Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 17 •* Q* <••• Bjarnveig Bjarnadóttir: Er þáttur kvenna gleymdur? þrýstu á framkvæmdir, en ástandið var orðið mjög alvar- legt á gðmlu deildunum vegna plássleysis og úteltra tækja. Var þvf komið af stað „Land- spftalasöfnun kvenna", og segja má að hún hafi náð inn f hvern „krók og kima“ á Islandi meðan á henni stóð. Auk þess sem ýmis félög kvenna gáfu miklar og góðar gjafir utan hennar. GLEYMSKA? Nokkrum konum var boðið að vera viðstaddar er þessi nýja bygging var afhent yfirvöldum heilbrigðismála 29. desember s.l., og var ég ein í þeirra hópi. Barst mér boðsbréf sem undir- ritað var af Georg Lúðvíkssyni framkvæmdastjóra rfkisspítal- anna. En eitt stakk mig, og ýms- ar aðrar konur sem viðstaddar voru athöfnina, að í ræðum hinna glöggskyggnu og vísu manna sem við byggingunni tóku formlega var ekki minnst á þátt kvenna, rétt eins og þær hefðu hvergi komið þar nærri. Ég fór að ihuga með sjálfri mér hvort hér væri um að ræða gleymsku ræðumanna í dagsins önn, þvf að yfir margt fyrnist á skemmri tíma en 7 árum, en oft hefur verið minnst á minna til- efni á hátfðlegum stundum. Sá árangur varð af þessari landssöfnun að konur gátu af- hent til tækjakaupa f septem- ber árið 1973 um 8.5 millj. krón- ur, en hinn virti læknir Gunn- laugur Snædal gat þess við kaffidrykkju, sem boðið var til í nafni rfkisspitalanna eftir af- hendingarathöfnina, að reikna mætti með verðgildi gjafanna í dag um 35—40 milljónir kr., en hann var sá eini sem minntist á þátt kvenna f málinu, og hafi hann þökk fyrir kurteisina. Ef til vill má segja að þessar — Ræða Geirs Hallgrímssonar Framhald af bls 11 gleði og kunnum að njóta þess, sem við höfum. Velmegunin má ekki verða til þess að við hugsum ekki um skyldur okkur við aðra, sem búa nú í sömu eymd og þjóð okkar áður. Sjálfstæðisbarátta okkar er dæmi um þjóð, sem fær og heldur sjálfstæði sínu i krafti menningar og samheldni. Með efnahagslegum framförum ber ný tækifæri og vandamál aö höndum. Okkur er engin vorkunn að lánast jafn vel að fást við þau og forfeðtum okkar tókst i baráttunni við hallæri og harðindi áður. Ólíku er saman að jafna, sögusviði daglegs lifs nú og sögusviði Gullna hliðsins fyrr. En enn „er löng leið frá íslandi til himnarikis", og algild eru þau sannindi fyrr og nú, að: „Sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá, sem gott gerir". Og líftaugin milli landsins, fólksins og fyrir- heitsins má ekki bresta. Á árinu, sem fer í hönd, er tilrauninni haldið áfram, tilrauninni um tilveru smáþjóðar, sem stendur á rót fornrar menningar og vill halda til jafns við grannríki sín, ekki aðeins um efnahag og menningu í nútímanum, heldur vill einnig standa engri þjóð að baki um frelsi og öryggi einstaklingsins. Á nýju ári verðum við að hafa þetta að leiðarljósi og kunna fótum okkar forráð, bæði andlega og efnalega. Aldirnar líða. Kynslóðirnar hverfa. En hvað er það, sem börnin erfa? Við biðjum um skilning og styrk, frið og farsæld íslendingum og allri heimsbyggð til handa á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár. HIN NÝJA KVENNA- DEILD LANDSPÍTAL- ANS Nú hefur sá draumur fs- lenzkra kvenna rætzt að risin er af grunni hin fullkomnasta fæðinga- og kvensjúkdóma- deild, og má með réttu kalla þessar tvær deildir Kvenna- Bjarnveig Bjarnadóttir deild Landspftalans, en sú var tillaga Guðmundar Jóhannes- sonar læknis við afhendingu byggingarinnar. Ómetanlegt öryggi er það fyr- ir konur að eiga þarna „skjól og skjöld“ á alvarlegum stundum, þar sem framúrskarandi starfs- lið og hin vönduðustu hjálpar- tæki eru við höndina. í sambandi við byggingu þessara deilda var samstaða kvenna lík þvf sem átti sér stað þegar þær börðust fyrir bygg- ingu Landspftalans f upphafi, og þar til hann var opnaður árið 1930. Eins og þá bentu konur á þörfina, hófu þegar söfnun og milljónir hafi verið „smáaurar” miðað við allan kostnaðinn við bygginguna. En þá kom til skjalanna hinn sameiginlegi sjóður okkar allra, ríkassjóður, og veitt var úr honum fé til byggingarinnar. Og skal þess auðvitað minnst, að konur fengu vissulega góðar undir- tektir mætra manna á Alþingi þegar þeir sáu hve samstaða þeirra var almenn og sterk, en þangað lá leið kvenna oft, og sátu þær þar á pöllum og hlust- uðu á umræður um málið. DRAUMURINN SEM RÆTTIST Og nú þegar sá draumur ís- lenzkra kvenna er orðinn að veruleika, að til staðar er hin fullkomnasta fæðinga- og kven- sjúkdómadeild, getum við glaðst yfir sameiginlegum ár- angri erfiðis okkar, en sannar- lega var oft mikið starf unnið á Hallveigarstöðum við skipu- lagningu söfnunarinnar, og margt annað sem kallaði að, bæði þar og annars staðar á landinu. Og hin sterka sam- staða um þetta mál sýnir hve mikils konur mega sín þegar koma þarf góðu máli heilu f höfn. Og þakka ber jafnframt öllum þeim sem studdu við bak- ið á okkur, en þeir voru margir. Þennan þátt kvenna rifja ég upp nú ef vera kynni að „dags- ins önn“ hafi verið ástæðan til þess, að ekki var á hann minnst þegar heilbrigðisyfirvöldum var afhent byggingin. Á nýársdag 1977 Bjarnveig Bjarnadóttir VERÐLÆKKUN Og enn lækkum við verðið. í samræmi við tollalækkun frá 1. janúar s.l. lækkum við teppabirgðir okkar þannig að þér getið strax í dag valið teppi á hinu nýja útsöluverði. Og við bjóðum eftir sem áður mesta teppaúrval borgarinnar á einum stað. Þér getið valið úr um 70 stórum tepparúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsælu dönsku Weston teppum. Opið til kl. 7 á föstudögum Lokað á laugardögum húsió Jón Loftsson,hf., Teppadeild ■ Hringbraut 121, símar 10600 og 28603

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.