Morgunblaðið - 04.01.1977, Page 31

Morgunblaðið - 04.01.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 31 Minning: Lúdvig G. Lúdvig G. Braathen, skipaeig- andi og íslandsvinurinn alkunni, andaðist í Osló 27. desember s.l. 85 ára að aldri. Fyrirtækjum sín- um stjórnaði hann fram á síðustu stund af miklum dugnaði og óskertri andlegri og lfkamlegri reisn. Er þar lokið stórmerkum æviferli, sem vert er að minnast. Braathen fæddist í Drammen 17. marz 1891 og var af bændum kominn, af svonefndri Konghaug- ætt. Ólst hann upp við venjuleg sveitastörf, plóg og herfi og trjá- flutninga með hesti og sleða, en allt slíkt erfiði stælti kraftana og viljafestu þegar í bernsku. Stærði hann sig af slíku uppeldi, enda var hann hraustmenni, hávaxinn og þrekinn og bar sig vel til ævi- loka. Ekki var um aðra skóla- göngu að ræða en barnaskólanám, en að því loknu tók vinnan við —á fyrstu við mat og sölu á trjáviði, en síðar við verzlunarstörf, sem hann felldi sig ekki við. Arið 1909 réðst Braathen til E.B. Aaby, sem var skipaeigandi í Drammen, og voru launin kr. 30.— á mánuði. Var Aaby duglegur en strangur vinnuveitandi en vel fór á með þeim og hækkuðu launin í kr. 100.- á mánuði á þeim fjórum ár- um sem Braathen vann þar. Þótt vinnudagurinn væri langur og fá- ar frístundir lagði Braathen stund á nám í ensku, þýzku og frönsku og varð vel heima í þeim tungum öllum. Að ráði Aabys hélt Braathen til Cardiff og gerðist starfsmaður Vivian Kelly & Co og vann þar um skeið. Því næst hugðist hann halda til Suður- Ameríku en af þvf varð ekki vegna heimsstyrjaldarinnar sem hófst í ágústmánuði 1914. I lok ársins 1914 hélt Braathen heim- leiðis og gegndi herþjónustu í líf- verði konungs og fékk þar skjótan frama. Að því loknu réðst hann til B.A. Sanne, sem hafði verið skip- stjóri en gerði nú út 4 skip af fullkomnustu gerð til vöruflutn- inga. Sanne féll frá árið 1922 og gerðist Braathen þá forstjóri fyr- irtækisins og rak það af miklum dugnaði og varði það áföllum þótt mörg skipafélög og bankar koll- keyrðu sig vegna sveiflna í fjár- málastarfsemi á árunum eftir heimsstyrjöldina. Árið 1926 stofnaði Braathen eigið félag og festi kaup á 3600 tonna skipi. Hafði hann með sparnaði safnað kr. 25.000.- er hann lagði í félagið og fékk auk þess tilsvarandi lán f banka. Skip þetta strandaði nálægt Bombay en mannbjörg varð. Réðst Braathen þá í að láta byggja 12000 tonna tankskip og náði um það hagkvæmum samningum við „Götaverken". Hafði hann áður gert 10 ára leigusamning við olíu- félagið AngloSaxon, en er að af- hendingu kom fundust ekki verk- efni fyrir skipið enda lágu mörg slík skip bundin f höfn. Að ári liðnu hafði málum svo skipast að verkefni fékkst og hóf skipið þá siglingar. Skal útgerðarsaga Braathen ekki rakin frekar en við fráfall hans nam burðarmagn (deadweight) flota hans 265.000 tonnum. Þess skal þó að lokum getið að Braathen fór fram á það við Götaverken árið 1932 að skip hans yrðu logsoðin að nokkru, enda var vigt hnoðnagla talin um 500 tonn og gat þetta aukið burð- arþol skipanna. Þessu var hafnað en „Kockurn" skipasmiðjan í Malmö samþykkti þetta í tilrauna- skyni er Braathen lét byggja 15.000 tonna tankskip og síðar 16.000 tonna skip sem var logsoð- ið að fullu. Á þessu sviði var Braathen brautryðjandi. Á árinu 1936 hófust afskipti Braathen af flugstarfsemi. Vildi það til með þeim hætti að vélar- bilun varð í einu af skipum hans, sem var á leið frá Kalifornfu til Japans. Hugkvæmdist honum þá að senda varahluti til skipsins loftleiðis og var það gjört. Sparaði þetta bæði tfma og fjármuni, enda hefði orðið að draga skipið til Evrópu að öðrum kosti. Sama var að segja um flutning á áhöfnum skipa, sem leigð Voru til langs Braathen Minning: - Mogens Löve Andersen tíma og ekki komu til heimahafna jafnvel svo árum skipti. Um þetta leyti var hinn kunni flugmaður Bernt Balchen búsett- ur í Ósló og ræddi Braathen við hann um skilyrði þess að stofna flugfélag. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að hugsanlegt væri að flug frá Ósló til London gæti bor- ið sig. Sóttu þeir um réttindi á þessari flugleið, en var óðara synjað af opinberri hálfu. Þessu undi Braathen illa og hugðist nú hefja flug frá Ósló til Bandarfkj- anna. Sótti hann tvisvar um flug- réttindi á þeirri leið, en var synj- að f bæði skiptin. Styrjaldarárin dvaldi Braathen landflótta f Svfþjóð en skipafloti hans þjónaði Bandamönnum og varð fyrir miklu tjóni. Endur- reisnarstarfið hóf Braathen þegar að strfðinu loknu og stórjók skipa- stól sinn. Jafnframt tók hann upp þráðinn þar sem frá var horfið og kynnti sér vandlega flugvélagerð- ir, sem komið gætu til greina, annaðist þjálfun áhafna með ærn- um kostnaði og stofnaði loks „Braathens South American and Far East Airtransport A/S“ 26. marz 1946. Félagið hafði aflað sér flugréttinda til Hong Kong og naut þeirra næstu árin þar til því var bolað út af þeim markaði. Jafnframt hóf félagið innanlands- flug í ríkum mæli og má segja að það hafi að verulegu leyti byggt upp flugkerfið innanlands í Nor- egi. Á þessum árum átti Braathens S.A.F.E. í hörðum átökum við SAS og önnur flugfélög. Hins veg- ar tókst náin samvinna við Loft- leiðir h.f. á árinu 1952, sem leiddi til hagkvæmni í rekstri beggja félaganna. Var stuðningur Braathens við Loftleiðir á þeim árum ómetanlegur, enda önnuð- ust fyrirtæki hans viðhald á flug- vélum félagsins og margs konar fyrirgreiðslu næsta áratuginn. Bar engan skugga á þá samvinnu, enda reyndist Braathen mikill drengskaparmaður i öllum sam- skiptum, tillögugóður og rétt- sýnn. Keppinautarnir undu illa afskiptum Braathens af flugmál- um og gerðu honum allt til miska og spilltu eitt sinn bankasam- bandi hans. Var þá erfitt I ári og orðaði Braathen það svo við þann er þetta ritar, að það árið hefði mörgum ungum mönnum ekki orðið svefnsamt í hans sporum, en ég sef sagði hann og gekk með sigur áf hólmi. Félagið Braathens S.A.F.E. á nú tólf farþegavélar, sem það rek- ur bæði í áætlunarflugi innan- lands og leiguferðum. Auk þess á félagið mikla viðhaldsstöð í Sola og raunar einnig á Fornebu- flugvelli. Eru þær stöðvar vel búnar tækjum og annast viðhald á eigin vélum og annarra flugfé- laga. Starfsmenn fyrirtækja Braathens eru 1500 og sannar það að hér er um atvinnurekstur að ræða sem mikla þýðingu hefir jafnvel á norska vísu. Skógarflæmi mikil átti Braathen í österdal og sumarset- ur. Var hann mikill útivistarmað- ur og náttúruunnandi, enda naut hann þess að bjóða vinum sínum til dvalar á sumarsetrinu og til veiðiferða. Var hann göngumaður svo mikill að ungir menn máttu hafa sig alla við, ef fylgja átti honum eftir á dagsgöngu. Sigling- ar stundaði Braathen einnig sér til hvíldar og ól upp keppnishesta, enda var hann dýravinur allt frá æsku. Braathen var maður listelskur og raunar sérfróður um málara- list. Átti hann mikið og fagurt safn málverka og lismuna og gætti þess vandlega að allt væri ósvikið. Loks má þess geta að Braathen var bókfróður og sjálf- ur vel skáldmæltur, en naut þeirr- ar áþróttar sér til gamans og hug- arhægðar. Gaf hann út eigin ljóðabók sem hann gaf vinum sín- um og nokkur ljóða hans er að finna í bókum hans, sem alls urðu fjórar að tölu, en ritfær var hann í bezta lagi. Braathen lýsir því þráfaldlega í bókum sinum að hann hafi aldrei safnað fé fjárins vegna, en hann vildi hafa fram- kvæmdir með höndum til eflingar atvinnulffi Noregi til sæmdar og velferðar. Braathen var stórgjöfull þegar hann vildi það við hafa og naut heamabær hans Drammen þess og ýmis þjóðþrifa- og menningarfé- lög. Ekki má heldur gleyma ár- legu framlagi til islenskrar skóg- ræktar, sem hann taldi nauðsyn á að efld yrði landinu til prýðis, gagns og sóma. Af öllu þessu má sjá að hér var ekki meðalmaður á ferð, enda var hann heiðraður á marga lund. Sæmdur var hann kommandör- krossi St. Olavs orðunnar, stór- krossi hinnar fslensku Fálkaorðu og kommandörkrossi hollensku Oranie Nassau orðunnar auk ann- arra heiðursmerkja ýmissa sam- taka. Við stjórnendur Loftleiða h.f. sem gátum talist vinir Braathens og þekktum hann náið bárum óskorðaða virðingu fyrir honum vegnf" mannkosta hans. Hann lét sér í léttu rúmi liggja þótt hann hlyti andblástur opinberra aðila og annarra, enda var hann baráttumaður. Hann trúði á málstað sinn og fylgdi hon- um fram og úrræði hans reyndust oftast góð, svo sem raunar lffsfer- ill hans sannai. Megi hann nú að langri og harðri lffsbaráttu lokinni hvíla i friði. Sendum við vinir hans hjá Loftleiðum h.f. aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Kristján Guðlaugsson. 10 fengu orður SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá orðuritara sæmdi forseti is- lands á nýársdag 10 Islendinga riddarakrossi hinnar fslenzku fálkaorðu. Þeir voru: Einar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins h.f. í Hnífsdal, fyrir störf að at- vinnu- og félagsmálum. Guðjón Jónsson, flugstjóri, fyr- ir landhelgisgæslustörf. Halldór Pétursson, listmálari, fyrir teikningar og myndlist. Hálfdán Björnsson, bóndi á Kviskerjum, fyrir störf á sviði náttúruvísinda Magdalena Sigurþórsdóttir, kennari, fyrir kennslu- og félags- málastörf. Sigríður Ingimarsdóttir, fyrir félagsmálastörf. Sigrún Magnúsdóttir, hjúkrunarkona, fyrir líknar- og hjúkrunarstörf. Sigurjón Stefánsson, skipstjóri, fyrir sjómannastörf. Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, fyrir störf á sviði sjávarútvegsmála. Valgarð Thoroddsen, fv. raf magnsveitustjóra ríkisins, fyrir embættisstörf. I dag er til moldar borinn-Mogens Löve Andersen, hárskerameistar- i. Mogens var, eins og nafnið ber með sér, danskættaður og fæddur I Arhus f Danmörku 2. marz 1895. Mogens lærði iðn sfna ytra, en í fyrra strfði var hann kallaður til starfa á varðskipið Island Falk sem var við gæslustörf hér við land. Gegndi Mogens herþjónustu þar til strfðsloka, en kom þá mjög fljótt til Islands aftur og hóf hér störf við iðn sína, fyrst sem sveinn hjá meistara, en sfðar með eigin stofu. Ég kynntist Mogens árið 1925 og bjó á heimili hans um tíma. Mogens varð mjög samofinn öllu sem fslenskt var og féll ákaflega vel inn í íslenskt þjóðlff og fylgd- ist mjög vel með því sem var að gerast á þeim erfiðleika árum. Mogens Löve Andersen var elju- maður, starfssamur og ábyggileg- ur maður á öllum sviðum. Þann 24/9 árið 1920 giftist hann eftir- lifandi konu sinni Árnu Þorvalds- dóttur, ættaðri frá Skálanesi á Mýrum. Hefur hjónaband þeirra verið með afbrigðum gott og far- sælt, eignuðust þau fimm börn, og ólu upp dóttur Árnu, Ástu, sem Mogens tók sem sína eigin dóttur. Allt er . þetta myndar- og dugnaðarfólk, og tengdabörn og barna- og barnabarnabörn fleiri en ég kann skil á. Ekki get ég skilið svo við minn- ingu Mogens að ég ekki geti þess, að í áratugi og til þess síðasta sá hann um hársnyrtingu og rakstur sjúklinga á geðveikrahælinu Kleppi, og segir þetta nokkuð um manninn, því vafalaust hefur oft þurft á þolinmæði ásamt skilningi á ástandi hvers og eins sjúklings að halda. Þetta starf vann hann allan tfmann sem aukavinnu. Mogens héllt alltaf tryggð við gamla landið og fór margar ferðir þangað seinni árin og taldi alltaf gott að koma heim aftur, þó hér ætti hann heima, og hér ber hann beinin, átttíu og eins árs gamall, eftir gæfuríkt lff. Þ.B. f Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför JACOBSHANSEN Hveragerði Guð gefi ykkur öllum blessunarríkt komandi ár Margrét Hansen, börn, tengdaborn, barnabörn, Anna Hansen. Skrrfstofa okkar verður lokuð í dag eftir hádegi vegna jarðafarar Ingimars Brynjólfssonar stórkaupmanns. I. Brynjólfsson og Kvaran Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Ingimars Brynjólfssonar stórkaupmanns. Friðrik Bertelsen Lágmúla 7 Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðafarar Ingimars Brynjólfsonar stórkaupmanns Gardínuhúsið Iðnaðarhúsinu við Ingólfsstræti Lokað Vegna jarðafarar Ingimars Brynjólfssonar, stórkaupmanns, verða bókaverslanir okkar lokaðar frá kl. 13.00 til 16.00, þriðjudaginn 4. janúar 1977. Bókaverslun Snæbjarnar Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 4 Hafnarstræti 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.