Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 5 Y f irlýsing f rá vamarmálanefnd Fyrir nokkru voru flugmála- stjórn afhentar 3 notaðar slökkvi- bifreiðar frá varnarliðinu. Blaða- skrif hafa orðið um mál þetta. Þannig birtist 17. des. s.l. viðtal við slökkviliðsstjórann á Reykja- víkurflugvelli á Þjóðviljanum þar sem segir: „Við skoðun hefur komið í ljós að hægt er að gera einn af þessum þremur bflum upp með miklum tilkostnaði, en hinir tveir eru algert rusl, sem engum dettur f hug að reyna að gera við, sundurryðgaðir auk alls annars". Sfðar segir: „Enda væri það svo að kaninn væri að losa sig við bflana vegna þess að þeir væru ónýtir. Fleiri eru ummælin og öll í sama dúr. Þetta er svo endurtek- ið í Vísi sama dag þar sem m.a. er fullyrt: „Gjafabílarnir ónýtt rusl“. I Þjóðviljanum 22. des. s.l. fer svo flugmálastjóri sjálfur af stað og segir m.a. „Þetta væru tæki, sem herinn væri hættur að nota, en það hefðu aftur á móti verið mistök hjá varnarmálanefnd að þiggja þá, eins og þeir væru á sig komnir og láta lfta út sem um einhverja „þjóðargjöf“ til íslend- inga væri að ræða. Þar sem í viðtölum þessum er mjög hallað réttu máli telur varnarmálanefnd nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Upphaf máls þessa er bréf, dags. 2. mars 1976 stflað til utan- ríkisráðuneytisins, og undirritað af Agnari Kofoed Hansen, en bréfið er svohljóðandi: „A 878. fundi flugráðs, sem haldinn var 26. f.m. var m.a. rætt um nauðsyn- legar úrbætur á slökkviþjónustu á fslenskum flugvöllum og kom þar fram að slökkvilið Kefla- vfkurflugvallar er að losa sig við ýmsan eldri búnað. Af þessu til- efni var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Flugráð beinir þeim ein- dregnu tilmælum til utanríkis- ráðuneytisins, að það hlutist til um, að allur sérhæfður slökkvi- búnaður fyrir flugvallaslökkvilið, þ.á m. bifreiðar og tæki, sem slökkvilið Keflavíkurflugvallar hefur ekki lengur not fyrir, verði fenginn flugmálastjórn til að sinna brýnustu úrbótum f slökkvi- þjónustu á öðrum flugvöllum á íslandi." Utanrfkisráðherra taldi strax að óhjákvæmilegt væri að Sala varnarliðseigna afgreiddi málið á venjulegan hátt þ.e. með sölu þessa varnings til hæstbjóðanda. Hins vegar vildi flugráð fá bif- reiðarnar beint til ráðstöfunar, og var þessi ósk margendurtekin í samtölum ýmissa flugráðsmanna og starfsmanna flugmálastjórnar við ráðherra og starfsmenn varnarmáladeildar. Lauk þessu máli svo að sam- þykkt var að afhenda bifreiðarn- ar flugmálastjórn til ráðstöfunar, en beiðnir um þær höfðu líka borist utan af landi. Jafnframt var Sölu varnarliðseigna falið að tollafgreiða þær. Meðan mál þessi voru til um- ræðu kom fram að varnarliðið var fúst til þess að gefa bifreiðar þessar, og tvær til viðbótar á næsta ári, gegn þvf að þær færu til flugvalla á tslandi þar sem þeirra væri mest þörf, en væru ekki seldar í pörtum, eins og fram að þessu hefur tfðkast hjá Sölu varnarliðseigna. 1 fyrrgreindum blaðaskrifum er látið að þvf liggja að ástand bif- reiðanna hafi komið viðtakendum algjörlega á óvart. Staðreynd málsins er hins vegar sú að trúnaðarmenn flugmálastjórnar höfðu kynnt sér ástand bifreið- anna með endurteknum skoð- unarferðum til Keflavíkurflug- vallar. Þetta staðfestir flugmála- stjóri raunar með þessum orðum í Vísi 23. þ.m. „Guðmundur Guð- mundsson, slökkviliðsstjórinn okkar og Gunnar Sigurðsson, flugvallarstjóri, voru löngu búnir að skoða þessa bíla, suðurfrá, og vissu vel um ástand þeirra." Sjálf- ur skoðaði flugmálastjóri bif- reiðarnar á s.l. vori. Þegar kunnugt var að bifreið- arnar yrðu afhentar til notkunar á fslenskum flugvöllum lögðu slökkviliðsmenn á Keflavíkur- flugvelli sig fram um að afla til þeirra tækja og búnaðar, þannig að þær gætu komið að sem best- um notum. Af framansögðu er ljóst að um- ræddar 3 slökkvibifreiðar voru af- hentar flugmálastjórn samkvæmt eindregnum tilmælum hennar, að undangenginni nákvæmri skoðun bifreiðanna af tilkvöddum trúnaðarmönnum flugmálastjóra svo og honum sjálfum. Ummæli flugmálastjóra og starfsmanna hans um hið gagnstæða eru þvi bæði röng og villandi. Páll Ásg. Tryggvason Hallgrfmur Dalberg Höskuldur Ólafsson Hannes Guðmundsson Valtýr Guðjónsson. Þetta er verkið eftir Nlls Hafstein sem Revkjavfkurborg hefur fest kaup á og var á útisýningu f Austurstræti f sumar. Lágmvndin, sem er 130 x 120 sm að stærð, kostaði 500 þúsund krónur og hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður sett upp. og fáið það bezta VIÐ BJOÐUM: 1. Ný litfilma innifalin í framköllunarverðinu 2. Og nú allar myndir á Pro-matt pappír, sem gefur enn betri og skarpari litmyndir 3. Litmyndir unnar á 3 dögum í fullkomnustu Ijósmyndavinnustofu landsins og úr beztu fáanlegum hráefnum 4. Agfa Fuji Kodak Intercolor framköllun 5. Ef þér eruð ekki 100% ánægðir, endurvinnum við myndirnar eða endurgreiðum að fullu 6. Og að sjálfsögðu greiðið þér ekki fyrir myndir sem ekki kóperast, vegna mistaka í myndatöku INTER COLOR Æ myndiðjan Æ ASTÞOR H F Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20 ^rnaitt Landsins beztu kjör á framköllun pappírinn sem atvinnuljósmyndarar nota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.