Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 39 Upptök eldsins í Aðalstræti ókunn: Þrír menn björguðust naumlega EFRI HÆÐ og ris hússins að Aðalstræti 12 í Reykjavík gereyðilögðust I eldi á nýársnótt og mátti ekki miklu muna að eldur bærist i nærliggjandi timburhús Í Brekkugötu. Slökkviliðinu tókst þó að hefta að eldurinn bærist í fleiri hús og ráða niðurlögum hans tæpum tveimur timum eftir að tilkynnt var um brunann, en það var klukkan 4.10 á nýársnótt. Ekkert manntjón varð í þessum bruna, en lögregJan bjargaði þremur mönnum, sem bjuggu í risi hússins. Höfðu tveir þeirra komist út á þak hússins nr. 10 við Aðalstræti þar sem verzlun Silla og Valda er, en einn komst niður i stigagang. Voru mennimir fluttir á Slysavarðstofuna Eldurinn kom upp í eldhúsi á 2. hæð, en eldsupptök eru ókunn. Þar var enginn heima og engin rafmagnstæki í sambandi. Annríki var hjá slökkviliðsmönnum I Reykjavík og Hafnarfirði yfir áramótin og varð t.d. talsvert tjón f nýlegu húsi í Garðabæ. Á Selfossi skemmdist Viðlagasjóðshús og bæði þar og í Garðabænum var flugeldur orsök brunans. Siökkviliðinu í Reykjavík barst til- kynning um bruna í húsinu að Grjóta- götu 4 klukkan 4.10 á nýársnótt og voru 1 0 menn þegar sendir á staðinn á 4 slökkvibílum og sjúkrabíl Á leið þeirra á brunastað var tilkynnt um að eldurinn væri í „Fjalakettinum" og var allt lið Slökkviliðsins kallað út svo og varaliðið og beðið um aðstoð frá slökkviliði Reykjavíkurflugvallar, sem sendi einn bíl þegar á vettvang. Er komið var á brunastað kom I Ijós að eldurinn var í húsinu númer 12 við Aðalstræti og voru 2 reykkafarar sendir inn í húsið til að kanna hvort fólk væri I húsinu. Fóru þeir upp I ris hússins, en fundu engan Höfðu tveir íbúar í risi hússins bjargað sér út á þak Silla og Valda hússins við hliðina og þaðan bjargaði lögreglan þeim, sömuleiðis bjargaði hún einum íbúanna í risinu, sem var kominn niður í stiga úr risinu. Var talin hætta á að mennirnir hefðu fengið reykeitrun. en tveir þeirra fengu að fara fljótlega af Slysavarðsstofunni, að lokinni rannsókn. Fóru slökkviliðsmenn upp með há- þrýstistúta til að reyna að freista þess að slökkva eldinn innan frá. Varð þá reyksprenging í húsinu og urðu þeir frá að hverfa. Sprungu gluggar út við sprenginguna og eins gólf á milli 2. hæðar og rissins Óttast var að eldur- inn kynni að breiðast út í nærliggjandi hús og var því fyrst í stað reynt að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva hann að vestanverðu, en vindur var á suðaustan. Fjórir bílar slökkviliðsins og ein laus dæla voru tengd við nærliggj- andi brunahana og gekk greiðlega að fá vatn að sögn Gunnars Sigurðssonar aðstoðarslökkviliðsstjóra. Þegar mest var, var dælt 5—6000 lítrum vatns á húsið á mínútu að sögn Gunnars. Upp úr klukkan 5.30 hafði tekizt að slökkva eldinn að mestu. en vakt var við húsið fram undir hádegi. 37 menn voru við slökkvistarfið í Aðalstræti og auk slökkviliðsmanna 2 menn úr Björgunarsveitinni Ingólfi. Að sögn Hauks Bjarnasonar rann- sóknarlögreglumanns er talið víst að eldurinn hafi komið upp í eldhúsi á 2. hæð hússins Þar bjuggu hjón, en þau voru ekki heima á nýársnótt og ekkert rafmagnstæki í sambandi f eldhúsinu að þvi að talið er. í risinu bjuggu feðgar og einstaklingur og björguðust þeir úr eldsvoðanum eins og áður sagði. I húsinu bjiggu einnig franskur maður, kona og sex ára sonur hennar en þau voru ekki heima um nóttina. í húsinu voru fjögur fyrirtæki, hann- yrðaverzlun, lögfræðistofa, gullsmíða- verkstæði og leðugerð og urðu miklar skemmdir þar, aðallega vegna reyks og vatns. í verzlun Silla og Valda við hlið hússins, sem skemmdist f eldinum, urðu miklar vatnsskemmdir. Húsið að Austurstræti 1 2 er f eigu fyrirtækis Silla og Valda og er byggt um aldamót. Eldur í Hraunbæ og Ásgarði Meðan slökkviliðið var að störfum í Aðalstræti kom tilkynning um bruna í Hraunbæ 182 Var sjúkrabíll sendur á staðinn með handdælu og sfðan bíll flugvallarslökkviliðsins. Var ekki mikill eldur þar, en mun hafa kviknað út frá blysi. Tilkynnt var um þennan bruna klukkan 5.56. Klukkan 13.30 á nýársdag var til- kynnt um bruna að Ásgarði 24. en þar kviknaði í út frá kertaskreytingu. Maður sem bjó í húsinu slapp naum- lega út af eigin rammleik, en litlar skemmdir urðu af eldinum, en nokkrar af revk Miklar skemmdir á húsi I Garðahreppi Slökkviliðið í Hafnarfirði var fjórum sinnum kallað út um áramótin, og var alvarlegasti bruninn að Brúarflöt 4 i Garðahreppi. Flugeldasól lentiþar á þaki hússins og glóðhitaði það Kviknaði eldur I viðarklæðningu undir þakinu og hljóp eldurinn eftir klæðn- ingunni og einangrunarplast. Skemmdist þakið mikið, sperrur brunnu og auk þess skemmdust þrjú herbergi í húsinu af völdum elds og vatns. Enginn var heima í húsinu þegar eldurinn kom upp, en ungur piltur kom þangað heim til sín skömmu eftir að eldurinn kviknaði og gerði hann slökkviliðinu f Hafnarfirði viðvart klukkan 00.30 á nýársnótt. Kom slökkviliðið fljótlega á vettvang og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Rakettur ollu íkveikju á tveimur öðrum stöðum f Hafnarfirði um ára- mótin. í annað skiptið fór flúgeldur inn um kjallaraglugga á húsi, en l hinu tilfellinu inn um glugga á raftækja- verzlun Ekki varð mikið tjón vegna þessara bruna. Flugeldur kveikti « á Selfossi Flugeldur orsakaði einnig íkveikju í húsinu að Úthaga 7 á gamlárskvöld. Lenti flugeldurinn á álþaki hússins, sem er eitt af Viðlagasjóðshúsunum og logaði nokkra stund á þakinu. Fylgdist fólk með loganum þar til hann slokknaði og taldi að öllu væri óhætt. Eins og í Garðahreppinum glóðhitaði eldurinn þakið og kviknaði í þakklæðn- ingu innan frá. Tjón varð ekki mikið en þó nokkrar skemmdir. Heimatilbúin sprengja slasaði pilt Á Eyrarbakka slasaðist 1 6 ára piltur næstsiðasta dag ársins er heimatilbúin Framhald á bls 22. Ármenningar Árshátíð félagsins verður að Hótel Sögu Átthagasal 8. janúar og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Uppl. í símum 30841 — 85649 — 85775. Stjórnin. Borgarstjórn, kennarar og aðrir gestir skoða hina nýju sundlaug. Sundlaug við F jöl- brautaskólann í Breiðholti opnuð t GÆR var vfgð ný sundlaug við Fjölbrautarskólann f Breið- holti, að viðstöddum borgar- stjóra og öðrum gestum. Verð- ur hún tekin f notkun nú að loknu jólaleyfi skólanna og er ráðgert að nota laug þessa til sundkennslu yngri barna f barnaskólum Breiðholts. Borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson, gerði grein fyrir byggingarsögu sundlaugar- innar og Kristján Gunnarsson fræðslustjóri sýndi gestum húsakynnin. I ræðu borgarstjóra kom fram að þetta er annað'stig í fyrsta áfanga þessa íþrótta- mannvirkis. Fyrsta stiginu er lokið en það var iþrótta- og fót- boltavöllur ásamt hlaupabraut og stökkbrautum, og upphækk- uðum áhorfendasvæðum. öðru byggingarstiginu, sem skipt er í þrjá hluta, A, B, og C og er sundlaugin, C-hlutinn, nú full- gerð en byrjað er á A og B hlutum sem eru útisundlaug, 12,5 x 25 metrar ásamt fram- tíðarbúningsaðstöðu fyrir laugarnar báðar, steypiböðum, þurrkherbergjum og fleiru. Þá er einnag gert þar ráð fyrir aðalinngangi fyrir mannvirkið í heild einnig þriðja stig áfang- ans sem er fjórskiptanlegur fþróttasalur að stærð 22x44 metrar ásamt búningsklefum með tilheyrandi. Áhorfenda- svæði verða til hliðar við salinn og taka þau 500—700 manns. í þeim áfanga sem byrjað er á verða einnig snyrting, fata- geymslur svo og aðalafgreiðsla, kennaraherbergi og fleira. 1 þeim hluta þessa áfanga sem nú hefur verið tekinn í notkun eru einnig gufuböð fyr- ir karla og konur ásamt sturtu- böðum og hvíldarherbergjum, en sú einig er notuð til bráða- birgða sem búningsaðstaða fyr- ir börn í sundkennslu þar til framtfðaraðstaða verður tilbú- in, og verða nemendur að ganga inn um bráðabirgðainngang f kjallara á meðan. í kjallaranum eru hreinlætis- tæki fyrir báðar laugarnar og hluti loftræstikerfis og sagði borgarstjóri það hugsanlegt að hluti kjallarans yrði notaður sem lestraraðstaða og félags- aðstöðu nemenda Fjölbrautar- skólans. I sundlaugarsal þess áfanga sem nú er vígður-er lastaverk sem gert er úr brenndum leirflfsum og hafa Hildur Hákonardóttir og Þor- björg Höskuldsdóttir hannað það. Annað stig fyrsta áfanga var boðið út og var lægsta tilboðinu tekið. Það var frá Sveinbirni Sigurðssyni byggingarmeistara og er reiknað með að heildar- kostnaður verði um 305 milljón- ir miðað við verðlag í dag. Gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki í aprfl 1978. Framkvæmd- ir hófust í október 1975 og er heildarkostnaður nú orðinn um 120 milljónir. Arkitektar eru Guðmundur Þór Pálsson og Jón Ölafsson frá teiknistofunni Arkhönnun s.f. Borgarstjóri lauk máli sínu með þvi að óska Breiðholtsbú- um til hamingu með sundlaug- ina og þakkaði Rögnvaldur Sæmundsson aðstoðarrektor fyrir hönd skólans og sagðist vona að laugin kæmi öllum Breiðholtsbúum að notum, en ekki aðeins nemendum skól- anna. Hildur Hákonardóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir gerðu þessar veggskreytingar, sem eru úr brenndum leirflfsum. Frá brunanum f Aðalstræti 12 á nýársnótt, tveir mannanna, sem f húsinu voru, björguðust út á þak hússins nr. 10 við Aðalstræti (Ljósm. RAX).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.