Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL, 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Þetta var í stuttu máli saga doll- arans og ég sendi þetta nú bara til gamans, það getur stundum verið fróðlegt að líta aftur og virða fyr- ir sér tölur um verðlag. Verzlunarmaður" Þannig var sú saga og úr því að verið er að ræða hér um verðlags- málin og sitthvað í sambandi við peninga er kannski ekki úr vegi að taka næst fyrir smárabb um jólabækurnar: % Jólabækurnar í ár Bókaunnandi: „Ég er einn þeirra, sem lesa mikið af bókum (þrátt fyrír að sjónvarpið er komið til sögunn- ar), eða reyni það að minnsta kosti og hef mjög gaman af að fylgjast með því, sem er á mark- aðnum svona rétt fyrir jólin. Það hefur komið fram einhvers stað- ar, að um 300 titlar komu út nú um þessi jól og maður ímyndar sér að flestir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi til lestrar. Ég minnist þess að í Velvak- anda rétt fyrir jól hafi einhver verið að ræða um það að slæmt væri að fá allar bækurnar svona í bunu á mjög afmörkuðum tíma. Ég er ekki viss um að það sé svo mjög rétt því að núna er varla talað um annað en bækur, þær eru auglýstar í útvarpi, sjónvarpi og ekki sízt í dagblöðum svo mað- ur fær vitneskju um það sem er að gerast í bökaheiminum á einu bretti. Fólk lifir og hrærist í bók- um i nokkrar vikur og allir eru að hugsa um bækur og hvað sé bezt fyrir hinn og þennan i jólagjöf. Það er hins vegar rétt að það er eins og hálfgerð deyfð hvíli yfir þessu öllu á öðrum árstímum og menn sem þurfa að gefa tæki- færisgjafir, t.d. bækur, muna ekki hvað er nýjast og hvað er til. Það þyrfti að fletta upp í blöðum frá þessum tíma í desember til að finna það út. Það mætti kannski fara fram á að einhver þáttur í líkingu við Á bókamarkaðinum væri i gangi á öðrum árstímum en í desember og þá kannski líka i sjónvarpinu, til að kynna bækur og ræða við rit- höfunda og fleira i þeim dúr. Það væri án efa mjög vinsælt efni og mjög upplýsandi og fræðandi fyr- ir alla. Bókaunnandi" % Spurning dagsins Velvakanda langar að varpa fram einni spurningu fyrir lesendur að ihuga og hvort ein- hverjir vildu tjá sig um hana. Það er í framhaldi af umræðum sem eru nú víða varðandi tómstunda- og æskulýðsmál. Hvernig á að koma til móts við óskir unglinga varðandi tóm- stundir? Á að reisa fyrir þá félagsmiðstöðvar eða á að nýta skólana til hins ýtrasta í þessum tilgangi? Eiga þeir að ráða sjálfir hvað er gert fyrir þá að öllu leyti eða á að ráða starfsfólk til að hafa þar hönd í bagga? Þessir hringdu . . . % Ekki bjóðandi upp á hvað sem er Amma: — Ég ætla nú eins og fleiri að fara aðeins út í það neikvæða, það eru margir sem tala um hvað allt sé slæmt hér og ég get ekki orða bundizt yfir einum hlut, þó að margt gott sé vert að minnast á sem vel er gert hér í borg og víðar. En mér er spurn, eru engin takmörk fyrir því hvað fólki er boðið upp á nú til dags. Sem dæmi vil ég nefna að ég er með barna- barn hér á heimilinu og nýlega fór hann að syngja eitthvað á þessa leið: Haltu kjafti, snúðu skafti o.s.frv. Ég reyni náttúrlega að þagga niður í barninu en þá kom það i ljós, að þetta var bara söngtexti sem hann var að syngja, sem fjölmiðlar flytja börnum og öðrum og þau læra mjög fljótt. Mér finnst ekki hægt að kyngja hverju sem er og það er ekki hægt að þegja yfir svona löguðu. Sum- um finnst þetta kannski ógurlega sniðugt en þetta er dálítið erfitt þegar maður þarf að þagga niður í börnunum vegna þess sem þau læra af söngvum í útvarpi. Finnst ykkur þetta hægt? — SKÁK / UMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSONAR A skákmóti f Sovétrfkjunum 1 ár kom þessi staða upp I skák Ohotniks, sem hafði hvftt og átti leik, og Mukhins. x® M é MiIftipl |m 'Wm ' U gH JU 'f§U 4? 'WmE}/ Wrn S BwS & ...... m B®11 li 15. Bxh6! gxh6 16. De4 f5 17. exf6 (framhjáhlaup) Hxf6 (Ef 17. ... Rxf6 18. Dg6+ Kh8 19. Dxh6+ Kg8 20. Rg5 og hvítur vinnur) 18. Dh7+ Kf8 19. Dh8+ Kf7 20. Re5! Mát. HÖGNI HREKKVÍSI /-/ 1977 Mc.Naught Og þú líka? jffge&Juai auza^eaaaepJzu/ <z prde-'jÉ/ytyr/'/dz&steJzif faz /Tuúucaíz?* - J/ff/zdOs/J. Jff/zs/uúan /ifruna a dffipúzgvz/e- i s/af /aféýr/avzé'aaayK axf /é'ikudze saffds/œ? á?/í'. Borqarpla»t> ■fytmeal aiial 93-7370 kvöld helfarsimi 93*7355 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám enska þýzka franska spánska norSurlandamálin, fslenzka fyrir útlendinga. Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl i kennslu stundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist í TALMÁLI SÍÐDEGISTÍMAR — KVÖLDTÍMAR Símar 11109 og 10004 (kl. 1-7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 EF ÞAÐ ERFRÉTT- NÆMT ÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍLYSINGA SÍMINN ER: 22480 Þjétfarinn Ken Takefusa 3ja dan kennir Goju-Ryu karete sem er bæði keppnisiþrótt og frébær sjálfsvarnarlist. Ilkamsrækt me8 vöSva og ónd unaræfingum. Byrjendanámskeið í Karate Innritun verður í dag og á morgun miðvikudag frá kl 19. Getum baett við einum byrjenda- flokki fyrir bæði konur og karla, 1 5 ára og eldri Athugið að karate er ekki emungis frábær keppnisíþrótt, heldur einnig holl og góð heilsu- rækt í sérflokki, Karatefélag Reykjavíkur Ármúla 28, R. Simi 35025

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.