Morgunblaðið - 04.01.1977, Side 19

Morgunblaðið - 04.01.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 19 Sprenging vid stöð f alangista Beirút, 3. Janúar. Reuter. BIFREIÐ hlaðin 50 kflóum af sprengiefni sprakk f loft upp f kvöld fyrir utan aðalstöðvar öryggissveita falangistaflokksins á fjölfarinni götu f hverfi krist- inna manna f Austur-Beirút og að minnsta kosti 20 biðu bana og um 60 slösuðust. Sprengingin, sú alvarlegasta sfðan vopnahlé komst á, olli elds- voða f þremur nálægum bygging- um og rúður sprungu f 200 metra fjarlægð. Utvarpsstöð falangista skoraði á fólk að gefa blóð og sagði að flokkurinn hefði sjálfur hafið rannsókn á sprengingunni. Fyrr í dag hörfuðu sýrlenzkir hermenn arabíska friðargæzlu- liðsins frá skrifstofum sex dag- blaða og eins vikurits sem var lokað fyrir hálfum mánuði þar sem þau voru sökuð um að dreifa fjandsamlegum áróðri. Blöð i Líbanon og öll önnur rit hafa verið sett undir ritskoðun. Þar með koma frjáls blöð ekki lengur út í nokkru arabalandi. Brot á ritskoðunarreglum varða allt að þriggja ára fangelsi og um 5.000 punda sekt samkvæmt til- skipun frá stjórninni. Þingið hef- ur veitt stjórninni umboð til að stjórna með tilskipunum þannig að henni megi takast að koma á lögum og reglu og reisa landið við eftir 19 mánaða borgarastrið. Blaðamenn óháða blaðsins An Nahar sögðu þegar sýrlenzku her- mennirnir voru farnir úr skrif- stofum blaðsins að saknað væri ritvéla, gagna úr skjalasafni og hluta frá skrifstofum tveggja rit- stjóra blaðsins. Innanrfkisráðuneytið segir að opnaðar verði tvær ritskoðunar- skrifstofur, önnur í hverfi vinstri- sinna, hin í hverfi hægri manna. Ráðuneytið sagði að allir fréttarit- arar erlendra fjölmiðla yrðu að afhenda tvö afrit af skeytum sfn- um áður en þau yrðu send. Svip- aðar reglur ná til lfbanskra fjöl- miðla. Allt efni ætlað til birtingar verður ritskoðað á skrifstofunum. Þegar borgarastríðið stóð sem hæst komu út rúmlega tuttugu blöð og tímarit í Líbanon, fleiri en i nokkru öðru Arabalandi, og þau túlkuðu allar stjórnmálaskoðanir. Nú koma út aðeins þrjú dagblöð, öll hægrisinnuð. Blaðið Al-Anwar segir að rit- skoðaðar muni einkum hafa auga með efni sem varðar öryggi, trúarbrögð, efnahagsmál og sam- skipti Líbanons við erlend rfki. Fulltrúi brezka landbúnaðar-og sjávar útvegsins, titlaður fiskveiðieftirlitsmaður, f stjórnklefa Nimrod- þotu brezka flughersins f fyrstu eftirlitsferðinni eftir útfærslu brezku fiskveiðilögsögunnar f 200 mílur. 200 mílna lögsaga EBE ekki gengin í gildi Bretar einir geta haldið uppi landhelgisgæzlu - Fundur í Brussel á morgun Briissel og London. 3. janúar. Reut- er—AP—NTB. FASTAFULLTRÚAR EBE-landanna 9 f aðal- stöðvum bandalagsins f Briissel koma saman til fundar á morgun, miðviku- dag, til að reyna að ganga endanlega frá reglugerð bandalagsins um 200 mflna fiskveaðilögsögu, Baskaóeirðir Bilbao og Madrid, 2. jan. — Reuter. TIL nokkurra átaka kom f Baska- héruðum Spánar upp úr ára- mótunum f framhaldi af kröfum Baska um aukið sjálfsforræði og náðun pólitfskra fanga. Mest urðu átökin f bænum Algorta, skammt norðan við Bilbao, þar sem lögreglusveitir beittu táragasi og skutu gúmmfkúlum til að tvfstra kröfugöngu um 3.000 þjóðernis- sinnaðra bæjarbúa. Rúmur tugur manna særðist, en enginn alvar- lega. Hundruð Baska saman f miðbænum söfnuðust í Algorta, veifandi „Ikurrina", Baska- fánanum græna, rauða og hvíta, sem bannaður er, hlóðu götuvigi úr bflum, grjóti og sorptunnum, og lokuðu járnbrautinni, sem ligg- ur gegnum bæinn. Eftir að hópur- inn tvístraðist undan skothrfð lögreglusveitanna voru götuvfgin rifin og öflugur lögregluvörður á ferli. Talið er að um 200 pólitískir fangar gisti nú fangelsi á Spáni, og er meirihluti þeirra Baskar. Hafa kröfur Baska um náðanir pólitískra fanga vfða fengið stuðning, nú síðast hjá erki- biskupi Barcelona. sem taka átti gildi á mið- nætti 31. desember, en sem kunnugt er frestaðist gildistakan, þar sem brezki fulltrúinn neitaði að undirrita hana þar til nán- ar hefði verið kveðið á um réttindi A-Evrðpuríkja innan lögsögunnar. Af þessum sökum geta aðeins Bretar varið 200 mflna lög- sögu þvf að þeir höfðu ein- ir þjóða samþykkt lög f þingi sfnu um 200 mflna útfærslu. Rfkir reiði meðal hinna EBE-rfkjanna yfir afstöðu Breta, þar sem þau geta ekki haldið uppi land- helgisgæzlu innan 200 mflna markanna fyrr en reglugerðin hefur verið samþykkt af öllum aðildar- ríkjum. Ástæðan fyrir afstöðu Breta er að fulltrúi þeirra vildi fá nánari skilgreiningu á þeim svæðum inn- an 200 mílna EBE-lögsögu, þar sem Rússar og aðrar þjóðir utan EBE eiga að fá að veiða, en EBE hefur gert samning við Sovétrík- in, A-Þýzkaland, Pólland o.fl. riki til 3 mánaða um veiðiheimildir innan 200 mílnanna þar til gengið hefur verið frá endanlegu sam- komulagi. Mega skip þessara þjóða á meðan veiða 60% af þvi magni, sem þau veiddu á sl. ári. Bretar hafa áhyggjur af því að þessi ríki muni veiða allan sinn afla undan Bretlandsströndum og vilja að EBE ákveði nákvæmlega þau svæði, þar sem skipunum verður leyft að veiða. Þá mega Norðmenn og Færeyingar veiða sama magn og á sl. ári fyrst um sinn. 5. brezkar freigátur eru nú við gæzlustörf undan Bretlands- ströndum ásamt Nimrodþotum og er áætlað að gæzlustörfin muni kosta um 5 milljónir sterlings- punda. Jafnframt hafa sektir við landhelgisbrotum verið stór- hækkaðar, allt upp f 50 þúsund pund og engin takmörk sett á sektir, sem kviðdómar geta ákveð- ið. Er 200 mflurnar tóku gildi á nýársdag voru um 200 erlend veiðiskip undan Bretlandsströnd- um, þar af 137 frá EBE-rikjunum, og rúm 60 frá öðrum ríkjum, sem heimildir hafa tal veiða. Skipum frá tslandi, Rúmeníu, Búlgaríu, Japan og Kúbu hefur verið skipað að halda sig utan 200 mflnanna, þar sem ekki er um gagnkvæm veiðiréttindi að ræða milli rikis- stjórnar þessara landa og EBE. Ekki kom til neinna afskipta brezku herskipanna af erlendum veiðiskipum þessa fyrstu daga, enda gaf brezka stjórnin fyrir- mæli um að farið skyldi að öllu með gát þar til tryggt væri að stjórnvöld allra viðkomandi landa hefðu fengið formlegar orðsend- ingar um útfærsluna og reglu- gerðir. í dag voru 6 búlgarskir togarar og 1 rúmenskur enn að veiðum við suðurströnd Bret- lands. Brezka blaðið Guardian sagði í leiðara um áramótin, að Bretar ættu enga möguleika á að halda Framhald á bls. 23 Ford óttast víg búnað Rússa Megum ekki hrifsa til okk- ar eins mikið og við getum” sagði Nordli forsætisráðherraNoregs í tilefni 200 mílna útfærslunnar Ósló, 1. janúar. Reuter—NTB. NORÐMENN færðu fiskveiðilög- sögu sfna f 200 mflur á miðnætti sl. föstudag ásamt Kanada og EBE-rfkjunum og sagði Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, af þvf tilefni f áramótaræðu sinni, að lffsnauðsyn bæri nú til að tryggja skynsamlega nýtingu og verndun fiskstofnanna til hags- bóta fyrir allar þjóðir heims nú og f framtfðinni. Hann varaði strandrfki við að sýna eigingirni f sambandi við nýtingu fiskstofn- anna innan 200 mílna marka sinná. „Við verðum að standast þá freistingu að hrifsa til okkar eins mikið og við getum.“ Hann sagði að Norðmenn yrðu að ganga á undan með gott fordæmi f vernd- un og nýtingu fiskstofnanna og þá gætu þeir gert kröfu til annara þjóða um að þær gengju f lið með þeim f þvf mikilvæga starfi. Nordli sagðist velta þvf fyrir sér hvort hin nýja stefna í hafréttar- málum þýddi að þjóðir heims horfðust í augu við nýlendustefnu á höfunum eða hvort skráð yrði í sögunni, að árið 1977 hefðu strandríkin skilið að nýjar og af- kastamiklar veiðiaðferðir ógnuðu öllum fisktofnum og þvf hefði verið gripið til skynsamlegra að- gerða með heill þjóðanna nú og i framtíðinni fyrir augum. Odvar Nordli New York, 2. jan. — Reuter. 1 VIÐTALI, sem birtist f nýjasta hefti vikuritsins Time segist Ger- ald Ford Bandarfkjaforseti óttast að stöðugur vfgbúnaður Sovét- rfkjanna eigi eftir að ógna öryggi Bandarfkjanna. Ford kveðst hræddur um að framlög til varn- armála lækki f framtfðinni niður f það, sem þau voru fyrir árið 1974, en þá voru þau tiltölulega lægra hlutfall heildarframleiðsl- unnar en nú er. Forsetinn sagði að með vfgbúnaði sfnum hefðu Sovétrfkin minnkað forustu Bandarfkjanna, og ef sú yrði þró- unin áfram, gætu Bandarfkin lent f slæmri varnaraðstöðu innan tfð- ar. „Ef við sláum úr og í, en Sovét- rfkin halda stefnunni og komast Wigforss látinn Stokkhólmi, 3. jan. — NTB. ERNST Wigforss, sem hvað eftir annaó gegndi embætti fjármála- ráðherra Sviþjóðar á árunum 1925—1949, andaðist í Stokk- hólmi á sunnudag tæplega 96 ára að aldri. Hafði hann legið rúm- fastur í rúmt ár eftir slys. Wigforss var talinn einn fremsti stjórnmálamaður sænskra jafnaðarmanna. fram fyrir okkur — sem þau ekki hafa náð enn — gætum við átt viö alvarlega erfiðleika að stríða, og svo gæti farið að einhver sovézk- Framhald á bls. 23 Nýjar við- ræður um Barentshaf Osló, 3. janúar. NTB. SAMNINGAVIÐRÆÐUR So- vétmanna og Norðmanna um fiskveiðar á Barentshafi hefj- ast á ný f Moskvu f dag, þriðju- dag og eiga að standa f 5 daga að þvf er norska utanrfkisráðu- neytið tilkynnti f dag. Fór Jens Evensen, hafréttarmála- ráðherra Noregs, ásamt fiski- fræðingum og embættismönn- um til Moskvu f gær til við- ræðna við Alexander Ishkov, sjávarútvegsráðherra Sovét- rfkjanna. Knut Frydenlund, utanrfkis- ráðherra Noregs, sagði f viðtali f dag, að hann væri þess full- viss að lausn næðist f þessu máli væntanlega með þvf að draga Ifnu milli norska og so- vézka landgrunnsins á Barentshafi, en samninga- viðræður myndu taka nokkurn tfma. Á meðan yrðu Norðmenn að sætta sig við óleyst vanda- mál á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.