruðum Kína, en á sunnudag skýrði tals- maður stjórnarinnar f Pek- ing frá þvf að á flestum stöðum hafi óeirðirnar haf- izt fyrir meira en þremur mánuðum, og ekki hafi enn tekizt að bæla þær allar niður. Talsmaðurinn sagði fréttamönnum f Pek- ing að sér skildist svo sem bardögum hafi verið hætt f borginni Paoting, um 180 kflómetrum fyrir sunnan Peking, en deilurnar þó ekki endanlega verið sett- ar niður. Talsmaðurinn sagði að um árabil hafi innbyrðis deilur verið rfkjandi f sumum héruðum Kfna, og Bretum veitt stóra lánið Washington, 3. janúar. Reuter. STJÓRN Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) samþykkti f kvöld 3.9 milljarða dollara lán til Bret- lands Lánið er til tveggja ára og á að stuðla að viðreisn efnahagslffs- ins og draga úr halla á við- skiptum við útlönd. Samþykki stjórnar IMF var formsatriði þar sem fulltrúar sjóðsans og brezku stjórnarinnar hafa þegar gert samning sem ger- ir ráð fyrir verulegum niður- skurði á rfkisútgjöldum. Ekkert land hefur áður fengið eins stórt lán úr sjóðnum og það er veitt með þvf skilyrði að Bretar lækki opinber útgjöld um 2.5 milljarða punda á næstu tveimur árum. Auk þess samþykkja Bretar að takmarka lánveitingar innanlands. Upphaflega töldu ýmis aðildar- lönd IMF að Bretar fengju lánið með of hagstæðum skilmálum, en þeim snerist hugur þegar skýrt var frá sparnaðarráðstöfunum brezku stjórnarinnar 15. desember. Bandaríkin hafa flest atkvæði f stjórn IMF og William Simon fjármálaráðherra sagði fljótlega að bandariska stjórnin mundi styðja lánveitinguna. Um það bil 1.2 milljarðar dollarar greiðast strax og álíka há upphæð í árslok en afgangurinn á^ næsta ári. IMF mun fá töluverð áhrif í brezkum stjórnmálum á næstu tveimur árum þar sem brezka stjórnin hefur orðið að uppfylla ákveðin skilyrði. Þar sem lánið er svo hátt hefur IMF neyðzt til að snúa sér til tíu helztu iðnríkja heims til að gera sérstakar ráðstafanir. Á fundi fyrir jól sam- • þykktu ríkin að leggja til mestallt það fé sem þarf til lánveitingar- innar. að sumsstaðar hafi áfram verið um óeirðir að ræða eftir handtöku fjögurra leiðtoga róttækari aflanna í októbermánuði. Hinsveg- ar tók talsmaðurinn það fram að hvergi hafi komið til nýrra óeirða eftir hand- töku fjórmenninganna, þeirra Chiang Ching, ekkju Maos, Wang Hung- wen, Chang Chun-chiao og Yao Wen-Yaun, en þau eru ásökuð um að hafa ráðgert stjórnarbyltingu f Kfna. Talsmaðurinn sagði að fjór- menningarnir, sem handteknir voru, hafi stutt báða deiluaðila i Paoting, en þar hafi deilurnar leitt til morða, nauðgana, vopnaðra átaka og skemmdar- verka. Undanfarnar vikur hafa einstöku útvarpsstöðvar í Kína skýrt frá átökum i þriðjungi héraða Kína, sem alls eru 29, og meðal annars skýrt frá „alls- herjar borgarastyrjöld" í Szechwan-héraði. En útvarps- stöðvarnar hafa ekki minnst á það hvenær átök urðu. Talsmaður stjórnarinnar sagði blaðamönnum á sunnudag að átökin hafa staðið lengi, en ekki hafi verið unnt að skýra frá þeim meðan róttæku öflin höfðu yfirhöndina. Telja sérfræðingar að nú hafi verið ákveðið að skýra frá málavöxtum til að undirbúa þjóðina undir „hreinsanir" á róttæku öflunum. Fyrr á sunnudag skýrði Li Hsien-nien vara-forsætisráðherra brezkri þingmannanefnd íhalds- flokksins, sem er I heimsókn í Peking, frá því að samsæri rót- tæku aflanna hafi hafizt árið 1974, og að langan tíma tæki að afmá áhrif þeirra. Formaður brezku nefndarinnar er Elles barónessa, og hefur hún það eftir Li ráðherra að Chiang Ching og félagar hennar hafi beitt „stúd- entum gegn stúdentum, bændum Framhald á bls. 18 urnar við Ian Smith forsætisráð- herra i Salisbury hefðu verið erfiðar en kvað þó blaðafréttir af þeim ýktar. „Þær enduðu með því að við fengum okkur te,“ sagði hann. Richard kvaðst ekki hafa sett fram ákveðnar tillögur í ferðinni og sagði að hann væri aðeins að kanna nýjar leiðir. Aðspurður hvort fresta yrði Genfarráðstefn- unni sem á að koma saman 17. janúar sagði hann að ef hann kæmist að þeirri niðurstöðu að of snemmt yrði að koma sarhan 17. janúar yrði að fresta ráðstefn- unni. Hann sagði ennfremur að Bretar hefðu komizt að þeirri niðurstöðu að nærveru þeirra væri þörf meðan bráðabirgða- stjórn sæti að völdum í Rhódesíu til að tryggja jafnvægi. A morgun fer Richard til Botswana. Dollar lækkar Frankfurt, 3. janúar. Reuter. BANDARlKJADOLLAR var skráður á lægsta verði gagn- vart þýzka markinu I 18 mánuði I dag, fyrsta degi gjaldeyrisviðskipta á ný- byrjuðu ári. Dollarinn fór niður I 2.3430 mörk en seldist við lokun á 2.3437 mörk sem er 2 pfeninga Framhald á bls 22. Ráðherra batt enda á líf sitt Tel Aviv, 3. janúar. Reuter. AP. hUsnæðismAlarAðherra tsraels, Avraham Ofer, sem hefur verið orðaður við fjármálaspill- Þrettán fanga leitað um allaNorður-ítalíu Treviso, 3. janúar. Reuter. LÖGREGLUMENN leituðu f dag um alla Norður-ftalfu að 13 föng- um sem flúðu úr fangelsi f Treviso. I kvöld höfðu fundizt þrfr bflar sem fangarnir höfðu skilið eftir á ýmsum stöðum f margra kflómetra fjarlægð og tal- ið er að fangarnir séu komnir langt f burt. 1 Feneyjum skutu verðir nokkr- um viðvörunarskotum f kvöld til að koma f veg fyrir að um 100 fangar brytust út úr fangelsi. t Cuneo suður af Torino tóku fang- ar tvo fangaverði f gfslingu. Eftir fengaflóttann f Treviso hafa með- al annars fundizt nokkrar vélbyss- ur sem fangarnir höfðu á brott með sér., Leiðtogi þingflokks sósfaldemó- krata, Luigi Preti, sagði að það væri orðinn „barnaleikur" að flýja úr fangelsum á Italiu. Hann bætti við í yfirlýsingu: „Ef ég væri dómsmálaráðherra væri ég þegar búinn að segja af mér.“ Fangarnir höfðu undirbúið flóttann vandlega. Þeir handsöm- uðu nokkra fangaverði, brutust inn I vopnageymslu fangelsisins, höfðu nokkur vopn á brott með sér og neyddu fangaverðina síðan til að opna aðalhliðið. Seinna stöðvuðu mennirnir nokkra bíla, miðuðu byssum að ökumönnunum, skipuðu þeim að fara út og óku síðan f þremur aðalhópum í átt til Padua, Friuli og Emilia að sögn lögreglunnar. Einn fanganna er Prespero Gallinari sem lögreglan telur vera leiðtoga borgaraskæruliða. Hann mun vera hægri hönd Renato Curcio sem er aðalleiðtogi hinna svokölluðu „rauðu herdeilda.“ Hann hefur beðið dóms sfðan hann var handtekinn fyrir einu ári. Dæmdur morðingi, Domenico Framhald á bls. 23 ingu sem lögreglan rannsakar, réð sér bana f dag að sögn lögregl unnar. Ofer skaut sig f bifreið sinni I fjörunni nálægt heimili sfnu I úthverfi Tel Aviv og skildi eftir miða þar sem hann neitaði öilum ásökunum gegn sér. Ofer sagði i orðsendingunni sem lögreglan birti f kvöld: „Mér finnst tilgangslaust að halda áfram baráttunni jafnvel þótt sakleysi mitt verði sannað. Allt hefur hrunið til grunna í kringum mig.“ Snemma i dag fór Ofer frá Jerú- salem eftir fund sem hann átti með Yitzhak Rabin forsætisráð- herra. Hann var 55 ára gamall og hafði verið húsnæðismálaráð- herra siðan 1974. Nafn hans var nýlega nefnt f blöðum í sambandi við rannsókn lögreglunnar. í sjálfmorðsorðsendingunni sagði ráðherrann: „Eg furða mig á einu. Alla ævi hef ég aðeins hjálpað fólki og aldrei gert á hlut nokkurs manns. Hvers vegna var ég svo ofsóttur allan timann? Ég fékk nokkru áorkað í lífinu. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.