Morgunblaðið - 04.01.1977, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 Góðir áheyrendur. Um áramót eru menn oft á það minntir að þau séu tlmi reikningsskila. Þá gera menn upp ársreikninga sína og margir reyna að gera upp hug sinn um höpp og slys liðins árs og vonast til að geta dregið af slíku lærdóma sem að gagni mega koma á þvi ári sem I hönd fer. Og menn spyrja spurninga: Hvernig er ég staddur með líf mitt á þessum tfmamótum? Og land mitt og þjóð, spyrja aðrir, þetta samfélag sem eg er borinn til, hvernig er það á vegi statt? Eða mannkynið allt ? Hvað mun veröldin vilja, hún veltist um svo fast, kvað Skáld-Sveinn forðum, einn af mörgum gagnrýnendum aldarfarsins, sem ævinlega rísa upp öðru hverju og hrópa vei vei. Slíkar og þvllíka spurningar eru varla til þess fallnar að gera mönnum létt I skapi. Margir vitrir menn eru uggandi um framtlð mannkynsins. Því veldur marg t og þó ekki slst hið mikla djúp milli örbirgðar og ofgnóttar, þjáningar milljóna manna í fátæktarheiminum annars vegar, en hins vegar vígbúnaður rlkra og voldugra þjóða, svo ofboðslegur að nær yfirgengur mannlegan skilning. Hingað kom fyrir skemmstu merkur maður sem fékk friðaverðlaun Nóbels 1974. I ræðu við það tækifæri sagði hann að þá væru til I heiminum kjarna- vopn sem nægðu til að tortíma öllu llfi á jörðinni tuttugu sinnum. Ekki hefur sá ófögnuður minnkað síðan, og ekki var þessi reyndi og ábyrgi maður trúaður á að þessi dómsdagsvopn, sem hann svo kallar, mundu kyrr liggja og ónotuð um aldur og ævi. Hvaða andsvar er til við slíkum firnum og ódæmum? Hvað getum vér íslendingar sagt eða gert, fámenn þjóð og lítils megnug? Andspænis neyð og þjáningum manna I öðrum heimshlutum sæmir oss það eitt að hlýða kalli til liðs við málstað réttlætisins með virkri hjálp eftir getu vorri og með atkvæði voru á alþjóðavettvangi. A sama hátt getum vér léð atfylgi vort hverri tillögu sem fram er borin með friði og gegn stríði. En viðbrögðin við þeim röddum sem spá mannkyninu dauða eru einfald- lega þau að búa sig af kappi undir líf, svo þversagnar- kennt sem það kann að hljóma. Það er eigi að síður samkvæmt heilbrigðu mannlegu eðli. Nýjársdagur er hátlðisdagur og bendir fram á veg, dagur gleði og vonar. Vér munum á þessum nýjarsdegi gleðjast við góðar minningar liðins árs og hugsa með vongleði til þess sem nú gengur I garð. Vér eigum enn sem fyrri verk að vinna, mark að keppa að. Vér munum heilsa ári með bjartsýni en hafna bölmóði, fagna þvl sem unnist hefur og I hag gengið og taka síðan til óspilltrá málanna við það sem er hálfgert, vangert eða ógert. Ekki má það gleymast I ærustu daganna að árið 1976 var sigurár, nýtt ártal handa íslenskri skólaæsku að leggja á minnið, eins og árið sem verslunaránauð ver létt af þjóðinni eða þegar landið fékk heimastjórn eða þegar Islendingar urðu fullvalda þjóð. Það mun verða kallað árið sem vér fengum óskoruð yfirráð yfir fiski- miðunum á landgrunninu. Þeir Islenskir varðskipa- menn, sem horfðu á bresku siglutoppana hverfa við hafsbrún hinn fyrsta desember síðastliðinn, urðu vitni að miklu sögulegu sjónarspili. Engir voru betur að því komnir en þeir, þvf að þætti landhelgisgæslunnar I þessu íslenska þrjátfu ára stríði eða vel það verður með hófsamlegum orðum svo lýst að hann hafi verið með sæmd og prýði, Einu sinni var orðið sægarpur meira notað I máli voru en verið hefur um sinn. Nú er tfmi til að bera sér þetta gamla orð I munn, þegar fslenskum landhelgisgæslumönnum eru færðar skyldugar þakkir, án þess þó að því sé gleymt að fleira þarf en góða sjómenn til að vinna fslenskt þorskastríð. Fleiri en þeir hafa þurft að sigla krappann sjó og stýra milli skers og báru I baráttu íslendinga fyrir þeim sigri sem vér hrósum, enda skal nú öllum þakkað, sem traustir stóðu hver á sfnum rétta stað, bæði á sjó og landi. „Föðurland voru hálft er hafið / helgað margri feðra dáð / þangað lífsbjörg þjóðin sótti / þar mun verða stríðið háð,“ kvað .Jón Magnússon fyrir löngu, þetta hljómar næstum þvl eins og spásögn nú þegar atburðir síðustu ára eru hafðir I huga. Llklega hefur þó skáldið verið að hugsa um lífsstrfðið, hina aldalöngu og ævar- andi nauðsyn íslendinga að sækja björg slna I greipar harðskeyttra náttúruafla. Nú er vonandi svo komið að sjósókn á íslenskum fiskimiðum þurfi aldrei framar að jafna við stríð I einum eða neinum skilningi. Nú er ekki stríð fyrir höndum, heldur fyrirhyggjusöm ráðs- mennska, ráðdeildarsöm nýting bjargræðislindanna I hinni nýju fiskveiðilögsögu. Engum hefur dulist hve heilladrjúgan þátt fslenskir vísindamenn á sviði fiski- fræði og haffræði hafa átt I öllum málflutningi vorum á undanförnum árum. Það er starfi þeirra að þakka hversu ört skilningur manna á háska rányrkjunnar hefur vaxið á allra sfðustu tfð, svo og hvað gera þarf til að bægja voðanum frá. Héðan I frá verður að líta á fslenska fiskveiðilögsögu sem einn stóran akur. I forn- um sögum er sagt frá akri sem kallaður var Vitaðsgjafi og var að sögn aldrei ófrær. Nú er að vlsu einnig sagt f fornum spekimálum að veður ræður akri, og vel má það vera aó höfuðskepnurnar sjálfar eigi eftir að láta til sfn taka á einhvern þann hátt sem nútíma vfsindamenn hafa aldrei séð með eigin augum. En hafi nokkurn tfma verið til sá akur sem aldrei var ófrær, þá hefur það verið vegna þess að umönnun hans var f höndum manna sem af brjóstviti skildu þau lögmál líffræði og vistfræði, sem nútfmavfsindi reyna nú að fá mannkynið til að beygja sig fyrir. Hvað sem yfir kann að dynja á hinum mikla Vitaðsgjafa sjávarins er alveg víst að gæslu hans verður hagað f samræmi við fyrirsögn vfsindamanna. Með því eina móti verður hann, ef ekki sffrær, þá að minnsta kosti eins frær og verða má á hverri tíð. Oft er þess getið með nokkru stolti að frumkvæði Islendinga virðist hafa flýtt fyrir þeirri þróun sem nú „Nýtt ár- tal handa íslenzkri skólaœsku að leggja á minnið ” er fram komin f hafréttarmálum. Ekkert mælir því f gegn að á sama hátt getum vér undir leiðsögn íslenskra fiskifræðinga orðið öðrum til fyrirmyndar um fisk- vernd, forustumenn um að vernda og ávaxta eitt af matforðabúrum veraldar. Slfkt væri f þágu sjálfra vor, en einnig má lfta það f heimsljósi. Hungursneyð rfkir víða f heimi og fer sfst minnkandi. Matvælaframleiðsla ætti að vera talinn göfugur atvinnuvegur. Þegar vér skoðum hug vorn f hreinskilni hljótum vér að viður- kenna að vér leggjum of lítið fram af gnægtum vorum til líknar og hjálpar hrjáðu fólki í örbirgðarheiminum. En þótt hvorki sé að þakka dyggð né hugsjón af vorri hálfu, megum vér hrósa því happi að þurfa ekfci að lifa á að framleiða neitt sem til drápstækja heyrir, vopn eða eitur, ekkert sem gerir veröldina verri en hún þó er. Það lætur að lfkum að oss er þetta umræðuefni hugleikið um þessar mundir. „Föðurland vort hálft er hafið.“ En að fleira er að hyggja og að fleiru er hugað sem betur fer og kappsamlega unnið að verkefnum sem til framtfðar horfa. Margs þarf búið við enn sem fyrri, 6g ég leyfði mér að segja að vér hefðum mark að keppa að. I áramótaávarpi klykkti ég eitt sinn út með því að vitna til orða Guðmundar heitins Finnbogasonar', sem hann ritaði fyrir meira en hálfri öld. Sum orð þola að vitnað sé til þeirra hvað eftir annað: „Markmið vort verður að vera það,“ sagði dr. Guðmundur, „að þjóðin eflist sem best af landinu og landið af þjóðinni, en menningin af hvoru tveggja." Þessi gömlu orð verða naumast betur úr garði gerð sem einkunnarorá. Mark- orðin þrjú, land, þjóð og menning, eru að vísu slík að milli þeirra liggja ótal þræðir sem tæplega verða sundur raktir. En hér er verað að tala um grunnmúrinn sem líf vort byggist á, og svo það hús sem á grunninum skal standa, menningu þjóðarinnar. Vera má að sá.andans og hugsjónanna maður kénnd- ur við aldamót sem færði fyrrgreind orð f búning hafi haft það í huga að þjóðin skyldi eflast við tign og fegurð landsins, sækja andlegan og siðferðilegan styrk f mikil- fenglega náttúru þess, eld þess og ís, hörku þess og milda og vilja til sjálfstæðis og sjálfsbjargar í þær minningar sem það geymir um gengnar kynslóðir feðra og mæðra. Sá sannleakur er enn f góðu gildi. En f orðunum felst einnig það sem nú er prédikað dögum oftar og ég hef sjálfur sagt f þessari andrá: að oss beri skylda og nauðsyn til að sýna landinu og hafinu sem er hluti þess fulla nærgætni, standa vörð um hreinleik þess, efla lífsmögn þess og græða gömul sár þess, þvf að til landsins sækjum vér daglegt brauð vort, f gögn þess og gæði sem ætfð var kallað svo áður fyrr en nú auðlindir að erlendri fyrirmynd sem vel er viðhlítandi. Andans maðurinn var einnig manna skyggnastur á gildi verkvitsins, á kunnáttu til verka skynsamlegra vinnu- bragða. Þá ber oss aftur að sama garði og fyrr. Auðlind- ir landsins verða ekki nýttar til eflingar þvf fólki sem byggir það nema með ráðsmennsku sem tekur mið af vfsindalegri rannsókn. Án þess er f rauninni ekki um neitt verksvit f nútfma skilningi að ræða. Og þá er það gleðiefni að vér eigum þegar á að skipa hópi ágætra vfsindamanna sem kanna afl og eðli landsins á sinn hátt eins og líffræðingarnir rannsaka leyndardóma hafsins. Á komandi ári og árum munum vér sjá æ betur að ekkert má til spara um menntun og skilyrði þeirra vísinda- og fræðimanna á öllum sviðum þjóðlffsins, sem eiga að hafa verksvit fyrir þjóðinni til eflingar landinu og um leið henni sjálfri. Upp af samverkandi eflingu lands og þjóðar á menn- ingin að rísa. En menning er margrætt hugtak og þetta orð er þvf varhugavert og oft misnotað, bæði viljandi og óviljandi. Ég kom f sumar í nokkur kauptún og sjávar- pláss og sá að víðast hvar var búið að malbika eða olfubera margar götur sem ég þekkti fyrrum sem forar- vilpur og aumustu torfæruvegi f samanlögðu vegakerfi landsins, þarna hafði þá gerst eins konar menningar- bylting, aldahvörf í umhverfis- og umgengnismenningu. Og þessu fylgdu aðrir glaðir og hýrlegir drættir f svipmóti þessara staða, sjálfstraust og vongleði að ég hygg, vongleði vaxandi staða, þar sem æskan vill setjast að á feðraslóðum og fara hvergi. Þetta og annað eins má sannarlega kalla menningarauka. Ég er viss um að Guðmundur Finnbogason hefði verið fljótur að sjá sambandið milli malbiks og menningar, þó má vera að hann hafi í orðum sínum einkum átt við það sem kallað er æðri menning, vísindi, listir og bókmenntir, varð- veislu og ávöxtun menningararfsins. Hér er vfst efni f langa ræðu, en í stuttu máli sagt mætti svo virðast að f þessum efnum sé haldið sæmilega I horfinu. Áhugi á myndlist og tónlist virðist greinilega vera vaxandi hér á lándi og þessar listir eru orðnar miklu snarari þáttur í þjóðlífinu en var fyrir skemmstu. Og áhugi á bókmennt- um eða að minnsta kosti bókum er samur við sig vor á meðal. Sagt er að út hafi komið um 300 bækur fyrir sfðastliðin jól. Það segir að vfsu ekki aðra sögu en þá að bókafýsn fslendinga er með eindæmum. En sem betur fer eru hér með þessari kynslóð mörg skáld og margir rithöfundar sem með reisn halda á loft hinu forna merki. Einn af gleðiviðburðum liðins árs var það að íslenskur rithöfundur og fslenskt tónskáld voru heiðr- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.