Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 Attræður: Ingimar Finnbjörnsson, útgerdarmadur, Hnífsdal í dag á áttræðisafmæli Ingimar Finnbjörnsson, útgerðarmaður í Hnífsdal. Hann dvelur nú um þessar mundir erlendis ásamt konu sinni hjá dóttur og tengda- syni. Ingimar Finnbjörnsson „ er fæddur 4. janúar 1897 að Görðum I Aðalvík og voru foreidrar hans Finnbjörn Elíasson, bóndi þar og kona hans Halldóra Halldórs- dóttir. Ungur að árum fluttist hann til Hnífsdals og þar hefur heamili hans staðið síðan. Hann byrjaði sjómennsku á unglingsárum og varð síðan formaður á ýmsum bátum frá Hnifsdal þar til að hann gerðist útgerðarmaður sjálfur og stundaði hann sjó og skipsstjórn allt til ársins 1942. En þá gerðist hann verkstjóri í Hraðfrystihúsi Hnifsdælinga og því starfi gegndi hann til ársins 1959. Jafnframt verkstjórastarf- inu var hann útgerðarstjóri Ut- gerðarfélagsins Mimis h.f. í Hnífsdal. Ingimar Finnbjörnsson var einn af stofnendum Hraðfrystihússins h.f. í Hnífsdal en það var stofnað árað 1940. Hann var stofnandi Utgerðar- félagsins Fram h.f. árið 1945 og Mímis h.f. 1951 og Vers h.f. 1956. Starfsævi Ingimars Finnbjörns- sonar hefur verið fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs og sjómennsku. Hann fór barn að aldri á sjóinn og stundaði sjóróðra við erfiðar kringumstæður oft og tíðum. Þar sýndi hann, sem jafn- an annars staðar, sérstakan dugn- að og atorku. Hann dreif sig áfram og lagði á það höfuðáherslu að eiga sfna útgerð sjálfur en vinna ekki alla tfð hjá öðrum. Það tókst honum með miklum ágætum og hann stýrði sfnu skipi og sinni útgerð með mikilli prýði. Eftir að hann hætti sjálfur á sjónum, þá hefur allt hans starf verið við útgerðarstjórn og verkstjórn i frystihúsinu. Þar hefur hann sýnt að hann hefur verið farsæll í sínum störfum. En Ingimar hefur einnig látið önnur félagsstörf mjög til sín taka. Hann átti um langt árabil sæti í hreppsnefnd Eyrarhrepps eða frá árinu 1922 að mestu leyti óslitið til ársins 1962. í hreppsmálum vann hann margvísleg störf, átti meðal annars sæti f skólanefnd um langt árabil. Hann var einn af stofnend- um slysavarnasveitarinnar í Hnffsdal og formaður hennar í aldarfjórðung. Hann starfaði á yngri árum mjög í ungmenna- félaginu og var þar hrókur alls fagnaðar eins og alls staðar þar sem hann hefur verið. Ingimar Finnbjörnsson kvæntist 23. desember 1923 Sigrfði Elísabetu Guðmundsdóttur sjómanns úr Hnifsdal Jónssonar, en hún er fædd 13. júní 1898. Þau hjón eiga fimm börn, þau eru Halldóra Inga, gift Halldóri Pálssyni, verk- stjóra í Hnífsdal, Guðmundur, fulltrúi hjá Fiskifélagi íslands, giftur Arnþrúði Guðmunds- dóttur, Hrefna, fþróttakennari, þau eru bæði búsett í Kópavogi, Björn Elfas, giftur Theódóru Kristjánsdóttur, og Margrét, gift Ólafi Gunnlaugssyni, flugmanni en þau búa nú í Luxembourg. í Hnífsdal hefur löngum búið dugmikið og gott fólk. Þorvaldur Thoroddsen segir frá för um Ísa- fjarðarsýslu á árinu 1886 i ferða- bók sinni, þetta um Hnífsdal: „Skammt fyrir utan isafjörð er dalverpið Hnífsdalur. Þar er út- ræði mikið og snoturt fiskiþorp, eitt hið laglegasta á íslandi." Og hann segir ennfremur að í Hnífs- dal séu efnaðir menn og duglegir. Á þeim níu tugum ára, sem liðnir eru frá því að Þorvaldur Thorodd- sen segir- þessi orð um Hífsdæl- inga, hefur margt breyst í okkar þjóðfélagsháttum. Utgerðin og allt er lýtur að sjómennsku hefur tekið ótrúlegum breytingum. í þeirri umsköpun sem þar hefur átt sér stað hafa Hnífsdælingar verið virkir þátttakendur og hafa ekki látið sitt eftir liggja. Á þessu tímabili öllu hafa búið þar og starfað dugmiklir athafnamenn og sægarpar. Menn sem létu menningarmál og félagsmál einnig til sín taka. Menn sem skildu að sjávarútvegurinn var undirstaða þess sem hægt var að gera á öðrum sviðum mannlegs lífs og létu þar einnig hendur standa fram úr örmum. Hnífs- dælingar hafa lengst af verið eins og ein stór og samtaka fjölskylda. Þegar sorgin hefur knúð dyra hafa þeir allir sýnt hluttekningu og skilning. 1 leik og starfi eru þeir glaðastir allra manna og með fáum er jafn kært að vera og þeim. Þeir geta líka deilt inn- byrðis eins og allir aðrir en ef á þá er ráðist af utanaðkomandi, standa þeir saman eins og einn maður. í tæplega sex áratugi hefur Ingimar Finnbjörnsson verið einn af traustustu framámönnum Hnífsdælinga. Hann byrjar ung- lingur að árum sjóróðra. Það var hans skóli eins og flestra ungra manna á þeim tíma. Með þrotlaus- um dugnaði og skyldurækni sam- hliða góðri greind vinnur hann sig áfram til skipstjórnar og síðar eignast hann eigin skip. Eftir aþ hann lætur af skipstjórn sér hann um útgerð skipa sem hann var jafnframt að hluta eigandi að. En hann lét ekki atvinnumál ein til sln taka. Hann lagði fram krafta slna I almennu félagsstarfi I byggð sinni. Ingimar Finnbjörns- son er glaðvær maður I vinahópi. Heimili hans og Sigrlðar hefur verið rómað fyrir gestrisni. Þangað hefur verið gaman að koma og skemmta sér I góðum og glöðum vinahópi. En nú eru tímar breyttir. Þær gerast færri ferðirnar til Hnífsdals en áður var. En minningarnar um góða vani og ánægjulegar samveru- stundir geymast skýrar og hlýjar I huga okkar. Við hjónin sendum Ingimar og Sigríði og skylduliði þeirra okkar bestu kveðjur og árnum þeim vel- farnaðar á óloknu æviskeiði um leið og við þökkum vináttu og drengskap á liðnum áratugum sem aldrei hefur brugðið skugga á. Matthfas Bjarnason Þegar Hnífsdalsvíkin syngur I rokinu og báruskaflarnir lemja fjöruna I mikilleík slnum, þá minnir hún mig mest á hinn síkvika athafnamann Ingimar Finnbjörnsson. Þennan granna, skapharða sjómann og útgerðar- mann, sem barðist úr fátækt til bjargálnamanns af eigin atorku- semi og dugnaði. Það eru nú um 15 ár slðan ég kynntist Ingimari Finnbjörnssyni fyrst. Með árunum hafa kynnin aukist og virðing mín að sama skapi fyrir þessum léttlynda en skapfasta manni. Halldór Ingimar Finnbjörnsson eins og hann heitir fullu nafni er áttræður í dag. Hann er fæddur að Görðum I Aðalvik 4. janúar 1897 sonur hjónanna Finnbjörns Elíassonar og Halldóru Halldórs- dóttur. Hann flutti með foreldr- um slnum til Hnifsdals árið 1904 og hefur búið þar síðan. Iðjuleysið hefur aldrei verið Ingimari að skapi. Enda var hann kominn I skiprúm hjá föður ^ínum innan við fermingu. Sjórinn var alla tlð hans heimur og átökin við haf og vinda á litlum fleytum hans stærstu stríð. 1 þá daga þegar Ingimar var að hefja sjómennsku voru mest áberandi formenn I Hnífsdal synir Hálf- dáns örnólfssonar I Búð. Þóttu þeir hinir mestu harðjaxlar, sókn- djarfir og afkastamenn til allra verka. Með þeim vildi Ingimar róa. 14 ára réðst hann svo I skip- rúm til eins þeirra, örnólfs (ríka), á lítinn vélbát. En þá voru einmitt vélbátarnir að koma til sögunnar og þóttu I allt leggjandi. Ingimar var með örnólfi um árabil eða þangað til Hálfdán gerði Ingimar að formanni á einum stærsta bát sfnum, Dan, 10 lesta báti. Ingimar var þá innan við tvítugt, svo gjörla má sjá að Hálfdán gamli hefur séð hvlllkt mannsefni þarna var á ferðinni. Var hann með Dan nokkur ár eða þangað til hann keypti sér 6 lesta bát og hóf útgerð sjálfur. Það er erfitt fyrir okkur sem nú erum ungir, að gera okkur ljósa grein fyrir þeim erfiðleikum, sem sjómennskan hefur verið á þess- um tímum. í Hnífsdalvlkinni hefur aldrei verið bryggja sem fiskibátar hafa getað legið við. Því varð að selflytja allan fisk, lóðir og aðrar útgerðarvörur milli báts og lands á litlum skekktum. Síðan þurfti að bera allt á bakinu milli fjöru og fiskverkunarhúss eftir að gert hafði verið að aflan- um I vörinni. Ef veður spilltust þurfti síðan að fara með bátana inn til Isafjarðar og koma þeim fyrir I múrningum fram af Dokkunni. Þegar báturinn var tryggilega frágenginn I legufær- unum og skektan komin I naust, var svo lagt af stað á göngu hvernig sem viðraði heim aftur. Ingimar sagði mér einhvern tímann að aldrei hefði þótt ástæða til að hafa með sér aðstoðarmann I þær ferðir. „Enda vorum við formaður, vélstjóri, kokkur og skyttan eins og Markús bróðir var vanur að segja“. Ef veður gekk svo niður um nóttina, var brotist áfram I ófærðinni, fyrst að vekja kallana og sækja beituna en slðan aftur á göngu inn á Isafjörð eftir bátnum. Aldrei heyrðist æðruorð, engum datt I hug að kvarta. Þetta var sjálf llfsbaráttan. — Nýársávarp dr. Kristjáns Framhald af bls. 12. V aðir með listaverðlaunum Norðurlandaráðs. Sú gleði vor stafaði ekki af því að vér þyrftum að láta útlendinga segja oss frá ágæti þessara listamanna. Oss var kunnugt um það áður — eða var það ekki? Hún stafaði af þvi að vér erum stolt af hverjum sigri Islenskra afreksmanna og viljum að heimurinn taki eftir honum. Á sama hátt fylgdist þjóðin af óskiptum áhuga og aðdáun með sigurförum Islenskra skákmeistara á árinu sem leið og einnig þvl að íslenskur jarðvísindamaður tók við afreks- merki sem aðeins er veitt örsjaldan og þá fyrir frábæra verðleika. Fleira mætti telja en vér leyfum oss að líta á allt þetta sem staðfestingu á trú vorri á mátt Islenskrar nútlma- menningar. En þá vaknar sú spurning hvort vér hlúum nógu vel að þeim sem undir merkjum standa. Um slikt kunna að vera skiptar skoðanir, en þó hygg ég að nokkuð skorti á að listamönnum séu búin þau skilyrði sem væru í samræmi við mikilvægan þátt þeirra í viðleitni vorri til að vera menningarþjóð. Þó kann þetta að vera nokkuð misjafnt eftir listgreinum. En dæmi má taka. Skáld og rithöfundar hafa löngum verið taldir fremstu merkisberar íslenskrar menningar, gæslumenn og ræktendur hins forna arfs og upphaldsmenn tung- unnar, sem er og verður hin dýrsta þjóðlega eign vor. Aldrei hefur þótt ábatasamt að fást við skáldskap og ritstörf á Islandi og það er það ekki enn. Vér verður að gera oss ljóst að hér á samfélagið að koma myndarlega til liðs. Meira þarf að gera en gert hefur verið. Ef til vill skortir hér ekki vilja heldur miklu fremur hugmynda- auðgi til að finna þær leiðir sem helst skyldi fara. Máli mínu er nú senn lokið og hef ég þó ekki mannst á það fjölgreinda svið menningarinnar, sem einu nafni má kalla félagsmenningu og löngum kemur mestu róti á hugina. Það er viðurkennt markmið vor allra að hér skuli rlkja þjóðfélagslegt réttlæti, það er tiltölulegur jöfnuður manna I milli, að einskis hlutur sé fyrir borð borinn, að allir eigi rétt til sæmandi hlutar af sameigin- legum aflaforða þjóðarinnar, hvort heldur hann er I fullu fjöri eða hann bagar elli, sjúkleiki eða örkuml. 1 þessu efni hljótum vér að sækja fram til félagslegrar samhjálpar eins og best er hjá grannþjóðam vorum og gæta þess að öldurót verðbólgullfsins beri oss ekki af leið. Ef til vill er þetta brýnast af öllu, þegar vér nú lítum fram á leið í þeirri von að félagleg menning megi vaxa og vel hafast á komandi tíð. Góðir landsmenn. Ég þakka yður fyrir samfylgdina á liðnu ári. Ég ber fram persónulegar þakkir mínar fyrir traust og hlýhug sem ég hef notið af hálfu fjölmargra manna. Allt sllkt er mér styrkur og uppörvun og kemur mér vel. Ég óska yður öllum árs og friðar. Ég veit aó kveðja mln sækir misjafnt að. Hún heyrist I mörgu hamingjuhúsi en einnig i sorgarranni. Hún heyrist þar sem menn njóta samvista glaðir og hraustir, en einnig þar sem sjúkir og aldurhnignir búa við meiri einsemd en gott er manni og þeir mundu sjálfir kjósa. Ég sendi yður öllum kveðju mína. Sérstaka kveðju sendi ég sjómönnum á hafi úti, svo og öllum þeim sem þennan dag eins og aðra daga ganga til skyldustarfa sinna sem gegna verður ef nokkur helgi og nokkur hátíð á að geta ríkt i borg eða bæ. Megi þetta ár verða oss öllum gott og farsælt. Gleðilegt nýár. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar ______________tilkynningar____________________| Styrkur til háskólanáms í Noregi Norsk stjónvöld bjóða fram styrk handa islenskum stúdent eða kandidat til háskólanáms i Noregi háskólaárið 1977 — 78. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. september 1977 að telja. Styrkurinn nemur 1.800 norskum krónum á mánuði en auk þess greiðast 500 norskar krónur til bókakaupa o.fl. við upphaf styrktimabilsins. Umsækjendur skulu vera yngri en 30 ára og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. Umsóknir um styrk þennan, ásamt afritum prófskirteina og meðmælum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. janúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. ,, . ,, ... Menntamalaraðuneytið, 29. desember 1976. Til sölu 1 50 lesta stálskip með Wiehmann 600 ha 1 967. 57 lesta eikarbátur með nýjum fiskileitartækjum. Höfum kaupanda að góðum 50—80 lesta eikarbáti og 2—300 lesta stálskipi. Fiskiskip, Pósthússtræti 13, sími 22475, heimasimi sölumanns 13742 Kjartan Jónsson. lögm. Þökkum liðið ár, heillaríkt nýtt ár. Bátar til sölu Stálbátar: 30 — 45 — 161 — 167 — 169 — 200 — 228 tonna. Eikarbátar: 5 — 6 — 7 — 9 — 11 — 15 — 27 — 36 — 38 — 57 — 67 — 76 — 92 tonna. Óskum eftir bátum á söluskrá. Aðalskipasalan Vesturgötu 1 7 Sími 28888, 26560 heimasími 822 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.