Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANOAR 1977 Irar vilja ekki ad Rockall verði viðmiðunarpunktur Dublin. 3. janúar. AP. STJÓRN írska lýðveldisins tilkynnti í dag, að hún myndi falla frá tilkalli til klettadrangsins Rockall 280 mílur úti í N- Atlantshafi ef brezka stjórnin gerði hið sama. Rockall, sem er lítill grjót- drangur, hefur fengið auk- ið mikilvægi við 200 mílna útfærsluna við Bretland, þar sem hann bætir mörg þúsund fermílum við fisk- veiðilögsögu þess ríkis sem sannað verður að eigi hann. Bretar og írar hafa deilt um þennan drang um árabil, en hann er nær írsku en brezku ströndinni, 280 mílur frá landi, en næstur vesturstu skozku eyjunum, einkum St. Kildu, en fjarlægðin þang- að er 190 mílur. Talsmaður írska utanríkisráðu- neytisins sagði að irar myndu á næsta fundi hafréttarráðstefnu S.Þ. I maí nk. leggja fram tillögu um að eyðieyjar eins og Rockall verði ekki teknar með í reikning- inn, er lögsögulfnan verður dreg- in. Bretar hafa staðfest að Rockall sé tekinn með í útreikningi 200 Boston, Massachusetts, 3. janúar. AP — Reuter. OLlUBREIÐAN frá flaka olíu- skipsins Argo Merchants undan ströndum Massachusetts var I kvöld aðeins 60 km frá útjaðri golfstraumsins norður af austur- strönd Bandarfkjanna og rak f átt að straumnum undan hvassri NV- átt. Olfubreiðan, sem er sögð eins og tár f laginu, er 215 mílna löng og 100 mflna breið, þar sem hún er breiðust. Segja talsmenn bandarfsku strandgæzlunnar að ef vindátt haldist ðbreytt muni fyrsta olfan ná golfstraumnum eftir 1—2 daga og gæti á löngum tfma borist með honum upp að ströndum islands eða Bretlands. mílna fiskveiðilögsögu sinni og gefur það Bretum veruleg veiði- svæði á N-Atlantshafi, sem þeir annars myndu ekki hafa aðgang að. Nái olfan straumnum mun hann bera hana í NA-læga stefnu, en golfstraumurinn klofnar í nokkr- ar kvíslar nyrzt á N-Atlantshafi og því óvíst um hvert olfan myndi endanlega berast. Sagði talsmað- urinn að ef olfan næði golf- straumnum yrði hún ekki lengur vandamál Bandaríkjamanna held- ur annarra þjóða. Sænski haffræðingurinn Björn Ganning sagði í Stokkhólmi í dag að olíumengunin í N-Atlantshafi gæti haft eyðileggjandi áhrif á fiskstofna, drepið þá, eða orðið til þess að hrekja fiskinn á önnur hafsvæði. Olíubreiðan 60 km frá Golfstraumnum Allt á stórafslætti nýjar sem nýlegar vörur Flauelisbuxur Flauelisvesti Gallabuxur 5 gerðir Skyrtublússur Prjónakjólar Kápur Peysur gífulegt úrval. Hljómplötur Kodak vasamyndavéfar Myndaalbum ASTÞÖR BANKASTRÆTI 8 Veturinn er kominn til Svíþjóðar og þar ganga jafnvel ljón í snjónum. Ljónin á rhyndinni eru úr Kolmaarden- dýragarði í Mið-Svíþjóð. Þar eru alls 20 ljón og þau hafa um 18 hektara svæði til að ganga á. Sagt er aö kuldinn geri þeim ekkert mein þar sem þau séu orðin vön loftslaginu. Örþrifaráð hugleidd í Bretlandi London, 3. janúar. Reuter. RITARI samtaka brezkra fiski- manna sem veiða á heimamiðum, Ernest Hamley, sagði Reuter I dag að samtökin hefðu ekki uppi áform I bráð um að loka evrópsk- um höfnum f baráttu sinni fyrir 50 mflna einkalögsögu. Hann sagði þetta vegna frétta um að fiskimennirnir hygðust senda flota 5.000 smáskipa til að loka höfnum f löndum Efnahags- bandalagsins. Hamley sagði að þetta hefði komið til tals en slfkt *væri neyðarúrræðí sem menn væru mjög tregir til að grfpa tii. Fiskimenn óttast hrun brezks sjávarútvegs á árinu ef brezkir togarar fá ekki að snúa aftur á Islandsmið. Talsmaður sambands brezka sjávarútvegsins sagði hins vegar í dag að hann teldi ekki að brezkir sjómenn mundu hugleiða aðgerðir í lfkingu við þær sem rætt hefði verið um meðan þeir nytu stuðnings sjávarútvegsráðu- neytisins og haldið yrði fast við kröfuna um 50 mflur f BrUssel. Erroll Garner látinn Los Angrles, 2. Jan. — Reuter. JAZZLEIKARINN og tónskáldið Erroll Garner lézt f sjúkrahúsi f Los Angeles á sunnudag 53 ára að aldri. Garner, sem þekktur var vfða um heim þótt hann aldrei lærði að lesa nótur, samdi fjölda tónverka, en þekktustu lög hans voru „Misty“, „Dreamy", „Solitaire" og „Gaslight". Hann kom fyrst fram opinberlega í heimaborg sinni Pittsbourgh sjö ára gamall, og lék þá á pfanó með unglingahljóm- sveit, sem nefndist The Candy Kids og spilaði fyrir útvarp. Garner hefur leikið í Carnegie Hall f New York, haldið tónleika erlendis, og leikið einleik með þekktum sínfóníuhljómsveitum. — Skálmöld Framhald af bls. 1. gegn bændum", og þannig valdið miklu efnahagslegu tjóni. Elles barónessa segir Li hafa skýrt frá því að ýmsir framámenn f Kfna hafi gagnrýnt leiðtoga rót- tæku aflanna áður en Mao lézt f september. Hinsvegar hafi þeir ekki viljað láta til skarar skriða þá, heldur viljað komast hjá að valda Mao áhyggjum í veikindum hans. Miðstöð valda Chiang Ching og félaga hennar var f Shanghai, og segir Ellis barónessa Li hafa játað að ríkisstjórnin hafi óttast vand- ræði þegar fjórmenningarnir voru handteknir. Hinsvegar sagði Li að ekki hafi komið til neinna árekstra þar, og ástandið væri prýðilegt. Sagði ráðherrann til gamans að f mörgum borgum hafi orðið vínlaust vegna hátfðahalda í tilefni falls fjórmenninganna. Jafnt hjá Margeiri og Þorsteini en Jónas tapaði MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli við Kouatley frá Lfbanon f 12. umferð heimsmeistaramóts unglinga f Groningen f Hollandi, en umferðin var tefld f gær- kvöldi. Hefur Margeir nú 7 vinn- inga og er f 10—16. sæti af 54 keppendum. t 11. umferð tapaði Margeir fyrir Leow frá Singapore en vann Chandler frá Nýja Sjá- landi f 10. umferð. Diesen, Banda- rfkjunum og Ftacnic Tékkóslóva- kíu eru efstir og jafnir með 9 vinninga. I Hallsberg í Svíþjóð tefla Jón- as P. Erlingsson og Þorsteinn Þor- steinsson á mjög sterku unglinga- móti. Jónas tapaði f gær sinni fyrstu skák, gegn efsta mannin- um Giazomazzi frá Frakklandi, og missti þar með af möguleika á vinningi. Þorsteinn gerði aftur á móti jafntefli, og er annar tveggja taplausra keppenda f mótinu. Báðir hafa þeir Þorsteinn og Jón- as 4‘A vinning eftir 8 umferðir, en efsti maðurinn hefur 6'A vinning. Ein umferð er eftir og verður hún tefld í dag. 1 Stokkhólmi tefla þeir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason á sterku móti, en ekki náði Mbl. tali af þeim f gær til að fregna hvern- ig þeim hefði gengið. — Fiskverð Framhald af bls. 2 sem verða á næstunni,“sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og hann bætti við:,,Við fiskverðsákvörðunina er þvf greinilega treyst á áframhald- andi hækkun útflutningsverðlags. Bregðist þær vonir er augljóst að mörg frystihús komast f greiðslu- vandræði á þessari vertíð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.