Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 40
ALGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 JR»r0unbl«bi6 íjri0íiwl»feíí>il> AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH»r0unbl«bib ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1977 Gamla árið kvatt. Ljósmynd Ól.K.M. Framdi 2 líkamsárásir sömu nótt Petrosjan faer að tefla við Kortsnoj SOVÉZKA skáksambandið tilkynnti Alþjóðaskáksambandinu, FIDE, f gær, að það féllist að það að sovézku skákmennirnir Petrosjan og Polugaevsky fengju að taka þátt f áskorendaein- vfgjunum f skák, sem framundan eru. Morgunblaðið fékk þetta staðfest á skrifstofu FIDE í gær, en sem kunnugt er hefur Skáksamband Islands boðist til að standa fyrir einvígi þeirra Petrosjans og Kortsnojs hér á landi. Sovézka skáksambandið hafði haft í hótunum um að leyfa ekki sínum mönnum þátttöku f áskorendaeinvígjunum en Kortsnoj er sem kunnugt er landflótta Sovétmaður og hefur hann verið sviptur ölium titlum og metorð- um þar í landi. Morgunblaðið ræddi f gær við Einar S. Einarsson, forseta Skáksambandsins. Sagði Einar að Skáksambandið hefði þá um daginn fengið skeyti frá FIDE um svar Sovétmanna. Hefði ekkert meira staðið í skeytinu, en skákmennirnar hafa nú frest tii 15. janúar til þess að svara því, hvort þeir féllust á Island sem keppnisland eða ekki. Sagði Einar að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að þeir samþykktu Island, enginn ann- ar keppnisstaður væri f mynd- inni nú sem stæði og ísland hefði gott orð á sér sem skipu- leggjandi skákmóta. Einvfgið yrði undirbúið af fullum krafti, en ekki yrði lagt út í neinn kostnað fyrr en jáyrði kapp- anna tveggja lægju fyrir. „Þessi ákvörðun Sovétmann- anna er ákaflega ánægjuleg," sagði Einar S. Einarsson í sam- tali við Mbl. í gær. „Við áttum hálfþartinn von á þvf að þeir myndu jafnvel neita Petrosjan að tefla við Kortsnoj, en annað hefur komið á daginn. Þegar við gáfum Alþjóðaskáksam- bandinu jákvætt svar vorum við einnig að styðja við bakið á sambandinu, svo að aðilar gætu ekki borið þá afsökun fyrir sig að fullgildur keppnisstaður væri ekki fyrir hendi. Þessi ákvörðun Sovétmanna er að mínu mati stefnumarkandi fyr- ir framtíð FIDE. Sovétmenn höfðu gert athugasemdir við gerðir sfðasta þings FIDE f Haifa, þar á meðal dráttinn í Framhald á bls 22. Yfirgnæfandi líkur á því að einvígið fari fram hérlendis, segir forseti Skáksambandsins Banaslys á Akureyri Akureyri, 3. janúar. BANASLYS varð á Þingvalla- stræti við gatnamót Dalsgerðir laust fyrir klukkan 8 f morgun. Maður á fimmtugsaldri varð þar fyrir jeppa og var maðurinn látinn, þegar komið var með hann í sjúkrahús. Hvassviðri var og rigning þegar slysið varð, hálka og mikill vatns- agi á götum. Maðurinn, sem beið bana, mun hafa verið á leið til vinnu. Ökumaður jeppans kvaðst aidrei hafa séð til hans, en fundið að eitthvert högg kom á jeppann og hélt helst að eitthvað hefði fokið á bílinn. Ökumaður fór því út til að aðgæta þetta nánar en sá þá manninn liggja við gang- stéttarbrúnina norðan götunnar. Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu. TVlTUGUR piltur hefur verið úr- skurðaður f allt að 30 daga gæzlu- varðhald í Reykjavfk vegna kæru um nauðgun og tvær Ifkamsárásir á nýársnótt. Mál þetta er f rann- sókn, en pilturinn hefur fram til þessa neitað sakargiftum. Upphaf málsins ér það, að pilturinn og 19 ára stúlka hittust Áfengi ogtóbak bækkar ÁKVEÐIÐ hefur verið að verð á áfengi og tóbaki hækki frá og með morgundeginum. Eru all- ar áfengisútsölur ÁTVR lokað- ar f dag vegna þessa. Hækkun á tóbaki verður rúmlega 15% og fer algengasta tegund bandarfskra vindlinga upp f 255 krónur pakkinn. Er hækk- unin þá 15.9%. Sterkt áfengi hækkar um rúmlega 10%, en létt vfn um tæplega 10% Búizt er við því, að þessar hækkanir auki tekj- ur rfkissjóðs um 800 milljónir króna á ári. Það skal tekið fram að einhverjar birgðir vindlinga og tóbaks eru til i verzlunum, en óheimilt er að sjálfsögðu að hækka verð á þeim. Samkvæmt upplýsingum Jóns Kjartanssonar, forstjóra ÁTVR, hafði í gær ekki farið fram verðútreikningur á hin- Framhald á bls 22. Loðnusldp farin tíl veiða RANNSÓKNARSKIPIÐ Arni Friðriksson hélt til loðnuleitar- og rannsókna f fyrradag og f dag heldur rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson af stað til loðnuleit- ar. Leiðangursstjóri á Árna Frið- rikssyni er Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur, en á Bjarna Sæmundssyni Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Morgunblaðinu er kunnugt um að nokkur af stærri loðnuskipunum héldu til loðnuveiða þegar f fyrra- dag og má þar nefna Gfsla Árna, Sigurð, Eldborgu, Börk og fleiri skip. Þá er vitað að flest loðnu- skipanna eru tilbúin til að leggja úr höfn f þessara viku. Ætlunin er að Árni Friðriksson leiti austurjaðars loðnugöng- unnar, sem skipin voru byrjuð að veiða af fyrir jól og mun skipið hefja leit á svæðinu í kringum Kolbeinsey. Bjarni Sæmundsson á hins vegar að leita loðnu við Vestfirði og eins á nú að reyna að sanna hvort loðna gengur suður með Vestfjörðum og hrygnir við Snæfellsnes og víðar áður en loðnuveiði hefst almennt í Faxa- flóa. á dansleik og af honum fóru þau heim til piltsins. Þegar þangað kom vildi pilturinn eiga samfarir við stúlkuna en hún neitaði alveg. Kom til stimpinga milli þeirra og gerðist það sfðan, að sögn stúlk- unnar, að pilturinn sló hana f höfuðið með flösku þannig að hún hlaut mikinn áverka og vankaðist. Kom pilturinn sfðan fram vilja sfnum við stúlkuna að hennar sögn. Var þetta einhvern tíma á bilinu milli eitt og þrjú um nótt- ina. Þegar pilturinn hafði komið fram viija sínum gat stúlkan sloppið frá honum og út í bylinn. Vildi þá svo heppilega til að leigu- bifreið var stödd fyrir utan húsið og ók hún stúlkunni heim til sfn og síðan fór hún á slysadeild Borgarspftalans, þar sem gert var að meiðslum hennar, sem voru töluvert mikil. Á nýársdag kærði stúlkan piltinn til rannsóknarlögregl- unnar og síðar kom fram önnur kæra á þennan sama pilt fyrir Framhald á bls 22. Sigurður Jónasson Elfsabet Jónsdóttir Kristján H. Sigurðsson Hjón og sonur þeirra fórust í bílslysi skammt frá Hnífsdal lsafirði, 3. janúar. HJÓNIN Sigurður Jónasson og Elísabet Jónsdóttir og sonur þeirra Kristján H. Sigurðsson til heimilis að Hnífsdalsvegi 1 á Isafirði fórust þegar bíll þeirra lenti fram af 40 metra hárri vegarbrún á veginum undir Eyrarfjalii milli Hnífsdals og tsaf jarðar og steyptist út í sjó skömmu eftir kl. 23 í gærkvöldi. Fólksins hafði ekki verið saknað, fyrr en bíll þeirra sást f sjónum skömmu fyrir hádegi f gær og fundust lík fólksins skammt frá bflnum. Þau Sigurður og Elisabet fóru heimsókn til dóttur sinnar, og ásamt Kristjáni í fyrrakvöld tengdasonar sem búa i Hnifsdal. Fóru þau heim rétt upp úr kl. 23 og ætluðu þá beint heim, en Kristján ók bílnum. Siðan fréttist ekkert til ferða fólksins fyrr en um hádegisbilið í gær, eins og fyrr segir. Það voru menn í vinnu- flokki frá Isafjarðarkaupstað, sem fyrstir sáu bílinn í sjónum, er þeir voru að sandbera veginn milli ísafjarðar og Hnífsdals, en þannig háttar til á staðnum, sem billinn fór niður, að illa sést fram af veginum niður í sjó. Lík Elísa- Framhald á bls 22. Kærður fyr- ir nauðgun — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.