Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 23
23 ---------------.----------------------- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 — Batt enda . . . Framhald af bls. 1. Ég vann og stritaði og skapaði. Llf mitt var ekki algjörlega unnið fyrir gíg.“ Ofer var fæddur I Póllandi og fluttist til ísraels 11 ára gamall. Aður en hann var kjörinn á þing fyrir Verkamannaflokkinn 1969 var hann forstöðumaður eins stærsta byggingarfyrirtækis landsins, Shikun Ovdim, sem var i eigu Israelska verkalýssambands- ins. Nafn Ofers hefur að undan- förnu verið nefnt á þingi og I blöðum i sambandi við Asher Yadlin, fyrrverandi forstöðu- manns sjúkrasamlags verkalýðs- sambandsins. ísraelsstjórn til- nefndi hann í fyrra bankastjóra Israelsbanka, en hann var ákærð- ur i siðasta mánuði fyrir mútur, skattsvik og lóðabrask. Tilnefn- ingin var dregin til baka. Blöð hafa kallað rannsókn lög- reglunnar „Watergate lsrels“. En Ofer neitar öllum ásökunum I sjálfsmorðsorðsendingunni: „Ég hef kvalizt i vikur og mán- uði. Ég hef verið ranglega ásakað- ur. Ég er viss um að sannleikur- inn mun koma fram, að ég hefi ekki svikið, að ég hafi ekki stolið og að þetta er allt rógur og falskar ásakanir. En ég hef ekki þrek til að þola meira.“ Israelskur blaðamaður, Yigal Laviv, kærði nýlega Ofer fyrir lögreglunni og hélt þvi fram að hann hefði hylmt yfir með lóða- braski og selt ibúðir á lágu verði mönnum sem gátu hjálpað honum I stjórnmálum. Lögreglan sagði aðeins nokkrum klukkustundum áður en Ofer lézt að hún væri að rannsaka kæru blaðamannsins, og neitaði að staðfesta eða neita hvort Ofe'r lægi undir grun. Laviv starfar við vikuritið Haolam Hazeh og ritstjóri þess, Uri Avnery, sagði að hann harm- aði sjálfsmorðið en blaðið hefði aðeins gert skyldu sina og upplýs- ingar þess hefðu verið nákvæmar. Hann kvaðst hafa talað við Ofer fyrir hálfum mánuði og boðið honum að birta svar við ásökun- um en ekki heyrt frá honum sið- an. Blaðið Maariv sagði að Ofer hefði krafist þess að rannsókn lögreglunnar yrði hraðað og neit- að að hafa verið viðriðinn ólögleg- ar sölur. Rabin forsætisráðherra neitaði að staðfesta eða bera til baka hvort Ofer lægi undir grun og sagði að I tsrael væru menn saklausir unz sekt væri sönnuð. Málað kom upp á yfirborðið eftir leynifund Rabins og aðstoð- armanna hans um það á laugar- dag. Fyrr I dag bað Efrain Katzir forseti Rabin að mynda bráða- birgðastjórn til að stjórna landinu fram yfir nýjar kosningar í vor. — Fanga leitað Framhald af bls. 1. Napoli, var einnig I hópi þeirra sem flúðu. Hann var fluttur til fangelsisins í Treviso fyrir tveim- ur vikum, þar sem hann var talinn hafa stjórnað fangaupp- reisn í Flórenz. Einn þingmanna Frjálslynda flokksins, Giuseppe Costa, krafð- ist þess í dag að allir starfsmenn italska dómsmálaráðuneytisins, sem ábyrgð bæru á öruggi I átöls- kum fangelsum, segðu af sér. Fangelsisstjórinn, Giancarlo Severini, kveðst hafa varað dóms- málaráðuneytið við þvi fyrir jól að hann gæti ekki ábyrgzt öryggi í fangelsinu þar sem það væri yfir- fullt. 220 fangar voru i fangelsinu áður en fangarnir flúðu, 40 fleiri en þar mega vera, og aðeins 50 fangaverðir í stað 75—80 sem þarf að sögn Sverinis. — Ford óttast Framhald af bls. 19 ur leiðtogi léti I framtiðinni leið- ast út f ævintýri," sagði forsetinn. Ford forseti hefur undanfarinn hálfan mánuð dvalizt I Colorado og stundað skíðaferðir, en sneri heim til Washington á sunnudag. Áður en hann lætur af embætti 20. þessa mánaðar flytur hann árlegt ávarp sitt til þingsins, og einnig leggur hann fram fjárlaga- frumvarp sitt fyrar fjárhagsárið 1978. Þá hefur Ford lýst þvl yfir að hann muni leggja til við þingið að Puerto Rico verði 51. ríki Bandarlkjanna, og að verðlagseft- irlit á benslni verði afnumið. Tal- ið er að þingið felli báðar þessar tillögur forsetans. — Útfærsla EBE Framhald af bls. 19 uppi nægilegri löggæzlu innan 200 milnanna. Þessi 5 skip, sem um væri að ræða, væru eins og dropi I hafið á þvl 270 þúsund fermflna svæði, sem fiskveiðilög- sagan næði yfir. Ef gæzlan ætti að vera nægileg þyrfti þrefalt fleiri skip til gæzlustarfa en brezki flot- inn réði nú yfir. Því væru litlar líkur á þvl að veiðiþjófar sigldu I bráð út fyrir 200 mílurnar. — Strangar kröfur Framhald af bls.21 þessari framkvæmd I höfn. Hann þakkaði vinsamlega afgreiðslu Fjárfestingabanka Norðurlanda á beiðninni um lánsfé og kvaðst vona að fyrirtækið yrði happa- drjúgt íslenzku efnahagslífi. Það kom fram við athöfnina I gær að lánið til járnblendifélags- ins er jafnhátt fyrst hluta stofn- fjárframlags Norðurlandanna til Fjárfesingabankans, en að öðru leyti aflar bankinn lánsfjár með þvf að taka lán á alþjóðalána- mörkuðum. Þessi fyrsti hluti stofnfjárframlagsins var greiddur I ágúst slðastliðnum og næsta greiðsla verður I águst 1977. Blaðamenn spurðu fram- kvæmdastjóra Elkem um væntan- legar ráðstafanir gegn mengun á Grundartanga. Gunnar Sem kvað sett upp beztu hreinsitæki, sem völ væri á, og farið yrði að sömu kröfum og norsk heilbrigðisyfir- völd settu, en þar eru nýjar og mjög strangar reglur I gildi um varnir við klsiljárnverksmiðjur. Hann kvað ryk koma frá verk- smiðju þeirri, sem reisa ætti á Grundartanga. Þetta ryk kvað hann ekki eitrað, en ylli óþægind- um. Rykið kvað hann hreinsað frá með sérstökum hreinsum og möguleikar væru t.d. á því að nota það sem efni I sement frá Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi. Kvað hann mjög áhugaverðar til- raunir með slíkt fara fram I Noregi. Ur verksmiðju, sem fram- leiddi 50 þúsund tonn af kisil- járni, kvað hann myndu koma 25 þúsund tonn af úrgangsefni. Þann hluta sem ekki væri nýtan- legur yrðu menn að losa sig við. Um markaðsverð á kfsiljárni kvað hann þð hafa verið á árinu 1975 um 2.900 norskar krónur á tonnið, en á sfðasta ársfjórðungi 1976 var verðið komið niður I 2.600 krónur. Markaðurinn væri sveiflukenndur og hann kvað þessa verksmiðju verða reista á heppilegum tíma, þ.e. þegar markaðurinn væri I lágmarki, en sfðan myndi framleiðslan komast á hækkandi markað. I iðnaðar- þjóðfélögum kvað hann ársneyzlu kfsiljárns verða um 1,5 kg á mann. Um það hvers vegna svo mikill munur væri á skoðunum Union Carbide og Elkem á arð- semi Grundartangaverksmiðjunn- ar, sagðist hann ekki geta sagt neitt. Raunar ætti kannski heldur að bera upp spurninguna við bandarfska fyrirtækið, en mikill munur væri á Elkem og Union Carbide — Elkem hefði selt á Evrópumarkaði um 200 þúsund tonn á ári, en bandariska fyrir- tækið aðeins um 5 þúsund tonn. A fundinum kom ennfremur fram að útflutningur kisiljárns sé talinn auka útflutningstekjur ís- lendinga um 6 til 8%. I verk- smiðjunni verða 2 bræðsluofnar af nýjustu gerð frá Elkem og er gert ráð fyrir að unnt verði að hefja bræðslu I öðrum þeirra um áramót 1978 til 1979, en hinn verði síðan tekinn I notkun hálfu öðru ári síðar. Um 150 manns munu starfa við verksmiðjuna. Auk láns Norræna fjárfestinga- bankans fæst fé til verksmiðju- byggingarinnar með útflutnings- og vörukaupalánum og öðru láns- fé að fjárhæð 150 milljónir norskra króna eða 5,5 milljarða íslenzkra króna á núverandi gengi og með hlutafjárframlögum og lánum eigenda, samtals að fjár- hæð 175 milljónir norskra króna eða 6,4 milljarðar fslenzkra króna á núverandi gengi. — Embætti fjármálaráðherra Framhald af bls. 21 annars hafa aðalbreytingarnar verið I þvi fólgnar að skilja ákveðna málaflokka frá ráðuneyt- inu sjálfu og fela þá sérstökum stjórnarskrifstofum, sem ýmast eru I nánum tengslum við ráðu- neytið, svo sem rikisendurskoðun- in og Hagstofa Islands, eða starfa sem deildir eða undirstofnanir þess, svo sem rfkisbókhald og ríkisféhirðir. Samkvæmt lögum um fasteignamat og fasteignaskrán- ingu, er Fasteignamat rlkisins sérstök deild I fjármálaráðuneyt- inu og fjallar hún um fasteigna- matsmálefni. Varðveitir hún öll gögn, er varða fasteignamat, og gefur upplýsingar um það þeim, er þess óska. Um nokkurt árabil hafði sérstök skrifstofa starfað á vegum fjármálaráðuneytisins, varðveitt matsgögn og veitt upp- lýsingar um mat fasteigna og haft eftirlit m.a. með aukamati og millimati. Þótti þvf rétt, að lög- festa þessa skipan og kveða þá svo á, að skrifstofan skyldi vera sér- stök deild I fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðuneytið var I Stjórnarráðshúsinu þar til það var flutt sumarið 1939 i Arnar- hvol, þar sem það hefur verið síðan.“ Frábær gæði EPC 121 EPC 122 EPC123 Strimill, grand total, sjálf- Strimill, grand total, geymslu- Bæöi strimill og Ijósatölur, grand virkur prósentureikningur, verk sjálfvirkur prósentureikn- total, geymsluverk, sjálfvirkur tólf stafa vinnsla ingur, tólf stafa vinnsla prósentureikningur, tólf stafa VERÐ: Kr. 34.100“ VERÐ: Kr. 39B00“ vinnsla ^ - Skrifstofuvélar h/f geta nú boðið yður þrjár gerðir af hinum nýju og fullkomnu EPC reiknivélum á sérstaklega góðu verði. % Komið, skoðið, kaupið. Þér fáið ekki sambærilega vél á betra verði. rSKRiFSTOFUVELAR H.Rl Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.