Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977
Öl- og gosdrykkir
hækka í verði
Ástæðan hækkun á tappagjaldi, sem
rennur í Styrktarsjóð vangefinna
UM ÁRAMÓTIN hækkaði lögum
samkvæmt svokallað tappagjald,
sem lagt er á innlenda öl- og
gosdrykkjaframleiðslu. Hækkar
Tvö af sex
minkabúum
lögd niður
TVÖ AF sex minkabúum I land-
inu eru um þessar mundir að
hætta starfsemi sinni. Er hér um
að ræða minkabú hlutafélagsins
íslensks jétminks h.f. á Skeggja-
stöðum í Mosfellssveit og minka-
bú Arikminsk h.f. á Akranesi.
Það kom fram í samtali við Jón
Ásbergsson, einn af hluthöfum ís-
lenska jétminks h.f., að ástæðan
fyrir því að ákveðið hefði verið að
hætta starfrækslu búsins á
Skeggjastöðum væri, að reksturs-
kostnaður minkabúanna hér á
Suð-Vesturlandi væri til muna
hærri en hjá búunum á Norður-
landi. Alls voru I þessum tveim
búum um 3100 læður og hefur
helmingur þeirra verið fluttur I
minkabúið á Sauðárkróki, sem er
að hluta í eigu hluthafa íslenzks
jétminks h.f. Hinum dýrunum
hefur verið fargað.
Sigurjón Bláfeld Jónsson,
minkaræktarráðunautur hjá Bún-
aðarfélagi Islands, var í gær
spurður að því, hvaða áhrif þessi
fækkun minkabúanna kæmi til
með að hafa á minkarækt í land-
inu. Sigurjón sagði að þau fjögur
bú, sem eftir yrðu kæmu til með
að stækka, sum þeirra hefðu feng-
ið bestu dýrin úr búunum, sem nú
hættu starfsemi og reksturs-
grundvöllur þeirra ætti eftir að
styrkjast. Verðlag á minkaskinn-
um væri hagstætt nú og hefði
hækkað um 73% að meðaltali á
árinu 1976 miðað við sterlings-
pund. Minkabúan sex hefðu 1976
framleitt 30 þúsund skinn og út-
flutningsverðmæti framleiðsl-
unnar yrði vart minna en 120
milljónir króna.
Sigurjón sagði ástæðu þess að
búið á Skeggjastöðum yrði að
hætta starfsemi sinni, að fóðrun
dýranna í þessum búum hefði
ekki verið rétt. Finnskir aðilar
hefðu átt hlut i þessu búi og
Finni, sem hér hefði verið á
þeirra vegum, hefði annast til-
búning á fóðri fyrir dýrin, sem
framleitt hefði verið I fóðurblönd-
unarstöð I Reykjavík. Finninn
hefði ekki viljað hlfta leiðbeining-
um um samsetningu fóðursins en
léleg fóðrun dýranna hefði valdið
ófrjósemi og sjúkdómum hjá dýr-
unum. Varðandi búið á Akranesi
sagði Sigurjón, að bústofn þess
hefði frá upphafi verið stærri en
húsnæði búsins leyfði. Ætlunin
hefði í upphafi verið að byggja
fjóra skála en aðeins tveir þeirra
risu. Of þröngt hefði því verið um
hvolpana og þeir ekki náð að
stækka eðlilega.
Jón Ásbergsson, sagði að það
væri rétt hjá Sigurjóni að ágrein-
ingur hefði verið um efnasam-
setningu fóðursins en erfiðleikar
búanna á Suð-Vesturlandi fram
yfir það, sem gerðist hjá búunum
á Norðurlandi, væru þó einkum
og sér í lagi hærri tilkostnaður,
bæði hvað snertir vinnulaun og
flutning á fóðri. Varðandi það að
íslenskur jétminkur hefði ekki
farið eftir leiðbeiningum Sigurr
jóns um fóðrun dýranna, sagðist
Jón vilja benda á að eitt minkabú-
ið, búið á Sauðárkróki, sem al-
gjörlega hefði fylgt tillögum Sig-
urjóns með fóðrun hefði haft lé-
legri frjósemi og í heild lélegustu
útkomuna af minkabúum I land-
inu.
tappagjaldið um 7 krónur á hvern
lftra, en ofan á þetta gjald kemur
sfðan vörugjald, álagning og sölu-
skattur. Andvirði tappagjalds
rennur f Styrktarsjóð vangefinna,
sem er f vörzlu félagsmálaráðu-
neytisins. Hefur sjóðurinn á und-
anförnum árum styrkt fram-
kvæmdir við heimili vangefinna f
landinu.
Gunnar Þorsteinsson skrif-
stofustjóri á skrifstofu verðlags-
stjóra veitti Mbl. þær upplýsingar
í gær að vegna hækkunar tappa-
gjalds yrði hækkun á öl- og gos-
drykkjum. Er hún nokkuð mis-
munandi, þar sem verð er látið
standa á heilum krónum. Nefndi
Gunnar sem dæmi, að maltöls-
flaskan hækkaði úr 48 krónum í
50 krónur, 25 cl. appelsínflaska úr
35 í 38 krónur, 25 cl. sinalcoflaska
úr 40 í 43 krónur, 20 cl seven up
flaska úr 31 í 33 krónur, 19 cl
coca-colaflaska úr 31 í 33 krónur,
30 cl coca-colaflaska úr 39 f 43
krónur, 30 cl spur-colaflaska úr 39
í 43 krónur og lítersstór coca-
colaflaska úr 130 krónum f 143
krónur.
Þá fékk Mbl. þær upplýsingar
hjá Jóni Ólafssyni skrifstofu-
stjóra f félagsmálaráðuneytinu að
Styrktarsjóður vangefinna hefði
samkvæmt fjárlögum haft 31
milljón og 825 þúsund krónur í
tekjur s.l. ár. Sagði hann að
tekjur sjóðsins myndu aukast
verulega við hækkun tappagjalds-
ins. Stærsta verkefnið, sem sjóð-
urinn styrkir um þessar mundir
er bygging nýrrar sjúkradeildar
við Sólborg, vistheimili vangef-
inna á Akureyri. Þá er fyrirhugað
að sjóðurinn styrki á næstunni
byggingu heimilis fyrir vangefna
á Austurlandi. Sagði Jón að sjóð-
urinn hefði á undanförnum árum
styrkt flestar framkvæmdir við
heimli vangefinna á landinu.
— Dollar lækkar
Framhald af bls. 1.
lækkun miðað við verðið á
föstudag.
Vestur-þýzki landsbankinn
mun hafa keypt 50 milljónir
dollara til að treysta stöðu
dollarans.
Þrýstingurinn á dollarann
stafar af lágum vöxtum i
Bandaríkjunum miðað við
þýzka vexti og óvissu um efna-
hagsstefnu Jimmy Carters
næsta forseta.
Greiðsluafgangur Vestur-
Þjóðverja minnkaði 1976 um
3.300 milljón mörk, i 34.000
milljón mörk að sögn
utanrfkisviðskiptaráðuneytis-
ins í Bonn.
Verðmæti útflutnings nam
255.000 milljón mörkum og var
15% meira en 1975 en 13% ef
reiknað er með verðbólgu. .
Verðmæti innflutnings jókst
um 20% að nafninu til en 17%
ef reiknað er með verðbólgu, í
um 221.000 milljón mörk.
— Hjón og sonur
þeirra fórust
Framhald af bls. 40
betar og Kristjáns fundust
skammt frá bílnum, en lík Sig-
urðar nokkru utar.
Talið er að vindhviða hafi jafn-
vel feykt bílnum út af veginum,
en einnig var mikil hálka þegar
þessi hörmulegi atburður átti sér
stað.
Sigurður Jónasson var fæddur
15. september 1906 og var því á
71. aldursári, Elísabet Jónsdóttir
var 65 ára, en hún var fædd 7.
nóvember 1912. Kristján H. Sig-
urðsson var tæplega 25 ára, en
hann var fæddur 16. mai 1952,
yngstur 7 barna þeirra hjóna, og
var hann ókvæntur.
— Óiafur.
— Kærður
Framhald af bls. 40
lfkamsárás síðar þessa sömu nótt.
Virðist sem hann hafi farið á stjá
um nóttina, ekið um á bifreið
sinni, líklega ölvaður og hitt aðra
stúlku af tilviljun. Bauð hann
henni heim til sfn og veitti henni
þar áverka en hún slapp frá
honum. Ekki mun vera um að
ræða nauðgun f þvf tilfelli. Stúlka
þessi er einnig 18 ára gömul.
Pilturinn var handtekinn á
nýársdag, og við rannsókn á
heimili hans mátti greinilega sjá,
að til átaka hafði komið og
áverkar verið veittir, því blóð-
blettir voru víða í herberginu.
— Búnaðar-
málastjóri. . .
Framhald af bls. 2
mæt hráefni fyrir íslenzkan
iðnað, en þykir leitt að kjöt skuli
fylgja gærunni. Þótt íslenzkir iðn-
rekendur eigi lof skilið fyrir
þróun ullar- og skinnaiðnaðarins
og fyrir að vinna góðan markað
fyrir þessar vörur erlendis, þá
fylgir sá böggull skammrifi, að
íslenzku iðnrekendurnir þurfa
helzt að fá hráefnin f þennan dýr-
mæta iðnað fyrir því sem næst
ekki neitt. Á undanförnum árum
hefur verð á ull hér á landi verið
svo lágt, að margir bændur hafa
látið meira og minna af ullinni
fara f súginn. Nú hefur rfkis-
stjórnin og sexmannanefnd bætt
örlítið úr þessu, með þvf að
hækka verð á ull, en hlutfallslega
minna á kjöti. En því miður fellur
samtfmis verð á gærum í hlutfalli
við kjöt, svo að bóndinn fær nú
varla kaffibolla með köku-
skammti fyrir meðallambsgær-
una. Samt er þetta svo eftirsótt
vara, að þeir sem verzla með hana
ímynda sér af einberri óskhyggju
að 50—70 þúsund lambsgærur
komi á markaðinn, af lömbum
sem ekki voru til og gátu ekki
verið til. En svo mikil er græðgin
í þessa verðlitlu vöru, að ósk-
hyggjugærur voru seldar eða
þeim lofað áður en sláturtíð hófst.
Þegar ímynduðu gærurnar komu
ekki í leitirnar ætlaði allt vitlaust
að verða. Hér skýtur skökku við.
Ur þvi I>etta er svo verðlítil vara
sem verðlagið ber vitni um, af
hverju eru þá ekki fluttar inn
gærur i staðinn. Varla hefur skort
þjónustuvilja verzlunarstéttar-
innar, en var ef til víH erfitt að fá
jafngóðar gærur erlendis á sam-
keppnishæfu verði? Bændur óska
eftir svari við þessari spurningu."
Þá sagði Halldór, að ef menn
teldu æskilegt að auka gærufram-
leiðsluna og bæta gæði þeirra, þá
yrði að greiða a.m.k. jafn hátt
verð fyrir hvert kfló í gærum og í
kjöti, helst hærra. Um áhrif þess,
sagði búnaðarmálastjóri:
„Verð á kjötinu myndi þá
lækka sem því svarar. Þetta
myndi lækka vlsitölu og útflutn-
ingsuppbætur á kjöt. Geti
iðnaðurinn ekki greitt gæru-
verðið að fullu, þá getur ríkið
hlaupið undir baggann með við-
komandi iðnfyrirtækjum.
Iðnaðurinn er vaxandi mikilvæg
atvinnugrein, sem hlú þarf að
vegna þess, að í þjóðfélagi verka-
skiptingar og sfaukinnar tækni f
undirstöðuatvinnugreinum, þarf
hlutfallslga fleira fólk að fá at-
vinnu í hverskonar iðnaði. En þó
sjálfsagt sé að iðnaður búi í alla
staði við jafngóð kjör af hálfu
löggjafans og aðrir atvinnuvegir,
þá er ástæðulaust að dilla honum
eins og töfraprinsi og búa honum
mun betri kjör en t.d. landbúnaði
og sjávarútvegi, en hin nýbreytta
tollskrá ber vitni um að atvinnu-
vegunum er mismunað.“
Sem dæmi um aðstöðumun at-
vinnuveganna nefndi Halldór að f
nýju tollskránni væru vélar til
iðnaðar yfirleitt tollfrjálsar og
þar í hópi Væru vélar til smjör-
líkisgerðar en mjólkurbúsvélar
hefðu borið 7% toll en ættu að
lækka í 2% toll á næstu árum
nema hvað þær væru tollfrjálsar
væru þær keyptar frá löndum
EBE eða Efta. Vélar til jarðyrkju-
og heyvinnuvélar hefðu verið í
7% tollflokki en ættu að lækka
fyrst í 4% og þá í 2% toll á næstu
4 árum. Þessar vélar væru þó
tollfrjálsar frá löndum EBE og
Efta. Sagði Halldór að mest væri
þó sláandi að sjá að allar vélar og
tæki til kexgerðar, súkkulaði og
drykkjarvörugerðar væru algjör-
lega tollfrjálsar á meðan flök-
unarvélar og aðrar vélar, sem
notaðar væru í sjávarútvegi hefðu
borið 7% toll en ættu nú að lækka
í 4% ef keyptar væru utan Efta-
og EBE-landanna.
á
— Afengi og
tóbak . . .
Framhald af bls. 40
um ýmsu tegundum og þvf gat
Mbl. ekki fengið staðfest verð
á tegundum áfengis hjá
ÁTVR. En sé gert ráð fyrir
áðurgreindum hækkunum um
leið og blaðað er í verðskrá
ÁTVR má gera ráð fyrir að t.d.
ódýrasta rauðvín f verzlunum
ÁTVR, sem kostað hefur 750
krónur komi til með að kosta
820 krónur. Er það líklegasta
verðið, því að verðj þetta rauð-
vín látið standa á hálfu hundr-
aði króna eins og algengast er í
verðskrám yrði hækkunin ekki
tæplega 10%, heldur 13.3%.
Algengasta tegund af viský
kostaði 3.800 krónur og gæti
við þessa hækkun farið í 4.200
krónur, hækkun 10.5%. ís-
lenzkt brennivín hefur kostað
2.600 krónur og hækkar líkleg-
ast í 2.900, en þá er hækkunin
11.5%. Nákvæmlega 10%
hækkun gerir 2.860 krónur.
Rússneskt og bandarískt vodka
hefur kostað 3.750 og er líklegt
að það hækki í 4.150, eða um
10.6%. Genever hefur kostað á
lítraflöskum 4.000 krónur.
10% hækkun er 4.400 krónur,
en um leið og hækkunin er
orðin f 4.450 krónur er hún
11.3%
— Petrosjan
Framhald af bls. 40
áskorendaeinvígjunum, en nú
viðurkenna þeir óbeint ákvarð-
anir fundarins og FIDE stend-
ur sterkara á eftir. Einnig má
segja að Sovétmenn viðurkenni
þarna óbeint Kortsnoj sem full-
gildan stórmeistara, en áður
höfðu þeir krafizt þess að FIDE
svipti hann öllum titlum sín-
um,“ sagði Einar S. Einarsson.
— Þrír menn
björguðust. . .
Framhald af bls. 39
sprengja sprakk í höndum hans. Hafði
pilturinn ásamt jafnaldra sínum verið
að búa til sprengjur með því að setja
púður úr flugeldum í eirrör. Þegar þeir
höfðu búið til tvær sprengjur sprakk
önnur sprengian og hin siðan af
völdum fyrri sprengingarinnar. Missti
annar piltanna tvo fingur, en hinn
slapp ómeiddur
353 brunaútköll
í Reykjavík
í Reykjavík var slökkviliðið kallað út
vegna brunaútkalla 352 sinnum á ný-
liðnu ári og sagði Gunnar Sigurðsson
varaslökkviliðsstjóri að miðað við
brunatjón væri síðastliðið ár tiltölulega
hagstætt Þakkaði Gunnar þetta góðu
starfi Eldvarnaeftirlits og auknu
fræðslustarfi að tjón er nú minna en
oftast áður. Mestu tjónin í brunum i
Reykjavik á árinu urðu að Laugavegi
168 5. september, að Heiðarbæ II í
Þingvallasveit 7. október, en þar að-
stoðaði slökkviliðið í Reykjavik við
slökkvistörf, og loks þegar hið átakan-
lega slys varð er roskin hjón brunnu
inni 25 desemberað Hverfisgötu 66
Á nýbyrjuðu ári hafði slökkviliðið
verið kaliað út 1 0 sinnum er Morgun-
blaðið hafði samband við slökkvistöð-
ina síðdegis í gær.
Á tfmabilinu frá 19.30 á gamlárs-
kvöld til klukkan 7.30 á nýjársdags-
morgun var slökkviliðið kallað út 9
sinnum vegna bruna og tvívegis vegna
sjúkraflutninga. Sagði Gunnar Sig-
urðsson að sér þætti það of mikið og
væri slökkviliðsmenn heldur óhressir
með þessa byrjun á árinu.
Óvenju mörg
brunaútköll á
Akureyri 1 975
Á Akureyri voru áramótin tiðindalítil
og ekkert alvarlegt útkall. Það sem af
er þessu ári hefur slökkviliðið aðeins
verið kallað út einu sinni vegna bruna,
en hins vegar 10 sinnum vegna sjúkra-
flutninga
Á siðasta ári voru brunaútköll á
Akureyri 101 talsins og er það umtals-
verð aukning frá árinu 1975, en þá
voru þau 83 Mestu tjónin á svæði
slökkviliðs Akureyrar urðu í Fataverk-
smiðjunni Heklu, togaranum Sólbak
og í Hrísgerði í Fnjóskadal, en þar
aðstoðuðu Akureyringar við slökkvi-
starf í tveimur síðarnefndu tilfellunum
er talið að orsök brunans hafi verið
neisti frá logsuðutækjum. í fataverk-
smiððjunni er hins vegar líklegt að
kviknað hafi í efnum, sem geymd voru
á lager fyrirtækisins.
Brunaútköll á Akureyri voru óvenju
mörg á síðasta ári, en mikið var um
útköll vegna sinubruna og elds i rusli
Jók þurrkatíðin norðanlands brunana
og t.d. var nokkuð um útköll vegna
elds í jarðvegi Að sögn Tómasar
Böðvarssonar. slökkvistjóra á Akureyri,
mun láta nærri að ef brunaútköll hefðu
verið hlutfallslega jafn mörg í Reykja-
vík og á Akureyri á síðasta ári hefðu
þau verið um eitt þúsund talsins Tóm-
as tók fram að þó útköll hafi verið
óvenju mörg, þá hafi tjón sjaldnast
verið mikil, og aðeins I þremur fyrr-
nefndum tilflelum farið yfir 2 milljónir
króna Sjúkraútköll voru 988 1976,
en 885 árið 1975
Færri útköli
í Hafnarfirði
í Hafnarfirði var slökkviliðið kallað út
66 sinnum á árinu vegna bruna, en
sjúkraflutningar voru 1065 á siðasta
ári Árið 1975 voru brunaútköll 125 I
Hafnarfirði, Garðahreppi og nágrenni
Mesta tjónið I bruna í Hafnarfirði á
árinu varð er eldur kviknaði i oliugeymi
i Straumsvik 11. apríl, en alvarlegast
slysið þegar maður brann inni að Hval-
eyrarbraut 36 1 7. april.
Árið 1975 voru brunaútköll í
Hafnarfirði 125, þannig að síðasta ár
hefur verið hagstætt i Hafnarfirði hvað
þetta varðar
— Predikun Sigurbjörns
Einarssonar biskups
Framhald af bls. 14
mál á þessum morgni, nýárssólin blexsuð. En það er
bergmál. Það sem hún segir mér og skálöinu, sem orti
sína dýrlegu játningu, það er túlkun á því, sem annar
hefur sagt og birt með orðum sfnum og verkum og
anda, hann, sem er játaður, boðaður, tilbeðinn í krist-
inni kirkju, af þvf að hann gefur oss traustið, trúna, þá
tiltrú til lífsins, tilverunnar, þá von um manninn,
heiminn, lífið í tfmanum hér og eilifðinni sfðar, sem
stendur af sér allt, ljómar um hverja sól, lýsir upp alla
nótt. í hans nafni er innsta rúnin fólgin og nafnið hans
nafnið Jesús, þýðir: Guð frelsar. í hans mynd sé ég
það auglit, sem hylst á bak við himnanna himna og
geimanna djúp, og myndin segir: Guð elskar. i hans
lófa les ég það, að í hendi Guðs er lff og sál, og sú hönd
er algóð. í nafni hans má ég, mátt þú sjá bros og yl
eilífrar miskunnar í geislum þeirrar nýárssólar, sem
rfs yfir heim margra skugga. í nafni hans máttu lesa
líknstafi úr öllum feiknstöfum. í nafni hans er
dauðinn vegur til lífs. Blessað sé hans heilaga nafn að
eilífu. Blessuð þín för með honum að eilífu.