Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977
UmHORP
Umsjðn E.R.
LIST FYRIR
HVERJA?
„ÉG hef verið sílesandi alla
tíð — við skólafélagarnir í
Menntó vorum með bók-
menntadeHu. Bryndís systir
mín tók mig með sér í leikhús
ið um það bil sem ég fór að
ganga — það kom af sjálfu
sér að ég hef alltaf haft
ánægju af öllu varðandi listir".
Þetta segir Magdalena Schram í viðtali sem
Umhorfssíðan átti við hana einn dag í byrjun
vetrar. Magdalena sem jafnframt er blaðamaður á
Mogganum hefur séð um sjónvarpsþáttinn Vöku
frá því í mars síðastliðinn og lék okkur forvitni á að
kynnast henni og viðhorfum hennar til lífsins og
listanna og heyra hvað hún hefur að segja um
þáttinn, markmiðið með honum, hvernig hann er
unninn o.s.frv.
Líkaði vel hjá Bretum
Ég er Reykvíkingur og Vesturbæingur — fædd
hér í Sörlaskjólinu gekk i Melaskóla — Hagaskóla
— Menntaskólann i Reykjavík og varð stúdent 68.
Þá fór ég út til Énglands og var þar við nám í
Laneaster í Norður-Englandi næstu 3 árin og lauk
BA í sögu og heimspeki. Eiginlega sótti ég um í
Lancaster vegna þess að ég taldi litlar líkur á að
þar yrðu nokkrir aðrir Islendingar, sem varð svo
reyndar raunin. Norður-Bretar eru sérlega yndis-
legt fólk og kunni ég mætavel við mig. Siðasta árið í
Englandi bjó ég í London og likaði svo vel að litlu
munaði að ég yrði þar um kyrrt. Svo skyndilega
varð tslendingurinn yfirsterkari og það tók mig
viku að komast að þeirri niðurstöðu, pakka saman
og pilla mig heim.
Bókmenntir á ísafirði
Ég fór beint vestur á ísafjörð og dvaldi þar þann
vetur við kennslu í dag- og kvöldskóla Menntaskól-
ans á ísafirði. Ég kenndi bókmenntir og ensku og
vann auk þess 'A daginn á bæjarskrifstofunni.
Mér fannst gott að vera á ísafirði — kunningja-
hópurinn er ekki minni þar en t.d. i London — það
var góð hvíld frá stórborginni. ég las líka talsvert
þennan vetur og þá auðvitað mest það sem viðkom
kennslunni.
Það var í rauninni mjög sniðugt að koma frá
London til ísafjarðar og kynnast þessum hópi ung-
menna í 5. og 6. bekk í menntaskólanum. Ég kenndi
þeim nútíma bókmenntasögu og eins og gefur að
skilja tókum við fljótlega fyrir skáld á borð við
Joyce, Virginia Wolf og T.S.Eliot. Þeim fannst
Joyce afkáralegur og leiðinlegur — tómar sundur-
lausar setningar og gagnrýndlu mjög hvernig hann
notaði málið. Þessir krakkar voru yfirleitt nokkuð
vel að sér í gömlum og góðum islenskum bókmennt-
um og fannst að bókin ætti að segja blátt áfram ög
augljósa sögu á sama hátt og verk eftir t.d. Jón
Trausta og Jón Thoroddsen. Ritverk eftir James
Joyce væru í mesta lagi skrifuð fyrir örfáa sérvitr-
inga, en alls ekki til þess fallin að læra í skóla. Um
þetta og viðlika málefni áttum við þó nokkra um-
ræðu.
öllum hinum. Þetta hefur áreiðanlega mótað af-
stöðu mína til þáttar eins og Vöku.
Fótgangandi
um ísland
Sumarið eftir Isafjarðardvölina var ég á stöðugu
ferðalagi um landið með kærastanum og þýzkum
ferðamönnum. Við heimsóttum Mývatn, Kröflu,
Heklu og skoðuðum nýja gíginn, Hagavatn og
marga fleiri staði og fórum við mest fótgangandi.
Þetta var alveg ný reynsla fyrir mig, því satt best
að segja hafði ég lítið komist í svo nána snertingu
við landið og ekki áður stundað mikið útilíf.
Ég tók fyrir
nefið og stökk
Fyrrihluta vors í fyrra var hringt til mín frá
sjónvarpinu og ég beðin að taka að mér þessa þætti
hálfs mánaðarlega. Þeir sögðu mér að búið væri að
ákveða um hvað næsti þáttur ætti að fjalla og að
hann yrði á miðvikudaginn — „komdu kl. 10 á
mánudagsmorgun". Ég vissi lítið hvað ég va að fara
út i en tók bara fyrir nefið og stökk. Mér var nú
dembt í að háfa viðtal i sambandi við listahátíð og
gekk þetta allt óskaplega fljótt fyrir sig. Þ^j er
alveg augljóst að ég hefði ekki getað þetta, nema
vegna þessa ágæta og þolinmóða starfsfólks sjón-
varpsins og veit ég að ég lasta engan þó að ég geti
Andrésar Indriðasopar, sem er nreint eins og klett-
ur í hafinu, sama á hverju gengur.
Hverjir horfa
á þáttinn?
Það er nauðsynlegt að gera upp við sig fyrir
hverja þátturinn á að vera, til hverra á að höfða. Ég
held að það sé að miklu leyti sama fólkið sem
stundar hinar svokölluðu æðri listir, fer á konserta,
málverkasýningar og alvarleg leikrit. Spurningin
er hvort höfða skuli til þessa hóps eða hinna, sem
ekki fara á sýningar eða mikið í leikhús. Á þetta að
vera kynning á list eða brjóta eitthvað til mergjar?
Á þátturinn að vera búinn til af þessum þrönga
hópi fyrir þennan sama hóp?
Ég talaði við Ólaf Jónsson bókmenntagagnrýn-
anda um þetta og hann sagði mér að upphaflega
hefði verið talsvert djúpar umræður í Vöku, en upp
á siðkastið hefði hann ekki eins gaman af þátt-
unum. En þeir eru fleiri sem taka þarf tillit til.
Viðhorfin sem ég minntist á áðan og kynntist t.d. á
Isafirði gera allt aðrar kröfur.
Hvað gera listamenn?
Ég vil upplýsa fólk um starf listamanna, i hverju
það er fólgið. Hvernig verkin eru hugsuð og unnin.
Oft heyrist að listamenn geri ekkert — hangi bara
á kaffihúsum. Ég vil sýna hvað starf listamannsins
er i rauninni bæði mikið og erfitt, — hvort hann
hefur ákveðinn boðskap að flytja og hvern — hvað
það er sem hvetur hann til að gera það sem hann er
að gera.
Eitt sinn heimsóttum við vinnustofu Bjargar
Þorsteinsdóttur og fengum að fylgjast með hvernig
grafíkmynd verður til. Nokkrum dögum seinna var
ég stödd á grafíksýningu og heyrði fólk við hliðina
á mér tala um myndirnar og greinilegt var að það
hafði fræðst um hvernig slíkar myndir eru unnar,
ef til vill af þættinum.
List fyrir alla?
Við höfum þá list sem unnin er í öðru hverju húsi
landsins og kemur fram í ýmsu formi. Margt af því
getur flokkast undir alþýðulist, sem er byrjunin
upp í það- að verða skóluð, öguð æðri list. Þannig
má segja að Guðrún frá Lundi eða Matthias málari
séu nauðsynlegur hlekkur i keðjunni og e.t.v. hin
eina sanna íslenzka list. Svokölluð æðri list á
Islandi er að meira og minna leyti flutt inn frá
útlöndum þar sem hún hefur orðið til upp úr
margra alda þróun, ekki aðeins listfræðilegri held-
ur líka sögu- og þjóðfélagslegri.
Þó held ég að list geti aldrei orðið algerlega
almenningseign — hún hljóti alltaf að vera fyrir
fáa sem raunverulega njóta hennar.a.m.k. hefur
þetta orðið þróunin erlendis.
Fyrir því eru eflaust margar ástæður. Það þarf
skilning og vissan þroska til að meðtaka og skynja
hvað listamaðurinn er að fara. Það þarf umburðar-
lyndi og vísýni til að viðurkenna annað en „norm-
ið“ hjá öðrum, t.d. manneskju sem vill fyrst og
fremst skrifa og er tilbúin til að neita sér um vissa
hluti til þess að geta helgað sig list sinni. Þvi er
heldur ekki að neita að það kostar peninga. Þeir
eru ekki margir sem slá af kröfum sínum til
annarra lífsgæða til þess að geta farið á málverka-
sýningar. Þó má með fræðslu og kypningu á listum
og listamönnum, kennslu í skólum o.s.frv. gera
stórátak i því að gera listina aðgengilegri fyrir fólk
og um leið að stækka þann hóp sem skapar og nýtur
listar.
List og lýðræði
Stundum heyrir maður spurt hverjir eigi að
ákveða hvað sé góð list. Þessu er erfitt að svara
Framhald á bls. 29
Námsfólk
og allir hinir
Það var líka ýmisiegt sem þau áttu erfitt með að
sætta sig við. Þeim þótti ég gera ósanngjarnar
kröfur. Þegar t.d. við lásum og skýrðum kvæði eftir
Eliot, komu þar fyrir tilvitnanír í söguna, Biblíuna,
norræna goðafræði — þ.e. skáldið gerir ráð fyrir
vissri þekkingu, gerir kröfur til fólks, sem minir
nemendur gátu ekki mætt — nemendur máladeild-
ar MR í mína tíð a.m.k. gérðu það í ríkara mæli. Ég
hafði aldrei gert mér grein fyrir því áður, hversu
mikið bakgrunnur, umhverfi, menntun ræður við-
horfum til bókmennta og lista. Þau viðhorf sem
maður hafði tekið sem sjálfsagðan hlut, voru síður
en svo algild, aðeins bundin við minn kunningja-
hóp jafnvel. Að þessu leyti varð dvölin á Isafirði
mér Iærdómsríkust og það sama gildir um reynslu
mína af blaðamennskunni. Éftir að hafa lifað og
hrærst í skóla i 25 ár og umgengist námsfólk og
menntafólk, þá opnast nýr heimur við að kynnast