Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 15
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 15 Á gamlársdag voru að venju veittir styrkir úr Rithöfundasjóði rlkisútvarpsins og hlutu þá að þessu sinni Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Gunnar Dal, rithöfundur. Voru styrkirnir, sem nema 250 þúsund krónum I hvorn hlut, afhentir við athöfn I Þjóðminjasafninu að viðstöddum forseta tslands, Kristjáni Eld- járn, og fieiri gestum. Báðir eru þeir Einar og Gunnar Dal útvarps- hlustendum vel kunnir, hafa m.a. að undanförnu flutt þar efni, sem mikið hefur verið á hlustað, Gunnar erindaflokk um heimspeki og Einar sunnudagsþætti. Formaður sjóðsstjórnar, Jónas Kristjánsson, sagði m.a. við afhendinguna, að réttir tveir áratugir væru nú liðnir siðan í fyrsta sinn var úthlutað styrkjum úr sjóði þessum, þá til skáldanna Guðmundar Frímanns og Snorra Hjartar- sonar. Gerði hann grein fyrir rithöfundasjóðnum, sem varð til með samkomulagi íslenzkra rithöfunda og forstöðumanna Ríkisútvarpsins. Höfuðstóll var myndaður af framlagi útvarps- ins, og skyldi það vera nokkurs konar uppbót fyrir ógreidd höfundarlaun frá fyrri árum útvarpsins. En tekjur sjóðsins eru þrenns konar. I fyrsta lagi vextir af höfuðstólnum, í öðru bindingar á hendur þiggjendum, hvorki um flutning efnis né utanferðir. Það kæmi af sjálfu sér, útvarps- mertn renndu hýru auga til þeirra höfunda, sem eru dug- legir útvarpsmenn, og styrk- þegar reyndust að jafnaði fúsir til að launa eldið og vinna fyrir nýjum verkalaunum í útvarps- sal. Gunnar Dal og Einar Kristjðns- son ásamt Jónasi Kristjáns- syni, formanni rithöfundasjóð útvarpsins, við afhendingu styrksins til þeirra á gamlárs- dag. GunnarDal og Einar Kristjánsson hlutu rithöfundastyrk útvarpsins Þá ræddi Jónas um gagnsemi utanferða fyrir íslenzk skáld og lagi framlag útvarpsins, sem smám saman hefur hækkað á undanförnum árum, og í þriðja lagi „rithöfundalaun sem Ríkis- útvarpinu ber að greiða sam- kvæmt samningi, en höfundar finnast eigi að“. Alls nema tekjur sjóðsins á þessu ári rúm- lega hálfri milljón króna, sem er skipt í tvo hluti, sem fyrr er sagt. Tilgangur sjóðsins er að veita íslenzkum rithöfundum styrki til ritstarfa eða undir- búnings undir þau, einkum með utanförum. Skulu styrk- þegar að lokinni utanför gera stjórn sjóðsins grein fyrir henni og láta ríkisútvarpinu í té til flutnings nýtt efni eftir sig, eftir heimkomu þeirra. En Jónas tók fram, að hér væri í reynd fremur um að ræða til- mæli en fyrirmæli, styrkveit- ingunni fylgdu engar skuld- rithöfunda til að „sjá borgir og þekkja skaplyndi margra manna", eins og hinn forni sæfari. Hann sagði m.a.: Erlendir straumar flæða til okkar og þykir ekki allt valið timbur í þeim reka, sem þeir bera með sér. Erfitt er að sporna við slíku, en þó er hugsanlegt að við gætum haft meiri stjórn á hinum erlendu áhrifum, valið og hafnað meira en tíðkazt hefur nú um sinn. Og a sama hátt skyldum við reyna að hafa nokkra stjórn á því hvað við sækjum til annarra landa. Sumt sem eftir er sótzt virðist harla fánýtt, annað bein- línis háskalegt. Af hinu mein- lausara tagi eru allar þær fjöl- mennu skemmtiferðir sem farnar eru til svokallaðra sólar- landa, sagði Jónas. En skyldí það ekki vera jafn mikil hressing fyrir sál og líkama að Ieggja leiðina upp úr sand- fjörunni og inn á slóðir sögunnar, njóta fornra og nýrra verðmæta í list heimsþjóða eða kynnast eftir föngum iðandi mannlífi í gistilöndum okkar? Þar er efni til íhugunar og kannski verk að vinna fyrir ýmsa félagshópa og forsjár- menn ferðamála hér á landi .. . Þótt erlendu áhrifin séu nokkuð menguð og og sumt mætti betur veljast þá er hitt víst að við getum ekki og megum ekki lifa í einangrun. Við hljótum að leita margvís- legra fanga til annarra þjóða, sagði Jónas. Það er því ekki út í hött þegar stofnskrá rithöf- undasjóðsins hvetur höfunda tii að undirbúa ritstörf sín — „einkum með utanferðum". Sigurður Guðmundsson skóla- meistari víkur á einum stað að hinum eirðarlausu utanferðum fyrsta þjóðskáldsins okkar, Egils Skallagrimssonar. „For- feður vorir skildu ekki þessa útþrá Egils og eignuðu hana fjölkynngi Gunnhildar kónga- móður," segir Sigurður. „Vér vitum að hún er göfugs eðlis, Framhald á bls. 27 hérer vinningsvonin SIBS-happdrættið sem býður vinnings- Volkswagen ferðabíll, sem dregið verður möguleikana 1 á móti 4. Vinningafjöldi er um í júní - að verðmæti u.þ.b. 3,5 milljónir 18.750 og þeirra á meðal eru 2 á milljón og króna. 24 á hálfa milljón. ■ n Endurnýjunarverð er óbreytt - aðeins 400 krónur. Aukavinningurinn í ár er eiginlega » aðalvinningurinn! Ferðabíll sem á ekki sinn kí líka -sumarbústaðuráhjólum. Aðutaneins Br og lipur sendibíll, en að innan: eldhús, borð- * stofa og tvö svefnherbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.