Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 11 þessari afsökun gefa menn sig gjarnan á vald hömlulausri neyslu vimugjafa og fikniefna. Sú upplausn, sem vart hefur orðið í þjóð- félaginu, stafar einnig af annarri tískustefnu, sem kennir, að menn fái engu áorkað nema með aðgangshörku, ofbeldishótun eða hreinni valdbeitingu. Menn hafna löglegum leiðum, vegna þess að þær séu of seinfa'rnar, og brjóta leikreglur lýðræðisins af því að tilgangurinn helgi meðal- ið. Menn skortir þolgæði til þess að leggja liðsinni sitt til að breyta og bæta lögin og flýta og einfalda framkvæmd þeirra og grípa þá til örþrifaráða. En með þessu er lýðræðinu sjálfu stefnt i háska. Ef menn virða ekki lögin, brjóta þeir niður réttarríkið. Þá kann eftirleikurinn að verða óvandaður og hitta upphafsmennina sjálfa fyr- ir. Æskufólki og lausung þess er öðru fremur kennt um það, sem miður fer. En er það rétt? Er ekki nær að kenna fullorðna fólkinu um það, sem aflaga hefur farið? Er ekki ástæða til að líta í eigin barm og kanna, hvaða uppeldi unglingar fá í foreldrahúsum og í skólunum? Höfum við, fullorðna fólkið, verið æskunni nauðsynleg fyrirmynd með því að leitast við að lifa í samræmi við grundvallaratriði kristins siðgæðis? Höfum við beitt okkur sem skyldi og kennt æskunni þann sjálfsaga, sem ábyrgð er samfara, þeirri ábyrgð að vera maður? Þessum spurningum er nauðsynlegt að við svörum hvert og eitt i verki, áður en óáran er komin í siðu þjóðarinnar og háttu. Að sjálf- sögðu verðum við að tryggja réttaröryggi allra landsmanna og greiða fyrir rannsókn mála, uppljóstrun afbrota og fullnustu dóma. En mestu máli skiptir að stemma á að ósi og leggja meiri áherslu á mannrækt á heimilum og i skólum og í kirkjum landsins. Þótt óhug hafi slegið á okkur vegna afbrota- öldu, og óhjákvæmilegt sé að taka málin föst- um tökum, þá skulum við ekki missa hugarjafn- vægið og falla í gryfju múgsefjunar. Við meg- um ekki ýkja eða sverta myndina, sem er nógu slæm fyrir. Það er þó ekki einsdæmi í íslenskri sögu, að mönnum ógni ósómi aldar sinnar, eins og Jóni Arasyni, Hólabiskupi, þegar hann orti: Hnigna tekur heims magn Hvar finnur vin sinn? Fær margur falsbjorg, forsómar manndóm. Tryggðin er trylld sögð. Trúin gerist veik nú. Drepinn held ég drengskap. Dyggð er rekin í óbyggð. En gjarnan megum við veita því athygli, að hér eins og i Gullna hliðinu eru trúin og dyggðin systur. Við megum heldur ekki taka fram fyrir hend- ur löglegra dómstóla og sakfella, áður en sök er sönnuð. John Stuart Mill segir i bók sinni, Frelsinu: ..Almenningsálitið hefur ekki óskoraðan rétt til afskipta af hverjum einstaklingi. Það er jafn brýn forsenda farsæls mannlífs og varnir gegn harðstjórn að setja rétti þessum takmörk. . ." Vissulega hefur heilbrigt almenningsálit mikilvægu hlutverki að gegna Kostir hins opna, hreinskiptna þjóðfélags verða að fá að njóta sín. En því er aldrei unnt að mæla bót, þegar maður eða mannorð er tekið af lífi án dóms og laga. Til þess höfum við dómstóla í réttarriki, að kveða á um sekt eða sýknu. Reynsla okkar sýnir að við megum ekki afrækja andleg og siðferðileg verðmæti í sókn- inni eftir veraldlegum gæðum. Á síðustu árum hafa gengið yfir þjóðina svo hraðfara breytingar, að ein eða tvær kynslóðir hafa reynt meiri umskipti í högum og háttum en þrjátiu kynslóðir áður. Við, sem áður vorurh afskekktir, erum nú stöðugt á faraldsfæti sjálfir. En við megum ekki sogast inn í hringiðu þess, sem lakast er i háttum umheimsins. Lífsgæðakapphlaupið má ekki koma í veg fyrir að við öðlumst sálarró og Framhald á bls. 17 Sr. Philip Péturs- son heiðraður VESTUR-íslendingurinn séra Philip M. Pétursson var I desembermánuði haldiB heiðurssamsœti I Winnipeg. Hann var I 35 ár prestur Unitarakirkjunnar þar, lengi forseti þjóSræknisfélags íslendinga, þing maður fyrir NDP-flokkinn frá 1966 og menntamálaráSherra til 1971. Gerir ekki rá8 fyrir að bjóSa sig fram aftur. Komu saman hátt á þriSja hundraS manns til aS heiSra hann. Sr. Philip er íslendingum vel kunnur og á hér marga vini. Philip Pétursson var fæddur að Roséau í Minnesota 21. október 1902, en fluttist 6 mánaða gamall til Kanada með foreldrum slnum Þau voru Ólafur Pétursson frá Ríp i Hegra- nesi og kona hans Anna McNab, skozk I föðurætt en islenzk i móðurætt Séra Philip er kvæntur Þóreyju, dóttur Sigurgrms smiðs Glslasonar frá Bitru i Árnessýslu og konu hans Hallberu Vigfúsdóttur frá Flatey í i A- Skaftafellssýslu. Eiga þau einn son, Philip, og fjögur barnabörn \ Við höfum nú þegar lækkað allar golfteppabirgðir okkar vegna 10% tollalækkunnar 1. janúar. ^ Stórkostlegt úrval gólfteppa * f öllum verðflokkum ávallt fyrírliggjandi. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs um leið og við þökkum ánægjuleg viðskipti_ 1 Ká árinu sem er liðið. ^ C ínnréWtnaqi(*— SÉRVERZLUN MEÐ GÓLFTEPPI Grensásvegi 13, sfmar 83577 — 83430 ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.