Morgunblaðið - 04.01.1977, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.01.1977, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1977 Morgunblaðið óskar eftir biaðburðarfóiki [Vesturbær Faxaskjól Kaplaskjóls vegur Neshagi Austurbær Bergstaðastræti Uthverfi Blesugróf Austurgerði Bústaða vegur Uppiýsingar í síma 35408 Plí»rgiiwMabíÍ> Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu Lydex hljóðkúta í eftirtaldar bifreiðar: Hötum tyrirliggjandi mna viourkenndu Lydec hljóðkúta I eftirtaldar bifreiðar. Austin Mini .................................hljóðkútar og púströr Bedford vörublla............................hljóðkútar og púströr Bronco 6 og 8 cyl ...........................hljóðkútar og púströr Chevrolet fólksblla og vörublla..............hljóðkútar og púströr Datsun dísel & 100A— 120A— 1200 — 1600— 140— 180 .............................hljóðkútar og púströr Chrysler franskur ...........................hljóðkútar og púströr Dodge fólksblla.............................hljóðkútar og púströr D.K.W. fólksblla ............................hljóðkútar og púströr Fiat 1100— 1500 — 1 24 — 125— 128 — 132 — 127........................hljóðkútar og púströr Ford, amerlska fólksblla.....................hljóðkútar og púströr Ford Anglia og Prefect......................hljóðkútar og púströr Ford Consul 1955 — 62 ......................hljóðkútarog púströr Ford Consul Cortina 1300 — 1 600 ............hljóðkútar og púströr Ford Eskort..................................hljóðkútar og púströr Ford Zephyr og Zodiac........................hljóðkútar og púströr Ford Taunus 12M— 15M— 17M— 20M . hljóðkútar og púströr Hillman og Commer fólksb. og sendib.........hljóðkútar og púströr Austin Gipsy jeppi...........................hljóðkútar og púströr International Scout jeppi....................hljóðkútar og púströr Rússajeppi GAZ 69 ...........................hljóðkútar og púströr Willys jeppi og Wagoner .....................hljóðkútar og púströr Jeepster V6 .................................hljóðkútar og púströr Lada ..................................hljóðkútar framan og aftan Landrover bensln og disel ..................hljóðkútar og púströr Mazda 616 og 818 ...........................hljóðkútar og púströr Mazda 1300.............................hljóðkútar aftan og framan Mazda 929..............................hljóðkútar framan og aftan Mercedes Benz fólksblla 180— 190 200 — 220 — 250 — 280.......................hljóðkútar og púströr Mercedes Benz vörublla......................hljóðkútar og púströr Moskwitch 403 — 408 — 412...................hljóðkútar og púströr Morris Marina 1,3 og 1,8....................hljóðkútar og púströr Opel Rekord og Caravan ......................hljóðkútar og púströr Opel Kadett og Kapital ......................hljóðkútar og púströr Passat.................................hljóðkútar framan og aftan Peugeot 204 — 404 — 505.....................hljóðkútar og púströr Rambler American og Classic.................hljóðkútar og púströr Renault R4 — R6 — R8 — R10 — R12 — R16 ............................hljóðkútar og púströr Saab 96 og 99 ..............................hljóðkútar og púströr Scania Vabis L80 — L85 — LB85 — L110— LB110— LB140 .....................................hljóðkútar Simca fólksblla.............................hljóðkútar og púströr Skoda fólksbtla og station ..................hljóðkútar og púströr Sunbeam 1250 — 1500.........................hljóðkútar og púströr Taunus Transit bensin og disel...............hljóðkútar og púströr Toyota fólksblla og station..................hljóðkútar og púströr Vauzhall fólksbíla ..........................hljóðkútar og púströr Volga fólksblla .............................hljóðkútar og púströr Volkswagen 1200 — K70 — 1300— 1500 .................................hljóðkútar og púströr Volkswagen sendiferðablla ..............................hljóðkútar Volvo fólksblla ............................ hljóðkútar og púströr Volvo vörubfla F84 — 85TD — N88 — F88 — N86 — F86 — N86TD — F86TD og F89TD .................................hljóðkútar Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. ALLT MEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI FERMA SKIP VOR TIL ÍSLANDS ’SEMzHÉR SEGIR: ANTWERPEN: Urriðafoss 4. jan. Úðafoss 1 0. jan. Tungufoss 1 7. jan. Urriðafoss 24. jan. Grundarfoss 31. jan. ROTTERDAM: Urriðafoss 5. jan. Úðafoss 1 1. jan. Tungufoss 1 8. jan. Urriðafoss 25. jan. Grundarfoss 1. feb. FELIXSTOWE: Dettifoss 4. jan. Mánafoss 11. jan. Dettifoss 1 8. jan. Mánafoss 25. jan. Dettifoss 1. feb. HAMBORG: Dettifoss 6. jan. Mánafoss Dettifoss 20. jan. Mánafoss 27. jan. Dettifoss 3. feb. PORTSMOUTH: Selfoss 4. jan. Brúarfoss 14. jan. Bakkafoss 1 7. jan. Bakkafoss 7. feb. Goðafoss 8. feb. HALIFAX: Selfoss 7. jan. KAUPMANNAHÖFN: írafoss 4 jan. Múlafoss 1 1. jan. Irafoss 1 8. jan. Múlafoss 25. jan. Irafoss 1. feb. GAUTABORG: Irafoss 5. jan. Múlafoss 1 2. jan. irafoss 1 9. jan. Múlafoss 26. jan. (rafoss 2. feb. HELSINGBORG: Álafoss 10. jan. Álafoss 24. jan. Álafoss 7. feb. KRISTIANSAND: Grundarfoss 3. jan. Álafoss 1 1. jan. Álafoss 25. jan. Álafoss 8. feb. P STAVANGER: l~Fl Álafoss 1 2. jan. Álafoss 26. jan. Álafoss 9. feb. GDYNIA/GDANSK: Skógafoss 6. jan. * Fjallfoss 23. jan. VALKOM: Skógafoss 4. jan. Fjallfoss 20. jan. VENTSPILS: Skógafoss 5. jan. Fjallfoss 21. jan. WESTON POINT: Kljáfoss 11. jan. Kljáfoss 25. jan. REGLUBUNDNAR VIKULEGAR HRAÐFERÐIR FRÁ: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM IIÍTi ALLT MEÐ EIMSKIP Ingvar Sveinsson —Minningarorð F. 6. desember 1949 D. 24. desember 1976. Fimmtudaginn 30. des. var til moldar borinn vinur minn og starfsfélagi, Ingvar Sveinsson, kennari við Iðnskólann í Reykja- vík. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Ingvar lézt aðfararnótt 24. des. s.l. eftir hetjulega baráttu við illvlgan sjúkdóm. Með þessum llnum langar mig til að minnast hans, þvf að við öll, sem áttum Ingvar að vini og starfsfélaga á allt of stuttu ævi- skeiði hans, kynntumst honum fyrst og fremst sem góðum dreng og duglegum og óvenju hugrökk- um félaga. Ingvar var fæddur I Reykjavfk 6. des. 1949, sonur hjónanna Helgu Helgadóttur og Sveins Ingvarssonar, Sogavegi 129 í Reykjavfk. Ingvar var elztur þriggja barna þeirra hjóna, en áður höfðu þau Helga og Sveinn misst ungan fósturson. Eftirlif- andi systkini Ingvars eru Marfa, búsett f Noregi, og örn, sem enn er f heimahúsum. Ingvar var alinn upp að mestu leyti hér f Reykjavík, að undan- skildum þremur árum, sem hann bjó með foreldrum sfnum f Hróarsholti í Árnessýslu á ung- lingsárum sínum. Hann varð stúdent frá M.R. 1970 og byrjaði veturinn eftir að kenna á Hellissandi. Síðan kenndi hann tvo vetur við gagnfræða- skólann á Selfossi. Jafnframt kennslunni árið 1972 byrjar hann nám í viðskiptafræði við Háskóla tslands, og átti aðeins eftir einn vetur í lokaprófið, er hann lézt. Hann fluttist hingað til Reykja- vfkur árið 1973 til að geta stundað nám sitt, og byrjaði þá jafnframt að kenna við Iðnskólann hér f Reykjavík. Ingvar stofnaði heimili með eftirlifandi konu sinni, Elfsabetu •Kristinsdóttur árið 1970, eign- uðust þau einn son, Kristin litla, sem nú er fimm ára. Fyrir 1V6 ári sfðan keyptu þau hjónin hæð í tvíbýlishúsi f Kópa- vogi, og voru búin að skapa sér þar fallegt og notalegt heimili, sem gott var að heimsækja. Sameiginlega unnu þau að því að gera heimilið sem vistlegast, og voru með áætlanir um stórfram- kvæmdir þar. 1 einu af sfðustu skiptunum, sem Ingvar kom heim af sjúkra- húsinu f lok nóvember s.l. vissi ég til að hann réðst f að setja áklæði á sófa, slfk var atorka hans og umhyggja fyrir heimilinu. Það duldist ekki hversu þau Elfsabet og Ingvar voru samrýnd og skilningsrfk f hjónabandi sfnu enda leyndi andrúmsloftið ekki þeim kærleika, er einkenndi sam- búð þeirra. Leiðir okkar Ingvars lágu fyrst saman fyrir fjórum árum og urðu kynni okkar fljótlega náin, þar sem við áttum sameiginleg áhuga- mál um útilíf og veiðiskap. En Ingvar var mikið náttúrubarn og lék á als oddi þegar hann var kominn á fornar slóðir á engjum og úthöfum Hróarsholts. Á þessum ferðum okkar kynntist ég Ingvari mjög vel og áttum við saman ógleymanlegar stundir, sem erfitt er nú að sætta sig við að ekki urðu fleiri. Ingvar var mjög glaðvær og félagslyndur maður, sem gaman var að rökræða við. Aftur á móti var hann dulur um eigin hagi. Hann ræddi t.d. aldrei um sjúkdóm sinn við aðra, þannig að margur kunningi hans bjóst ekki við andláti hans svo brátt sem raun ber vitni. Eins og fyrr segir stundaði hann fulla kennslu jafnhliða námi sfnu sém honum sóttist mjög vel á meðan heilsan entist. Ég minnist þess, er stúdent úr Háskólanum, er tók við hálfri kennsluskyldu Ingvars, þegar hann þurfti sem oftar að fara inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna, sagði eitt sinn við mig, er við ræddum um starfið: „Eg skil ekki hvernig Ingvar getur verið hér f heilu starfi og haldið jafnframt sfnu striki f Háskólanum. Hann hlýtur að vera einstakur náms- rnaður." Þessi orð þurfa ekki frekari skýringa við, því við vitum að Ingvar var gæddur góðum gáfum ásamt þvíað vera sérstaklega afkastamikill. Þar að auki vissi ég til að hann hafði bókhald ásamt öðrum félaga sfnum fyrir útgerðarfyrirtæki á Suðurnesjum. Við þetta bættust svo tómstundamálin, sem hann sinnti af sömu atorku. Hann var mikill hestamaður og átti lengi vel hesta, einnig var hann áhuga- maður um bfla og hafði gert áætl- un um að gera upp gamlan jeppa, sem hann hafði fest kaup á. Meðal þess sem hann fékkst við í tómstundum sínum, má nefna, að á Selfossi lék hann f gaman- leiknun Frænka Charles, sem er eitt dæmi um hve fjölhæfur Ingvar var og óhræddur að takast á við hvað sem var. Einhverjir kynnu nú að halda, að ekki væri eftir mikill tfmi til þeirra skyldustarfa sem Ingvar hafði tekið sér á herðar sem kennari. En þar vil ég einmitt leggja áherzlu á, að starf sitt rækti hann með einstakri alúð og samviskusemi og mundi allur sá fjöldi nemenda, sem hann kenndi, taka undir þau orð mín, þvf oft hafa sameiginlegir nemendur okkar Ingvars látið orð falla um vinsældir hans. Ekki get ég látið hjá líða að nefna sam- skipti Ingvars við samkennarana og starfsfólk skólans. Hann var oft hrókur alls fagnaðar á kennarastofunni, og tók virkan þátt i félagslffi kennarafélagsins. Fyrir tveimur árum var boðað til sumarnámskeiða kennara f fram- haldsskólum, er lokið skyldi á tveimur sumrum þ.e. tveir mánuðir í senn. Tók hann þátt f þeim ásamt samkennurum sínum þrátt fyrir veikindi sfn og náði tilskildum árangri. Hinn illræmdi sjúkdómur, er lagði Ingvar að velli, fór að segja til sín fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá sjaldan að sjúkdómur hans barst í tal okkar á milli var alltaf talað þannig, að um tfmabundið vandamál væri að ræða. Ég held og trúi þvf, að hann hafi boðið sjúkdómnum birginn og ætlað sér að sigra hann og innst inni hafi hann trúað því sjálfur fram á það sfðasta, því allar hans gerðir tal og áætlanir hnigu f þá átt, enda var harkan og dugnaðurinn honum í blóð borinn. Aðstandendur Ingvars hafa beðið mig að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks á deild 2B á Landakotsspftala fyrir einstaka umönnun, sérstaklega til læknanna Ólafs Árnasonar og Halldórs Steinsen. Að lokum vil ég votta eiginkonu hans, litla syni, foreldrum og skyldmennum mfna dýpstu samúð. Þetta eru aðeins fátækleg kveðjuorð til góðs vinar, sem horfinn er langt um aldur fram, en minningin um mannkosti Ing- vars og samverustundirnar með honum geymist í hugum okkar, samferðamanna hans á lffsleið, sem reyndist svo allt of stutt. Sverrir Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.