Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 27 Þrátt fyrirharðræðið og oft fátækt voru landlegurnar ekki látnar ónotaðar. Ingimar gerðist ungur formaður ungmennafélags- ins og var formaður þess um ára- tugaskeið. Undir forystu hans var keypt gamalt smfðahús af As- mundi skipasmið og þvf breytt f samkomuhús. Þar nutu þeir fulltingis Kvenfélagsins Hvatar. Voru síðan keyptir glímu- búningar og önnur íþróttaáhöld og íþróttir stundaðar af miklu kappi ásamt málfundum þar sem ungum mönnum lærðist að tjá sig á mannfundum með töluðu máli. Þá var dansinn stiginn af miklu fjöri, enda Ingimar annálaður dansmaður. En svo var atorkan mikil, að einhvern timann þegar honum þótti músikantinn sem þandi harmonikunna vera orðinn of dýr fyrir félagið, keypti hann sér sjálfur harmonikku, lærði á hana og spilaði svo sjálfur á böllunum. Félagsheimilið var í notkun allt til ársins 1968 að nýtt og fullkomið félagsheimili tók til starf a við hlið þess gamla. En eins og oft vill verða með framfarasinnaða athafnamenn, þá hlóðst á hann fjöldi starfa. Hann var m.a. um 30 ár f hrepps- nefnd Eyrarhrepps og átti þá jafnframt sæti í hafnarnefnd, skólanefnd og heilbrigðisnefnd. Hann var einn af stofnendum slysavarnasveitarinnar í Hnífsdal og formaður hennar um 25 ára skeið. Þá var hann formaður fiski- deildarinnar Tilraunar f Hnffsdal um árabil og sat þá m.a. nokkur Fiskiþing. Árið 1937 er Ingimar kominn í sæmileg efni, búinn að byggja sér stórt og glæsilegt íbúðarhús (1934). Semur hann þá við ungan efnismann, sem er að hefja skipa- smfðar í Isafirði, um smíði á 18 lesta eikarbáti. Skipasmiðurinn var Marzellfus Bernharðsson, sem nú er löngu landskunnur fyrir frábærar skipasmiðar. Þetta var fyrsta smíði Marzellfusar, en Ingi- mar mun hafa verið óhræddur að hætta öllu sfnu fé við þessi báta- kaup, þótt skipasmiðurinn væri þá óþekktur. Enda varð báturinn, sem bar nafnið Mfmir, sá fyrsti af fjórum með þvf nafni, sem Ingi- mar eignaðist, hið mesta happa- skip, enda vandað til þess í hvívetna. Var Ingimar skipstjóri til ársins 1939 en þá verða þátta- skil í sögu hans og sögu Hnífsdals. Fram að þeim tfma hafði allur fiskur verið saltaður eða hertur f Hnífsdal eins og öðrum sjávar- plássum á Islandi. Var áf þvf verulegt óhagræði m.a. sökum þess að ekki var hægt að hirða annan afla en þannig verkaðist. Var hraðfrysting fisks farin að ryðja sér til rúms og virtist vera um byltingu að ræða f allri fisk- verkun. Framfarasinnaðir menn í Hnffsdal höfðu rætt mikið um þessa nýju aðferð. En bygging hraðfrystihúss var mikil og dýr fjárfesting og vandséð hvernig að slíku mætti standa. Snemma árs 1939 komu saman I stofurjni hjá Ingimari þeir Páll Pálsson, Jóakim Pálsson, Hjörtur Guðmundsson, Elías Ingimarsson og Ingimar. Þar stofnuðu þeir með sér hlutafélagið Hraðfrysti- húsið, Hnffsdal. Skyldi starfsemi félagsins vera að láta reisa og starfrækja frystihús til vinnslu og hraðfrystingar á fiski. Var Páll Pálsson kjörinn formaður stjórn- ar, Elfas Ingimarsson ráðinn framkvæmdastjóri og Ingimar verkstjóri. Þá þegar var hafinn undirbúningur að byggingu hraðfrystihúss. Var samið við Jón Jónsson (á öllum fjörðum) byggingameistara um smfðina. En hann var þá að ljúka byggingu frystihúss á Flateyri. Hann mun hafa byggt frystihús á flestum Vestfjarðanna og viðurnefnið af .. :. þ.vf dregið. Þá for Ingimar f land, sem fyrr . segir, og gerðist verkstjóri I frystihúsinu, en réð Karl Sigtirðs- íj^i i-^'soft, dugmikinn ’ " ' '' stjóra úr Hnífsdal, á Mfml. ' 1 Allt til ársins 1960 er Ingimar verkstjóri í frystihúsinu og út- gerðarmaður Mfmis. Þá lætur hann verkstjórastarfið I hendur tengdasonar síns, Halldórs Páls- sonar, en heldur áfram útgerð Mfmis þar til útgerðirnar í Hnlfs- dal sameinuðust um kaupin á skuttogaranum Páli Pálssyni árið 1973, en útgerð hans er f höndum Jóakims Pálssonar. Elías Ingi- marsson var aðeins um skamma hrfð framkvæmdastjóri hraðfrystihússins þar sem hann flutti búferlum til Akureyrar. Við starfi hans tók Einar Steindórss. og hefur hann verið fram- kvæmdastjóri sfðan. Frystihúsið hefur dafnað vel undir stjórn þessara manna og hefur alltaf verið stærsti atvinnurekandinn í Hnífsdal. Þar er í dag eitt best búna frystihús landsins. Andstæðan við storminn sem fyrst er á minnst er Hnífsdals- víkin á lognhægu sumarkvöldi, þegar miðnætursólin speglast í hafinu og æðurinn blundar f volg- um þaranum. Það minnir mig á heimili Ingimars þar sem glæsi- leiki og ró hvílir yfir öllu. Hús- freyjan Sigrfður stendur gjarnan við gluggann í stofunni og horfir norður til hafsins. Þar hefur hún átt margar hljóðar stundir meðan báran blá hefur bylt bátnum hans f stormi og hríð og óvissan og kvfðinn nagað sálina og þar sem sonur þeirra sækir nú björg í bú. Ingimar giftist á Þorláksmessu 1923 Sigrfði Guðmundsdóttur Jónssonar frá Fossum í Skutuls- firði. Brúðkaupsferðin var eins og svo margra á þeim tfma, göngu- ferð frá heimili prestsins á Isa- firði út í Hnffsdal. Veisluborðið var móðir jörð klædd sfnum hvít- asta dúk og bjölluhljómurinn marrið í snjónum undan léttum en ákveðnum fótum þeirra. Heimanmundurinn var æskan og lffsviljinn. Ingimar var áfram formaður, en Sigrfður gætti bús og stækkandi barnahóps. Þessi glæsilega, hægláta kona fylgdi manni sfnum í blíðu og strfðu, var m.a. fanggæsla hjá honum tvær vertíðir norður í Steingrfmsfirði, fyrst á Hólmavík en siðan á Hafnarhólmi. Attu þau þá orðið tvö börn, en alls urðu börnin sex. Fimm þeirra eru á lífi en einn son misstu þau ungan. Þótt þröngt væri í búi fyrstu árin, þá safnaðist nokkurt fé hjá aflasælum og útsjónarsömum skipstjóra. Gat hann byggt sér gott hús 1934 eins og áður er nefnt. Þar hafa þau hjónin búið einstöku rausnar- og myndarbúi síðan. Þar koma best fram kostir húsfreyjunnar, sem af stakri alúð tekur á móti gestum og gangandi og hlúir að í hlýjum og notalegum stofum. Ég hef oft komið í spýtuhúsið að Bakkavegi 1 og átt þar sérlega notalegar stundir. Þvf nægta- brunnur minninga langrar og at- hafnasamrar ævi er sá brunnur sem gaman er að bergja af. Mig langar til að senda Ingi- mari innilegar hamingjuóskir á þessum tfmamótadegi f lffi hans. Óska honum og Sigrfði langra líf- daga við góða heilsu, um leið og ég vona að hann eigi góðan af- mælisdag á heimili Margrétar dóttur sinnar og manns hennar, Ólafs Gunnlaugssonar flugmanns að 58 Rue de la Petrussa, Bertrange, Luxembourg. Honum þótti það ekki mikið áttræðum unglingnum að skreppa þangað yfir hátíðarnar og skoða framandi lönd. Ulfar Ágústsson Nýtt sýslumannsembætti ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \t GI.VSINGA- SIMINN EK: 22480 A NYARSDAG tóku gildi ný lög um nýtt sýslumannsembætti og er lögsagnarumdæmi embættis- ins Austur-Skaftafellssýsla. t til- efni þessara tfmamóta bauð sýslu- nefnd Austur-Skaftafellssýslu öll- um framámönnum allra hreppa sýslunnar til samsætis á Hótel Höfn. I samkvæmi þessu voru fluttar margar ræður og hinum nýja sýslumanni, Friðjóni Guðröðar- syni, sem áður var lögreglustjóri á Höfn, færðar árnaðaróskir með embættið, og fyrrverandi sýslu- manni Austur-Skaftfellinga, Ein- ari Oddssyni, fluttar þakkir fyrir störf hans f þágu sýslunnar. Þá var og kosinn nýr hrepp- stjóri fyrir Hafnarhrepp, Ólafur Ólafsson fulltrúi sýslumanns. Einnig var Hálfdán Björnsson, Kvfskerjum, sæmdur fálkaorð- unni fyrir vísindaleg störf. Hóf þetta sátu um 60 manns. Friðión Guðröðarson — Gunnar Dal og Einar Framhald af bls. 15 Braga ættar, og fylgja margs andans manns“. Einar Kristjánsson þakkaði úthlutun fyrir báða styrkþega, sagði að aðrir ættu sjálfsagt fremur þetta skilið, en kvaðst ekkert samvizkubit hafa, þvi lftið varið væri í tilveruna ef maður hefði ekkert upp úr henni annað en það sem maður verðskuldaði. Fréttamaður Mbl. skiptist á nokkrum orðum við þá Gunnar Dal og Einar Kristjánsson að aflokinni athöfninni. Gunnar Dal sem er kennari við fjöl- brautaskóla, kvaðst vera að vinna að ljóðabók og heim- spekiriti, sem ekki sætti raunar tíðindum. Það væri hans ævi- árátta að vinna að útgáfu „ópopulerra" ritsmíða. Annars kvaðst hann ekki óánægður með sinn hlut. Áhugi á heim- spekiritum færi vaxandi. Þó þau rit hefðu kannski ekki mikla sölu, þá segðu • starfs- menn á söfnum, að þau væru stöðugt í útláni og stöðvuðust þar ekki. Og að þeir lesendur væru mest ungt fólk. Síðan mundi sjást hverju fram yndi. Gunnar kvaðst hafa hug á að nýta styrkinn til utanfarar. Honum fyndist hann ávallt þurfa að vera í sambandi við umheiminn, liði illa ef svo væri ekki öðru hverju. Nú kvaðst hann m.a. hafa löngun til að fara til Irlands, sem m.a. með kvennahreyfingunni í Norður- Irlandi væri aðili í þáttaskilum, sem nú virtust vera að verða i heiminum. Hann kvaðst vilja skipta sögunni í nokkra kafla, sem t.d. mörkuðust af tíma ör- fárra menntamanna, þá tíma fjöldamenntunar og nú væri sennilega að koma sá tími er konur kæmu fram til fullrar þátttöku í umsvifum heimsins. Allt eins mætti skipta sögunni í slíka kafla sem ýmsa aðra. Að- spurður hvort hann ætlaði sér að gera sér sérstakan mat úr kvennahreyfingunni við sín skrif, svaraði Gunnar neitandi. Kvaðst bara vera forvitinn. — Menn eiga að vita hvað er að gerast, sagði hann. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sagði að úthlut- unin úr rithöfundasjóði til sín hefði komið alveg óvænt. Hann var staddur í Skúlagarði í Kelduhverfi, og varð að brjóstast þaðan aðfararnótt fimmtudags , kom til Akureyr- ar um hádegi daginn eftir og suður með flugvél sama dag. Einar hefur búið á Akureyri síðan 1946, verið húsvörður við barnaskóla Akureyrar. Hann kvaðst því hafa gott sumarfrí og nýta það til að skrifa. Aðal- lega hefði hann fengizt við smá- sagnagerð, ekki haft næga trú á sér til að leggja í langa skáld- sögu. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til að skilá launamiðum réníiur út þann 19. janúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTORI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.