Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 13 Farið á nýjar slóðir— Portúgal og Winnipeg um 15 km frá Lissabon og dval- ið þar. Þá verður boðið upp á skoðunarferðir og skemmti- ferðir um nágrennið undir leið- sögn Islenzkra fararstjóra. Hilmar sagði að þetta væri ekki fjölsóttur staður af is- lenzkum ferðamönnum, en þarna væri meðalhiti á þessum árstfma 16—18 gráður. Af öðrum nýjum stöðum sem ráðgert er að efna til ferða á í sumar nefndi Hilmar Austur- ríkisferð. Er hún fyrirhuguð I byrjun maf — hálfsmánaðar ferð — en nánari upplýsingar um hana liggja ekki fyrir fyrr en sfðari hluta janúarmánaðar. Hinn 16. júlf til 9. ágúst er ráðgerð ferð til Winrtipeg f Kanada, til íslendingabyggða. Er það rúmlega þriggja vikna Framhald á bls. 29 Rætt við Hilmar Guðlaugsson um utanlandsferðir Varðar LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörð- ur hefur um nokkurra ára skeið skipulagt hópferðir fyrir félagsmenn slna til útlanda og hafa þær verið fjölsóttar. Hef- ur verið farið til Kaupmanna- hafnar og til sólarlanda og hafa þessar ferðir verið skipulagðar f samvinnu við ferðaskrifstof- una tfrval. Nú er ( ráða að fjölga þessum ferðum og leita á nýjar slóðir. Af þvi tiiefni sneri Mbl. sér til Hilmars Guðlaugs- sonar, sem á sæti f stjórn Varð- ar og spurðist fyrir um þessar ferðir: — Við höfum undanfarin ár verið með ferðir til Kaup- mannahafnar og á sólarstrend- ur, sagði Hilmar, og má nefna að á milli áranna 1975—‘76 varð aukning í þeim um 50 af hundraði. Þessar ferðir hófust á árinu 1972 og er það ferða- nefnd Varðar sem hefur séð um skipulagningu þeirra í sam- vinnu við ferðaskrifstofuna Ur- val. — Nú er í ráði að fara á nýjar slóðir auk Kaupmanna- hafnar og sólarlandaferðanna og núna I vetur er fyrsta ferð á okkar vegum á þessu ári. Er það ferð til Portúgals sem verð- ur farin hinn 5. febrúar n.k. Þetta er vikuferð og vegna hag- stæðra samninga er hún sérlega Hilmar Guðlaugsson ódýr, kostar frá 29.800 kr. með gistingu og morgunverði. Svo er hægt að velja betri hótel og meira fæði. Farið verður til strandarinnar Estoril, sem er Veður spillist í Borgarfirði eystra Borgarfirði, eystra 30. des. HÉR VAR tfð mjög góð yfir jóla- hátfðina, bjart veður og lftill sem enginn snjór. Vegurinn til Egils- staða var fær öllum bflum svo að jólapóstur var að berast alveg fram á Þorláksmessu. Nú hefur hins vegar skipt til hins lakara og 1 dag er hér norðan snjókoma, 10 stiga frost og snjór niður f byggð enda mun nú ekki lengur bflfært til Héraðs. í gærkvöldi var hér hin árlega barnasamkoma með jólatré, jóla- sveina, veitingar og annað tilheyr- andi. Við guðþjónustu á jóladag var f fyrsta skipti kveikt á 8 arma ljósakrónu, sem gefin var til minningar um velmetinn Borg- firðing, Aðalstein Ólafsson, sem lézt fyrir fáum árum. Gefendur voru ekkja hans, systur, börn hans og tengdabörn. Atvinna hefur verið hér lítil sem engin eins og jafnan um þennan tíma árs, og eftir áramót munu menn búast að heiman á vertfð. — Sverrir. Hoxha í ræðu: Dregið úr öllum erlendum samskiptum Vínarborg, 29. des. Ntb. ALBANSKI kommúnistafiokks- leiðtoginn Enver Hoxha hefur stöðvað gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir landið og bannað dvöl allra erlendra hermanna á albanskri grund. Hoxha hefur einnig bann- að hvers kyns efnahagssamvinnu við kapftalisk ríki, svo og við rfki sem eru hlynnt Moskvustjórn- inni. I ræðu í albanska þinginu forð- aðist Hoxha að nefna samskiptin við Kínverja, sem löngum hafa verið taldir miklir vinir Albana. Ræðan var sfðan birt f albönsku fréttastofunni ATA, og segja fréttaskýrendur á Vesturlöndum það bersýnilegt að sambúð Kína og Albanfu hafi kólnað töluvert eftir að Mao formaður andaðist. Hoxha réðst mjög á Sovétrfkin og sagði að stjórnarskráin gerði ráð fyrir því að Albanir skiptu sér aldrei af málefnum annarra ríkja. Þetta væri ekki sízt gert til að setja undir þann leka að önnur ríki gætu hlutast til um málefni Albaníu og nefndi hann for- kastanlegt dæmi þessa þegar Sovétríkin- reyndi að fóðra innrás sfna f Tékkóslóvakíu árið 1968 með þvf að segja að Tékkóslóvak- ar hefðu sjálfir beðað um hana. í fyrra mánuði ásakaði Hoxha átta fyrrverandi stjórnmálamenn fyrir að hafa gert áætlanir sem miðuðu að þvf að svipta landið sjálfstæði sínu. „Enginn hefur rétt til að vinna í nafni lýðveldis- ins Albanfu til að gangast öðrum á hönd. Allt slíkt eru landráð," sagði Hoxha. Hann lagði áherzlu á að stjórnarskráin legði bann við því að erlend fyrirtæki hreiðruðu um sig f landinu og albönsk fyrirtæki vildu ekkert slfkt samstarf frá hvaða löndum sem væru. Fríið byrjar um leið og komið er á Hótel Loftleiðir Notalegur bar. Hárgreiðslu-, snyrti- og rakarastofur. Morgunkaffi í ró og næði. Ekkert basl með töskur og leigubíla snemma morguns - héðan er haldið beint á flugvöllinn. Þeir sem eru að fara utan bæta heilum degi við fríið með því að gista hjá okkur-eina hótelinu með sundlaug og sauna baði. Veitingar í Blómasal alla daga. Hótel Loftleiðir er heill heimur út af fyrir sig. HÖTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.