Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 Fœddist kl 00.30 á nýársnótt KLUKKAN 00.30 á nýársnótt fæddist fyrsta barnið á þessu nýbyrjaða ári á Fæðingardeild Landspftalans. Það var tæpiega 15 marka stúlka, dóttir Þor- bjargar Sigurðardóttur og Kristins Jónssonar. Ekki var I gær vitað hvort stúlkan, sem sagt var frá hér að ofan, væri fyrsta barnið, sem fæddist hér á landi á árinu 1977. Eins og kunnugt er hafa nokkur fyrir- tæki og stofnanir ákveðið að færa fyrsta barninu, sem fæðist á árinu og foreldrum þess, gjaf- ir af ýmsu tagi. Ljósmyndari Mbl. RAX tók meðfylgjandi mynd af Þorbjörgu með litlu dótturina 1 gær. Búnaðarmálastjóri: — „Astæðulaust að dilla iðnaðinum BlINAÐARMÁLASTJÓRI, Halldór Pálsson, gerði m.a. að umtalsefni ullar- og skinnaiðnað- Samninga- viðræður við Japani FULLTRUAR frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna héldu til Jap- ans f dag til að ræða við japanska aðila um kaup á hrognaloðnu og loðnuhrognum frá fslandi á kom- andi vetrarloðnuvertíð. Að sögn Eyjólfs Isfelds Eyjólfs- sonar, framkvæmdastjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, er ekkert hægt að segja um þessar samningaviðræður enn og yrði ekki fyrr en liði á janúarmánuð. Þá hafa fulltrúar sjávarafurða- deildar Sambandsins einnig stað- ið í samningaviðræðum við jap- anska aðila um kaup á sömu vöru. Almennt fiskverð hækkar um 9%: Hækkunin verulega umfram greiðslugetu fiskvinnslunnar ægir Eyjotfur Isfeld Eyjólfeson framkvæmdastj. SJL YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað nýtt fiskverð á fundi á gamlársdag og gildir það frá 1. janúar til 30. júnf n.k. Breytingar á verði einstakra fisk- tegunda eru mismunandi. Þorsk- ur hækkar f verði sem nemur um 9%. Verð á ufsa og karfa hækkar minna, en verð annarra fiskteg- unda meira, þannig að meðalfísk- verðshækkun verður yfir 9%. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Verðlagsráði sjávarút- vegsins í gær, að fyrir 1. flokks stóran þorsk, slægðan með haus, yrðu greiddar kr. 83 fyrir kílóið, en verðið var áður kr. 76. Ýsa hækkar úr 60 kr. kflóið í 75, ufsi úr 45 kr. í 47, karfi úr 39 kr. í 41 og hvert kg af steinbít úr 43 kr. í 47. I fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins segir að verðið hafi verið áveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda í yfirnefndinni, gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfirnefnd- inni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem oddamaður, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda, og Eyjólfur Isfeld Nýr ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu eins og töfraprinsi — Iðnaðurinn vill helst fá gærurnar fyrir því sem næst ekki neitt inn 1 yfirliti sfnu um landbúnað- inn 1976, sem hann flutti I út- varpinu I gærmorgun. Sagði búnaðarmálastjóri, að margir viðurkenndu gildi sauðfjárrækt- ar til að framleiða dýrmæt hrá- efni fyrir íslenzkan iðnað, en sá böggull fylgdi þó skammrifi, að iðnaðurinn þyrfti helst að fá þetta dýrmæta hráefni fyrir þvf sem næst ekki neatt. Halldór sagði bændur óska svars við þvl, hvers vegna ekki væru fluttar til landsins gærur fyrst eftirspurnin væri nú meiri en framboðið og verð þeirra jafn lágt og raun bæri vitni. Þá sagði Halldór, að þó sjálfsagt væri að búa iðnaðinum I alla staði jafn góð kjör og öðrum atvinnuvegum af hálfu löggjaf- ans, væri ástæðulaust að dilla honum eins og töfraprinsi og búa honum mun betri kjör en t.d. landbúnaði og sjávarútvegi. Orðrétt sagði búnaðarmála- stjóri: „Margir viðurkenna gildi sauð- fjárræktar til að framleiða dýr- Framhald á bls 22. IÐNAÐARRÁÐHERRA 'Gunnar Thoroddsen hefur skipað Pál Flygenring yfirverkfræðing ráðu- neytisstjóra f iðnaðarráðuneytinu og tekur hann við af Árna Snæv- arr, sem nú lætur af störfum fyrir aldurssakir. Alls sóttu átta um stöðuna. Páll Flygenring fæddist í Hafn- arfirði 17. október 1925. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946, og tók próf í byggingarverkfræði í Kaup- mannahöfn 1952. Um 7 ára skeið starfaði hann hjá Almenna bygg- ingarfélaginu, starfaði síðan sem verkfræðingur í Stokkhólmi 1959 og 1960 og í Kaupmannahöfn 1960 og 61. Þá flytur hann aftur heim og tekur upp störf á ný hjá Al- menna byggingarfélaginu, en árið 1966 er hann ráðinn deildarverk- fræðingur hjá Landsvirkjun og hefur starfað hjá Landsvirkjun þar til nú, og síðustu árin sem yfirverkfræðingur. Páll Flygenring er kvæntur Þóru Jónsdóttur og eiga þau 3 börn. Árni Snævarr, sem nú lætur af störfum ráðuneytisstjóra er fædd- ur á Húsavík árið 1909. Hann varð stúdent frá MA 1930, tók próf í byggingarverkfræði í Dresden 1935. Hann var verkfræðingur Páll Flygenring Fær ekki hráefni: Sútunarverksmiðjan Sútun h.f. á Akranesi hættir starfsemi NÍU manna starfsliði Sútunar- verksmiðjunnar Sútunar h.f. á Akranesi hefur verið sagt upp störfum en verksmiðjan hættir starfsemí sinni 1. febrúar n.k. Sútun h.f. er eign fyrirtækisins Loðskinns h.f. er rekur sútunar- verksmiðju með þvf nafni á Sauðárkróki og sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Loðskinns, að það væru aðeins kaldar staðreyndir, sem réðu þvf að Loðskinn hefði ákveðið að hætta starfrækslu verksmiðj- unnar á Akranesi. — Við fáum ekki hráefni fyrir báðar verksmiðjurnar og enn er allveg óvíst, hversu mikið hráefni við fáum til að halda verksmiðj- unni á Sauðárkróki gangandi, sagði Jón. Sútun h.f. á Akranesi hefur verið starfrækt f 10 ár og hefur verksmiðjan lengst af framleitt sútaðar langhára gærur en að undanförnu framleitt forsútaðar gærur fyrir Póllandsmarkað. Hefur hámarksafkastageta verk- smiðjunnar á ári verið milli 55 og 60 þúsund skinn. Jón sagðí, að ljóst væri að fyrirtækið Sútun h.f. væri hætt rekstri og öllu starfsliði verksmiðjunnar, nfu manns, hefði verið sagt upp störfum frá og með 1. febrúar n.k. hjá Vegagerð ríkissjóðs 1936 til 42. Árni stofnaði með öðrum Al- menna byggingarfélagið 1942 og vann þá að byggingu margra stærstu bygginga landsins á þeim tfma. Frá 1957—65 var hann framkvæmdastjóri Efrafalls s.f og hafði þá m.a. yfirumsjón með byggingu Steingrímsstöðvar hafna í Njarðvfk og Þorlákshöfn, vegar fyrir Ólafsvíkurenni og jarðgangna um Stráka við Siglu- fjörð. Þegar iðnaðarráðuneytið var sett á laggirnar sem sérstakt ráðu- neyti árið 1970 var Arni skipaður ráðuneytisstjóri og hefur gengt því embætti sfðan. Eyjólfsson og Helgi Þórarinsson af hálfu kaupenda. Morgunblaðið hafði samband við þá Kristján Ragnarsson og Eyjólf Isfeld Eyjólfsson og bað þá að segja álit sitt á hinu nýja fisk- verði. „Við fulltrúar seljenda töldum betra að samþykkja þetta verð, þótt við álitum eðlilegra að verðið yrði hærra. Ef við hefðum reynt að halda hærra verði til streitu er hætt við að verðákvörðun hefði verið samþykkt með atkvæðum mótaðila okkar,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands ísl. útvegsmanna. Þá sagði Kristján að yfirnefnd sú sem tók ákvörðun um almennt fiskverðð hefði setið að störfum til kl. að ganga sjö á gamlársdag, er samkomulag hefði tekist, enda hefði verið stefnt að þvf að ljúka fiskverðsákvörðun fyrir áramót. Hin yfirnefndin, sem ætti að taka ákvörðun um nýtt loðnuverð hefði á hinn bóginn hætt störfum á sjöunda tfmanum þann 30. des- ember, án þess að samkomulag hefði tekizt og ekki komið saman á ný fyrr en í gærmorgun, öðrum til mikillar skapraunar. Að sínu mati ætti helgidagasjónarmiðið ekki að ráða ferðinni f jafnmikil- vægum málum sem þessum. „Þessi hækkun á fiskverði, er verulega umfram greiðslugetu fiskvinnslunnar almennt, miðað við gildandi markaðsverð f dag, sérstaklega þegar tekið er tillit til kaupgjalds og kostnaðarhækkana, Framhald á bls. 18 Braga A sgeirs- sgni veittur stgrk- ur til að skrifa bók um MUNCH BRAGÁ Ásgeirssyni listmálara hefur verið veittur Munch- styrkurinn árið 1976 og nemur hann 12 þúsund krðnum norsk- um eða liðlega 430 þúsundum fslenzkra krðna. Er hér um að ræða mjög eftirsóttan styrk meðal norrænna fræðimanna f myndlist. Bragi hyggst skrifa bók um Edward Munch og nota styrkinn til þess verkefnis. __ Edward Munch er tvf- mælalaust þekktasti mynd- listarmaður á Norðurlöndum, en eigi að sfður lftt kunnur hér á landi, sagði Bragi Ásgeirsson í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Þvf fannst mér ástæða til að kynna þennan merka listamann nánar hér á landi og ætla til Noregs á þessu ári, til að afla mér gagna til bókar- skrifanna. Þessi styrkur er hins vegar aðeins dropi f hafið, ef skrifa á bók um Munch. Ég hyggst þvf sækja um starfslaun listamanna á þessu ári og fá leyfi frá kennslu framlengt til að sinna þessu verkefni sagði Bragi Asgeirsson. Edward Munch var uppi frá 1863 til 1944 og er myndin tekin af honum árið 1895, er hann stóð á hátindi æskuþroska sfns sem listamanns. Bragi Ásgeirsson iistmáiari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.