Morgunblaðið - 01.02.1977, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.02.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977 17 Guðrún Erlendsdóttir. Bjarnfrlður Leósdðttir Sólveig Ólafsdóttir. Gunnar Guðbjartsson Frv. er illa gerður og kekkóttur grautur — sagði Gunnar Guðbjartsson „og þetta fólk ber að auki mikla skatta." Taldi Bjarnfrlður að hlutfall skattheimtu af launum væri hvergi eins hátt og einmitt hjá þessu fólki sem legði mest á sig. „Islenzka verkakonan vinnur lengstan vinnudag," sagði Bjarn- frlður,“ og ber minnst úr býtum. Við skulum ekki gleyma þvi að kvenréttindi eru mannréttindi." Bjarnfrlður benti á ýmis dæmi í málflutningi sinum og m.a. taldi hún skattpiningu koma fram I mörgum greinum. „Þegar tekjur láglaunakvenna eru lagðar á tekj- ur eiginmanna þeirra samkvæmt 50% reglunni komast þau upp I skattstiga sem skapar misrétti. Yfirleitt eru verkakonur með um 500 þús. kr. I árslaun og það er ekki stór hluti sem fer upp fyrir 600—700 þús. kr. 700—800 þús. kr. tekjur einstaklings bera ekki tekjuskatt, en þegar búið er að slá tekjum hjónanna saman næst hæsta skattahlutfall af peningum þessa láglaunafólks." Taldi Bjarnfriður að það versta i fyrirliggjandi frumvarpi væru helmingaskiptin, sem ekki væru miðuð við mismunandi tekjuöflun hvors aðila fyrir sig og eins þótt um enga tekjuöflun annars aðil- ans væri að ræða og án þess að minnzt væri á að konum væru ætluð laun fyrir heimilisstörf og bainauppeldi. Sérsköttun aflafjár með millifærslu Geir A. Gunnlaugsson lektor, fulltrúi Bandalags háskólamanna á fpndi Kvenréttindafélagsins, fjallaði nokkuð f framsöguræðu sinni um afstöðu skattamála- nefndar BHM um frumvarp það sem lagt hefur verið fram til um- ræðu. Veik Geir fyrst að þeim breytingum sem frumvarpið boð- ar: Ein veigamesta stefnubreyting nýja frumvarpsins er að sameina álagningarstofn útsvars og tekju- skatts og verður það að teljast æskilegt enda er erfitt að sjá hvernig réttlátar reglur um álagn- ingu geta orðið mismunandi varð- andi tekjuskatt og útsvar. Sú leið sem valin er I frumvarpinu að færa tekjuskattstofna nær út- svarsstofni í staðinn fyrir að færa útsvarsstofn nær tekjuskatts- stofni verður á hinn bóginn að teljast vafasöm. Hér er því horfið frá skattstofni, sem miðast við nettótekjur til skattlagningar á brúttótekjur. Við teljum, að við skattlagningu beri að leggja greiðslugetu til grundvallar, og er þá skattstofn, sem liggur nær núverandi tekju- skattsstofni, eðlilegri. Jafnframt vill Bandalagið hvetja til þess, að á þeim grundvelli verði tekju- skattur og útsvar sameinað í einn skatt, sem riki og sveitarfélög skipti á milli sin. I greinargerð frumvarpsins kemur fram að stefnt er að ein- földum skattalaga og álagningar- reglna, þó að slikt sé æskilegt má það ekki vera á kostnað réttlætis. Við tökum eindregna afstöðu gegn því að taka einfaldleikann fram yfir réttlætið. Þá megin- kröfu verður að gera til skatta- laga, að þau deili skattbyrðinni sem réttlátast á þegnana þannig, að þeir, sem meiri greiðslugetu haf a, greiði meira. Draga verður i efa, að hægt sé að búa til einföld skattalög, sem jafnframt eru sanngjörn. Liggur þvi i hlutarins eðli að ekki verður hjá allflóknu skattakerfi komizt ef réttlæti á að nást. Við leggjumst gegn þeirri stefnu skattalagafrumvarpsins að breyta frádráttum í afslætti. Við drögum i efa að umrædd breyting sé til þess að einfalda skattalögin eða sé nauðsynleg forsenda þess að taka megi upp staðgreiðslu- kerfi skatta. Tilkoma afsláttanna hefur eins og kunnugt er orðið til þess að gera fólki erfiðara en áður að gera sér grein fyrir því, hvað það í raun á að greiða I skatta. Við erum því mótfallin að breyta flestum gildandi frádrátt- arliðum í einn staðlaðan launaaf- slátt. Við viljum vekja athygli á þvi að hér er I raun aðeins um dulbúna breytingu á skattstigan- um að ræ'ða og þá jafnframt nið- urfellingu allra frádráttarlið- anna. Þótt eflaust megi benda á, að sumir frádráttarliðanna í gild- andi lögum séu óeðlilegir, þá er tilgangur þeirra að öllu jöfnu sá að taka tillit til greiðslugetu skatt- þegnanna og teljum því að þeir hafi flestir átt fullan rétt á sér. Við tökum þvi afstöðu gegn þann- ig tilbúnum prósentuafsláttum, sem ekki svara á neinn hátt til raunverulegra útgjalda. Rétt er að benda á, að verulegri einföldun má ná í framtölum, þótt allir frádráttarliðir gildandi laga séu látnir haldast. Þetta má gera með þvi að taka upp staðal- frádrátt þannig á sé summa ein- stakra frádráttarliða lægri eða jöfn staðalfrádrætti skal hann tal- inn fram, en einstökum liðum sleppt. Verði summan hins vegar lægri en staðalfrádrátturinn skulu einstakir liðir taldir fram. Við tökum afstöðu gegn þeirri aðferð við skattlagningu hjóna sem er að finna i frumvarpinu. Sú samsköttunarleið og tekju- helmingaskipti, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, getur ekki sam- rýmzt hugmyndum um jafnrétti kynjanna. Oviðunandi og óviðeig- andi teljum við að á sama ári og samþykkt voru lög um jafnstöðu karla og kvenna, skuii lagt fram frumvarp, sem eykur almennt skattabyrði hjóna þar sem bæði afla tekna og mun þvi fyrirsjáan- lega letja konur til að afla tekna og þá um leið liklega til að afla sér menntunar. Einnig vill BHM benda á að tekjuhelmingaskipti koma fyrst og fremst tii lækkunar sköttum hátekjumanna, þar sem konan aflar ekki tekna utan heim- ilis. Hvetur bandalagið til þess að í stað tekjuhelmingaskipta verði tekin upp sérsköttun séraflafjár með millifærslu ónafsláttar. Sannanlegur eða viðurkenndur kostnaðar við öflun tekna verði frádráttarbær. Að þvi er varðar útivinnuaf- slætti, heimilisafslátt og barna- bótaauka, bendir BHM á, að þar sem kostnaðarauki við heimilis- rekstur vegna útivinnu beggja hjóna er fyrst og fremst vegna barna, hvetur bandalagið til þess að barnaafsláttur verði aukinn verulega, en það mun koma öllum foreldrum vel hvort sem báðir eða annar aflar tekna. Annað frv. ef konur hefðu tekið þátt í því Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttarlögmaður, fulltrúi Jafn- réttisráðs á fundinum, rakti skoð- un sina á frumvarpinu. Hún sagði m.a.: Frá jafnréttissjónarmiði hefur það þýðingu, að skattlagning sé byggð á þeirri forsendu, að hver fullvaxinn einstaklingur sé skatt- lagður sér. Taka verður vara við þvi að nota skattkerfið sem nokk- urs konar hagstjórnartæki. Skattkerfið á að vera þannig uppbyggt, að það taki tillit til og hvetji til fjárhagslegs sjálfstæðis hjóna. Þess vegna á ekki að leggja tekjur hjóna saman til skatts. Skattkerfið má ekki vera þannig, að annað hjóna geti verið því mót- fallið af skattalegum orsökum, að hitt hjóna fari I launaða vinnu. Sérsköttun hlýtur því að vera markmiðið. Ef um hreina sérsköttun yrði að Sigriður Thorlacfus Geir A. Gunnlaugsson Árni Kolbeinsson ræða, þá er byggt á þvi, að sér- hver maður geti framfært sig sjálfur af eigin tekjum — þá væri litið á hvern skattgreiðanda óháð hugsanlegri hjúskaparstöðu. Þetta er að minu mati ekki hægt að fullu eins og fyrirkomulagið er í þjóðfélaginu i dag, heldur er nauðsynlegt að taka tillit til barnafjölskyldna. Einnig er nauð- synlegt að taka tillit til umönnun- ar sjúkra, aldraðra og vanhæfra á heimilunum, hvort sem það yrði gert I skattalögum eða tryggingar- löggjöf. I dag er ekki raunhæft að byggja á þeirri forsendu, að sér- hver maður geti framfært sig af eigin tekjum. Það eru fjölmargar heimavinnandi konur, sérstak- legaeldri konur og konur án starfsmenntunar, sem enga mögu- leika hafa á að komast út I at- vinnulífið. Þótt ekki sé timabært að fara yfir I hreina sérsköttun, þá tel ég þó að fara skuli strax yfir í sér- sköttun með vissum afsláttarlið- um fyrir barnafjölskyldur, svo og að persónuafsláttur þess maka, sem ekki aflar tekna eða aflar mjög litilla tekna, þannig að af- slátturinn nýtist ekki, yfirfærist til hins makans (hugsanlegt væri einnig, að ónýtur persónuafslátt- ur væri greiddur út til maka, sem ekki nýtir hann). I skattalagafrumvarpi þvi, sem nú hefur verið lagt fram á Al- þingi, er, eins og þið öll vitið, ekki gert ráð fyrir sérsköttun hjóna, heldur samsköttun, sem fólgin er i þvi, að tekjur beggja hjóna eru lagðar saman og skipt til helm- inga og siðan lagt á þær. I frv. er lagt til, að felldur verði niður 50% frádráttur af tekjum giftra kvenna. Ég tel, að allir jafn- réttissinnar fagni þessari breyt- ingu, þvi að sú regla er andstæð öllu jafnrétti. Reynt er að milda þessa niðurfellingu með afslátt- um frá tekjuskatti, þ.e. heimilis- afslætti og barnabótaauka. I greinargerð með frumvarpinu þar sem verið er að ræða megin- stefnuatriði frv., er sagt um þessa svokallaða „helmingaskipta- reglu", að hjón, þar sem „eigin- konan“ starfar ekki utan heimilis, muni hafa ávinning af þessari breytingu, en skattbyrði hjóna, þar sem „eiginkonan“ aflar tekna, muni aukast. Ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins sagði i sjónvarpsþætti á föstudaginn var, að ef eiginkonan hefði um eina milljón króna í tekjur, þá kæmu hjónin svipað út úr þvi skattalega séð samkvæmt frum- varpinu og er í dag, en myndu hagnast ef hún hefði lægri tekjur. Jafnframt upplýsti hann, að 90% giftra kvenna hefðu undir einni milljón I tekjur. Þarna er komið að atriði, sem ég er hrædd um að gangi i öfuga átt við þá þróun, sem hefur orðið i jafnréttismálum kynjanna. Ég er hrædd um, að þetta geti orðið til þess að halda konum frá vinnu utan heimilis, fæli þær frá langskólanámi —NU OG VERÐA AFRAM LÁGLAUNASTÉTT, ÞVl AÐ ANNAÐ BORGAR SIG EKKI. Þá kvaðst Guðrún vilja benda á nokkur atriði sem hún hefði staldrað við i framkomnu frum- varpi: 63.gr. persónuafsláttur — ein- staklingur kr. 163.000,00, hvort hjóna kr. 115.000,00 — af hverju ekki sami persónuafslátturinn? 65. gr. barnabætur — kr. 47.400,00 með fyrsta barni, kr. 71.100,00 með hverju barni um- Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.